Morgunblaðið - 22.09.1985, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985
FUNDUR SKIPSINS MAGNAR
NÝJAR DEILUR
Fá sjóslys sögunnar hafa valdið jafn
mikilli og langvarandi umfjöllun og það sem
varð rétt undir miðnætti 14. apríl 1912, þegar
lystiskipið Titanic, skipið sem átti ekki að
geta sokkið, sigldi á borgarísjaka og hvarf
tveimur og hálfri klukkustund síðar niður í
ískald hyldýpið, og tók með sér rúmlega 1500
manns.
Bækur hafa verið skrifaðar um slysið og
kvikmyndir gerðar, jafnvel skáldsaga og
kvikmynd um ímyndaða björgun flaksins af
hafsbotni. Engum hafði þó tekizt að finna
flakið, hvað þá að líta það augum, fyrr en
nú fyrir réttum þremur vikum, rúmlega 73
árum eftir að þetta þáverandi stærsta skip
heims sökk.
Margir leiðangrar hafa verið gerðir út á
liðnum árum til að leita flaksins af Titanic,
en engum tekizt með neinni vissu að sýna
fram á hvar það væri fyrr en klukkan 1.40
að morgni sunnudagsins 1. september sl.
Haffræðingurinn dr. Robert Ballard frá
Woods Hole-haffræðistofnuninni í Banda-
ríkjunum sat þá fyrir framan sjónvarps-
skerma um borð í Knorr, einu af rannsóknar-
skipum bandaríska flotans, um 350 sjómílum
suður af St. John’s á Nýfundnalandi. Niðri
á um fjögurra kílómetra dýpi dró skipið á
eftir sér köfunarfleka, sem hlotið hafði nafn-
ið Argo eftir skipi grísku goðsagnahetjunnar
Jasonar, en skipið notaði Jason við leitina
að hinu gullna reyfi. Flekinn er einskonar
búr, nærri fimm metra langt, og inni í búrinu
eru myndavélar, sjónvarpstökuvélar, ljós-
kastarar og hljóðsjárleitartæki, eða sónar. í
kaplinum sem dró flekann eru svo leiðslur
sem fluttu myndir frá sjónvarpssvélum flek-
ans jafnóðum upp á skjáina um borð í Knorr.
Þekkt samtímamálverk af slysinu mikla.
Skyndilega birtist á ein-
um sjónvarpsskermanna
fyrir framan dr. Ballard
mynd af gríðarstórum
gufukatli á sjávarbotn-
inum og umhverfis ketilinn lá
margskonar brak og munir, ferða-
töskur, fimm kassar af víni, leir-
tau, kol, o.fl. Og skömmu síðar sást
svo Titanic í allri sinni tign.
Samstarf Frakka og
Bandaríkjamanna
Fundur flaksins af Titanic var
árangur samstarfs bandarískra og
franskra vísindamanna. Leitin
hafði að þessu sinni staðið frá 28.
júní sl. þegar franska rannsóknar-
skipið Suroit, eign hafrannsóknar-
stofnunar í París (IFREMER),
kom á þessar slóðir og hóf leit á
botninum með mjög fullkomnum
sónartækjum. Ekki var vitað um
nákvæma staðsetningu flaksins,
en talið að Titanic hefði sokkið á
41 “46“ norður og 50° 14“ vestur, en
sú staðsetning er reiknuð út frá
síðustu staðarákvörðun frá skip-
inu fjórum klukkustundum fyrir
ásiglinguna og áætlaðri siglingu
skipsins eftir það. Þótt staðsetn-
ingin hafi þannig getað verið
nokkuð nákvæm, má ekki miklu
muna, því örfáar mínútur í stað-
setningu til eða frá geta stækkað
leitarsvæðið um marga ferkiló-
metra.
Franska rannsóknarskipið var í
nánu sambandi við bandaríska
vísindamenn í Woods Hole, og
þegar hljóðsjártæki skipsins sendu
merki um ókennilega þúst á botn-
inum eftir nokkurra vikna leit var