Morgunblaðið - 22.09.1985, Side 12
m ■
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1985
ARGERÐ 1986
MITSUBISHI
GALANT
Framhjóladrifiö
listaverk
MARGFALDUR
VERÐLAUNAHAFI
FYRIR:
Háþróaöa
vélfræöitækni
Nýtt og áöur óþekkt
sviö mýktar og jafnvægis^
Útlit og eiginleika sem
ekki eiga sinn líka
MITSUBISHI
GALANT
er ríkulega búinn
aukahlutum
Verd frá kr.
508.000
0
%
HEKLA HF
Laugavegi 170-172 Sími 21240
Bílarnir sem seljast mest
eru frá MITSUBISHI
Grindavík með tilkomu nýju
kirkjunnar. Nú eru öll prestsverk
framkvæmd þar, en áður fór um
það bil helmingur af skírnum og
giftingum fram á heimili prests-
ins.
AF SIÐFERÐI í
GRINDAVÍK
Efnaleg kjör presta telur séra
Jón hafa batnað heldur með árun-
um. „Þetta voru óttalega lítil laun
þegar ég byrjaði en verðgildi pen-
inganna var líka annað þá, ég tel
launakjör presta vera viðunandi
nú.“ Meðan samtalið fer fram hef-
ur frú Jóna haft til kaffi og með-
læti og notar tækifærið þegar hlé
verður í frásögninni og biður
okkur að gera svo vel og gera
okkur gott af því sem framborið
er. Meðan hún hellir í bollana
verður blaðamanni hugsað til
allra nýgiftu hjónanna sem hafa
byrjað hjónabandið með því að
þiggja kaffi og kökur við borð-
stofuborðið hjá prestshjónunum,
svo og til litlu barnanna sem skírð
hafa verið til kristinnar trúar á
heimili þeirra hjóna. Það er ekki
undarlegt þó prestshjónunum
hitni í hamsi þegar talið berst að
blaðaskrifum undanfarinna daga
þar sem siðgæði íbúa Grindavíkur
er dregið í efa svo ekki sé meira
sagt. Það er eðlilegt að prestinum
þeirra svíði slíkur áburður.„Af
kynnum mínum við Grindvíkinga
bæði fyrr og síðar get ég ekki ann-
að en gefið þeim minn besta vitn-
isburð,“ segir séra Jón. „Ekki svo
að skilja að hér séu eintómir engl-
ar, ég veit hinsvegar ekki til að
hér sé óregla meiri en gerist og
gengur. Ég átti í mörg ár sæti i
barnaverndarnefnd og á þeim
tíma tel ég að nefndin hafi ekki
fengið óeðlilega mörg mál til með-
ferðar og oftast hafi tekist að
leysa málin á farsælan og frið-
samlegan hátt í góðri samvinnu
við foreldra og lögreglu. Þess
vegna kannast ég ekki við „þann
rotna hugsunarhátt" sem Víkur-
fréttir 12. sept. sl. segja að ríki hér
í Grindavík meðal foreldra og
lögreglu. í þessari grein er sagt að
siðferðiskennd fólks í Grindavík
sé langt fyrir neðan núll. Þessari
grófu fullyrðingu hafa bæjarbúar
þegar mótmælt kröftuglega og get
ég ekki annað sagt, eftir kynni
mín af Grindvíkingum , en að hér
búi heiðarlegt, harðduglegt, traust
og raungott fólk og ég kann því
ílla og tekur það sárt að mín
ágætu sóknarbörn séu þannig
rægð og rökkuð niður."
ÝMISLEGT HEFUR
ÁUNNIST
Séra Jón Árni getur þess enn-
fremur að það hafi eingöngu verið
samstöðu og fórnfýsi sóknarbarn-
anna að þakka hve ótrúlega vel
gekk að koma nýju kirkjunni upp.
Hún var vígð 26. september 1982
nákvæmlega 73 árum eftir að
gamla kirkjan var vígð. Nýja
kirkjan kostaði fullfrágengin að
utan og innan 2,8 milljónir og um
33 prósent af því fé var gjafafé frá
fyrirtækjum, félagasamtökum og
einstaklingum og rúmlega 29 pró-
sent styrkur frá bæjarsjóði. Sjálf-
ur kvaðst prestur ekki geta státað
af miklum afrekum í prestakalli
sínu en vera þakklátur fyrir það
sem áunnist hefði, gamla kirkjan í
Höfnum, Kirkjuvogskirkja, hefði
verið endurreist frá grunni, ný og
glæsileg kirkja verið reist í
Grindavík eins og fyrr hefur verið
greint frá og eins mætti minna á
byggingu prestsbústaðarins, en í
því máli hefði hann að vísu haft
nokkra forgöngu.
Að lokinni kaffidrykkju göngum
við út í kirkjuna sem er steinsnar
frá prestsbústaðnum. Það er ekki
ofsögum sagt að kirkjan er traust
og glæsilegt hús, þar er öllu afar
vel fyrir komið á látlausan og ein-
faldan hátt. Mesta athygli vekur
altaristaflan sem er geysistórt
mósaikverk unnið í Vestur-Þýska-
landi eftir altaristöflunni úr
gömlu kirkjunni sem Ásgrímur
Jónsson málaði. Sú tafla hangir
nú uppi í skrifstofu prestsins í
nýju kirkjunni. Kirkjan í Grinda-
vík tekur 240 manns í sæti en
hægt er ennfremur að hafa 160
stóla í safnaðarheimilissal til hlið-
ar en þar hafa aldraðir aðstöðu,
svo og AA-samtökin fyrir fundi
sína.
Eftir að prestur hefur slökkt öll
Ijós í kirkjunni og læst þungri
koparhurðinni göngum við í
myrkrinu yfir að prestsbústaðn-
um á ný. Þar kveðjum við séra Jón
Árna Sigurðsson og konu hans
Jónu Sigurjónsdóttur. Um leið og
við tökumst í hendur segir Jón:
„Ég hætti ekki starfi vegna ald-
urs, heldur að eigin ósk, af heilsu-
farsástæðum. Við hjónin förum
héðan með góðar minningar frá
þessari löngu veru okkar hér og
teljum að við gerum það fullkom-
lega sátt við allt og alla.“