Morgunblaðið - 22.09.1985, Page 15
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985
B 15
legri. Sumir ættbálkar tíðkuðu
einkvæni en aðrir tvíkvæni," segir
hún.
Maritza Montero og aðrir þjóð-
félagsfræðingar líta alvarlegum
augum þá þróun sem nú fer í vöxt,
nefnilega að karlmenn færi sig á
milli kvenna og skilji eftir sig slóð
af óskilgetnum börnum. Fimmtíu
og þrjú af hundraði barna í
Venezúela fæðast nú utan hjóna-
bands.
Franci Lugo er 33ja ára gömul
kona sem hefur þurft að súpa
seyðið af þessu ástandi. Hún er
horuð og slitin og reynir að láta
enda ná saman fyrir sig og börnin
sín fimm í hrörlegu húsnæði sem
ríkið á í útjaðri Caracas. Frá
glugganum getur að líta sambýl-
ishúsið þar sem faðir barnanna
og fyrrum sambýlismaður hennar
býr nú með annarri konu. Hann
kíkir inn um jólaleytið með gjafir
handa börnunum en ekkert handa
henni. Hún lætur hverjum degi
nægja sína þjáningu og einbeitir
sér að því að hafa eitthvað að
bíta og brenna. „Maður verður að
komast af, ekki satt,“ segir hún.
Starfsfólk á vegum hjálparstofn-
unar kaþólsku kirkjunnar sem
vinnur í þessu borgarhverfi segir
að Lugo eigi sér þar margar þján-
ingarsystur.
Blanca Rodriguez de Acosta
afbrotafræðingur skýrði yfir-
mönnum lögreglunnar frá því í
fyrirlestri síðastliðið sumar að
65% unga fólksins í Venezúela
hefði alizt upp án afskipta feðra
sinna. Ætti það stóran þátt í því
hversu afbrotum í borginni hefði
fjölgað.
Kunnur geðlæknir frá Venezú-
ela, Jose Luis Vethencourt, hefur
komizt að þeirri niðurstöðu að
hinn dæmigerði karlmaður í
landinu hafi brugðizt föðurskyld-
um sínum. Hann segir að þeir
grafi undan samfélaginu með líf-
erni sínu. Hin dæmigerða kona
hefur að mati geðlæknisins hins-
vegar öðlast mikinn styrk við að
gegna hlutverki föður jafnt sem
móður. „Hvergi í heiminum hefur
frelsi kvenna fleygt eins ört fram
og í Venezúela," fullyrðir hann.
1 janúar síðastliðnum var Jó-
hannes Páll páfi á ferð í Venezú-
ela og lét í ljósi hin dæmigerðu
sjónarmið kaþólskra varðandi
fjölskyldulíf. Hann hvatti um
600.000 áheyrendur í Caracas að
hlúa að þeim nánu tengslum sem
hnýta saman fjölskyldur, hugi og
hjörtu. En þungamiðjan í boðskap
páfa var gagnrýni á fóstureyðing-
ar, getnaðarvarnir og skilnaðar-
pláguna, eins og hann komst að
orði. En Ed Gerlock, starfsmaður
Hjálparstofnunar kirkjunnar,
hristi bara höfuðið þegar hann
heyrði þetta. „Hvernig getur fólk
skilið þegar það er ekki gift?“
spurði hann.
— MERRILL COLLETT
Eg beini orðum mínum til lækna
um allan heim. Starfsbróðir ykk-
ar, dr. Koryagin, er að dauða
kominn ..." SJÁ: Anatoly Koryagin
B FRAMHJÁHALD^—
Hjákonurnar gerast
sífellt herskárri
m
IZambíu er það gömul hefð að
eiginkona verji rétt sinn með
kjafti og klóm ef maður hennar
heldur fram hjá henni. Þessi réttur
hefur ekki verið vefengdur þar til
nú fyrir skömmu, giftum konum
um alla Zambíu til mestu skelfing-
ar.
Kona nokkur komst nýlega að
raun um að maður hennar átti sér
hjákonu og hugðist þjarma að
henni samkvæmt hinni fornu hefð.
Hún fékk eldri systur sína í lið
með sér og þeim tókst að króa
hjákonuna af inni í horni á her-
berginu hennar. Þá greip hjákonan
glas með brennisteinssýru og
skvetti framan í systurnar. Þær
skaðbrenndust, en tókst þó að
forða sér og hafa þegar þetta er
ritað verið til meðferðar á sjúkra-
húsi í Lusaka um þriggja vikna
skeið.
Eiginkonur um gervalla Zambíu
taka mál þetta mjög nærri sér og
er það ekki af ófyrirsynju. Hér er
nefnilega um að ræða algert brot
á þeim venjum, sem þar hafa þró-
ast. Fram að þessu hafa þeir, sem
komist hafa upp á milli hjóna,
þurft að taka út sína refsingu í
algerri auðmýkt, hafi þeir orðið
uppvísir. Skiptir þá engu hvort
karl eða kona á í hlut. hjá ýmsum
ættflokkum í landinu tíðkast jafn-
vel að sá sem kemst upp á milli
hjóna viðurkenni sekt sína með
stolti og reisn, sér í lagi ef hann
hefur átt unaðsstundir með efnuð-
um eða glæsilegum mótaðila.
Ef karl eða kona verður uppvís
að framhjáhaldi gripur makinn
stundum til þess ráðs að fara fram
á skaðabætur frá hjónadjöflinum.
Fyrir skömmu dæmdi dómstóll í
Lusaka í slíku skaðabótamáli. Dr.
Selfelino, fyrrum ráðherra í Zamb-
íu, hafði orðið uppvís að því að
eiga mök við eiginkonu Geoffreys
nokkurs Haamaundu, lögfræðings
og fyrir vikið var honum gert að
greiða hinum síðarnefnda þrjú
kýrverð. Dómarinn komst að þeirri
niðurstöðu að jafn brokkgeng eig-
inkona væri einfaldlega ekki meira
virði.
En málalyktir eru ekki alltaf
jafn friðsamlegar. Sums staðar
ganga menn berserksgang ef þeir
komast að raun um að konan hafi
verið þeim ótrú. Þeir skjóta eljara
sína en þræta fyrir að hafa framið
morð og segjast ekki hafa haft
neitt illt í hyggju. Þeir hafi aðeins
ætlað að skjóta fjandmanninum
skelk f bringu. Slíkar uppákomur
eru algengar í þorpum landsins.
í bæjum og borgum er heldur
ekki tekið neinum vettlingatökum
á hjónadjöflum. Þeir eru barðir,
stungnir hnífum, særðir með öxum
og stundum er heitri feiti hellt
yfir þá. Fram að þessu hafa menn
litið þannig á, að slík meðferð sé
eðlileg og þeir sem komizt upp á
milli hjóna verði bara að taka
áhættuna líkt og aðrir veiðimenn.
En núna virðast hjákonur farn-
ar að taka upp nýja siði eins og
sést í sögunni sem rakin er hér að
framan. Og þær eru farnar að
grípa til allra tiltækra vopna til
þess að fá menn til að skilja við
konurnar sínar. Og þegar litið er
á ýmsar staðreyndir blasa skýr-
ingarnar við. í Zambíu eru sex
milljónir íbúa en þar af aðeins
tvær milljónir karla. Aðeins
200.000 karlmenn hafa fasta vinnu,
og þar af eru aðeins um 20 þúsund
sem talist gætu æskilegt manns-
efni, þ.e.a.s. eru menntaðir, aðlað-
andi og hafa komið vel undir sig
fótunum. í landinu er því urmull
glæsilegra og menntaðra stúlkna,
sem telja sig hafa litla sem enga
von um að komast nokkurn tíma
í hjónabandið.
— GOODWIN MWANGILWA
| STRÍÐSGLÆPIR ■
MENGELE: Japanir rorv engir eftir-
bátar hans.
Safnhús yfír
níðingsverkin
IKína hefur verið komið upp
safni til minningar um þær
rúmlega þrjár þúsundir manna,
sem japanskir vísindamenn pynt-
uðu til bana á stríðsárunum. Er það
í húsunum, sem Japanirnir notuðu,
en þar unnu þeir að tilraunum með
sýklavopn. Segir frá þessu í nýlegu
hefti af kínverska tímaritinu Pe-
king Review.
Á árunum 1935—45 voru fanga-
búðirnar og tilraunastofurnar í
Ping-fang-hverfi í Harbin-borg í
Norðaustur-Kína aðalaðsetur 731.
deildar í japanska hernum en
opinberlega var það látið heita að
þessi deild ynni að sjúkdómavörn-
um. Starfsemin var þó allt önnur og
minnti um flest á grimmdarverk dr.
Josefs Mengele í Áuschwitz.
Japönsku vísindamennirnir tóku
til dæmis föngunum blóð og dældu í
staðinn á þá hrossablóði, létu fólk
frjósa í hel til að kanna áhrif kuld-
ans á mannslíkamann og sýktu
suma af kóleru, sárasótt eða svarta-
dauða við rannsóknir sínar á sýkla-
vopnum.
Safnið var opnað 15. ágúst sl., 40
árum og einum degi betur eftir að
Japanir gáfust upp. 1 Kína hefur
það verið vitað í allan þennan tíma
hvað fram fór f fangabúðunum í
Harbin en þó var ekki skýrt frá því
fyrr en árið 1981. Það var gert þeg-
ar Japönum datt í hug að breyta
sögubókunum, sem kenndar eru í
skólum, og draga aðeins úr þeim
grimmdarverkum, sem Japanir
unnu á meginlandi Asíu á stríðsár-
unum.
Safnið í Harbin er mjög við-
kvæmt mál í samskiptum þjóðanna
enda skipta Kínverjar ekki meira
við aðra þjóð en Japani og þess
vegna var ekkert frá safninu sagt
fyrr en daginn, sem það var opnað.
I BRELLUR
Listin að
leika á kerfíð
Afjárlögum Evrópubanda-
lagsins, eða Efnahags-
bandalagsins eins og það áður
hét, er gert ráð fyrir að 16,8
milljörðum dollara sé varið í
styrki og niðurgreiðslur á land-
búnaðarafurðum og virðist sú
tala síst vera ofætluð. í nýlegri
skýrslu endurskoðunarnefndar
bandalagsins um niðurgreiðsl-
urnar og útflutningsbæturnar
segir, að framleiðendur og út-
flytjendur leiki sér að uppbóta-
kerfinu eins og köttur að mús og
hafi meira fé út úr því en skrif-
finnana í Brússel hafi órað fyrir.
Útflutningsbætur á landbún-
aðarvörur og unnin matvæli eru
fjórðungur af öllum fjárlögum
Evrópubandalagsins. í skýrsl-
unni segir, að vinsælast sé að
„plata skriffinnana" á tvennan
hátt. Önnur aðferðin og sú
þekktari kallast „hringferðin" og
felst í því að flytja út vörur með
löglegum hætti til þriðja ríkis og
fá fyrir þær útflutningsbætur.
Síðan er þeim smyglað aftur
heim, þær fluttar út og útflutn-
ingsbætur þegnar í annað sinn.
Hin aðferðin, sem einnig er í
tísku, er að leita að götum í lög-
unum og fara fram á uppbætur
fyrir það, sem aldrei stóð til að
greiða niður. Tollskýrslur eru
VER&BÆTUR
líka falsaðar til að fá hærri út-
flutningsbætur og segir í skýrslu
endurskoðendanna, að það sé
næstum ógjörningur að fylgjast
með slíku framferði nema með
skyndikönnunum, sem sjaldan
eru gerðar.
Engin grein er ábatasamari
fyrir svikahrappana en mjólk-
urvöruútflutningurinn. Áætlað
er að þar nemi svikin 42 milljón-
um dollara á ári. Smjör og und-
anrennuduft eru oft greidd niður
til neyslu á innanlandsmarkaði,
en algengt er að þessar vörur séu
fluttar út og útflutningsbætur
þá þegnar fyrir að auki. Niður-
greiðslunum fyrir innanlands-
markaðinn er hins vegar ekki
skilað aftur. _ LIZ BARDER
HINAR VIN-
SÆLU LOÐ-
FÓÐRUÐU
GÚMMÍBOMSUR
NÚ AFTUR
FÁANLEGAR
Litir: Grátt/blátt.
Verö 855.-.
Rifflaðir stamir sólar.
Póstsendum samdægurs.
Barónskór,
Barónsstíg 18,
s. 23566.
Egilsgötu 3, s. 18519.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!