Morgunblaðið - 22.09.1985, Síða 16

Morgunblaðið - 22.09.1985, Síða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985 Skarkoli (rauðspretta) Eg hefi alla tíð haft dálæti á kola, og það jafnvel ómerkari kola en skarkola. Þegar ég var smástelpa fannst mér gaman að fara með færi niður á bryggju og reyna að veiða sandkola, sem oft lá þar á botninum. Þó var marhnúturinn oft fljótari til að bíta á hjá mér. Þau fáu skipti sem kolinn beit á, flýtti ég mér hreykin heim með veiðina. Grun hef ég um að móðir mín hafi ekki verið ýkja hrifin, en hún lét það ekki í ljós við mig og matreiddi kolann minn sem mér þótti allra fiska bestur, sennilega af því að ég hafði veitt hann sjálf. Þótt ég veiði ekki lengur sandkola mér til matar, kippist ég alltaf við þegar ég sé fallegan og feitan skarkola hjá fisksalanum, og núna er skarkolinn einmitt upp á sitt besta, feitur, fallegur og þéttur og barnabörnin mín kalla hann „sleipan fisk“. Koli er sá fiskur sem missir einna mest þegar hann er flakaður og roðdreginn. Það hef- ur mikið færst í vöxt að fólk kaupi fisk flakaðan, jafnvel svo að sum íslensk börn halda að flökin syndi í sjónum. Bestur er kolinn með beinum og roði, soð- inn eða steiktur, en hreinsa þarf roðið vel með því að dýfa því í héitt vatn og skafa af því slím og hreistur. Glóðarsteiktur heill koli, smurður smjöri er einhver sá allra besti matur sem ég fæ, helst þarf að braka í roðinu þeg- ar bitið er í það. Mörgum er illa við beinin, sem ætti þó að vera auðvelt að forðast, þar sem þau liggja í röð meðfram uggunum, en þó má ekki gleyma því að sá fiskur sem liggur um beinin er einna besti fiskurinn af skepn- unni. í roðinu á skarkolanum eru misstórir rauðir blettir og kem- ur um þá ljós umgerð á gömlum fiskum. Kolinn getur orðið 60—70 sm langur og 5—7 kg að þyngd, en bestur er hann þegar hann er um hálft kg. Hér birti ég fjórar uppskriftir með skarkola, eina af honum glóðarsteiktum, og er sú upp- skrift úr bók minni „220 góms- ætir sjávarréttir" ein af soðnum kola, tvær uppskriftir eru með flökum og vona ég að ég geri öll- um til hæfis, þeim sem borða bara flök og hinum sem borða fiskinn heilan með roði. Soðinn skarkoli meö kryddi Handa 4 2 kolar u.þ.b. hálft kg. hvor 4 dl vatn 2% dl mysa 2 msk salt 5 svört piparkorn 5 allrahandakorn (má sleppa) 1 lárviðarlauf 4 tómatar 1 lítil sítróna 1. Klippiö uggana og hausinn af kolan- um. Takið allt blóð úr kviðnum, dýfið síðan fiskinum í sjóðandi vatn og skafið roðið vel. Skerið síðan hvorn kola í tvennt. 2. Hitið vatn ásamt mysu, salti, pipar- kornum, allrahandakornum og lárviðar- laufi. Látið sjóða við hægan hita í 5 mín- útur. 3. Leggið fiskinn í sjóðandi löginn, látið sjóða upp, en minnkið þá hitann og látið vera við suðumark í 8—10 mín. 4. Takið fiskinn úr soðinu og leggið á fat. 5. Skerið tómatana og sítrónuna i báta og leggið með á fatið. Meðlæti: Soðnar kartöflur sem steinselju er stráð yfir, smjör og blaðsalat. Glóðarsteiktur koii með sólblómafræum Handa 3 1 stór koli með haus (700—lOOOg) safi úr 'k sítrónu 1 tsk. salt 'k tsk. pipar 20 g brætt smjör 40 s sólblómafræ 1 fyllt olífa 1. Klippið uggana af kolanum og dýfið honum augnablik í sjóðandi vatn, skafið síðan roðið vel. Takið tálknin og augun úr hausnum. Þerrið fiskinn vel með eldhúspappír. 2. Stingið nokkur göt á fiskinn báðum megin með beittum, oddmjóum hníf. Lát- ið sítrónusafann renna inn í götin, stráið salti og pipar yfir fiskinn og reynið að láta það fara inn í götin. Látið fiskinn bíða þannig í 10—12 mínútur. 5. Hitið glóðarristina 6. Leggið fiskinn í smurða bökunar- skúffu, svarta roðið snúi niður, og pensl- ið hliðina, sem upp snýr með bræddu smjöri. Glóðarsteikið þannig í 8—10 mínútur. Hvolfið síðan fiskinum á fatið, sem hann verður borinn fram á (munið að það þarf að vera eldfast). 7. Setjið sólblómafræin saman við smjörið sem eftir er, og penslið seinni hliðina með því. Glóðarsteikið í aðrar 8—10 mínútur. 8. Setjið hálfa sundurskorna olífu í hvora augnatóft. Meðlæti: Soðnar kart- öflur með klipptri steinselju, sítrónu- og tómatsneiðar eða bátar. Gott er að bera kryddsmjör með. Kryddsmjör: 150 g. smjör xk msk. sítrónusafi vænn brúskur steinselja Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 1. Hrærið lirtt smjörið með sítrónusafa og klipptri steinselju. Mótið rúllu 2. Klippið álpappír, setjið rúlluna á hann, lokið vel og frystið í 1—2 klst. 3. Skerið kryddsmjörið í sneiðar og berið með kolanum. Kolaflök með blómkáli og rækjum. Handa 4 4 meðalstór kolaflök 1 meðalstórt blómkálshöfuð 1 xk tsk. salt á kolaflökin Vi tsk. pipar 1 meðalstórt blómkálshöfuð 1 dl. vatn til að sjóða blómkálshöfuðið í xk tsk. salt á blómkálshöfuðið 1 msk. rasp 1 msk. smjör 250 g rækjur væn grein ferskt dill eða 2 tsk. þurrkað xk bikar sýrður rjómi 1. Hellið heitu vatni á roðið og skafið það vel. Snúið roðinu niður og stráið salti og pipar á flökin. Hellið síðan sítrónu- safa yfir og látið bíða í 10 mínútur. 2. Setjið 1 dl vatn í pott, leggið blóm- kálshöfuðið í vatnið þannig að stilkurinn snúi niður, stráið salti á kálið. Setjið lok á pottinn og sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. 3. Kljúfið kolaflökin að endilöngu, vefjið upp og festið saman með tannstönglum. 4. Setjið blómkálið á miðju kringlótts fats, raðið kola-rúllunum í kring. Klippið dillið og stráið yfir flökin. 5. Bræðið smjörið, setjið rasp saman við og hellið ofan á blómkálið. 6. Hitið bakarofninn í 220°C og bakið þetta í 10 mínútur, stráið rækjunum ofan á rúllurnar og bakið áfram í 5 mínútur. 7. Takið fatið úr ofninum, hellið soðinu sem myndast hefur í pott, bætið blóm- kálssoðinu saman við. Látið sjóða upp, takið af hellunni og hrærið sýrða rjóm- anum út í. 8. Hellið sósunni yfir fiskrúllurnar með rækjunum og berið fram. Meðlæti: Snittubrauð, sem hægt er að vefja í álpappír og hita um leið og fiskur- inn er bakaður. Kolaflök með eplum og beikoni Handa 2 1 frekar stór koli, u.þ.b. 1000 g. safi úr xk sítrónu 1 'k tsk. salt 1 xk tsk. karry 4 sneiðar beikon 1 epli 4 tannstönglar 2 msk. matarolía 1 msk. smjör 1. Flakið kolann, skerið hann úr roðinu, skiptið hvoru flaki í tvennt langsum. 2. Kreistið safann úr sítrónunni, hellið yfir flökin. 3. Stráið salti og karry á flökin og látið standa í 10 mínúrur. 4. Afhýðið eplið, stingið úr því kjarnann, skerið síðan í 4 báta. 5. Leggið eplabát á hvert flak, vefjið það upp, vefjið síðan beikoni utan um og fest- ið saman með tannstönglum. 6. Hitið matarolíu og smjör á pönnu, steikið fiskrúllurnar á öllum hliðum í feitinni. Setjið síðan lokið smástund á pönnuna. Meðlæti: Soðin hrísgrjón með örlitlu smjöri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.