Morgunblaðið - 22.09.1985, Side 22

Morgunblaðið - 22.09.1985, Side 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985 Hin andlega gríma sem allir bera Laugarásbíó sýnir kvikmyndina „Mask“ sem segir frá „fíla- manni“ í nútímanum Cher í móöurhlutverki Það er hin óútreiknanlega Cher sem leikur móðurina tví- klofnu. Cher á vægast sagt óvenjulegan feril að baki, hún sló í gegn snemma á sjöunda áratugnum með þáverandi manni sínum, söngvaranum Sonny; árin liðu og Cher var fræg fyrir að vera fræg, afrekaði svo sem ekki neitt sérstakt, nema þá helst að finna upp á kostulegum kiæðnaði, þar til hún lék í Silk- wood og þar með var hin nýja, al varlega Cher endurborin. Ég segi alvarlega, enda þótt Cher taki lífinu mátuiega alvar- lega, því hún er mjög vandlát á hlutverk. Engu að síður var hún fljót að taka boði um móður- hlutverkinu í Mask. Leikstjórinn Bogdanovich sendi henni hand- ritið, Cher hafði fengið hundruð handrita eftir að hún lék í Silk- wood, hún var útnefnd til Óskarsverðlauna, en Mask var einmitt það sem hún hafði beðið eftir: eitthvað óvenjulegt. Síðan kom á daginn að handritshöfund- urinn Anna Hamilton Phelan hafði skrifað móðurhlutverkið með Cher í huga. Eric Stoltz heitir hann sem leikur Rocky Dennis, hinn óvenjulega dreng. hann er splunkunýtt andlit í heimi kvik- myndanna, að minnsta kosti fara engar stórar sögur af fyrri afrek- um. Eric Stoltz var logandi hræddur um að gagnrýnendur og bíógestir myndu bera Mask saman við „Fílamanninn", enda eiga fílamaðurinn og Rocky ýmislegt sameiginlegt, en Stolz ráðfærði sig við hina raunveru- legu móður drengsins til að hafa öll smáatriði á hreinu, enda lifa fílamaðurinn og Rocky á ólíkum Rocky Dennis er ósköp venjulegur drengur nema hvað hann lítur sérkennilega út. Hann þjáist af sjúkdómnum craniodiaphyseal dysplasia sem gerir það að verkum að of mikið kalkmagn þrýstir sér í gegnum höfuðkúpuna og höfuðið af- myndast. Líkamlega er Dennis því afbrigðilegur, foreldrum hans er sagt að hann sé engu öðru barni líkur, hann afræður því að verða betri en allir aðrir. Rocky þessi er til í raunveru- leikanum, en nú hefur verið gerð kvikmynd um hann og foreldra hans, mótorhjólagaurinn Gar og eiturlyfjasjúklinginn Rusty. Myndin heitir Mask, og hefur, eins og leikstjóri myndarinnar, Peter Bogdanovich, bendir á, almenna skírskotun, því myndin er um þá grímu sem hver og einn hylur sig á bak við. Cher og Sam Elliott í hlutverkum foreldranna. tímum í ólíkum heimum. Það tók margar klukkustundir að farða leikarann, þótt nýtt og einfald- ara efni væri notað en gert hefur verið hingað til. Samt sem áður var förðunin mikil áreynsla fyrir Stoltz, hann gat til að mynda ekki borðað neitt allan þann tíma sem farðinn var á honum, sex sjö stundir, og því léttist hann um meir en tíu kíló. Grfman okkar ailra Peter Bogdanovich gerði þriggja tíma mynd sem nefndist Mask, en sú mynd sem send var á kvikmyndahátíðina í Cannes í vor leið og á markaðinn á sama tíma var aðeins tveir tímar. Bogdanovich var því ekki kátur og hefur höfðað mál á hendur Universal-fyrirtækinu sem fjár- magnaði myndina og dreifir. Annað atriði var að tónlistin eftir Bruce Springsteen, sem Bogdanovích valdi fyrir mynd- ina, var klippt út og tónlist eftir Bob Seeger sett í staðinn. Cher segir að bestu atriðin sín hafi lent í ruslakörfunni. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún var verð- launuð í Cannes sem besti kven- leikarinn. Bogdanovich, sem var eftir- tektarverðasti leikstjórinn í Ameríku upp úr 1970 fyrir mynd- irnar The Last Picture Show og Pappírstungl, tók sér þriggja ára hvíld árið 1976 eftir slæmu myndirnar At Long Last Love með Burt Reynolds og Nickelode- on, byrjaði aftur 1979 en það var ekki fyrr en á þessu ári að hann náði upp gömlu góðu töktunum sem gerðu hann frægan. Bogd- anovich hafði aðeins eina leik- konu í huga, því hún var rétta manngerðin: Cher er fræg fyrir frjálslyndi sitt og því varð fólk að geta trúað að móðirin væri það einnig. Bogdanovich lítur á mynd sína sem dæmisögu um óbugandi afl mannsandans. Hann vildi gera mynd um heitar tilfinningar, ekki síður þær tilfinningar sem sjaldan eru látnar í Ijós; fólk lítur á persónur eins og Rocky Dennis sem afbrigðilegt og því ekki heil- brigt, en þeir sem til þekkja, segir Bogdanovich, vita að „af- brigðilegt" fólk á sitt sálarlíf, en það ber ekki tilfinningar sínar á torg, það ber grímu sem hylur hið rétta andlit, hina réttu sál. Því, segir Bogdanovich, skírskot- ar heiti myndarinnar til hinnar andlegu grímu sem allir bera, en ekki eingöngu þeinyíar sem þessi drengur ber. Gefum Peter Bogdanovich lokaorðið áður en við fréttum hvernig honum reiðir af í mála- ferlunum við Universal: Fólk almennt veitir ekki fólki eins og Rocky Dennis og móður hans eftirtekt, það er litið á þau sem vandræðakonu og afbrigðilegt barn. En við sem stóðum að þessari mynd vissum betur, og vonandi fleiri nú eftir að þessi mynd hefur verið gerð. HJÓ Eric Stoltz leikur drenginn með grímuna, en sést hér með sitt rétta andlit. Leikstjórinn Peter Bogdanovich. Mercedes Benz 300 D '83, 5 cyl, blár metalic, bíll í toppstandi og lítur mjög vel út. Símí 78442, frá kl. 19—22. Hjartanlefja þakka é</ öllum þeim, sem sýndu mér hlýhuij o<j vivsemd med heimsókn, blóm- um, skeytum oy (jjöfum á 90 ára afmæli minu 13. september sl. É</ biö <juó aó blessa ykkur öll. MnyndísÁ. Arndóttir. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.