Morgunblaðið - 09.10.1985, Side 1

Morgunblaðið - 09.10.1985, Side 1
56SIÐUR B STOFNAÐ1913 227. tbl. 72. ári L MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rán ítalska skemmtiferðaskipsins Achille Lauro: Mannræningjar með líf 400 manna í hendi sér Segjast hafa drepið tvo Bandaríkjamenn - ítölsk, franskt og bandarísk herskip sigla í átt að skemmtiferðaskipinu AP/Símamynd Ættingjar farþega og skipverja um borð í Achille Lauro söfnuðust saman við skrifstofur fyrirtækisins, sem gerir út skipið, og biðu þar milli vonar og ótta um örlög ástvina sinna. Breski íhaldsflokkurinn: Landsþing hafið á erfiðum tímum Blackpool, Englandi, 8. október. AP. LANDSÞING breska íhaldsflokksins hófst í dag í Blackpool á Englandi. Miklir erfiðleikar steðja nú að bresku þjóðinni og ríkisstjórninni og sagði Norman Tebitt, formaður flokksins, í setningarræðunni, að ef íhaldsflokkur- inn ætlaði að gera sér vonir um að sigra í næstu kosningum yrði hann að vinna að þjóðareiningu. Beinit. Damaskiu, Túnis, Bonn, Waahington o* víðar. 8. október AP. Mannræningjarnir sem halda um 400 manns í gíslingu um borð í ítalska skemmtiferftaskipinu Achille Lauro hafa samkvæmt síðustu fréttum drepið tvo Bandaríkjamenn og hóta að drepa alla banda- rísku og bresku farþegana ef ekki verður orðið við þeim kröfum þeirra, að fsraelar láti lausa úr fangelsi 50 Palestínumenn. Ræn- ingjarnir, sem eru í klofningshópi úr PLO, scgjast vilja semja beint við ísraelsstjórn. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum, í Arabaríkjunum og víðar hafa fordæmt þennan verknað mjög harðlega og ítölskum, frönsku og bandarískum herskipum hefur verið stefnt í átt að ítalska skipinu, sem er nú undan Kýpur. Á leið til þess er einnig skip með háttsetta menn í PLO, frelsisfylkingu Palestínumanna, sem ætla að reyna að hafa áhrif á mannræningjana. Mannræningjar stefndu ítalska skemmtiferðaskipinu fyrst til Sýr- lands en þar var þeim bannað að koma í höfn að beiðni ítölsku ríkis- stjórnarinnar. Var skipinu þá snú- ið í vesturátt til Kýpur. Skömmu síðar var sendifulltrúi Itala í Damaskus kvaddur í sýrlenska utanrfkisráðuneytið og honum skýrt frá þvi, að mannræningjarn- ir segðust hafa drepið tvo Banda- ríkjamenn um borð. Hóta þeir að drepa alla breska og bandaríska farþega ef ekki verður orðið við kröfum þeirra og sprengja upp skipið ef reynt verður að taka það með hervaldi. Achille Lauro var rænt eftir að það lagði úr höfn í Alexandríu í Egyptalandi og var á leið til Port Said. Þar átti að taka aftur flesta farþegana, sem höfðu farið frá borði í fyrrnefndu borginni. Voru þeir upphaflega á áttunda hundrað en nokkuð er á reiki hve margir eru nú um borð, eru nefndaf tölur frá 80 til 119. Með áhöfninni eru líklega á skipinu alls um 400 manns. óvíst er einnig hve mann- ræningjarnir eru margir, segja sumir sex en aðrir tólf og er ýmist talið, að þeir hafi komið um borð í Alexandríu eða Genúa á Ítalíu. Sagt er, að einn þeirra hafi farið áður þrjár ferðir með skipinu og jafnan sýnt öllu um borð mikinn áhuga. Virðist því sem ránið hafi verið skipulagt fyrir allnokkru. Farþegarnir um borð eru af mörgu þjóðerni, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Svisslendingar, Þjóðverjar, ísraelar og ftalir og víðar að og hafa viðkomandi ríkis- stjórnir á Vesturlöndum boðað til skyndifunda vegna málsins og harmað þetta grimmilega verk. Eins og fyrr segir vilja mann- ræningjarnir semja beint við ísra- ela, en Peres, forsætisráðherra fsraels, segir, að ekki verði rætt við hryðjuverkamenn um eitt eða neitt. Giovanni Spadolini, varnar- málaráðherra ftala, sagði einnig í dag, að ekki yrði gefið eftir fyrir „hótunum hermdarverkamanna" og kvaðst vona, að unnt væri að koma fyrir þá vitinu. ítalski herinn hefur nú mikinn viðbúnað á Miðjarðarhafi og hefur herskipum verið stefnt í átt til Achille Lauro, sem nú er undan Kýpur en þar hefur því líka verið bannað að koma i höfn. Sjötti flot- inn bandaríski er til taks og áhöfn- inni á frönsku herskipi hefur verið skipað að vera við öllu búin. Þá er á leið til italska skipsins skip með háttsettum mönnum í PLÖ og ætla þeir að reyna að fá ræn- ingjana til að láta gíslana lausa. Eru ræningjarnir úr klofningshópi úr PLO og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, segir samtökin engan þátt eiga í þessum verknaði. Sjá frekari fréttir á bls 22. AP/Símamynd ítalska skemmtiferðaskipið Achille Lauro. Afganistan: Loftárásir á þorp og bæi nærri Kabúl Islamabad, PakixUn, 8. oklóber. AP. MIKLIR og mannskæðir bardagar geisa nú í Austur-Afganistan og beitir sovéska hernámsliðið orrustuþotum, fallbyssuþyrlum, skriðdrekum og stórskotaliði gegn skæruliðum. Talið er, að þúsundir sovéskra hermanna og afganskra stjórnarhermanna taki þátt í sókninni. Haft er eftir heimild»m, að Rauði herinn ætli nú enn einu sinni að reyna að uppræta skæru- liða í Paghman-, Logar- og Ward- ak-héraði suður og austur af Kabúl en þaðan hafa þeir gert margar árásir á höfuðborgina. Beita Sovétmenn einkum aðferð- um, sem kallaðar eru „sviðin jörð“ og felast i þvi að gera loftárásir á þorp og bæi. Fólk, sem flúið hefur þessi svæði að undanförnu, hefur hryllilegar sögur að segja af fram- ferði sovésku hermannanna. Gifurlegir liðsflutningar eru frá meginherstöð Sovétmanna við Kabúl, langar herflutningalestir og stórir flugflotar, sem fara til árása á skæruliða og óbreytta borgara. Eru fréttir um mikla bardaga en talið er, að skæruliðar séu orðnir nokkuð aðþrengdir vegna vista- og skotfæraskorts. „Til að sigra í næstu kosningum verðum við að vita hvers konar samfélag við viljum hér i þessu landi,“ sagði Tebitt þegar hann setti þingið, sem 5.000 manns sitja. Frá því að Thatcher vann mikinn sigur í kosningunum 1983 hefur gengi íhaldsflokksins ekki verið jafn lítið og nú. I skoðanakönnun- um fær hann ekki nema rúm 30% atkvæða, töluvert minna en Verka- mannaflokkurinn, og atvinnuleys- ið er nú meira en það hefur verið í áratugi eða 13,8%. í setningar- ræðunni réðst Tebitt harkalega á Verkamannaflokkinn og sagði, að hann væri klofinn niður í rót og að Kinnock, leiðtogi hans, væri ekki búinn að bíta úr nálinni með vinstri öfgamennina. Um bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra sagði hann, að þar væri stefnan sú að lofa öllum öllu. Til þess var tekið, að ræða Tebitts minnti mest á málflutning miðjumannanna og hinna föðurlegu íhaldsmanna, sem leiddu flokkinn áður en Margaret Thatcher kom til skjalanna fyrir tíu árum. Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna þingsins enda menn minnugir sprengjutil- ræðisins í fyrra þegar Thatcher slapp naumlega. Fyrir því stóðu hermdarverkamenn IRA og slös- uðust þá 30 manns, þ. á m. eigin- kona Tebitts, sem lamaðist. Sjá „Sagði hjákonunni..." 23. á bls. Scharansky látinn laus? Engar viöræöur um Sakharov Lúiemborg, 8. október, AP. ÚTVARPIÐ í Lúxemborg sagði í dag, að Bandaríkjastjórn væri nú að semja um það við Sovétstjórnina, að sovéska andófsmanninum Anatoly Scharansky yrði sleppt úr fangelsi og leyft að fara úr landi. Engar viðræð- ur ættu sér hins vegar stað um Andrei Sakharov eins og fréttir hafa þó verið um og sagði, að ólíklegt væri, að Sakharov fengi nokkru sinni að lifa sem frjáls maður. Útvarpið í Lúxemborg hefur fyrir fréttinni „áreiðanlega heimildarmenn" í Austur-Berlín en að þeirra sögn hefur austur- þýski lögfræðingurinn Wolfgang Vogel milligöngu í viðræðunum um lausn Scharanskys. Vogel er kunnur fyrir afskipti sín af njósnaskiptum milli austurs og vesturs og „sölu“ Austur-Þjóð- verja til Vestur-Þýskalands. Scharansky, sem er tölvufræð- ingur, var dæmdur fyrir að njósna fyrir Bandaríkin og er sagt, að hann sé mjög langt leidd- ur í fangelsi. Vestur-þýska tímaritið „Der Spiegel" sagði fyrir nokkru, að verið væri að semja um frelsi þeirra beggja, Scharanskys og Sakharovs, og að fyrirhugað væri að leyfa þeim að fara úr landi að loknum fundi þeirra Reagans og Gorbachevs 19.-20. nóvember nk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.