Morgunblaðið - 09.10.1985, Side 2
2
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
Heilbrigðisráðiineytið:
Alnæmi falli
undir lög um
kynsjúkdóma
Frumvarp þar að lútandi flutt í upphafi þings
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur látið vinna frumvarp til laga, sem gerir
ráð fyrir að sjúkdómurinn alnemi (AIDS) falli undir lög um kynsjúkdóma.
Að sögn Matthíasar Bjarnasonar, heilbrigðisráðherra, verður frumvarpið
flutt fljótlega eftir að þing kemur saman í haust, enda sé nauðsynlegt að
ákvaröa sem fyrst lagalega stöðu heilbrigðisyfirvalda gagnvart þessum
sjúkdómL
Fyrr á þessu ári barst heilbrigð-
isráðuneytinu erindi frá land-
læknisembættinu þar sem beðið
var um túlkun ráðuneytisins á
lagalegri stöðu heilbrigðisyfir-
valda gagnvart eftirfarandi fjór-
um atriðum: Að skylda einstakl-
ing, sem grunur leikur á að sé
haldinn alnæmi, að gangast undir
læknisrannsókn. Að skylda ein-
stakling með mótefni eða einkenni
um alnæmi að gefa upp nöfn og
aðsetur annarra, sem viðkomandi
kann að hafa smitað. Að það varði
við lög ef einstaklingur, sem er
smitberi, brjóti gegn fyrirmælum
um atferli og hegðun og sýki
þannig aðra eða skapi hættu á
sýkingu, til dæmis með blóðgjöf
eða með því að halda upplýsingum
um sjúkdóminn leyndum gagnvart
aðilum, sem þar með væri sköpuð
aukin áhætta á að sýkjast.
í erindi landlæknisembættisins
kemur fram að hér sé bæði spurt
um lög og siðfræði. í sérhverju
þessara atriða togist á hagsmunir
einstaklingsins og sjálfsákvörðun-
arréttur hans annars vegar og
hagsmunir heildarinnar og sam-
félagsins hins vegar. Nauðsynlegt
sé því að marka skýra stefnu varð-
andi þessi atriði og gera þær laga-
og reglugerðarbreytingar, sem
þurfa þykir, áður en þessi vanda-
mál koma upp. í framhaldi af
þessum fyrirspurnum hefur heil-
brigðisráðuneytið látið vinna áð-
urnefnt frumvarp til laga, sem
tryggir lagalega stöðu heilbrigðis-
yfirvalda í þeim tilvikum, sem
rakin eru hér að framan, svo og
hvernig meðhöndlun alnæmis-
sjúklinga skuli háttað.
Löng hemlaför voru eftir bifreiðina, sem skemmdist talsvert þegar konan
skall á henni. Þykir Ijóst að ökumaður hafi verið yfir löglegum hámarks-
hraða. MorgunblaAið/Júlíus
Fulloröin kona mikiö slösuð
FULLORÐIN kona slasaðist mjög
alvarlega þegar hún varð fyrir bifreið
á Brúnavegi, skammt fyrir ofan
Selvosgrunn um fjögurleytið í gær.
Konan var flutt meðvitundarlaus í
sjúkrahús, höfuðkúpubrotin og mjað-
magrindarbrotin. Hún komst til
meðvitundar í gærkvöldi og er ekki
talin í lífshættu.
Konan, sem er 65 ára gömul, var
á leið norður yfir Brúnaveg
skammt fyrir ofan Selvogsgrunn,
þegar hún varð fyrir japanskri
fólksbifreið, sem ekið var með
miklum hraða niður Brúnaveg.
ökumaður reyndi að stöðva bif-
reiðina í tæka tíð, en tókst ekki
og þykir ljóst að ökumaður hafi
verið yfir löglegum hámarkshraða.
Löng hemlaför voru eftir bifreið-
ina, sem skemmdist talsvert þegar
konan skall á henni.
Morgunblaöiö/Júliua
Umferðarkönnun barnanna:
Rúmlega 30 skóiaböru úr Reykjavfk voru saman-
komin með fréttamönnum í gær, þar sem greint
var frá niðurstöðum könnunarinnar. Á stærri
myndinni er Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri
Umferðarvilni, f ræðustól, en á innfelldu myndinni
er fulltrúi barnanna úr einum skólanna að gera
grein fyrir niðurstöðum úr sfnu hverfi.
Hraðakstur og tillits
leysi við gangbrautir
„ÞESSAR niðurstöður eru að mín-
um dómi mjög sláandi og hljóta
að vekja okkur til alvarlegrar
umhugsunar um ástandið," sagði
Ólafur Jonsson, framkvæmdastjóri
Umferðarviku í Reykjavík, um
niðurstöður f umferðarrannsókn
barnanna, sem kynntar voru á
fundi með fréttamönnum í gærdag.
I niðurstöðum könnunarinnar
kemur meðal annars fram að um
helmingur ökumanna tekur ekki
tillit til gangbrautar, of hraður
akstur er áberandi á götum borgar-
innar og yfirgnæfandi meirihluti
ökumanna notar ekki bílbelti, svo
dæmi séu nefnd.
Skólabörn í Reykjavík fram-
kvæmdu könnunina á fyrsta degi
Umferðarvikunnar, sfðastliðinn
mánudag, og leituðu svara við
fimm spurningum. Niðurstöður
urðu þær að af um 13.000 bíl-
stjórum, voru rúmlega 6.000 sem
ekki tóku tillit til gangbrautar.
Tæplega 24 þúsund ökumenn, af
rúmlega 30 þúsund, notuðu ekki
bflbelti. Rúmlega 4.000 ökumenn
reyndust aka of hratt, en alls
voru mældir tæplega 15.000 bílar.
Rúmlega 4.000 vegfarendur
gengu ekki rétt yfir götu af þeim
8.000 sem athugaðir voru og af
2.000 reiðhjólum, sem athuguð
voru reyndust rúmlega 1.000 ekki
vera með ljósabúnað. „Þvf
miður gefa þessar niðurstöður
mjög slæma mynd af ástandinu
og má raunar segja að sam-
kvæmt þeim sé umferðin í
Reykjavík stórhættuleg," sagði
ólafur Jónsson ennfremur. „Eg
hef fulla ástæðu til að ætla að
þessar niðurstöður séu marktæk-
ar. Börnin lögðu sig fram um að
vinna þetta samviskusamlega
og tæknilega séð voru engir van-
kantar á framkvæmd þessarar
könnunar. Sem dæmi má nefna
að við hraðamælingar var notað-
ur radar í samvinnu við lögregl-
una. Þegar á heildina er litið eru
þessar niðurstöður mjög nei-
kvæðar fyri^ reykvíska umferð-
armenningu óg ljóst að menn
verða að taka sig verulega á til
að snúa þessari þróun við.“
Auk áðurnefndra spurninga
gerðu börn í einstaka skólahverf-
um athugasemdir við ýmislegt
sem þeim þótti miður fara. Til
dæmis bentu nemendur úr Hlíða-
skóla á eftirfarandi atriði í
sambandi við umferðina í þeirra
hverfi: Gangbrautir vantar til-
finnanlega á Hamrahlíð, Eski-
hlíð og Skógarhlíð. Gangbrautar-
ljós eða hraðahindrun vantar á
gangbraut við Hamrahlíð hjá
Eskitorgi. Ennfremur bentu
börnin í Hlíðunum á, að fyrir um
það bil tveimur árum hefði
umferðarnefnd frá foreldrum
þeirra farið til borgaryfirvalda
með tillögur og óskir um að
hraðahindranir yrðu settar upp
í hverfinu, sérstaklega í Eskihlíð.
óskuðu börnin eftir því að þessu
erindi yrði sinnt og hraðahindr-
anir settar upp sem allra fyrst.
Þess má svo geta, að auk þess-
arar könnunar verða nemendur
Breiðholtsskóla með dagskrá
varðandi umferðar- og slysamál
þessa viku og endar hún með
útifundi á lóð skólans næstkom-
andi föstudag.
Beið bana
við Bugðu
MAÐURINN sem beið bana I
umferðarslysinu við Bugðu í Kjós,
hét Hörður Thor Morthens, til
heimilis að Stigahlið 93 í Reykja-
vík. Hörður var þrítugur, fæddur
31. desember 1954. Hann lætur
eftir sig eina dóttur.
Seðlabankinn vill 2%
gengissig til áramóta
— Bíðum og sjáum hver þróun dollarans
verður á næstunni segir forsætisráðherra
Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gærmorgun voru tillögur Seðlabankans um
frekara svigrúm til gengissigs kynntar ráðhemmum. Gera tillögur Seðlabank-
ans ráð fyrir að leyft verði um 2% gengissig fram til áramóta, til viðbóUr
því gengissigi sem þegar hefur orðið.
verulegum vandræðum. Á hinn
bóginn væri þess að gæta, að
margir væru þeirrar skoðunar að
dollar myndi fara hækkandi aftur.
„Við viljum því bíða og sjá, og
halda áfram aðhaldssamri gengis-
stefnu,“ sagði forsætisráðherra.
---------------- Eyjólfur Ben. Sigurðsson.
Leitin enn árangurslaus
„Seðlabankinn gerir tillögur um
að bankinn fái svigrúm til gengis-
aðlögunar, eftir því sem þörf kref-
ur, eða um 2% fram til áramóta,"
sagði Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra í samtali við
Morgunblaðið í gær. Hann sagði
að afstaða til tillagna Seðlabank-
ans hefði ekki verið tekin á þessum
fundi. Rfkisstjórnin vildi fá að
skoða þessi mál betur, og kanna
hvað gerist með dollarann á næst-
unni, svo og hvaða áhrif slíkt hefði
á verðlag f landinu.
„Margir ráðherranna benda á
að þessi hækkun sem ákveðin
hefur verið á fiskverði, er í fullu
samræmi við þá hækkun á launum
sem samið var um á vegum VSl.
Það hljóti því að hafa verið tekið
tillit til þeirrar hækkunar, þegar
ákveðið var að óhætt væri að
leggja til grundvallar miklu minni
breytingu á gengi,“ sagði Stein-
grímur. Hann sagði að vissulega
neituðu þeir þvf ekki að dollar
vægi mjög þungt, og þess vegna
hefði skekking á honum valdið
LEITIN að Eyjólfl Ben Siguróssyni
úr Keflavík, sem féll útbyrðis af
gúmmíbát á björgunarsflngu í
Helguvík á laugardaginn, hefur enn
engan árangur borið. f dag munu
kafarar leita á slysstaðnum en veður
hefti störf þeirra f gær og sömuleiðis
að notaðir væru litlir gúmmíbátar,
svokallaðir slöngubátar.
Umfangsmikil leit hefur verið
gerð að Eyjólfi síðan á laugardag.
Fjörur hafa verið gengnar að
minnsta kosti tvisvar á dag allt
frá Garðskaga inn í Voga og einnig
hefur verið leitað á sjó.
Eyjólfur er nýlega orðinn 21 árs,
fæddur 15. september 1964. Hann
er ókvæntur og barnlaus.