Morgunblaðið - 09.10.1985, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
Hákon Björnsson framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðjunnar:
„Förum að skjálfa þegar
rætt er um gengisfellingu“
125 milljónir af útlánum verksmiðjunnar í van-
skilum, þar af helmingur hjá 6 kaupfélögum
ÁBURÐARVERKSMIÐJA ríkisins í
Gufunesi i útistandandi hjá um
1.500 viAskiptamönnum sínum rúm-
ar 400 milljónir kr. Þar af eru 125
milljónir I vanskilum hjá Ueplega 500
aðilum og skulda 6 kaupfélög belm-
ing þeirrar upphæóar. Verksmiðjan
fjármagnar þessi útlán með erlend-
um lánum og verður þvf fyrir miklu
gengistapi vegna þeirra og annarra
skulda sinna ef gengi íslensku krón-
unnar verður fellt, eins og nú er
verið að ræða um.
Áburðarverksmiðjan auglýsir
þessa dagana í blöðunum „Tilmæli
til þeirra sem eru í vanskilum við
Áburðarverksmiðju ríkisins". Þar
er þeim eindregnu tilmælum beint
til skuldunauta verksmiðjunnar að
þeir greiði skuldir sinar sem allra
fyrst, því með því stuðli þeir að
lægra áburðarverði. „Við fðrum
alltaf að skjálfa þegar farið er að
tala um gengisfellingu eins og nú“,
sagði Hákon Björnsson fram-
kvæmdastjóri Áburðarverksmiðj-
unar þegar rætt var við hann um
þessi mál.
Hákon sagði að ef gengið yrði
fellt um 10% þýddi það 45 milljóna
kr. gengistap hjá Áburðarverk-
smiðjunni, eingöngu vegna útlána
til viðskiptamanna hennar. Verk-
smiðjan gæti ekki fjármagnað
þessi útlán nema með erlendum
lánum og undanfarna mánuði
hefði verksmiðjan þurft að greiða
6-7% vexti og gengistap af þessum
erlendu lánum umfram það sem
viðskiptavinirnir greiddu í vexti
til verksmiðjunnar. Ekkert stæði
á bak við þessi erlendu lán nema
skuldir viðskiptamannanna og ef
gengisfelling yrði nú kæmi það
sem beint tap hjá verksmiðjunni
og verkaði til hækkunar á áburðar-
verðinu næsta vor.
Sagði Hákon að heildargengis-
tap verksmiðjunnar við 10% geng-
isfellingu yrði 75-80 milljónir kr.,
en eignir fyrirtækisins stæðu fyrir
tæpum helmingi þeirrar upphæðar
og hækkuðu þær i verði sem þvi
næmi. Áburðarverksmiðjan hefur
undanfarin ár verið með öll sin lán
Heilbrigðis-
ráðuneytið:
Lyfjasend-
ingarmálið
í athugun
Heilbrigðisráðuneytinu hefur
borist bréf frá Lyfjaeftirliti ríkisins
þar sem farið er fram á að ráðu-
neytið taki til meðferðar aug-
lýsingu Laugavegs Apóteks um
ókeypis heimsendingarþjónustu,
með tilliti til þess hvort hér sé um
brot á læknalögunum að ræða.
í frétt Morgunblaðsins í gær,
þriðjudag, er haft eftir Ingólfi J.
Petersen að Lyfjaeftirlitið telji
svo vera og hefur eftirlitið í fram-
haldi af því óskað eftir afskiptum
heilbrigðisráðuneytisins.
Jón Ingimarsson, skrifstofu-
stjóri í heilbrigðisráðuneytinu,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að erindi Lyfjaeftirlitsins
hefði nú borist ráðuneytinu, en
ekki hefði enn verið fjallað um
rnálið þar, „að minnsta kosti ekki
svo hægt sé að greina frá þvi á
þessu stigi," sagði Jón. Matthías
Bjarnason sagði i samtali við
Morgunblaðið að hann vildi kanna
málið betur áður en ákveðið verð-
ur um framvindu þess.
í Bandaríkjadollurum og varð
stöðug hækkun dollarans mjög
óhagstæð fyrir fyrirtækið. Á þessu
ári var áhættunni dreift, þannig
að nú er helmingur skulda hennar
í Evrópumyntum. Síðan hefur
dollarinn farið lækkandi þannig
að þessi breyting kom á óhagstæð-
um tima fyrir verksmiðjuna. Há-
kon viðurkenndi það, en sagði að
þessa þróun hefði ekki verið hægt
að sjá fyrir. Hann sagði þó að þetta
væru tímabundnir erfiðleikar og
taldi þessa ákvörðun um dreifingu
áhættu rétta, þegar til lengri tima
væri litið.
Úr áburðarverksmiðjunni (Gufunesi.
Morgunblaðið/RAX
HAUST HAUST
KARNABÆR
Austurstræti 22, Laugavegi 66, Glæsibæ.
Sími frá skiptiborðinu 45800.
# fAusturstræíi2<
Laugavegi 30.