Morgunblaðið - 09.10.1985, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins:
Tillögur formanns
um tilfærslur ráð-
herra samþykktar
umræðulaust
ÞORSTEINN PÁLSSON, formaður Sjálfstæðisflokksins lagdi á sjö mínútna
löngum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins síðdegis í gær fram tillögur
sínar um tilfærslur ráðherra flokksins á milli ráðuneyta, í kjölfar þess að
hann tekur sæti í ríkisstjórn um miðja næstu viku, eða á ríkisráðsfundi sem
ákveðinn hefur verið nk. miðvikudag, þann 16. október, en þann dag taka
þær breytingar gildi sem þingflokkurinn samþykkti í gær. Tillögur formanns-
ins voru samþykktar samhljóða, án þess að nokkrar umræður færu fram
um þær. Eru tillögur formannsins nákvæmlega eins og greint var frá á
baksíðu Morgunblaðsins í gær.
Samkvæmt nýrri verkaskipt-
ingu sjálfstæðisráðherranna þá
mun Þorsteinn Pálsson gegna
starfi fjármálaráðherra, Albert
Guðmundsson verður iðnaðarráð-
herra, Matthías Bjarnason verður
viðskipta- og samgönguráðherra,
Ragnhildur Helgadóttir verður
heilbrigðis- og tryggingaráðherra,
Sverrir Hermannsson verður
menntamálaráðherra og Geir
Hallgrímsson verður utanríkisráð-
herra til áramóta, en þá tekur
Matthías Á. Mathiesen við starfi
utanrikisráðherra, en verður fram
til þess tíma ráðuneytislaus.
Þorsteinn Pálsson sagði að til-
lögur þær sem samþykktar voru
hefðu verið samhljóða þeim tillög-
um sem hann gerði. Sagði hann
að engir erfiðleikar hefðu verið því
samfara að fá þessar breytingar
samþykktar.
„Eg taldi einfaldlega rétt við
þessi tímamót, að þá yrðu veruleg-
ar breytingar og það er mitt mat
að þær leiði til þess að við verðum
sterkari í þessari stjórn og komum
okkar málum fram,“ sagði Þor-
steinn Pálsson er hann var spurður
hverjar ástæðurnar væru fyrir því
að uppstokkunin verður með þeim
hætti sem greinir frá hér að ofan.
Þorsteinn var spurður hvort þess-
ar miklu tilfærslur gætu ekki orðið
til þess að talað yrði um að hér
væru framkvæmdar breytingar,
breytinganna vegna: „Nei, það tel
ég ekki, enda eru þetta ekki þess-
konar breytingar." Þorsteinn sagði
að ekkert lægi fyrir um það hver
hans fyrstu verk sem fjármálaráð-
herra yrðu og er hann var spurður
hvort skattborgararnir mættu
eiga von á því að tekjuskattur yrði
lækkaður meira en fjárlagafrum-
varp Alberts Guðmundssonar ger-
ir ráð fyrir sagði hann: „Ég hef
ekkert um það að segja á þessu
stigi.“
„Það er samtal sem ég og for-
maður flokksins áttum í dag, sem
breytti afstöðu rninni," sagði Al-
bert Guðmundsson er blaðamaður
Morgunblaðsins spurði hann hvað
hefði breyst frá því i gærmorgun,
þegar hann neitaði að taka við
iðnaðarráðherrastólnum, en var
því svo samþykkur, þegar þing-
flokksfundur hófst kl. 18 í gær.
„Formaðurinn lagði mikla áherslu
á að eining yrði um þær breytingar
sem hann hafði I huga. Ég tók
þeim rökum,“ sagði Albert, „og
með því að skipta um skoðun í
þessu efni, vil ég stuðla að einingu
í flokknum." Albert sagði að þessar
ákvarðanir væru gerðar i sátt og
samlyndi, og hann tæki sáttur við
embætti iðnaðarráðherra. Hann
sagðist mundu byrja á því að
kynna sér málin vel þegar í iðnað-
arráðuneytið væri komið, því hann
sagðist ekki þekkja vel til þessa
málaflokks.
Sverrir Hermannsson tekur við
starfi viku. Blaðamaður Morgun-
blaðsins spurði hann í gær hvernig
það legðist í hann: „Ágætlega,"
sagði Sverrir, og er hann var
spurður hvort hann hefði ákveðið
hvað hann myndi taka sér fyrst
fyrir hendur, svo sem það hvort
hann myndi reyna að koma z inn
í stafsetningarreglur á nýjan leik:
„Nei, ég ætla ekki að taka ákvarð-
Moreunblaði/Árni Sæberg
Frá nk. miðvikudegi verða þessir sjálfstæðismenn ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn lslands. Frá vinstri:
Sverrir Hermannsson, verðandi menntamálaráðherra, Matthías Bjarnason, sem verður viðskipta- og samgönguráð-
herra, Þorsteinn Pálsson, sem verður fjármálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir verður heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, Geir Hallgrfmsson gengnir áfram utanrikisráðherraembættinu tfl áramóta og Albert Guðmundsson verður
iðnaðarráðherra.
anir of fljótt. Ég ætla að taka mér
mjög góðan tíma til þess að setja
mig inn í málin og það sem er að
gerast á sviði menntamála, áður
en ég ákveð hver mín verkefni
verða.“
„Ég sakna heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytisins, á því leikur
enginn vafi,“ sagði Matthías
Bjarnason, sem í næstu viku verð-
ur viðskipta- og samgönguráð-
herra, í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins. „Ég þekki þennan
málaflokk mjög vel og hef starfað
með mörgu ágætu fólki þar, bæði
innan ráðuneytis og utan. Jafn-
framt leggst það vel í mig að taka
við viðskiptaráðuneytinu, því ég
tel mig þekkja nokkuð vel til þeirra
starfa. Það er að segja þess hluta
sem tengist sjávarútveginum, sem
ég þekki vel frá fyrri tíð.“
„Þetta gerist auðvitað með
skömmum fyrirvara, en f stjórn-
málum þurfum við að vera undir
það búin að starfa við nýjar að-
stæður," sagði Ragnhildur Helga-
dóttir, er blaðamaður Morgun-
blaðsins spurði hana hvernig það
legðist í hana að taka við starfi
heilbrigðis- og tryggingaráðherra.
Hún sagðist svo sannarlega hafa
áhuga á heilbrigðis- og trygginga-
málum, sem hún sagði bæði vera
áhugaverðan og mikilvægan mála-
flokk. „Því er ekki að leyna að ég
sakna margs í menntamálaráðu-
neytinu, því þar eru mörg mikil-
væg verkefni í gangi. Þar hef ég
eignast góða samstarfsmenn og
vini, en ég veit hins vegar að þess-
um málum verður haldið áfram
og er þess fullviss að þau fá góðar
lyktir.“
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
„Eðlilegt að Þorsteinn
verði fjármálaráðherra
„EINS og ég hef margsinnis sagt,
þá tel ég það styrk að fá formann
Sjálfstæðisflokksins, Þorstein Páls-
son, inn í ríkisstjórnina," sagði Stein-
grímur Hermannsson, forsætisráð-
herra, í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gærkveldi, „og ég
tel að þannig verði verkstjórnin
þeirra megin markvissari.“
Forsætisráðherra sagði að því
væri ekki að neita, að oftsinnis
hefði sér virst sem um hálfgerða
stjórnarandstöðu væri að ræða
hjá Sjálfstæðisflokknum. „Von-
andi hverfur hún við þessar breyt-
ingar," sagði Steingrímur, „og
meiri samheldni verði í ríkis-
stjórnarstarfinu."
Steingrímur sagðist ekki hafa
nokkurn skapaðan hlut um aðrar
tilfærslur sjálfstæðisráðherranna
að segja. Þetta væri fyrst og
fremst mál Sjálfstæðisflokksins.
Þó sagðist hann telja mjög eðlilegt
að formaður flokksins, Þorsteinn
Pálsson, fengi fjármálaráðherra-
embættið, því það væri með for-
sætisráðherraembættinu eitt það
mikilvægasta, auk þess sem sjálf-
stæðismenn hefðu lagt mikla
áherslu á sparnað í ríkisrekstrin-
um.
Stjórnarandstaðan um breytingarnar
Morgunblaðið leitaði í
gær til fulltrúa stjórnarand-
stöðunnar og spurði þá álits
á því að Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, tekur nú sæti í ríkis-
stjórn. Ennfremur voru þeir
spurðir um aðrar þær breyt-
ingar í ríkisstjórn, sem þá
voru til umræðu, en voru
ákveðnar síðar í dag.
Kristín Halldórsdóttir:
„Ottalegur
stólaleikur“
„MÉR flnnst þetta vera óttalegur
stólaleikur hjá þeim, en ef þeir
halda að það skipti einhverju fyrir
þjóðarbúið að þeir hafl skipti á stól-
um, þá er það svo sem ágætt, þó
að ég sé nú ekki trúuð á að svo
verði,“ sagði Krístín Halldórsdótt-
ir, þingmaður Samtaka um kvenna-
lista, er blaðamaður Morgunblaðs-
ins spurði hana álits á þeim breyt-
ingum sem nú eiga sér stað í ráð-
herraliði Sjálfstæðisflokksins.
„Það kann vel að vera að þetta
hreinsi eitthvað andrúmsloftið I
herbúðum sjálfstæðismanna, en
það er bara að það þykkni ekki
jafnframt í lofti og einhverjir
verði sárir og móðir,“ sagði
Kristín.
Kristin sagðist vona sjálfstæð-
ismanna vegna og annarra að
þessum stólaleik færi að Ijúka,
því það væri svo margt annað
þarfara og nytysamlegra sem
ráðamenn þjóðarinnar þyrftu að
taka sér fyrir hendur,
Svavar Gestsson:
„Breytir
ekki stóru í
pólitíkinnP
„ÞETTA breytir svo sem ekki stóru
í pólitíkinni," sagði Svavar Gests-
son formaður Alþýðubandalagsins,
er hann var spurður álits á því sem
nú er að gerast í ráðherraliði Sjálf-
stæðisflokksins.
„Mér finnst þetta hálfgert
klúður hjá þeim, en þessi farsi
um Steina og stólinn, sem þjóðin
hefur verið að hlægja að í eitt
og hálft ár, hlaut náttúrlega að
fá einhvern lokaþátt," sagði
Svavar.
Svavar sagði að aðalatriðið
væri það að fólkið sem væri að
engjast á nauðungaruppboðum
með íbúðirnar sínar, og sá stóri
fjöldi sem ekki hefði látið sér
detta í hug að reyna að eignast
íbúð, gæti ekki búist við neitt
betra stjórnarfari í landinu þó
að annar maður væri settur í
ráðherrastól fyrir íhaldið.
Stjórnin hefði fylgt leiftursókn-
arstefnu og fylgdi henni örugg-
lega áfram. Nú væri boðaður
niðurskurður á félagslegum út-
gjöldum og það yrði ekki til að
auðvelda líf þess fólks í landinu
sem ætti siðferðilegan rétt á því
að samfélagið sýndi því virðingu.
Jón Baldvin
Hannibalsson
„Ekki í fyrsta
sinn sem Geir
Hallgrímsson
leysir vanda
flokksins“
„Sú ákvörðun sem fyrir liggur
er ákvörðun Geirs Hallgrímssonar
um að víkja sæti fyrir eftirmanni
sínum á formannsstóli. Það er ekki
í fyrsta sinn sem Geir Hailgríms-
son leysir vanda flokksins þegar
allt um þrýtur,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson í viðtali við blaða-
mann Morgunblaðsins um breyt-
ingar á ráðherraliði Sjálfstæðis-
flokksins.
„Annað hefur ekki gerst hing-
að til,“ sagði Jón Baldvin, „fyrir
utan að formaður flokksins hefur
góðfúslega tekið góðu boði Geirs
um að víkja. Eftir er að sjá í
hvaða stól formaðurinn sest.
Taki hann ákvörðun um að ger-
ast fjármálaráðherra óska ég
honum að sjálfsögðu velfarnaðar
í því starfi og mun ekki af veita.
Sú breyting er óneitanlega
harkaleg staðfesting á van-
traustsyfirlýsingu þingflokks og
miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins
I Stykkishólmi á Albert Guð-
mundsson og fjármálaráðherra-
tíð hans, sem nú hefur endað i
•uppgjöf," sagði Jón Baldvin, „geri
Þorsteinn Pálsson þetta er hon-
um eftir því sem mér sýnist
nauðsynlegt að hrókera eyðslu-
ráðherrum Sjálfstæðisflokksins
öllum þegar af einni ástæðu.
Forsætisráðherra hefur minnt á
að ráðherrar fara með 85% af
útgjöldum fjárlaga. Verkefni
Þorsteins verður að standa við
stefnuyfirlýsingar sjálfstæðis-
manna um niðurskurð á bákninu.
Þá er eins gott að það sitji ekki
heimaríkir hundar á hverjum
stól, sem fyrst og fremst hugsa
um að verja báknið."
Jón Baldvin sagði að reynslan
myndi svo leiða í ljós hver árang-
urinn gæti orðið. Að hans mati
dygðu mannabreytingar ekki til.
Fyrir því væri nú samfelld 14 ára
reynsla að ekki væri hægt að
koma fram nauðsynlegum um-
bótum á íslensku stjórnkerfi og
pólitík í samstarfi við Framsókn-
arflokkinn.
Gudmundur Einarsson:
„Óska Þor-
steini til
hamingju“
„ÉG óska Þorsteini til hamingju.
Hann átti auóvitað að fara í stjórn
strax haustið 1983 sem formaður
flokksins,“ sagði Guðmundur Ein-
arsson, þingmaður Bandalags jafn-
aðarmanna, er hann var spurður
álits á breytingum þeim sem nú
eiga sér stað í ráðherraliði Sjálf-
stæðisflokksins.
„Þessi flokkur virðist hafa
undarlegar aðferðir til þess að
mæla forystuhæfileika manna,“
sagði Guðmundur, „því Birgir
Friðrik og Þorsteinn, sem allir
þóttu vel nýtir í formannsem-
bættið, hafa aldrei þótt duga í
ráðherrastólana og nú kemst
einn þeirra inn með klúðri. Ég
endurtek samt sem áður ham-
ingjuóskir mínar til Þorsteins
með stólinn."