Morgunblaðið - 09.10.1985, Side 21

Morgunblaðið - 09.10.1985, Side 21
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985 21 Kókosbolluát, rassakast og grettukeppni í gegnum reykjarmökk glittir í eins og 100 táninga sem standa saman í smærri hópum fyrir framan dyr hátíðarsalar Verzlunar- skóla íslands. Eftir u.þ.b. 10 mínútur hefst metakvöldið; Með trukki og dýfu. Menn gantast og það er greinilegt að fólk bíður atburðar þessa með mikilli eftirvæntingu. Hlátrasköll heyrast við og við og fólk er enn að tínast inn. Þegar klukkan var alveg að verða níu bauð Gunnar Valur Sveinsson gesti velkomna sem nú voru orðnir um 200 talsins. Fyrsta keppnisgrein var kókósbolluát. Keppendur í kókósbolluátinu voru um 30 talsins og var þeim skipt niður í 4 eða 5 riðla. Hver maður átti að borða 4 kókósbollur og drekka eina litla kók með og fyrsti maður í hverjum riðli fór í úrslitakeppnina. Blm. var svo lán- samur að sitja við hliðina á einum keppendanna úr kókósbolluátinu árið áður. „Eg er nýbyrjuð að geta borðað kókósbollur aftur,“ sagði keppandinn. Kókósbollufólkið var hvert öðru hæfileikaríkara á þessu sviði og menn skiptust í tvo hópa hvað tæknina varðaði. Sumir voru á því að betra væri að drekka kókið fyrst og skella sér síðan í bollurnar. Aðrir voru á þeirri skoðun að mun betra væri að skola bollunum niður með kóksopa. Aðfarirnar voru stórkostlegar. Piltarnir tóku vel til matar síns og skeyttu engu um þó kremið væri um gjörvallt fés þeirra. At- hygli blaðamanns vakti einn kven- keppendanna sem lét bara eins og hún væri í sunnudagskaffi hjá afa og ömmu og nartaði bara sem sannri dömu sæmdi. Eftir harða keppni í þessari fyrstu grein kvöldsins stóð uppi sem sigurvegari, Birgir Bieldvedt og hlaut hann í verðlaun, 36 kókós- bollur. Blm. rétt náði að skjóta einni spurningu að Birgi sem var um- kringdur aðdáendum eftir keppn- ina. Þú raukst beint á klósettiö eftir sigurinn. Kastaðirðu upp? „Nei, nei. Ég var bara að þvo kremið af kinnum mér,“ og þar með var Kókósbollinn horfinn. Tyggjókúlublástur „Þjóðaríþrótt stelpnanna í Verzló," sagði einn áhorfendanna. Keppendur í þessari grein voru einnig um 30 og var skipt í tvo riðla. Keppnin var fólgin í því að hver átti að mynda eins stóra tyggjókúlu og hann gat. Meðal keppenda var Birgir Magnússon og beindust augu margra að þeim íturvaxna tyggjókúlublásara því frézt hafði af honum við þrotlaus- ar æfingar undir handleiðslu verk- stjórans hjá Hubba Bubba verk- smiðjunum daginn áður. Birgir olli aðdáendum sínum ekki von- brigðum og sigraði ungan 3. bekk- ing, með naumindum þó. Stærð tyggjókúlunnar var á við körfu- bolta nr. 5. Geri aðrir betur. Kassakast Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki. Þetta var útsláttar- keppni. Guðmundur nokkur, ungur og spengilegur piltur, sigraði í karlaflokki. Þóra Hermannsdóttir, 1. sópran í kórnum, átti stórleik í þessari íþróttagrein og rassakast- aði hverjum keppandanum á fætur öðrum yfir linuna sem miðað var við. Eggjaát Fyrsti maðurinn sem setti skóla- met í eggjaáti í Verzlunarskólan- um var auðvitað atorkumaðurinn og kamelljónið Sverrir Tynes árið 1979. Síðan hefur þessi íþrótta- grein aldrei fallið út. Fyrirkomulagið var á þá leið að hver maður átti að sporðrenna 6 eggjum. Sá sem fyrstur varð sigr- aði, en þar sem skeiðklukkan bilaði þá stendur skólametið óhaggað. Mikla athygli vakti þátttaka kvennakvartetts sem aldrei hafði víst smakkað á svona nokkru. Aðeins séð Rocky drekka þetta í annarri myndinni. Þær stóðu sig nokkuð vel en sigurvegari varð Björgvin Már. Hlé. Pilsner-drykkja Egill Skallagrímsson var vart farinn að ganga er hann tæmdi heilu bjórlíkistunnurnar í morgun- mat. Hann var ekki á meðal kepp- enda hér en margir berserkir fóru að dæmi Egils, tóku vel á, þömbuðu og sötruðu af fítonskrafti svo spýj- an tók á flug! Margir keppendur voru í þessari grein, allt karlmenn og var hverj- um og einum uppálagt að svolgra í sig eina 6 pilsnera. Hamagangur- inn var mikill og ekki var laust við að færi um suma er menn voru farnir að kasta upp, hver um annan, uppi á sviði á milli pilsnera. Menn lögðu mikið á sig og sigur- vegari varð að lokum: Hér brast minnið, en hann gæti vel hafa heitið Egill. Sígarettureykingar Tíðindamaður Morgunblaðsins var ekki par hrifinn af þessari grein enda algjör bindindismaður. Fyrir nokkrum árum þótti sjálf- sagt að banna reykingar í hátíðar- sal skólans, en nú var keppt í reykingum. Hvílík hneisa!! Enn brast minni blaðamanns en sigur- vegarinn var tvær og hálfa mínútu að klára tvær sígarettur. Grettukeppni Steingrímur S. Ólafsson heitir kunnur kappi á þessu sviði og vakti athygli er hann keppti eitt sinn í grettukeppni í Verzló. Undirbjó sig svakalega en ákvað svo á síðustu stundu að vera bara eðlilegur i framan. Hann sigraði með yfir- burðum. Þessi sami Steingrímur var nú ekki á meðal keppenda núna, en margir frægir grettu- menn tóku samt þátt. Heimir Jón- asson, margfaldur Seltjarnarnes- meistari, Gísli Kjærnested, sem æfði stíft í Bandaríkjum Norður- Ameríku undir stjórn Dom DeLu- ise, Andri Þór og fleiri ágætir menn. Hver maður fékk 3 tækifæri til að gretta sig og mátti grettan aldrei vera eins. Eftir miklar vangaveltur stóð uppi sem sigurvegari Gísli Kjærnested. f þriðju og síðustu grettunni hans hentu 12 manns sér Bumbuslagur Sigurvegari í þessari íþrótta- grein varð Þorsteinn nokkur Þor- steinsson, mikill baráttumaður og sigraði hvern mótherjann á fætur öðrum og gilti þá einu hvort þeir voru stærri eður ei. „Þetta var aldrei spurning", sagði Þorsteinn eftir keppnina. Birgir Bieldvedt, sigurvegari í kókós- bolluáti '85 fagnar hér sigri, meó útklínt andlit og skjannahvíta fingur. Birgir átti firnagóóan endasprett, eða á maóur aó segja endaát og sigraði. Drengurinn vió hlió hans er hinsveg- ar hálf hnugginn í bragði. út um gluggann af hræðslu. Þeim var komið undir læknishendur og eru nú öll úr hættu. Að halda knetti á lofti Ungur og efnilegur knatt- spyrnumaður, Róbert Haraldsson úr ÍK í Kópavogi hafði geysilega yfirburði og með höfðinu einu hélt hann boltanum 175 sinnum á lofti, aðþrengdur af áhorfendum. Sá kunni nú að skalla. x 1 i ■s Skyrát Ein þjóðlegasta íþrótt okkar fslendinga ásamt glímunni. Keppnin fór þannig fram að menn fengu kúfaðan disk af ósykruðu skyri og urðu að háma þetta í sig án þess að nota hendurnar. Þetta gerði það að verkum að menn voru alhvítir i framan að keppni lok- inni. Það má geta þess að skyrinu mátti skola niður með Pilsner! Keppt var í fleiri greinum svo sem sjómanni, reiptogi og fleiru en blaðamanni og ljósmyndara var ekki til setunnar boðið og verður því hér látið staðar numið. Takk Verzlingar, fyrir skemmtilegt kvöld. Þaó gekk mikió á í pilsnerdrykkjunni. M orgu n bl aöið/ R A X

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.