Morgunblaðið - 09.10.1985, Qupperneq 22
aaex saaöTXO .e auoAOuaivaiM öiaAjaniiÐaOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
Sjóránið á Miöjarðarhafi:
Harmleikir
og ráðgátur
— marka 50 ára sögu Achille Lauro
Róm, K. október. AP.
ACHILLE Lauro er flaggskip
ítalskra lystiskipa og dregur heiti
sitt af borgarstjóra Napolí á eftir-
stríðsárunum. En harmleikir og
ráðgátur hafa sett mark sitt á hálfr-
ar aldar sögu skipsins.
Lauro, sem bauð sig fram til
borgarstjóra fyrir hönd flokks
konungssinna, lét smíða feikn-
legan skipaflota og þegar hæst
lét átti hann um 100 skip og skák-
aði skipakonungum á borð við
Aristóteles Onassis og Stavros
Niarchos. En þegar Lauro andað-
ist 95 ára að aldri árið 1982 hafði
skipafélag hans lent í fjárkrögg-
um og aðeins 18 skip voru eftir
af flotanum.
Lauro tókst hins vegar að
halda nafna sínum í eigu félags-
ins og þegar ítalska stjórnin
yfirtók skipafélagið 1983 og seldi
Fyrsta
skipsrán-
ið í áratug
Annmpolu, Bandarfkjunum, 8. október. AP.
ÍTALSKA farþegaskipinu Achille
Lauro var rænt á mánudag af hryðju-
verkamönnum. Slíkt hefur ekki
gerst undanfarínn áratug, en 1975
var japanska vöruflutningaskipinu
Subeiro Maru rsnt af flokki Filipps-
eyinga, sem nefnir sig frelsishreyf-
ingu Moro.
Flokkurinn fór fram á 133 þús-
und dollara { 'ausnargjald, en
gafst upp þremur dögum síðar,
er sjóher Filippseyja hefti för
skipsins.
Árið 1%1 rændu andstæðingar
portúgaiska einræðisherrans
Antonio de Salazar farþegaskip-
inu Santa Maria á Karabíska
hafinu með 607 farþega innan-
borðs. Að tólf dögum liðnum
slepptu sjóræningjarnir far-
þegunum í Brasilíu og leituðu þar
pólitísks hælis, sem þeim var
veitt. Þessa tólf daga sigldi Santa
Maria stefnulaust um Atlants-
ála.
hluta eigna þess á uppboði, var
nafninu haldið.
Það ár var skipinu breytt
mikið og stjórnin reiddi margar
milljónir líra af hendi til að
auglýsa ferðir Achille Lauro.
I vor var ákveðið að skipið
yrði í ferðum frá Genúu um
Napolí, Sýrakúsu, Alexandríu,
Ashod í ísrael, Kýpur og Ródos
til eyjunnar Kaprí.
Þegar skipinu var rænt hafði
það eldsnéyti og vistir til tólf
daga.
Skipið var smíðað í Hollandi
1936, en Lauro, sem var heiðrað-
ur af Mussolini er fasistar voru
við völd á í ta.líu og gerður að
varaforseta félags skipaeigenda,
festi kaup á því 1947.
1972 kom upp mikill eldur í
skipinu þar sem það hafði verið
tekið í slipp skammt frá Genúu.
Fimm klukkustundir tók að ráða
niðurlögum eldsins og tvö ár að
gera við það eftir eldsvoðann.
Enn í dag er það mönnum ráð-
gáta hvað olli upptökum eldsins.
1975 lenti Achille Lauro í
árekstri við vöruflutningaskip í
Dardanella-sundi og lá við festar
um langt skeið meðan Lauro
reyndi að bægja innheimtu-
mönnum frá og koma í veg fyrir
að skipið yrði gert upptækt í
skuldir. Eitt sinn var skipið
kyrrsett á Kanaríeyjum og þurfti
Lauro að berjast fyrir flaggskipi
flota síns mánuðum saman í
ítalska réttarkerfinu.
Achille Lauro er 1% metrar á
lengd og kemst átján hnúta knúið
átta dísilvélum. Það tekur 950
farþega og 250 manna áhöfn.
... :
At- «
*w*w»»»®«**»*
• I
Acille Laure, skipið sem verið hefur í hers höndum sfðan á mánudag, klýfur öldur Miðjarðarhafsins. AP/Slmamynd
Almenn fordæming á skipsráninu
Wubingtog, Loodon, Amman, Bonn, Parfa og
Jórdaníustjórn hefur fordæmt
ránið á ítalska skemmtiferðaskipinu
Achille Lauro og lýst yfir áhyggjum
sínum að ránið verði til þess að eyði-
leggja fyrir málstað Palestínuaraba.
Reagan, forseti Bandaríkjana, sagði
skipsránið á Miðjarðarhafi fárán-
iegt og sagði allar ríkisstjórnir
hljóta að bera öryggi farþega og
AP/Simamynd
Þau sluppu
Bandarískir ferðamenn, sem voru farþegar á ítalska skemmtiferða-
skipinu Achilles Lauro sem skæruliðar PLO rændu, fá sér hér
morgunverð á hóteli í Kaíró skömmu eftir ránið. 67 af 78 banda-
rískum ferðamönnum yfirgáfu skipið til að fara í ferð um Egyptaland.
Jerúoniem, S. október. AP.
áhafnar fyrir brjósti.
Shimon Peres, forsætisráð-
herra Israel, sagði rán PLO á ít-
alska skipinu til komið til þess að
eyðileggja fyrir friðarumleitunum
fyrir botni Miðjarðarhafs og
ásakaði stjórnir ríkja innan Evr-
ópubandalagsins fyrir samúð með
málstað hryðjuverkamanna og
lýsti yfir ábyrgð á hendur þeirra.
Evrópubandalagið fordæmdi loft-
árás ísraelsmanna á höfuðstöðvar
PLO í Túnis, sem gerð var 1.
október síðastliðinn.
Sjóræningjarnir gera kröfu um
að 50 Palestínuarabar verði látnir
lausir úr ísraelskum fangelsum,
þeirra á meðal Samir Al-Kountar,
sem árið 1979 átti þátt í að myrða
Israelsmann og 5 ára gamla dótt-
ur hans. Peres sagði að krafa um
lausn fanganna hefði ekki komið
fram gagnvart ísraelsstjórn, en
neitaði að svara því hver viðbrögð
íraelsmanna yrðu ef slfk krafa
kæmi fram.
Talið er að Palestínumennirnir
hafi komið um borð í skemmti-
ferðaskipið í Genúa, heimahöfn
skipsins.
Kallað var til neyðarfundar í
utanríkisráðuneyti Vestur-Þýska-
lands eftir sjóránið, en 82 Vest-
ur-Þjóðverjar voru skráðir far-
þegar um borð í skipinu. Einungis
30 þeirra voru borð þegar sjóránið
fór fram, en hinir voru í skoðun-
arferð í landi.
Utanríkisráðuneytið franska
segir 44 franska farþega hafa ver-
ið skráða farþega um borð í skip-
inu, en sennilega hefðu 40 þeirra
verið í landi, þegar ránið var
framið. Þá telur breska utanrík-
isráðuneytið að 6—7 breskar kon-
ur hafi verið meðal áhafnar ít-
alska skipsins, auk 22 breskra far-
þega, sem voru í landi. Þá er talið
að 26 Svisslendingar hafi verið
um borð.
Utangarðsmenn í PLO
sem aðhyllast ofbeldi
Beirót, 8. október. AP.
SJÓRÆNINGJARNIR, sem rændu
ítalska farþegaskipinu Acille Lauro,
segjast vera aðilar að frelsissamtök-
um Palestínumanna (PLO) og eru
þekktastir fyrir að hafa gert mis-
heppnaðar árásir á ísraela í loft-
belgjum og svifdrekum.
Flokkurinn, sem studdur er af
ísrael:
Þúsundir Palestínu-
manna í fangelsum
Tet Arhr, 8. október. AP.
ÍSRAELSMENN hafa fangelsað
þúsundir Palestínumanna, en
hafa alltaf verið tregir til að gefa
upp nákvæma tölu þeirra sem
haldið er fögnum. Flestir fang-
anna eru frá Vesturbakkanum eða
Gaza-svæðinu og voru þeir taldir
3.359 snemma í ágúst, sem fundn-
ir hefðu verið sekir fyrir her-
dómstólum um að skipuleggja eða
standa að hryðjuverkum. Flestir
fanganna eru í fangelsum í Ashk-
elon og Beersheba og í herfangels-
um á Vesturbakkanum.
írökum og kennir sig við marx-
ista, er þeirrar hyggju að eina
ráðið sé að Israela á knésetja
með ofbeldi og árásum, frekar
en að fara samningaleiðina til
friðar.
Flokkurinn telur um 1.500
manns og var stofnaður af Mo-
hammad Abbas, sýrlenskum
skæruliðaforingja. 1976 klofnaði
flokkurinn frá PLO, er Yasser
Arafat neitaði að styðja árás
Sýrlendinga inn í Líbanon.
Þessi skæruliðaflokkur gerði
fyrstu loftárás sína í ísrael 1981.
Ábul Abbas, skæruliði, var hand-
tekinn 7. mars það ár eftir að
hafa svifið til ísraels á svifdreka
til þess að varpa sprengjum á
olíuhreinsunarstöð í Haifa.
Rúmum mánuði síðar flugu
nokkrir skæruliðar hreyfingar-
innar í loftbelg yfir til ísraels
frá suðurhluta Líbanon, en ísra-
elskir landamæraverðir skutu þá
til bana f skotbardaga við landa-
mæraverðina.