Morgunblaðið - 09.10.1985, Page 29

Morgunblaðið - 09.10.1985, Page 29
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAQUR 9. OKTÓBER1985 29 Flokksráðsfundur Alþýðuflokksins í Borgarnesi um sl. helgi: NÝLEGRI Honda-bifreid var stolið frá Mávanesi 2 aðfararnótt sunnu- dagsins og hún eyðilögð. Þjófarnir óku á bifreið við Blikanes og stór- skemmdu og enduðu síðan á brunahana. Fólk sá tvo menn hlaupa frá bifreiðinni og þykir Ijóst, að annar þeirra hafi slasast, því framrúða Honda-bifreiðarinnar brotnaði og var talsvert blóð í bifreiðinni. Lögreglan í Hafnarfirði biður alla þá, sem geta gefið upplýsingar um þjófnaðinn, vinsamlega að gefa sig fram. Ljóst þykir, að annar þjófanna hafi hlotið sár á höfði. Bifreið stolið og eyðilögð „Róttæk breyting á skipulagi flokksins“ — segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins Ársþing Tannlæknafélags íslands: Tannvernd er meginefni þingsins ÁRSÞING Tannlæknafélags íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum í Reykjavík 10.—12. október nk. Þingiö sækja rösklega 300 manns, tannlæknar, tannsmiðir og aðstoðar- fólk tannlækna. Þar af verða tann- læknar um 130 eða sem svarar sex af hverjum tíu tannlæknum í land- inu. Meginmál þessa þings verður tannvernd. Tólf fyrirlesarar, inn- lendir og erlendir, fjalla um ýmsa þætti tannverndar. Auk fyrirlestr- anna verður þingdagana efnt til sér- stakra námskeiða fyrir tannsmiði og aðstoðarfólk tannlækna. Sérstaklega verður fjallað um flúornotkun sem vörn gegn tannskemmdum. M.a. munu tveir fyrirlesarar frá Svíþjóð greina frá rannsókn, sem nú stendur yfir hér á iandi, þar sem kannað er hver áhrif flúortannkrema hefur á íennur barna. Á námskeiði fyrir aðstoðarfólk tannlækna verður sömuleiðis fjallað um notkun flú- ors. Bandarískur prófessor flytur er- mdí um ný viðhorf í vörnum gegn tannskemmdum og greinir frá nýjum aðferðum, sem tekið er að oeita til þess að koma í veg fyrir tannskemmdir. Á námskeiði fyrir tannsmiði verður athyglinni einkum beint að <rónu- og brúargerð og þá sér- staklega útliti þeirra með tilliti til oess mikilvægis sem það hefur fyrir nvern mann að útlit þeirra sé sem eðirlegast. Þetta ársþing er hið þriðja, sem efnt er til og er sem hin fyrri að öll leyti kostað af tannlæknum sjálfum. Þessi þing eru veigamik- ill liður í fræðslustarfi Tann- æknafélags *slands. Á þeim sr leitast. við að kynna islenskum 'annlæknum og öðrum sem ;tð annheilsuvernd starfa, helstu wiungar a óessu sviði. Tii fyrir- 'estra og námskeiðahalda * tengsi- um við ársþingin eru jafnan fengnir hinir færustu sérfræð- ingar, innlendir og útlendir. Auk ársþingsins eru reglulega haldnir fyrirlestrar um tannlæknavísindi á vegum félagsins. Er þá leitast við að fá hingað til lands kunna erlenda vísindamenn á þessu sviði. Auk þess sækir fjöldi íslenskra tannlækna reglulega erlend þing og ráðstefnur til þess að fylgjast með nýjungum og framförum i þessari grein lækninga. Sextugur í dag SEXTUGUR er f dag Guðmundur Á. Sigfússon, ■iiúsasmíðameístari, Heiðargerði 84, Reykjavík. Idann verður að heiman f dag, en tekur á móti gestum ú heimili sínu >aug- ardaginn 12. óktóber. SSSssftS!-"—*- mm “hp llonda-bifreiðin skemmdist mikið. Hún skall fyrst á jeppa og stöðvaðist við brunahana. og utan. Fundarstaður og fundar- tími er auglýstur í sérstökum bæklingi sem sendur er öllum flokksmönnum og fundir eru opnir öllum áhugamönnum um málin. Umsjónarmenn eru síðan ábyrgir fyrir því að skila tillögum og niður- stöðum samkvæmt fyrirfram- gerðri tímaáætlun á flokksstjórn- arfundum eða ráðstefnum á vegum flokksins, auk þess sem umsjónar- menn starfa í samráði við rítstjórn Alþýðublaðsins um það að kynna stefnu Alþýðuflokksins í þessum málaflokkum í aukablöðum Al- þýðublaðsins eða sérstökum bækl- ingum. Niðurstöður þessa nefnda- starfs verða síðan uppistaðan í kosningastefnuskrá flokksins." Jón Baldvin sagði að jafnhliða þessu starfi yrði á næstu vikum og mánuðum gert átak til þess að fá einstaklinga sem sýnt hafa málefnum flokksins áhuga, til þátttöku í þessu starfi. „Þetta er með öðrum orðum tilraun til þess að opna flokkinn og virkja fólk til málefnalegra starfa og felur í sér róttæka breytingu á skipulagi flokksins hingað til. Ólíkt því sem gerðist sömu helgina í öðrum flokkum, var algjör samstaða um afgreiðslu þessara mála,“ sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin sagði að flokks- stjórnarfundinn hefðu sótt um 70 manns viðsvegar að af landinu. Síðastliðinn sunnudag var haldinn flokksstjórnarfundur Alþýðufiokks- ins í Borgarnesi, í tengslum við kjördæmisþing Vesturlandskjör- dæmis. Flokksstjórn er æðsti aðili flokksins á milli fiokksþinga. I*etta var fjórði flokksstjórnarfundurinn frá síðasta flokksþingi, sem haldinn hefur verið úti á landi. Aðalmál fundarins voru tvö: þarna var kynnt, rædd og samþykkt áætlun sem unnið hefur verið að í sumar um endurskipulagningu flokksstarfsins og í öðru lagi var þarna fyrsta umræða um tillögur frá starfshópi um fiskveiðistefn- „Um endurskipulagningu flokksstarfs var aðalatriðið að 20 nýjar fastanefndir voru kynntar, sem framvegis munu starfa í samráði við lagaráð og þingflokk um stefnumótun Alþýðuflokks- ins,“ sagði Jón Baldvin Hanni-1 balsson, formaður Alþýðuflokks- ins í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins um þennan fund. „Það sem er nýtt í starfi þessara fastanefnda eru fyrst og fremst vinnubrögðin, umsjónarmenn þeirra eru tilnefndir af fram- kvæmdastjórn. Umsjónarmenn hafa frjálsar hendur um að leita til sérfróðra manna innan flokks Eskifjörður: Ung kona stal bifreið og velti EskifirAi. 7. október. Kskiriröi, 7. oklóber. AÐFARANÓTT síðastliðins sunnu- dags var jeppabifreið í eigu söltun- arstöðvarinnar Auðbjargar tekin ófrjálsri hendi og farið í ökuferð um götur bæjarins. Ung kona, sem vinnur hér í síld, stal bifreiðinni og endaði ökuferð- in þannig að konan ók út af vegin- um og inn í gamlan beitingarskúr, sem stendur við Strandgötu. Bif- reiðin lá á hliðinni inn í skúrnum þegar að var komið. Konan slapp án meiðsla, en skúrinn er ónýtur og jeppinn töluvert skemmdur. Grunur leikur á að í ökuferð þess- ari hafi Bakkus verið á ferð. — Ævar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.