Morgunblaðið - 09.10.1985, Page 36
36
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
getrSuna-
VINNINGAR!
7. leikvika — leikir 5. okt. 1985
Vinningsröð: 12X — 211— 1X2— 112
1. vinningur 12 réttir kr. 155.940,-
43975(4/11) 104919(6/11) 104933(6/11) 104951)6/11)
2. vinningur: 11 réttir kr 5.569,-
2176 36228+
3473 36766+
15806 39146+
15852 50123
• = (2/11
50377 101993 104932
54909+ 102765 104935
88869 104920 104949
100084 104921 104950
104955 Úr 6. viku:
48891* 88400+
104923*
íslenskar Getraunir, íþróttamidstödinni v/Sigtún, Reykjavík
Kærufrestur er til 28. okt. 1985 kl. 12 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar Kærueyðublöö fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni i
Reykjavík Vinnlngsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og tullar
uppfýsingar um nafn og heimilistang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests
Tilmæli til
þeirra sem eru
í yanskilum við
Aburðarverk-
smiðju ríkisins
Til að mæta þeirra fjárþörf, sem skapast
af útlánum til viðskiptavina Áburðarverk-
smiðjunnar, og til að mæta þeirri fjárþörf,
sem skapast af vanskilum þeirra, hefur
Áburðarverksmiðjan þann einn kost að
taka erlend lán.
Nú eru blikur á lofti í gengismálum.
Áburðarverksmiðjan beinir þeim ein-
dregnu tilmælum til skuldunauta sinna, og
þá sérstaklega til þeirra sem eru í vanskil-
um, að þeir greiði skuldir sínar sem allra
fyrst.
Meö því aö standa í skilum
stuöla viöskiptavinir Áburöar-
verksmiöjunnar aö lægra
áburöarveröi.
Kæru viðskiptavinir. Greiðiö skuldir ykkar
svo að við getum greitt okkar. Það dregur
úr gengistapi fyrirtækisins.
Áburðarverksmiðja ríkisins.
Afmæliskveðja:
Baldur Skarphéð-
insson — Sjötugur
í dag, miðvikudaginn 9. októ-
ber, er Baldur Skarphéðinsson,
umsjónarmaður Kleppsspítalans,
sjötugur. Vil ég af því tilefni
flytja honum þakklæti og árnað-
aróskir mínar og samstarfs-
manna okkar á geðdeild Landspít-
alans og jafnframt rifja upp
nokkur af þeim stórvirkjum, sem
Baldur helfur unnið til þess að
bæta aðstöðu geðsjúkra. Ekki veit
ég hvort hann kann mér miklar
þakkir fyrir þetta, því að Baldur
er maður hógvær og vill ekki láta
mikið á sér bera. Hins vegar er
nauðsynlegt að sem flestum sé
kunnugt hverjir hafa lagt hönd á
plóginn af mestri óeigingirni.
Baldur er yngstur fjögurra
systkina, sonur hjónanna Skarp-
héðins SigValdasonar, bónda að
Hróarsstöðum í Öxarfirði, og
konu hans, Gerðar Jónsdóttur.
Baldur óx upp á heimili foreldra
sinna og kom snemma í ljós að
hann var mjög útsjónarsamur,
laginn og duglegur. Því miður
hafði Baldur ekki aðstöðu til að
fara í skóla eins og hugur hans
hefur vafalaust staðið til að afla
sér menntunar til vísinda- og
rannsóknastarfa, en hann hefði
lagt þungt lóð á vogarskálarnar
á því sviði ekki síður en þar sem
hann haslaði sé völl endanlega.
Að þeirra tíma hætti var Baldur
aðeins í farskóla sem barn. Kenn-
ari ferðaðist á milli bæja, dvaldi
nokkrar vikur á hverjum bæ og
kenndi börnum frá nærliggjandi
bæjum. Eftir barnaskóla var
Baldur í unglingaskóla að Lundi
í öxarfirði í stuttan tíma og tók
síðan þátt í ýmsum námskeiðum
og varð sér úti um mikinn fróð-
leik. Er hann enda vel menntaður
maður þrátt fyrir litla skólagöngu
á unglingsárum. Baldur sinnti
búskaparstörfum fyrir foreldra
sína auk þess sem hann hjálpaði
sveitungunum við ýmiss konar
tæknivæðingu, svo sem við upp-
setningu á vindrafstöðvum til
heimilisþarfa, þar til hann flutti
til Reykjavíkur.
í desember 1943 hóf Baldur
rafvirkjanám hjá Johan Rönning,
rafvirkjameistara í Reykjavík, og
var þegar á fyrsta degi sendur til
starfa á Kleppsspítala. Frá þeim
tíma var Baldur meira og minna
tengdur spítalanum þangað til 1.
mars 1954 að hann varð umsjón-
armaður hans. Nokkrar mikil-
vægar og lengri frátafir urðu þó
á árunum fram til 1954 sem skiptu
Baldur miklu máli, m.a. dvöl og
störf í Vestmannaeyjum um tíma
sem höfðu mikil áhrif fyrir Bald-
ur eins og síðar kemur fram.
Kynni okkar Baldurs hófust
fljótlega eftir að hann kom til
Reykjavíkur, annars vegar vegna
starfa hans á Kleppsspítalanum
og hins vegar vegna þess að við
eigum nokkurn sameiginlegan
frændgarð, þótti við séum óskyld-
ir. Mér þótt undarlegt að Baldur,
sem allt virtist vita um rafmagn
og tækni því tengda og allt lék í
höndum á, væri við rafvirkjanám
og í iðnskóla, en það var nauðsyn
til þess að fá iðnréttindi. Baldur
lauk iðnskólanum á mjög skömm-
um tíma og fékk þar verðskulduð
verðlaun og Iof fyrir frammistöðu
sína og hæfileika. Strax eftir að
Baldur hóf störf hjá Rönning var
farið að leita til hans, ekki aðeins
með raflagnir og viðgerðir og
endurbætur á raftækjum, heldur
einnig með hvers kyns önnur flók-
in tæki sem þurftu viðhalds og
viðgerðar við. Var nánast göld-
rum líkt hversu fljótt og vel Bald-
ur leysti slík verkefni. Það olli
okkur sem leituðum til Baldurs
hins vegar strax vanda að honum
þótti þetta svo lítilfjörlegt og
hann var svo greiðvikinn, að hann
vildi helst ekki neitt taka fyrir
verk sín. Hann hafði alltaf lag á
að nýta það sem til var og lagði
sig í framkróka um að skapa ekki
þeim sem hann vann fyrir útgjöld.
Það var því ómetanlegt fyrir
sjúkrahús, sem litlu hafði úr að
spila en þurfti að annast mikinn
sjúklingafjölda, að fá Baldur sem
umsjónarmann til þess að annast
viðhald og endurbætur sjúkra-
hússins og tækja þess. Þar hefur
Baldur lagt hug og hönd að flestu,
jafnt uppsetningu og viðhaldi
flókinna rannsókna- og lækninga-
tækja eins og hins fyrsta heilarit-
unartækis sem tekið var í notkun
hér á landi, og byggingu og endur-
byggingu húsakosts spítalans.
Baldur hefur verið vakinn og
sofinn að störfum fyrir Klepps-
spítala og áreiðanlega dreymt
hvernig best væri að nýta þá litlu
fjármuni sem til væru fyrir spít-
alann. Hann hefur jafnan komið
eldsnemma að morgni til starfa
og oft unnið lengi fram eftir og
aldrei tíundað tíma sem skyldi
vegna eðlislægrar samviskusemi
og sparsemi. Þrátt fyrir þetta
hefur Baldur haft tíma til þess
að sinna ýmsum áhugamálum
sem lúta að sögu, tækni og ýmsum
endurbótum á sviði tækni og
bygginga. Þekktust er uppfinning
Baldurs á byggingaraðferð sem
hann fékk einkaleyfi á og veitti
Bergiðjunni, endurhæfingarverk-
stæði Kleppsspítalans, fram-
leiðsluleyfi fyrir. Þessi bygging-
araðferð varð til þ ess að unnt
var að byggja upp endurhæfing-
arverkstæðið og endurbyggja
elsta hluta spítalans sem dagdeild
og borðstofu fyrir starfsfólk.
Fyrst var byggt með þessari að-
ferð 1970, en áður hafði Baldur
unnið í mörg ár að tilraunum og
prófunum á aðferð sinni og m.a
látið Rannsóknastofu Byggingar-
iðnaðarins prófa hana. En bygg-
ingaraðferð þessi er í sem
skemmstu máli fólgin í því að
gerð eru steypumót úr varanlegu
ytra byrði og einangrun þannig
að mótakostnaður og frágangur á
ytra vegg sparast. Þessi bygging-
araðferð hefur orðið til þess að
unnt hefur verið að bæta húsakost
Kleppsspítalans verulega með
miklu minni tilkostnaði en ella.
Ýmis fleiri hús hafa verið byggð
með þessari aðferð og nú síðast
Endurhæfingarstöð Geðverndar-
félags íslands að Álfalandi 15, en
Baldur stóð fyrir byggingu henn-
ar.
Mér er kunnugt um að Baldur
hefur unnið að ýmsum fleiri
uppfinningum og tilraunum, og
gerir raunar enn, en veit ekki
hvort rétt er að tíunda það hér.
Af því sem að framan er sagt
mætti ætla að mikill asi væri á
Baldri, en honum virðist aldrei
liggja á og virðist fara hægt að
öllu. Samt ganga verk mjög hratt
undan vegna þess hve vel Baldur
hugar að öllu og hve lagið honum
er að skipuleggja vinnu sína og
annarra. Vegna mannkosta sinna
hefur hann smám saman laðað
að úrvalshóp iðnaðarmanna, sem
aðstoðað hafa hann við viðhald
og endurbyggingu Kleppsspítal-
ans. Þó að Baldur eigi mestan
hlut að máli og mestar þakkir
skildar er honum ljúfast að láta
lítið á sér bera og vill láta færa
samstarfsmönnunum þakkirnar.
Baldur er kvæntur Höllu
Gísladóttur úr Vestmannaeyjum.
Eiga þau hjón tvö börn, Höllu
Björgu, stærðfræðing, sem gift er
Magnúsi lækni Albertssyni, og
Gísla stud. med. Hans kona er
Ragnheiður Sigurgeirsdóttir.
A þessum tímamótum í lífi
þeirra vil ég flytja þeim öllum
bestu heillaóskir um leið og ég
þakka Baldri ómetanleg og óeigin-
gjörn störf hans, samstarfið og
órofa vináttu við mig og fjöl-
skyldu mína.
Tómas Helgason
Þessir stólar og borö eru meðal þess sem verður i sýningunni.
Epal hf. opnar
húsgagnasýningu
EPAL hf. opnar á morgun, 10. októ-
ber, sýningu á húsgögnum frá
danska fyrirtækinu Fritz Hansen
as., sem er einn stærsti og kunnasti
húsgagnaframleiðandi Dana. Sýning-
in verður í húsakynnum Epal hf.,
Síðumúla 20, og stendur til 26. októ-
ber. Hún verður opin frá kl. 9-18
alla virka daga, og laugardaga frá
kl. 10-12.
Sýnd verða húsgögn eftir ýmsa
þekktustu arkitekta og hönnuði
Dana, m.a. nýjungar, sem ekki
hafa sést hérlendis fyrr. Jafnframt
húsgögnum verða sýnd ný glugga-
tjaldaefni, sem íslenski hönnuður-
inn Herborg Sigtryggsdóttir hefur
gert sérstaklega fyrir Epal hf.
Þrír yfirmanna Fritz Hansen as.,
þ. á m. forstjóri fyrirtækisins,
koma hingað til lands til þess að
vera við opnun sýningarinnar.
(flr rróttatílky nningu)