Morgunblaðið - 09.10.1985, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1985
47
velvak;
IDI
<ÁNt
SVARARISIMA
10100 KL. 10—11.30
FRÁMÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
'ulf
Smánarverölaun fyrir
auglýsingu útvarpsins
Þá hafa menn fengið seðilinn
sinn frá Útvarpinu. Ekki kom þó
fróðlegt og vinsamlegt bréf eins
og í fyrra. Og enn er haldið í úrelt
innheimtukerfi. En hinir mörgu
og óþörfu umboðsmenn fá sitt.
Hagurinn hlýtur að vera góður,
því hljóðvarpið hefur efni á að ráða
fólk til fréttasnapa í útlöndum.
Þetta er ein sýndarmennskan.
Tilstandið vegna norsku og
sænsku kosninganna var ekki til
annars en að hlæja að og hláturinn
kvað lengja lífið. En aldrei verður
fullþökkuð sú hugulsemi að senda
sjónvarpslið með ferðaglöðum for-
seta okkar til þess að sýna mör-
landanum hina stoltu krossbera í
snobbveislunum.
Nú er innheimtuauglýsing út-
varps ekki verri en svo, að STOFN-
UNIN gæti sem best fengið verð-
laun og þá skákað bankavaldinu.
Um smánarverðlaun getur ekki
verið neinn vafi. Þau ætti fjár-
málaráðuneytið (Albert) að fá —
eða eflaust Hagkaup?
Við útvarpsneytendur (skv. mál-
venju) hyggjum gott til að fá
Hrafna tvo í STOFNUNINA.
Kannski fáum við skárri kvik-
myndir? Eða hver velur löður eins
og Heldri manna líf og hver hefur
það skopskyn að setja á skjá svo-
kallaða breska gamanmynda-
þætti? Þótti einhverjum gaman?
Mikið er maður orðinn innilega
þreyttur á þessum samtölum æ
ofaní æ, byrja á morgnana og enda
á kvöldin. Margir viðmælendur illa
talandi, oft tilgerðarlegir í þokka-
bót. Mér líst heldur vel á að tveir
fréttamenn stjórni morgunútvarpi
fyrst þulir mega það ekki. Þeir
stóðu sig reyndar bærilega Guð-
mundur og önundur — a.m.k.
framanaf — en þó þótti mér prest-
urinn betri plötusnúður en þulur
á íslenskt mál. Gott hjá þeim að
segja stundum: Hafðu þökk fyrir
komuna í stað þessa sífellda:
„Þakka þér kjellega fyrir."
Þá er búið að útskúfa þáttum
þeirra Einars frá Hermundarfelli
og Torfa Jónssonar. Á þetta efni
þótti okkur gamla fólkinu gott að
hlýða. Okkur er sagt að í staðinn
eigi einhverjir þar til hæfir að
koma og brúa kynslóðabilið. Þetta
bil þekki ég ekki, en ég hélt í ein-
feldni minni að unga fólkið fengi
sinn skammt ómældan. Popp á
báðum rásum, upptaktur, skon-
rokk, lög unga fólksins eins og það
heitir oftast í kynningum. Gamla
fólkið, eldri borgarar á fínna máli,
var ekki marktækt í skoðanakönn-
un útvarps, svo það kemur ekki á
óvart þó óskir þess séu ekki virtar.
Ég vík aftur að samtalaárátt-
unni. Þar mætti flest missa sig
nema þáttur Ragnheiðar Davíðs-
dóttur, Pálma Matthíassonar og
Jónasar Jónassonar. Samtöl
Pálma og Jónasar eru hinsvegar
allt of seint á dagskrá. Tillitssemi
virðist ekki angra þá sem þar ráða
húsum.
Kynningarþáttur um sjónvarp/
útvarp var því mjög misheppnað-
ur.
Haraldur Guðnason
Það er misjöfn þjónusta I kvenfataverslunum bæjarins. Vonandi færi kaup-
andi þessa dýra pels eitthvað fyrir sinn snúð.
án þess að bætt sé við vöxtum og
verðtryggingu fyrir þennan tíma.
Með þessu er rikissjóður að hlunn-
fara íslenska sparifjáreigendur,
því í svo mikilli verðbólgu sem nú
ríkir er hér um gifurlegar fjár-
hæðir að ræða og eins og málum
er nú komið, rennur þetta fé beint
í ríkiskassann.
Að gefnu tilefni hvet ég spari-
fjáreigendur að gæta vel að bréf-
unum, hvenær bréfin eru dagsett
til útborgunar, svo ekki verði það
af þessu fé sem er réttilega þess.
• •
Oryggislæsingar
fást í Víði
Hansína Jónsdóttir hringdi vegna
fyrirspurnar sem birtist í Velvak-
anda fyrir skemmstu, um öryggis-
læsingar á eldhússkápa.
„Ég hef séð öryggislæsingar í
tveimur verslunum á höfuðborgar-
svæðinu, í Hólagarði, Lóuhólum
og í stórmarkaði Víðis í Mjóddinni.
Þar kosta læsingarnar 77 krónur
og eru þrjár saman í pakka."
ekki keypti.
Svipaða sögu er að segja um
verslunina Eros í Hafnarstræti,
sem löngum hefur verið þekkt fyrir
góða þjónustu við alla þá sem þar
versla.
En ekki er hægt að segja það
sama um búð sem ég kom inn í
fyrir skemmstu. Mig vantaði hlý-
leg ferðaföt og leist ljómandi vel
á fatnað sem ég sá í glugga við
aðalgötu bæjarins. Ég brá mér inn
en þá vildi svo til að flíkurnar í
glugganum voru þær síðustu af
þeirri gerð. Ég spurði afgreiðsl-
ustúlkuna hvort ég mætti máta
flíkurnar en hún neitaði, sagðist
ekki geta tekið þær úr glugganum
án þess að vera viss um að ég
keypti þær, annað væri of mikil
fyrirhöfn. Vitaskuld treysti ég mér
ekki til að kaupa flíkurnar án þess
að máta þær fyrst, kvaddi því og
fór.
Mér finnst það afar furðulegt
að ekki sé hægt að veita viðskipta-
vininum þá þjónustu að leyfa
honum að máta flík sem stendur
í glugganum til sýningar og á því
augljóslega að selja.
Eg vona að hlutaðeigandi kaup-
maður sjái að sér og geri bragar-
bót á starfsháttum sínum en versl-
unarfólkinu i Dídó og Eros þakka
ég einstaka þjónustu."
Skuldabréf ríkis-
sjóðs hlunnfara
sparifjáreigendur
Sveinsína Jóhanna Jónsdóttir
hringdi og vildi gera athugasemd
við sölu ríkissjóðs á skuldabréfum.
„Ríkisskuldabréf sem koma til
útborgunar í þessum mánuði voru
verðlögð 1. október og reiknað ofan
á upphæðina vextir og verðtrygg-
ing. En þau fást ekki greidd út
fyrr en 24. október. Þannig liggja
bréfin hjá bankastofnun í 24 daga
Fullordinsfar- v
gjald midist viö
sextán ára aldur
Kæri Velvakandi.
Ég vil taka undir grein sem
birtist í Velvakanda þann 29. sept-
ember síðastliðinn, þar sem Helga
kvartar undan of háu fargjaldi
fyrir unglinga í strætó.
Fullorðinsfargjald ætti frekar
að miðast við 16 ára. Gjald fyrir
13—16 ára gæti verið milli 14 og
15 krónur.
Einn þrettán ára
STJORNA
ÉC ÖDRIJM
SIJÓRNA
ABRIR MÉR?
Einstaklingar — Stofnanir — Fyrirtæki
Námskeið um eitt hagnýtasta hiálpartæki
nútímasálarfræði: Transactional Analysis (boðgreiningu).
Á námskeiðinu færðu:
• Skriflegt mat á leikni í samskiptum
• Mat á nvernig vinnustaður hentar þér
• Aðferðir til ao greina eigin og annarra samskipti
• Markvisst hjálpartæki til að ná persónulegum árangri —
í starfi sem utan.
í tilefni hálfsjötugs afmælis síns
boðar Sigmar B. Hauksson tii
sælkerakvolds i Blomasal Hótels Loftleiða
fimmtudaginn 10. október.
Sælkerakvoldið hefst kl. 19:00 með
frönskum fordrykk og ffönskum tónum.
Ráðandi verður hin nýja franska lína
í mat, drykk og tónlist.
Laxamousse „Loftleiðir“
Tómatur A Ca roquefbrt
HvítCaukssteiktar
[amóaíundir IsCande með
smjörsteiktum sveppum og
kartöfCuböku savoyeti.
Kransakaka
„Manðarín NapoCeon"
með appeCsínuís.
Borðapantanir í símum
22321 og 22322.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA
HÓTEL