Morgunblaðið - 09.10.1985, Side 50
• 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
4-
Alain Prost heimsmeistari
FJÓRDA sæti í Breska Formula
1-kappakstrinum tryggöi Frakk-
anum Alain Prost heimsmeistara-
titil ökumanna í kappakstri, en
keppnin fór fram á sunnudaginn.
Meö skynsamlegum akstri nældi
Prost í fjórða sætið, sem tryggöi
honum titilinn, þó tveimur
keppnum sé ólokið. Helsti keppi-
nautur hans um titilinn, ítalinn
Michele Alboreto, fóll úr leik
vegna vólarbilunar og getur hann
ekki lengur náð Prost að stigum.
Sigurvegari í breska kappakstr-
inum varö heimamaður, Nigel
Mansell á Williams Honda. Bras-
ilíumaðurinn Ayrton Senna varð
annar á Lotus, en þriðji Finninn
Keke Rosberg á Williams Honda.
Tæplega 120.000 áhorfendur
komu til aö fylgjast meö kapp-
akstrinum, sem fram fór á Brands
Hatch-brautinni í nágrenni Lond-
on. Var búlst viö mikHN keppni miM
Alboreto og Prost, en þeim síöar-
nefnda nægöi aö fá tveimur stigum
meira í stigagjöf fyrir keppnina.
Fyrir sigur fást 9 stig, annaö sæti
6, þriöja 4, fimmta 2 og sjötta 1
stig. Varö Prost því aö vera nokk-
uö ofarlega og meö Alboreto fyrir
aftan. En Alboreto ætlaöi ekki aö
sleppa Prost of auðveldlega í
gegnum keppnina. i byrjun var
Ferrari Alboreto talsvert langt á
undan McLaten Prost, sem haföi
Nú taka allir slátur
ekiö útaf í fyrsta hring tii aö foröast
árekstur viö Williams Rosberg. En
Prost náöi Alboreto fljótlega og fór
framúr, stuttu seinna stigu eld-
tungurnar afturundan vél Ferrari
ítalans. Fór Alboreto með bílinn á
viögeröarsvæðiö, umvafinn reyk
og vafalaust vonsvikinn, því vélin
var ónýt. Var þetta þriöja keppnin
í röö, sem hann átti viö tæknileg
vandamál aö stríöa, einmitt þegar
hann var í hvaö mestri keppni um
heimsmeistaratitilinn.
„Er ég sá aö Alboreto var úr
leik, sló ég af, ók aöeins af öryggi,“
sagöi Prost. „Þaö er ekki minn
akstursstíll, en ég verö víst aö vera
skynsamur stundum.“ En Prost
varö aö ná a.m.k. fimmta sæti til
aö tryggja titilinn og fá tvö stig.
„Ég varö aö láta skipta um dekk í
miöri keppni og taföist viö þaö.
Varö ég því aö aka grimmt til aö ná
góöu sæti og þegar Marc Surer
datt út komst ég upp í þriöja sæti.
Hleypti ég síöan Keke Rosberg
framúr án þess aö berjast viö hann
af viti, fjóröa sætiö gaf nógu mörg
stig,“ sagöi Prost.
Rosberg haföi unniö sig upp frá
24. sæti, en í fyrstu hringjunum
varö hann aö láta skipta um aftur-
dekk eftir aö hafa snúiö bílnum og
lent á Brabham Nelson Piquet. Bíll
Piquet skemmdist og hann hætti,
en Rosberg hélt áfram eftir aö hafa
fengið gert við sinn bíl. Vann hann
sig hægt og sigandi upp og endaöi
í þriöja sæti. Félagi hans hjá Willi-
ams Nigel Mansell leiddi keppnina
frá níunda hring og var sigur hans
raunverulega aldrei í hættu. Ayrton
Senna á Lotus reyndi hvaö hann
gat til aö halda í viö Mansell, en
varö aö lokum rúmlega 20 sekúnd-
um á eftir. Taldi hann reyndar að
Rosberg heföi tafiö hann i miöri
keppninni, meö því aö hleypa hon-
um ekki framúr nógu fljótt.
LOKASTAÐAN f BRESKA
FORMULA 1-KAPPAKSTRINUM:
kl*L
1. Nigel Mansell, Williams Honda 1.32.58.1
2. Ayrton Senna, Lotus Renault 1.33.19.6
3. Keke Rosberg, Willlams Honda 1.33.56.6
4. Alain Prost, McLaren Porsche 1.34.04.2
5. Elio de Angelís, Lotus Renault hring á
eftir
6. Thierry Boutsen, Arrows BMW tvelm
hrlngjum
á eftir
Tólf keppendur komust í mark.
STADAN i HEIMSMEISTARAKEPPNI
ÖKUMANNA: »tig
1. Alain Prost, Frakklandi 72
2. Michel Alboreto, Italiu 53
3. Ayrton Senna, Brasilfu 38
4. Ello de Angelis. Italiu 33
5. Keke Rosberg, Finnlandl 25
6. Nigel Mansell, Bretlandi 22
7. Stefan Johansson, Sviþjóö 21
— Nelson Piquet. Brasiliu 21
Morgunblaött/Qunnlaugur Rögnvaldsson
• Aðstoðarmenn Prost búa hann undir að leggja af staö (keppni.
ISlátursölu SS fá allir ókeypis leid-
beiningarbækling um sláturgerð og
uppskriftir.
Meðbæklinginn í höndum geta allir búið til
slátur — þú líka. Auk þess er slátur svo ódýrt
og hollt að bæði magann, skynsemina og
peningavitið blóðlangar í slátur.
Slátursala©
Iðufelli 14, Breiðholti.
Allt til sláturgerðar á einum stað.
V/SA
„Verö í skýjunum
á næstu dögum“
— sagði nýi heimsmeistarinn
Heimsmeistaratitillinn er Alain
Prost vafalaust kærkominn, sér-
staklega þó vegna þess aö tvö
undanfarin ár hefur hann oröið að
sætta sig við annað sætið í stiga-
keppninni um titilinn. En nú hefur
Prost gulltryggt titilinn, þó tveim-
ur keppnum só enn ólokið. „Ég er
enn dálítið uppspenntur, hef ekki
áttaö mig á því að titillinn er
minn. Ég verð I skýjunum ó
næstu dögum,“ sagði Prost er
hann var kominn I mark í Breska
kappakstrinum.
Fyrstu kynni Prost af kappakstri
voru árið 1975, þegar hann hóf
keppni í Go-Kart-kappakstri.
Sýndi hann fljótt getu sína á kapp-
akstursbrautum víös vegar um
Frakkland. Fékk hann fljótlega
styrk frá Renault-verksmiöjunum
og fór aö aka í Formula Renault-
kappakstri. Þar vann hann 12
keppnir af 13 á einu ári áriö 1976.
Hann varö franskur meistari í
Formula Renault bæöi 1977 og
1978. Hann varö Evrópumeistari í
Formula 3-kappakstri 1979, á sínu
fyrsta ári i slíkri keppni. Vakti þetta
athygli keppnisstjóra ýmissa
Formula 1-liða. Geröi McLaren-
liöiö samning viö hann 1980 en
Prost rifti samningnum viö þá eftir
eitt ár og fór til Renault. Náöi hann
ðöru sæti í heimsmeistarakeppn-
inni á Renault áriö 1983 en var
síöan rekinn frá liðinu. Þótti hann
of hreinskillnn i viötölum viö blaöa-
menn um stjórnunaraöferöir verk-
smiöjuliösins franska.
McLaren geröi aö nýju samning
viö hann og ók hann ásamt Niki
Lauda á nýhönnuöum Mclaren
Porsche. Höfðu þeir mikla yfirburöi
yfir keppinauta sína í fyrra og uröu
efstir í heimsmeistarakeppninni.
Var Lauda hálfu stigi á undan
Prost. í ár átti Prost í mestri
keppni viö Italann Michele Albor-
eto á Ferrari. Tæknileg vandamál
hjá liöi Alboreto voru honum fjötur
um fót á meöan Mclaren-liöiö óx
meö hverri keppni. Á lokasprett-
inum skilaöi Prost sér mun oftar í
toppsæti og tryggöi titilinn á
sunnudaginn. Sigraði Prost í sex
keppnum a árinu, vaö tvivegis í
ööru sæti, þrívegis þriöji og einu
einni í fjóröa sæti. Hefur hann 21
sinni sigraö í Formula 1-keppni en
aöeins Jackie Stewart hefur sigraö
oftar, en 27 sinnum. „Ég er staö-
ráöinn i aö slá met Stewart og ég
ætla líka aö verða heimsmeistari
þrisvar sinnum áöur en ég hætti
keppni. Ég hef nægan tíma til
þess, því ég er aöeins þrítugur. Ég
stefni líka á sigur í þeim keppnum
sem eftir eru á þessu ári, því titill-
inn er í höfn. Nú ek ég á fullu ... “
t