Morgunblaðið - 22.10.1985, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985
15
Selfoss:
Mikil þátttaka í Nor-
ræna skólahlaupinu
GRUNNSKÓLANEMENDUR á
Selfossi fjölmenntu í Norræna
skólahlaupiA sem fram fór í dag.
Hlaupararnir hlupu flestir 2,5 km en
nokkrir lögðu til atlögu við 5 km og
10 km.
Kennarar og annað starfsfólk
skólanna tóku einnig þátt í hlaup-
inu sem þótti takast afburða vel,
þrátt fyrir að strekkings vindur
væri af suðri. Var ekki annað að
sjá en þátttakendur væru hinir
hressustu með útivistina og um
huga þeirra eldri flaug sú hugsun
að þetta ættu þeir að gera oftar,
enda fátt meira hressandi en að
teyga tært útiloftið og njóta
áreynslunnar. Meðfylgjandi mynd
er tekin við upphaf hlaupsins þeg-
ar breiðfylking nemenda þusti af
stað.
SigJóns.
Samtökin „Frjálsir vegfarendur“ stofnuð:
Borgaði sig fyrir ríkis-
sjóð að greiða fólki fyrir
að nota almenningsvagna
Á fundi, sem hópur áhugamanna
um hagsmuni gangandi vegfarenda
og hjólreiðamanna héldu á veitinga-
húsinu Gauk á Stöng 6. október sl.,
kom fram að kostnaður vegna við-
halds umferðarmannvirkja er það
hár að það myndi borga sig fyrir
ríkissjóð að greiða fólki fyrir að nota
almenningsfarartæki svo sem stræt-
isvagna.
Einnig var bent á að mjög myndi
draga úr umferðarslysum ef menn
nýttu sér strætisvagna Reykjavík-
ur í ríkara mæli. Birtar voru tölur
um fargjöld með strætisvögnum á
Norðurlöndum og kom fram að
hlutfall fargjalda í heildarrekstr-
arkostnaði strætisvagna Reykja-
víkur er mun hærra en annars
staðar.
Á fundinum voru stofnuð sam-
tökin „Frjálsir vegfarendur", en
þau hyggjast m.a. beita sér fyrir
bættum almenningssamgöngum í
þéttbýli, lagningu göngu- og hjól-
reiðastíga og að við skipulagningu
þéttbýlissvæða verði tekið tillit til
þeirra vegfarenda sem nýta ekki
einkabifreiðir. Þá hyggjast sam-
tökin beita sér fyrir samstarfi við
þá aðila sem fjalla um umferðar-
og öryggismál vegfarenda. Á fund-
inum var kosin tengslanefnd sam-
takanna. Talsmaður „Frjálsra
vegfarenda" var kosinn Arnþór
Helgason.
BORGAR SIG
BOS hugbúnaður
er ekki háður einni tölvutegund, heldur gengur á
margar tölvutegundir þ.m.t. IBM XT/AT, DEC MICRO PDPll, STRIDE,
ISLAND XT/AT og ADVANCE.
BOS hugbúnaöur
er fjölnotenda með allt að 20 skjái eða einnotenda
með möguleika á að vinna í 4 kerfum samtímis.
BOS hugbúnaður
gerir kleift að byrja smátt og stækka stig af stigi.
BOS hugbúnaður
er margreyndur og í stöðugri sókn.
Kerfin, sem boðið er upp á eru m.a.:
Fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, sölu- og pantanakerfi,
birgðabókhald og birgðastýring, greiðslubókhald, launabókhald,
verkbókhald, tollskýrslu- og verðútreiknmgar, uppgjörskerfi og tima-
bókhald fyrir endurskoðendur, framleiðslustýrmg, ritvinnsla, gagna-
grunnur, skýrslugerð, áætlanagerð ásamt tugum sérhannaðra fornta.
Söluaðilar BOS hugbúnaðar
Gísli J. Johnsen hf., Skrifstofuvélar hf., Aco hf., Kristján Skagfjörð hf.,
Hugur sf., Almenna kerfisfræðistofcm, Tölvutæki sf. Akureyri.
Tölvumiðstöðin hf
\ I I F Höföabakka 9 — Sími 685933
og efnahagslífið
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) mun halda
ráðstefnu sem nefnist Fjárlögin og efnahagslífiö, í dag, í
Súlnasal á Hótel Sögu, og hefst ráöstefnan klukkan 13.45
síödegis.
Ráðstefnan er öllum opin og dagskrá hennar er sem hér segir:
13.45 Mæting.
14.00 Setning, Gísli Arason, formaöur fræðsluefndar FVH.
14.05 Ávarp Þorsteins Pálssonar, fjármálaráöherra.
14.15 Fjárlögin 1986.
Magnús Pétursson, hagsýslustóri.
14.40 Fjárlögin og efnahagslífiö, Tór Einarsson, hagfræðingur, Ás-
mundur Stefánson, forseti ASÍ, Vilhjálmur Egilsson, hagfræöing-
urVSi.
16.00 Kaffi
16.30 Pallborðsumræður um fjárlögin 1986 og áhrif þeirra á efnahags-
lífiö, helstu hagstæröirog starfsskilyrði atvinnulífs.
Umræðustjóri verður Siguröur R. Helgason, framkvæmdastjóri
Björgunarhf.
Aörir þátttakendur veröa:
Björn Björnsson, hagfræöingur ASÍ,
Höröur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips hf.
Sigurður B. Stefánsson, hagfræöingur Kaupþings hf.
Þorvaldur Gylfason, prófessor viö viöskiptadeild Háskóla ís-
lands.
Fundarstjóri veröur: Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjár-
málasviös Landsbanka fslands.