Morgunblaðið - 22.10.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985
17
Ræktun í rennandi vatni í tilraunastöðinni í Littlehampton í Englandi.
Raetur gúrkuplöntunnar liðast eftir vatnsrennunni, einsog sjá má á mynd-
inni.
Tómatar ræktaðir í steinull. Útbreiddasta rsktunaraðferð I Evrópu.
að ekki væri annað að sjá en is-
lenski vikurinn stæðist fyllilega
samanburð við steinullina sem
ræktunarjarðvegur sem væri
gleðifrétt fyrir íslenska ylrækt.
Sagði hann að Hollendingarnir
hefðu sýnt áhuga á að prófa vikur-
inn nánar og væri hugsanlegt að
mál skýrðust frekar við það. „Það
gaf okkur byr undir báða vængi
að sjá að við gætum ef til vill notað
vikur í staðinn fyrir steinullina,
því steinullin er býsna dýr,“ sagði
hann. Að lokum fóru þeir til
Danmerkur þar sem þeir skoðuðu
rannsóknastofu í Odense og fóru í
garðyrkj ustöðvaf'.
„Ég tel að heildarniðurstaðan
af þessari ferð okkar sé sú að að
íslenskir garðyrkjubændur hafi
mjög margt að sjá og sækja til
Hollands, miklu meira en ég átti
von á. Satt að segja hélt ég í
upphafi að við hefðum ekkert
þangað að sækja vegna þess hvað
Holland er mikið sunnar en ísland.
Hingað til höfum við mest sótt til
Danmerkur, bæði varðandi rækt-
unina sjálfa og tæknibúnaðinn, en
í mínum huga er enginn efi á því
að við höfum miklu meira að sækja
til Hollands," sagði Bjarni. Hann
taldi að vatnsræktun yrði ekki á
dagskrá hér á allra næstu árum
vegna smæðar stöðvanna. Aftur á
móti væri líklegra að menn tækju
steinullarræktina upp í vaxandi
mæli því auðveldara væri að
stjórna ræktuninni í steinull en
mold. Það réðist síðan af kostnað-
inum hvort vikurinn kæmi í stað-
inn fyrir steinullina.
„Ferðin mjög fróðleg“
Bernhard Jóhannesson sagði að
þessi ferð hefði verið mjög fróðleg.
Hún hefði sýnt sér hvað margt af
því sem íslenskir garðyrkjubænd-
ur væru að gera væri fálmkennt
og gamaldags. Hann sagði að
ekkert þýddi fyrir menn að fara
að rjúka í steinullarræktun, menn
yrðu að byrja á byrjuninni. Þeir
sem ekki væru með sjálfvirkni í
hitastýringu og loftun þyrftu að
byrja á því, síðan þyrfti að koma
til lýsing og koltvísýringsgjöf og
loks nákvæmni í áburðargjöf. Það
þýddi ekkert að framkvæma einn
þáttinn ef allir hinir væru skildir
eftir.
Sagði Bernhard að erlendis væri
komin svo mikil nákvæmni í
áburðargjöf að moldin væri farin
að skipta mun minna máli. Hann
taldi að við gætum notað vikur
alveg eins og steinull og hvaða
annað ræktunarefni sem er.
-HBj.
Pennavinir
Sextán ára piltur í Ghana með
margvísleg áhugamál:
Samuel Martin,
P.O.Box 779,
Teshie/Nungva-Est,
Accra,
Ghana.
Átján ára japönsk stúlka með
áhuga á tónlist og fslandi:
Ayami Yatsuda,
17-308,2-chome,
Nara, 631 Japan.
Sextán ára bandarísk stúlka með
áhuga á íþróttum og tónlist:
Lynn Dziadaszek,
70 Bickford Ave.,
Buffalo,
New York 14215,
USA.
Vestur-Þjóðverji, sem getur ekki
um aldur, en hefur áhuga á bréfa-
sambandi við Islendinga. Hann er
frímerkjasafnari:
Wilhelm Doerr,
L 14,20
6800 Mannheim 1,
West Germany.
Fjórtán ára stúlku í ísrael langar
að eignast pennavini á íslandi.
Vill skrifast á við stúlkur eða
drengi á aldrinum 14-17 ára. Getur
ekki áhugamála:
Anat Tobis,
Eli Cohen 24,
Herzelia 46480, Israel.
Japönsk stúlka, 22 ára, með áhuga
á íþróttum, tónlist og bréfaskrift-
um:
Kanako Hashimoto,
3-6 1-chome, Sennichimae,
Minami-ku,
Osaka, 542 Japan.
FÖT GEFA
ÓRÆKAR UPPLÝSINGAR
UM
EIGANEH SINN
Gefðu góðar upplýsingar um þig í fötum
frá Herragarðinum.
fierra-
GARÐURINN
AÐALSTRÆTI9 S12234
.MAZDA 323 GT Egi.
Sportbíll sem tekíð er cftSr!
Ríkulegur búnaður svo sem,-
1600 cc vél 105 hö DIN meö tölvustÝrðri beinni ínn-
spýtingu — 175/70 SR 13 eða 185/60 HR 14 hrað-
aksturshjólbarðar — Diskahemlar á öllum hjólum með
hjálpartaki — Tannstangarstýri með breytilegu átaki eða
vökvastýrí — Sportrendur — Vindkljúfur að framan —
Tvær vindskeiðar að aftan (3 dyra) — Styrkt sportfjöðrun
— Snúningshraðamælir og margt fleira.
Aukabúnaður meðal annars: _
Rafknúin sóllúga — Álfelgur — Rafknúnar rúður É
og hurðarlæsingar — Hljómflutningskerfi.
2 útgáfur fáanlegar: 3 dyra Hatchback og 4dyraSedan.
Sjón er sögu ríkari—Komið og skoðið MAZDA323 GT
BÍLABORG HF.
Smiðshöföa 23 sími 812 99