Morgunblaðið - 22.10.1985, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985
22
Upplestur bundins og óbundins máls
ObundiÖ mál
4. grein
— eftir Ævar R.
Kvaran
Til þess að fyrirbyggja allan
misskilning, þá vil sá sem þetta
skrifar taka það skýrt fram, að
sem aðdáandi íslenskrar tungu
telur hann sig standa í óbættri
þakkarskuld við þá ágætu og lærðu
íslenskumenn, sem árum saman
hafa unnið ósleitilega að verndun
ritmálsins. Sú skuld sem við öll
stöndum í við til dæmis orðabóka-
höfunda móðurmálsins verður
seint goldin að fullu. Þá eru ís-
lenskuþættir ríkisútvarpsins mjög
lofsverðir til þess að fræða okkur
um ambögur og hvers konar lélega
meðferð móðurmálsins. Það eina,
sem sá sem þetta hripar hefur útá
þá að setja er það, að þeir eru
a.m.k. helmingi of stuttir. Þá eru
einnig fastir þættir um íslensku í
þessu blaði og öðrum hinir þðrf-
ustu.
En því miður bera þessir þættir
þó einnig með sér hið undarlega
áhugaleysi, sem lærðir menn í ís-
lensku haf árum saman sýnt
mæltu máli. Á það heyrist varla
minnst í slíkum þáttum. Þótt
lærðir menn virðist ekki hrifnir
af samræmdum framburði móður-
málsins, ætti það þó ekki aö hindra
þá í því að láta í ljós einhverjar
skoðanir á því, hvernig þeir hugsa
sér að leiðrétta íslenskan fram-
burð og bæta úr þeirri niðurlæg-
ingu sem mælt mál er komið i.
Sagan er undarleg, hún bítur I
skottið á sjálfri sér. Sumir hlutir
endurtaka sig aftur og aftur. Þeir
voru einu sinni lífsnauðsynlegir,
voru undirstaðan að miklum
landafundum og blómlegri versl-
un. Síðan komu nýjar uppfinn-
ingar og þá hurfu þeir af sjónar-
sviöinu, en núna eru þeir aftur
komnir sem íþrótt og sport. Þeir,
seglbátarnir.
Jörðin varð til í tómarúmi og
þeytist um geiminn eins og fót-
bolti. Jörðin er 40 milljón metrar í
ummál. Flatarmálið er 510.100.934
ferkílómetrar. Þar af er þurrlendi
144.400.000 ferkílómetrar. Flat-
armál úthafanna er því
365.700.934 ferkílómetrar, sem
sagt votlendi er 71 % af flatarmáli
jarðar. Stærstu höfin eru Kyrra-
haf 165.000.000 ferkílómetrar,
dýpst 11 kílómetrar. Atlantshafið
82.000.000 ferkílómetrar, Ind-
landshafið 73.000.000. Það er því
ljóst að mjög fljótlega I þróunar-
sögu sinni myndi mannskepnan
leita út á hafið. Út á sléttuna
miklu þar sem næg matarföng
voru ævintýri.
Mennirnir beisluðu vindinn til
að flytja skútur sínar á milli
staða. Kaupmennirnir í Feneyjum
stunduðu biómlega verslun með
krydd, sem þeir sigldu með frá
Arabíu, um Miðjarðarhafið. Þessi
Alþingi hefur tvisvar sinnum bein-
Iínis krafist þess, og hvernig
hyggjast þeir bregðast við þeim
kröfum?
Menn verða að horfast í augu
við það, að íslenskan er lifandi
tungumál, sem svo litlum breyting-
um hefur tekið frá förnöld, að
hvert mannsbarn skilur hinar
fornu, frægu sögur og önnur rit
fornaldar. Þessi lifandi tunga á
því skilið virðingu okkar og að-
dáun. En ekki getur talist aö mikið
fari fyrir slíku hjá þjóð, sem lætur
sig engu skipta um mælt mál. Það
taki ekki að ræða það, hvað þá
taka einhverja stefnu, svo hægt
sé að kenna fagran framburð þess.
Listrænn upplestur
það ætti nú að vera ljóst orðið
af því, sem hér hefur verið haldið
fram, að upplestur merkra lista-
verka á sviðum bókmennta, hvort
sem um bundið eða óbundið mál
er að ræða, ætti ekki að fást við
opinberlega aðrir en þeir, sem
treysta sér til að lesa á listrænan
hátt. Þeir sem segja má um, að
bæti nýrri list við list skáldsins,
túlkun sinni. Ekki ber síst að gera
þessar kröfur skilyrðislaust til
þeirra, sem ætla sér að lesa fyrir
alla þjóðina, eins og t.d. er gert í
hljóðvarpi og sjónvarpi. En slíkt
heyrir því miður til algjörra und-
antekninga. Þvert á móti virðist
hverjum sem er hleypt í útvarpið
með langa lestra, jafnvel heilar
framhaldssögur, þótt viðkomandi
skorti jafnvel undurstöðuatriði í
venjulegum lestri.
Slíka sögu var til dæmis konu
nokkurri falið að lesa í hljóðvarpið.
verslun gekk vegna þess þeir
höfðu réttan skipakost. Vík-
ingarnir fundu ísland, okkar fagra
ísland úti í miðju úthafi, aðeins
vegna þess skip þeirra voru búin
góðum seglabúnaði sem gat feykt
þeim yfir hafið.
1 aldir börðust fslendingar um
borð I fiskiskútum við harðar
strendur íslands. Miðin voru gjöf-
ul en seglskútulífið erfitt. Oft var
erfítt að bagsa við stór og þung
segl í ofsaveðrum. En við ísland er
mjög sviptingasamt veður. Þeir
þurftu að krussa á móti, stundum
skera gat í seglin ef of mikill vind-
ur ætlaði að keyra allt um koll. Nú
þegar þeir voru að dorga með
handfærum, hallaði skipið alltaf,
því bóman var hífð út í aðra hlið-
ina á meðan. Gamall skútukarl
hefur sagt mér frá því að margir
heföu fljótt orðið fótaveikir.
Stundum voru menn marga mán-
uði úti í senn og var þá saltað
jafnóðum ofan I lest eða í tunnur.
En skyndilega komu vélbátarn-
ir. Þeir frelsuðu menn. Matrósar
þurftu ekki lengur að bjástra við
fokkur heilar nætur. Nú þurftu
hásetar ekki lengur að klifra upp i
möstur. Nú gátu þeir sofið á út-
stíminu. Skip sátu ekki lengur föst
í logni á óútreiknanlegu hafinu.
Seglskipin hurfu gersamlega. Á
Islandi er aðeins einn kútter til.
Útvarpið hljóðritaði svo 36 lestra
þessarar konu til áheyrnar fyrir
hlustendur. En hlustendur, sem
eru nú orðnir ýmsu vanir, blöskr-
aði svo þessi upplestur, að þeir
kröfðust þess að hún hætti þessum
lestri þegar í stað. Það var gert
og leikkonu, sem þá starfaði hjá
útvarpinu var falið að lesa þessa
36 lestra að nýju. Framangreind
kona hafði þýtt söguna, og þess
vegna hefur víst verið talið sjálf-
sagt, að hún læsi hana líka. Hins
vegar hafði hún aldrei lesið upp
fyrr á ævi sinni, enda ekki um það
spurð.
Það hefur lengi verið stefna hjá
útvarpinu, að þegar frumsamin
saga eða þýðing er lesin þar upp,
að láta jafnan eða oftast höfund-
inn eða þýðandann lesa verkið.
Mér er það að vísu ljóst, að þetta
gerir hið fátæka íslenska útvarp
oft beinlínis vegna þess, hve smán-
arlega það borgar fyrir frumsamin
verk eða þýdd verk. Hins vegar
kemur þetta iðulega illa niður á
hlustendum sökum þess, að til þess
að semja ritverk eða þýða það
þarf allt aðra hæfileika en til þess
að flytja það verulega vel. Ég hef
jafnvel heyrt góða íslenska höf-
unda gjöreyðileggja góðar sögur
eftir sig með því að vera að burðast
við að lesa þær sjálfir, án þess að
hafa til þess nokkra hæfileika eða
þjálfun. Þannig heyrði ég eitt sinn
skáld, sem ég var afar hrifinn af
lesa upp ljóð eftir sig I útvarp og
komst að því að vesalings maður-
inn var alvarlega hljóðviltur.
Þetta var skynsamur maður og
hann hætti að lesa ljóð sín upp í
útvarpið og fól það færara fólki,
svo ljóð hans nutu sín að fullu.
Aldrei hafa verið til jafnmörg
hljóðritunartæki á heimilum
manna og nú á þessari tækniöld.
Það getur því hver maður áttað
sig á því hvort hann getur boðið
hlustendum uppá upplestur eða
ekki.
Til þess þarf áreiðanlega meira
en að hafa lært að lesa hér í venju-
legum skóla.
í aldir börðust íslend-
ingar um borð í fiski-
skútum við harðar
strendur íslands. Miðin
voru gjöful en seglskútu-
lífið erfitt. Oft var erfitt
að bagsa við stór og
þung segl í ofsaveðrum.
Kútter Sigurfari, sem er á þurru
landi uppi á Akranesi og var hann
keyptur frá Færeyjum. Nú er
skipið aðeins til að minna á liðna
tíð.
Enn á ný, löngu seinna, sáust
segl inni á fjörðum. Upp kom
svokölluð siglingafþrótt. Menn
fóru aftur að puða með fokkur og
stórsegl, líka núna þarf aö krussa
á móti og menn sitja fastir f logni.
Það er einhver dulin gleði sem
felst í því að sigla f krafti vinds-
Ævar R. Kvaran
„Það er hlutverk lesand-
ans að undirstrika blæ-
brigði og stemningu
sögunnar. Það gerir
hann með rödd sinni og
tilfinningum. Lesturinn
verður fyrst og fremst
að vera í fullri samræmi
við efnið, geta aukið
áhrif þess.“
I upphafi íslenska sjónvarpsins
var þáttur ætlaður börnum, sem ég
mun seint gleyma. Þessir þættir
voru þannig til komnir, að barna-
kennurum í ýmsum barnaskólum
var falið að æfa börn í smáleik-
þáttum, sem stundum voru gerðir
úr vinsælum barnasögum. Kenn-
ararnir æfðu börnin, sjónvarpið
ins. Kannski er það þögnin.
Kannski tilfinning um frelsi.
Bátasmiðir og arkitektar hönn-
uðu allskonar báta, bátstípur eru
endalaust margar. Kjölbátar,
opnir keppnisbátar, tvískrökkung-
ar, seglbretti. Menn vildu komast
hraðar og hraðar og fóru að keppa
hver við annan. Nú er þetta
íþróttagrein á ólympíuleikum. Nú
til dags sigla menn sér til ánægju.
Ekki veitir af í hávaðasömu
hraðskreiðu þjóðfélagi.
Eftir olfukreppuna 1975 kom
upp nýr seglabúnaöur, merkilegt.
Og nú hafa Japanir þróað tölvu-
stýrðan seglabúnað á flutninga-
skip. 1980 var smíðað slíkt skip
16.000 tonn að stærð. Seglbúnað-
urinn var hannaður svo mætti slá
af vélinni og skilar þetta 51%
eldsneytissparnaði þegar á heild-
ina er litið. Tölvubúnaður mælir
vindstefnu og styrk, breitir síöan
seglunum sjálfkrafa. Sparar þetta
vélarafl og engan mannskap þarf
við seglin.
Þessi segl eru ólík venjulegum
tuskuseglum. Það eru tvö fram-
segl, þau eru úr áli og eru eins og
flugvélavængir f laginu. Tölvubún-
aður brýtur seglin saman og fara
þau inn í möstrin þegar þeirra er
ekki þörf, einnig ef það kemur of
mikill vindur. Hægt er að spara
90% vélarorku þegar vindur og
stefna eru hagstæð. Þetta er að-
eins hægt með stór tankskip, lest-
arlúgurnar á gámaskipum
skemma viðkvæm seglin. Nýlega
hafa Japanir sett á flot 26.000
tonna skip með þessum útbúnaði.
Svo eru þeir með eitt 80.000 tonna
tankskip á teikniborðinu. Þetta er
framtíðin f skipaflutningum segja
þeir, og hásetarnir eru vélmenni.
Sagan endurtekur sig. En hefur
enginn hugleitt hvað vindurinn
hefur gert mörgum fjárhagslegt
gagh. Ef það væri mælt í krónum,
ætli það séu þá til svo margir pen-
ingar. Ég tala nú ekki um alla
ánægjuna sem vindurinn hefur
veitt. En sama hverjar tækninýj-
ungarnar verða, mennirnir munu
halda áfram að stela vindinum.
hjálpaði til með búninga, einhver
leiktjöld, förðun leikenda o.fl. Og
svo léku blessuð börnin persónurn-
ar sem fram áttu að koma. Þau
urðu vitanlega að læra utanað
hlutverkin sín En það furðulega
við þetta allt saman var það, að
þau töluðu ekki eðlilega, heldur
töluðu þau, eins og þeim hafði verið
kennt að lesa. Eða eins og kona
nokkur sagði við mig: „Þau tala
eins og bækur.“
Þarna mátti með öðrum orðum
heyra allar þær vitleysur, sem
tíðkast í lestrarkennslu hér á
landi, svo sem áherslur á orðum
sem í töluðu máli eru alltaf
áherslulaus og svo framvegis.
Þegar leikrit eru flutt í hljóð-
varpi eru þau lesin, en ekki lærð
utanað. Það er enginn tími til þess.
Engu að síður hljóma setningarn-
ar, eins og þær séu sagðar en ekki
lesnar. Vitanlega af því að leikar-
arnir eru læsir í réttri merkingu
þess orðs. Ef þeir hins vega læsu
eins og þeim var kennt upphaflega
myndi enginn vilja hlusta á leikrit
þeirra, því fólk myndi segja:
„Svona talar enginn maður!" Leik-
ararnir lesa því rétt, sökum þess,
að það á ekki heyrast neinn munur
á lesnu máli og mæltu! Þetta er
sama tungumálið, er það ekki? Eða
með öðrum orðum lestur á að
hljóma eins og mælt mál.
Hvernig á að skoöa texta
til upplestrar?
Hér að framan hefur verið á það
bent, að lykilinn að efnismeðferð
í upplestri sé að finna í efni því
sem upp er lesið. Það þarf því að
rannsaka gaumgæfilega. Það má
segja, að lesarinn standi í rauninni
í sporum höfundarins, þegar hann
les verk hans. Hann verður fyrst
og fremst að gera sér grein fyrir
því hvers konar hugblær hvílir
yfir ritverkinu í heild og síðar í
einstökum atriðum, sem vitanlega
eru margbreytileg í góðum verk-
um.
Stykkishólmur:
Aðalfundur
Hótelsins
Stykkishólmi, 13. október.
AÐALFUNDUR Hótelfélagsins Þórs
í Stykkishólmi var haldinn í hótelinu
í gær. En félagið, sem er hlutafélag,
rekur hótelið og sér um rekstur fé-
lagsheimilisins, eða hefir þaö á leigu.
Það kom fram á fundinum að
rekstur ársins 1984 hefir verið
sæmilegur, þ.e. nokkur hluti tekna
var til afskrifta. Aukning á her-
bergjaleigum hefir einnig verið,
ásamt veitingum. Margar nýjung-
ar hafa verið teknar upp til að
gera mönnum dvölina hér sem
ánægjulegasta og er það strax
farið að sjást í auknum rekstri og
það áberandi að nú eyða menn
sinni sumardvöl að hluta hér enda
upp á margt að bjóða. Sigurður
Skúli Bárðarson hótelstjóri lýsti
rekstrinum. Hann hefir verið bæði
dugmikill og hugmyndaríkur og
fór ekki fram hjá fundarmönnum,
sem fjölmenntu á fundinn. Þeir
þökkuðu bæði hótelstjóra og góðu
starfsliði árangurinn. Á fundinum
mætti Friðjón Þórðarson alþm.
sem flutti félaginu kveðjur og árn-
aðaróskir.
Stjórn félagsins var endurkjörin
en hana skipa: Gissur Tryggvason
framkvæmdastjóri, formaður,
Einar Sigfússon útibússtjóri og
ólafur Steinar Valdemarsson sem
kjörinn var af Ferðamálaráði.
Eins og áður hefir komið fram
voru stórar endurbætur gerðar á
hótelinu í sumar og aukning á
gistirými um leið og grunnskólinn
rýmdi bygginguna eftir nokkurra
ára vetrardvöl og hefir sumarið
sýnt að þessar breytingar hafa
orðið til mikilla bóta og fallið
ferðamönnum vel. Þá er hug-
myndin að mála húsið utan næsta
vor.
Árni
SKÚTULÍF / Ásgeir Hvítaskáld
Að ræna
yindinum