Morgunblaðið - 22.10.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 22.10.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 22. OKTÓBER1985 43 Vinabæjarheimsókn frá Horsens: Danskur unglingakór á Blönduósi Hlönduósi, 18. október. UNGLINGAKÓR frá Horsens, vinabæ Blönduóss í Danmörku, hefur verið hér í heimsókn og sungiö fyrir Austur-Húnvetninga að undanförnu. Kórinn söng á þriðjudagsmorg- uninn fyrir grunnskólanema á Blönduósi auk þess að syngja á Skagaströnd og Húnavöllum. Enn- fremur brugðu dönsku ungmennin sér austur yfir Vatnsskarð og sungu fyrir Skagfirðinga. í kórnum eru um 30 söngvarar og hljóðfæraleik- arar. Á lokatónleikunum sl. fimmtu- dagskvöld gafst almenningi hér kostur á að hlýða á tónlist kórs- ins. Lagavalið var fjölbreytt og framkoma kórfélaga frjálsleg. Mikið var lagt upp úr hljóð- færaleik, til dæmis lék gítar — hljómsveit kórfélaga nokkur írsk og skosk þjóðlög við góðar undir- tektir. Annað dæmi um lagaval og tónlistarstefnu kórsins var lag eftir Lennon og McCartney í létt-djassaðri útsetningu.Þeir fjölmörgu, sem hlýddu á kórinn höfðu af því mjög góða skemmt- un. Þessi vinabæjaheimsókn mun vera hin fyrsta sinnar tegundar til Blönduóss og var í alla staði ánægjuleg. Auk Horsens í Dan- mörku eru Moss í Noregi, Karl- stad í Svíþjóð og Nokia í Finn- landi vinabæir Blönduóss. -Jón Sig. Sveinbjörn Bein'einsson „Bragfræði og háttatal í nýrri útgáfu HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur sent frá sér nýja útgáfu bókarinnar „Bragfræði og háttata!" eftir Svein- björn Beinteinsson frá Draghálsi í Borgarfirði. í frétt frá útgáfunni segir m.a. um þessa útgáfu: „íslendingar hafa yndi af kveð- skap og oft fýsir menn að vita um bragarhætti vísna. Það var því mörgum kærkomið, þegar Svein- björn Beinteinsson sendi frá sér bókina „Bragfræði og háttatal" 1953. Bókin bætti úr brýnni þörf sem kennslubók í rimna- og vísna- kveðskap. Hún var strax tekin í notkun í framhaldsskólum og hef- ur sem kunnugt er verið notuð mjög víða sem kennslubók. Hátta- talið var síðan gefið út á snældu og þar kveður höfundurinn með rímnalögum. Um langt árabil hefur bókin verið ófáanleg og margir íslensku- og bókmenntakennarar hafa óskað eftir endurútgáfu hennar. Nú hef- ur verið bætt úr því og bókin endurprentuð með leiðréttingum. Snældan er einnig fáanleg." EF HONUM ER GEFIÐ AÐ BORÐA EFTIR MIÐNÆTTI BREYTIST HANN Bladburðarfólk óskast! Austurbær Ingólfsstræti Barónstígur Leifsgata 4—33 Fyrirtækja heimsókn Stjórnunarfélag íslands heimsækír IBM á fslandi Haustheimsókn felaga Stjornunarfelagsins er í boði IBM á íslandi fostudaginn 25. október nk. Starfsmenn IBM munu kynna fyrirtækið í vandaðri og áhugaverðri dagskrá. ________ Kynnt verður:___________ Saga fyrirtækisins • Uppbygging • Erlend samskipti _________Starfsmannahald__________ • Launakerfi • Frammistööumatog ráögjöf • Skoðanakannanir Áætlanagerð ~ • Tölvunotkun í fyrirtækjum • Gæöi og gæöamat Húsnæði skoðað Umræður Skráning þátttakenda fer fram í síma 6210 66 Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.