Morgunblaðið - 22.10.1985, Side 44

Morgunblaðið - 22.10.1985, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985 Minning: HANNA KRISTlN GÍSLADÓTTIR Fædd l.deæmber 1924 Dáin 12. október 1985 1 dag kveðjum við í hinsta sinn elskulega mágkonu okkar, Hönnu Gísladóttur. Söknuðurinn er sár og erfitt að skilja, að hún sé farin frá okkur fyrir fullt og allt. Hún var svo glöð, svo dugleg og sterk á hverju sem gekk, alltaf hlý og traust, alltaf vinur í raun, alltaf „hún Hanna mín“, elskuð eigin- kona og móðir. En „þegar kallið kemur kaupir sig enginn frí“, og við, sem eftir lifum eru þakklát fyrir að hafa kynnst henni, tengst henni fjölskylduböndum og notið návistar hennar. Hanna Kristín Gísladóttir fædd- ist í Hafnarfirði 1. desember 1924. Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Guðmundsson og Anna Hannesdóttir, en þau áttu heima á Hellu, húsi sem stendur við nú- verandi Strandgötu. Hanna var einkadóttir foreldra sinna, en auk hennar áttu þau einn son, Geir Gíslason. Hún var skírð nöfnum móðurforeldra sinna, Hannesar og Kristínar. Haustið 1939 hóf Hanna nám í Flensborgarskólanum og svo vildi til, að bróðir okkar, ólafur óskars- son, hóf þá einnig nám í þeim skóla og voru þau saman í bekk. Þessi kynni þeirra leiddu síðar til hjóna- bands og ævilangrar lífshamingju. Tvær okkar fimm systra bættust svo í hópinn í Flensborg árið eftir og kynntumst við þá Hönnu og foreldrum hennar. Er skemmst frá aft segja, að heimili þeirra varð okkar annað heimili og varð okkur, sem nýlega höfðum misst móður okkar, sú hlýja og umhyggja sem við mættum þar enn dýrmætari og hugstæðari vegna þess. Þann 26. apríl 1947 gengu þau Hanna og Ólafur bróðir okkar í hjónaband. Fyrstu árin bjuggu þau í húsi foreldra hennar, en síðan fluttu þau til Reykjavíkur og áttu þar heima upp frá því. Hanna var mikil húsmóðir, enda heimili þeirra til fyrirmyndar, en hún var einnig stoð og stytta manns sins við atvinnurekstur. Hún sá um bókhaldið og lét sig auk þess ekki muna um að fara með manni sín- um í lengri eða skemmri tíma til dvalar hingað og þangað um lands- byggðina eftir því sem atvinnu- rekstur hans krafðist. Það er mikið verk að standa fyrir stóru heimili og ala upp fimm börn, en hún tók því léttilega og kvartaði aldrei, jafnvel ekki þegar heilsu hennar fór að hraka nú hin síðari árin. Hún var alltaf jafn lífsglöð og kát. Það var gott að vera í návist henn- ar og gæfa að kynnast henni. Endirinn kom miklu fyrr en nokkum hafði grunað. Ekki virðist vera nema örskotsstund síðan hún hélt upp á sextugsafmælið sitt þann fyrsta desember 1984. Og nú erum við að fylgja henni síðasta spölinn. Svo margs er að minnast og svo margt að þakka. Öll árin síðan við sáumst fyrst, ungar stúlkur, og allt til þess er við tókum í hönd hennar í síðasta sinn. Blessuð sé minning hennar Mágkonur Hanna Gísla var hún oftast nefnd, fæddist í Hafnarfirði 1. desember 1924, dóttir hjónanna Önnu Hannesdóttur og Gísla Guð- mundssonar, sem bjuggu á Hellu í Hafnarfirði. Hann ólst upp á Hellu hjá for- eldrum sínum, ásamt yngri bróður Geir Gíslasyni flugstjóra, sem lif- ir systur sína, en foreldrar þeirra eru bæði látin yfir nokkrum árum. 26. apríl árið 1947 steig Hanna það gæfuspor að giftast eftirlif- andi eiginmanni ólafi óskarssyni útgerðarmanni. Eftir nokkur ár í leiguhúsnæði, eins og tíðkaðist þá, festu þessi samhentu hjón kaup á efri hæð og risi í húsinu nr. 7 við Engihlíð í Reykjavík. Þar bjuggu þau sér og börnum það glæsilega rausnar- heimili sem raun ber vitni. Börnin urðu fimm, elstur Gísli Már, skrifstofustjóri hjá K. Jóns- son hf. á Akureyri, kvæntur Aðal- björgu Áskelsdóttir, annar Gunn- ar Örn, fiskverkandi í Hafnarfirði, kvæntur Önnu Wolfram, þriðji Óskar Hrafn skipstjóri á Akra- borg, kvæntur Hallberu Leifsdótt- ur, fjórði Kjartan Þröstur, skip- stjóri á mb. Óskari Halldórssyni, en hans sambýliskona er Margrét Ingimundardóttir, yngst er Guð- rún sem býr með Sigurði Péturs- syni, trésmíðanema og íslands- meistara í golfi. Einnig hafa þau alið upp dóttursoninn Ólaf Örn Jónsson, en barnabörnin eru nú orðin nítján. Eftir meira en þrjátíu ára nána vináttu er margs að minnast. Síld- aráranna með sumarheimilum á Siglufirði, Raufarhöfn og Seyðis- firði. Ferðalaga utanlands og inn- an. Samverunnar I hjólhýsinu í Borgarfirði og sumarbústaðnum í Þrastarskógi og nú síðast bestu grannanna í skóginum eftir að við hjónin festum kaup á sumarbú- stað þar. Hæst ber þá alltaf í minningun- um einlæg vinátta ósérhlífni og rausn. Ekki má ljúka þessum fá- tæklegu orðum um Hönnu án þess að minnast á störf hennar fyrir Benónýsdóttur. Helga amma fæddist 26. apríl 1895 á Litlu-Eyri við Bíldudal. Foreldrar hennar voru Benóný Jónsson og kona hans Björg Jónsdóttir. Amma var yngst af 11 systkinum og var hún síðust þeirra að kveðja þennan heim. Fyrstu æviárunum eyddi hún á Litlu-Eyri. Árið 1909 fluttist hún ásamt foreldrum sínum til Hjarð- ardals í Dýrafirði. 1917 urðu þáttaskil í lífi ömmu en það ár giftist hún fyrri manni sínum Þórarni Jónssyni frá Höfða í Dýrafirði og hófu þau búskap í Hjarðardal. I maí 1921 missti amma mann sjnn af slysförum. Helgu ömmu og Þórarni varð tveggja barna auðið. Þau eru: Valgerður fædd 16. júní 1918 og Páll fæddur 15. júní 1919. Valgerð- ur giftist dönskum manni Torvald Sörensen og bjuggu þau á Selfossi. Þegar hún varð ekkja fluttist hún til Reykjavíkur. í apríl 1947 fór Páll til Ameríku og hefur verið búsettur þar síðan. Um vorið 1921 fluttist amma að Gerðhömrum í Dýrafirði til Guðmundar bróður síns og foreldra sinna. 13. maí 1926 giftist amma eftir- lifandi manni stnum Haraldi Kristinssyni fæddúr 20. júní 1902. Halli afi er frá Núpi í Dýrafirði, foreldrar hans voru hjónin Krist- inn Guðlaugsson og kona hans Rakel Jónasdóttir. Amma og afi hófu búskap á Gerðhömrum og bjuggu þar til ársins 1935. Þau fluttust þá að Haukabergi í Dýra- firði og var þar myndarbú. Amma unni dýrum mikið og kunni alltaf best við sig í sveit. En árið 1957 fluttu þau búferlum til Reykjavík- ur og áttu þar heima upp frá því. Þeim varð 5 barna auðið. Þau eru: Fjóla fædd 20.11. 1926, gift Halli Stefánssyni, búsett í Reykjavík; Þráinn fæddur 22.01. 1928, kvænt- ur Unni Kristjánsdóttur, búsettur í Reykjavík; Agústa Þórey, fædd 28.10. 1929, gift Níelsi Björgvins- syni, búsett í Sandgerði; Kristinn, fæddur 14.01.1931, kvæntur Karen Ragnarsdóttur, búsettur á ísafirði og Björgvin Sigurgeir, fæddur 10.10. 1936, kvæntur Þuríði Aðal- steinsdóttur, búsettur í Reykjavík. Svo ólu þau upp dótturdóttur sína, Rauða krossinn og Golfklúbb Reykjavíkur, en í þeim félögum var hún alltaf boðin og búin að taka til hendi þegar með þurfti. Sár er nú söknuður ástkærs eig- inmanns, barna, tengdabarna, barnabarna og bróður, en huggun er harmi gegn allar góðu og fögru minningarnar sem þau eiga um glæsilega eiginkonu, ástkæra móður, ömmu og systur. Um leið og við biðjum algóðan föður að halda verndarhendi sinni yfir þessum vinum okkar kveðjum við Hönnu Gísla að leiðarlokum og felum hana Honum á vald. Svana og Egill Hver var sú stúlka sem fram- kallaði hjá manni milt bros við minningar, þegar í rauninni ætti maður að hafa harm einn í huga? Hún Hanna Gísla í Firðinum. Hún var svo mikið sólskinsbarn, svo Höllu Bergey, og er hún gift Har- aldi Ingvarssyni og búsett í Hafn- arfirði. Helga amma hlaut ekki mikla menntun, skólaganga hennar var barnaskóli fram að fermingu og eitt ár í kvöldskóla í Reykjavík. Amma las mjög mikið og hafði mjög gaman af allri handavinnu. Alla tíð hafði amma áhuga á leik- list en það var ekki fyrr en á efri árum sem hún fékk tækifæri til að sýna hvað í henni bjó en þá lék hún í nokkrum leikritum við góðan orðstír. Ekki er hægt að minnast ömmu án þess að hugsa til afa. Afi er listhagur í höndunum og marga hlutina hefur hann smíðað. Okkur er það minnisstætt hvað mikill kærleikur ríkti á milli afa og ömmu. Þau voru alltaf svo góð hvert við annað. alla tíð var gott að koma til Halla afa og Helgu ömmu, þau voru alltaf svo góð. Ógleymanleg eru aðfangadags- kvöldin með þeim í litla húsinu þeirra, þar sem öll fjölskyldan var saman komin og afi spilaði fyrir okkur. 1 Afi hefur nú kvatt ömmu um stundar sakir og við biðjum Guð aðlaðandi alla tíð, jákvæð stúlka og gleðigjafi. Ég man hana svo vel er maðurinn minn heitinn kynnti mig fyrir fjölskyldu Hönnu, fólk- inu á Hellu í Hafnarfirði. Það var fjölskylduboð, sennilega ferming- arveisla, og þessi yndislega unga stúlka með sitt milda bros og þægilega framkomu, glóbjart og mikið ljóst hár. En hvað mér fannst hún Hanna töfrandi þá. Fólkið í Hafnarfirði, það var svo sannarlega kafli út af fyrir sig. Það var gott fólk held ég. Maður- inn minn heitinn, Haraldur Krist- ján Gíslason, átti þar til góðra að telja. Afi hans, Kristján Jónsson lóðs í Garðahverfi, var gagnmerk- ur maður og listaskrifari. Kona hans var Halldóra Þórarinsdóttir, ættuð frá Hvaleyri, merk kona á sinni tíð. Þau voru foreldrar Gísla, föður Haraldar míns, og Kristínar, ömmu og nöfnu Hönnu Kristínar. Svo undarlega vill til að dánardæg- ur beggja bar upp á sama dag, 12. október, sú eldri (amman) 70 ára, en Hanna Kristín 60 ára. Báðar voru einnig fæddar í desember. Kristín amma Kristjánsdóttir var gift Hannesi verkstjóra Jóhannes- syni, sem var prýðis greindur og mikill mannkostamaður. Dætur þessara hjóna voru tvær: Kristjana, sem hefur verið gift Sigurði Guðmundssyni, fyrrver- andi Hafnarfjarðar-rútueiganda í 63 ár, og Anna sem var gift Gísla Guðmundssyni og eru þar komnir foreldrar Hönnu Gísla í Firðinum. Þetta fólk var allt frámunalega gestrisið, aðlaðandi og þægilegt í viðkynningu. Ákaflega þótti okkur gaman að koma á Hellu, hún Anna var svo skemmtileg manneskja, og þá var hún ekki síðri hin glæsilega einkadóttir, Hanna Kristín. Hanna átti einn bróður, Geir flug- mann Gíslason, sem hefur byggt fallegt einbýlishús á Hellu-lóðinni. Svo kom hann óli og tók hana Hönnu Gísla úr Hafnarfirðinum. Og auðvitað giftist hann henni og úr þeim varð eitt glæsilegasta og að styrkja hann. Því afi missti ekki bara góða eiginkonu heldur missti hann sinn besta vin. Þessi fáu orð eru rituð sem kveðjuorð frá okkur systkinunum með þakklæti fyrir það, sem amma var okkur. Guð blessi hana. Halla, Stefán, Margrét og Helga Guðfinna. Söknuður og tómleiki fylla huga minn er ég nú kveð tengdamóður mína Helgu Benónýsdóttur. Þá er gott að eiga ljúfar endurminningar frá liðnum samverustundum. Helga var margfróð og hafði frábært minni. Hún hafði yndi af bókum og las mikið. Gamli tíminn var henni mjög hugleikinn og frá lífsháttum fólks á fyrri tíð kunni hún margt að segja. Um þessi og fleiri hugðarefni hennar ræddum við oft. Hún fræddi mig um margt og veitti mér gleði með frásögnum sínum. Fyrir þessar stundir er ég henni afar þakklát. Hún hafði næmt auga fyrir fegurð náttúrunnar. Hún elskaði blómin og var mikill dýravinur og talaði oft um ferfættu vinina í sveitinni sinni, eins og hún orðaði það. Hún naut þess mjög að ferðast um og skoða landið og þær ferðir sem við fórum saman voru mér bæði ánægjulegar og lærdómsrík- ar, því hún vakti athygli á ýmsu, sem manni hefði annars ef til vill sést yfir. Hin síðari ár fór heilsu hennar hnignandi og hjólastóllinn tók við af veikum fótum. Þá buðust margir til að rétta henni hjálpar- hönd, sem hún var ákaflega þakk- lát fyrir. Ég bið guð að styrkja tengdaföð- ur minn sem nú sér á eftir konu sinni eftir nær sextíu ára farsælt hjónaband. Hann geri allt sem hann gat til að létta henni byrði þverrandi heilsu. Tengdamóður minni þakka ég allt sem hún var mér og í þakklát- um huga geymi ég minningu henn- ar. Guð blessi hana og geymi um eilífð. G Unnur Minning: Helga Benónýsdótt- ir frá Haukabergi Fædd 26. aprfl 1895 Dáin 13. okt. 1985 Amma mín, Helga Benónýs- dóttir frá Haukabergi í Dyrafirði, fæddist á Litlu-Eyri við Bíldudal, í Arnarfirði, 26. apríl 1895. Hún var því rúmlega níutíu ára er hún lést í Borgarspítalanum aðfara- nótt sunnudagsins 13. október sl. Hún var því í hópi þeirra íslend- 'inga er lifað höfðu tímana tvenna. Hún lifði atburði eins og heims- styrjaldirnar tvær, fullveldi og síðar lýðveldi íslands, atburðir sem ég og mín kynslóð höfum aðeins kynnst af bókum eða öðrum frásögnum. Amma var yngsta barn hjón- anna Bjargar Jónsdóttur og Ben- ónýs Jónssonar, er bjuggu á Litlu- Eyri. Vorið sem hún fermdist fluttist hún með foreldrum sínum að Hjarðardal í Dýrafirði. Þar ** kynntist amma fyrri manni sínum, Þórarni Jónssyni sem hún giftist árið 1917. Árið 1921 missti hún mann sinn og sama ár flutti hún að Gerð- hömrum i Dýrafirði, ásamt tveim- ur ungum börnum sínum. Afa mínum, Haraldi Kristinssyni frá Núpi í Dýarfirði, giftist hún árið 1926. Þau bjuggu að Gerðuhömrum til ársins 1935 en þá stofnuðu þau nýbýlið Haukaberg í Dýrafirði. Þar bjuggu þau til ársins 1957 en þá fluttust þau til Reykjavíkur. Amma og afi eignuðust fimm börn. Amma var, allt frá því að ég man fyrst eftir mér í barnæsku, ein af þeim sem ég átti vísa hjá bæði hlýju og umhyggju. Eg átti því láni að fagna sem barn að hafa tækifæri til að vera mikið á heimili ömmu og afa og fá þá jafnframt að njóta samvista við . þau. Amma hafði mikið yndi af góðum bókum og þá sérstaklega ljóðabókum. Hún var mjög hæfi- leikarík til handanna og naut ég þar lengi góðs af eða alveg þar til að hún varð að láta af allri handa- vinnu sökum heilsubrests. Þar sem ég var svo mikið hjá ömmu þá eru þær ófáar minning- arnar sem á um hana og eiga þær það allar sameiginlegt að þar fell- ur hvergi skugga á. Mér er minnis- stætt hve hrifin hún var af rökkr- inu. Þegar tók að bregða birtu í skammdeginu kveiktum við oft á kertaljósi og drógum síðan í lengstu lög að kveikja rafljósin. Á þessum samverustundum okkar í rökkrinu er í minningu minni al- veg sérstakur blær sem ég á erfitt með að lýsa. Amma hafði til að bera alveg einstæða skapgerð sem ég hef ekki kynnst hjá neinum öðrum. Hún var skapmikil en þó jafnlynd og blíð. Núna á seinni árum þegar heilsu hennar fór sífellt hrakandi komu hinir góðu skapgerðareigin- leikar hennar berlega í ljós. Hún þoldi erfiðleikana og þrautir án þess að láta bugast, enda naut hún mikils styrks frá afa. Hann virtist óþreytandi í umhyggju sinni fyrir henni. Umhyggja hennar fylgdi honum ætíð, hvert sem hann fór. Þannig byggðist hjónaband þeirra á gagnkvæmu trausti, tillitssemi oghlýju., Aslaug Björgvinsdóttir Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Valdimar Briem í dag fer fram frá Hallgríms- kirkju útför ömmu okkar Helgu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.