Morgunblaðið - 22.10.1985, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 22.10.1985, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985 49 Stollurnar Elva Rósa Skúladóttir og Iris Þórarinsdóttir efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóóa fyrir íþróttahús austur á Sólheimum. Söfnuðu þær rúmlega 1.150 krónum. í Keilufelli f Fellahverfi í Breiðholtsbyggð efndu þessir krakkar til hluta- veltu til ágóða fyrir Rauða kross íslands. Þau söfnuðu 900 krónum. Krakk- arnir heita: Vilborg Kristjánsdóttir, Reynir Baldursson, Anna Bjartmars- dóttir, Óskar Rúnar Kettler og Ásgrímur Sigurðsson. Þær söfnuðu 1150 kr. á hhitaveltu þessar stöllur og færðu ágóðann Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Þær heita Dagbjört E. Barðadóttir og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir. Þessir krakkar eiga heima í „Grófunum" við Breiðholtshverfi hér í Reykja- vík, en þau efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða kross íslands. Þau söfnuðu 340 kr. og heita: Dagbjartur Hilmarsson, Fífa Konráðsdóttir, Sóley Jensdóttir og Kolbrún Elsa Smáradóttir. KEA tekur fullkomna pökkunarstöð í notkun Akureyri, 10. október. KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefir komið á fót fullkominni pökkun- arstöð kjöts og annarra matvæla í tengslum við kjötiðnaðarstöð sína á Oddeyri. 1‘aðan er pökkuðum kjötvörum dreift til versl- ana KEA á Akureyri og í nágrannabyggðum, og er að því bæði hagkvæmni og vinnusparnaður. Þar er frosið kjöt sagað og pakkað í lofttæmdar umbúðir úr þykku plasti, sem finnska fyrir- tækið Wipak hefir sérhannað til að nota í umbúðir um frosið kjöt með beini. Við þetta eykst geymsluþol kjötsins mjög, og það þornar og þránar síður. Reynt er að hafa á boðstólum misstóra pakka, svo að kaupend- ur geti valið um þá eftir óskum hvers og eins. í pökkunarstöðinni eru einnig útbúnir margs konar fisk- og kjötréttir í bökkum og búið um þá og ýmisleg önnur matvæli í nýrri pökkunarvél, þar á meðal fisk og ófrosið kjöt, til geymslu í kæliborðum verslana. Pylsugerð KEA tók til starfa 1949, en áður hafði kjötbúð fé- lagsins haft með höndum reyk- ingu og vinnslu kjöts. Árið 1968 var kjötiðnaðarstöð KEA stofn- uð í mjög fullkominni nýbygg- ingu, og þar eru nú gerðar 15 tegundir af pylsum og bjúgum og annar eins fjöldi áleggsteg- unda. Þá má nefna margvíslega vinnslu svína- og nautakjöts, og þar eru framleiddar 10 tegundir af niðursoðnum kjötvörum. Frá reykhúsi kjötiðnaðarstöðvarinn- ar komu 190 tonn af hangikjöti árið 1984, þar af 80 tonn síðustu tvo mánuði ársins. Það ár tók stöðin til vinnslu, dreifingar og umboðssölu 830 tonn af kjöti og 300 tonn af eggjum, fuglakjöti og grænmeti. Rík áhersla er lögð á vöruvöndun og gæðaeftirlit. f kjötiðnaðarstöðinni vinna um 80 manns, þar af 9 kjötiðnað- armenn, og á rannsóknarstofu tveir matvælafræðingar við eft- irlit á hráefni og fullunnum vör- um. Verksmiðjustjóri kjötiðnað- arstöðvar KEA er Óli Valdi- marsson, en forstöðumaður pökkunardeildarinnar Hermann Huijbens, matreiðslumaður. Sv.P. AIISTURBÆJARRifl FRUMSYNIR I DAG VINSÆLUSTU KVIKMYND SPIELBERGS SÍÐAN HANN GERÐI E.T. QREHUNS HREKKJALÓMARNIR / Jjþ Billy fær aö gjöf frá fööur sínum lítiö og sérkennilegt gæludýr, sem hann nefnir „Gizmo“. Gjöfinni fylgja ákveönar reglur um meöferö þessara dýra, sem eru þessar: Haldið þeim frá vatni, látið þau aldrei blotna. Haldiö þeim frá birtu, þau þola ekki sterkt Ijós. En aöalatriöiö er, aö þeim má alls ekki gefa aö boröa eftir miönætti, því þá breytast þau í HREKKJALÓMA, sem setja allt á annan endann. Bönnuð börnum innan 10 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15. Hækkaö verð. □□ DOLBY STEREO j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.