Morgunblaðið - 22.10.1985, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985
✓----------------
<S4
Ég hélt það skipti ekki máli úr því
ég á að standa bér.
Með
morgunkaffinu
Atsjú!
Umferðarvika - In memoriam
Ágæti Velvakandi:
Ég er mjög ánægður með að
umferðarvika er bara einu sinni á
10 ára fresti í Reykjavík!
Vegna þess, að það hefur sýnt
sig, að þegar þessi vika er haldin
hátíðleg þá fjölgar umferðarslysum
um allan helming. Hver skyldi
ástæðan vera? Jú, allir rjúka upp
til handa og fóta og nú skal kenna
ökumönnum að keyra um götur
borgarinnar (sem þeim var þó
kennt áður en þeir tóku bílprófið)
og æsifréttir í öllum fjölmiðlum
um glannaakstur og ofsaakstur og
hvað eina. Blessuð börnin látin í
það að radarmæla ökuhraða og þau
sýnd í sjónvarpi við þá iðju. Ég
er ekki að mæla þeim bót, sem aka
of hratt miðað við aðstæður, síður
en svo, þá ætti að taka rækilega í
gegn samanber þann sem sýndur
var í sjónvarpinu og mældur var
á 79 km. hraða efst á Hofsvallagöt-
unni, rétt áður en beygt er inn í
Túngötu, þar sem eru sjúkrahús,
skóli og íþróttahús.
Það sem mér finnst athugavert
við þessa framkvæmd, er það að
öllum, meira að segja börnum, er
kennt með þessu að bílstjórar —
allir upp til hópa — séu ótíndir
glæpamenn, samanber fyrirsögn í
Morgunblaðinu þann 10. okt. „
Reykvískir ökumenn láta sér ekki
segjast — umferöaróhöppum fjölgaði
í gær“. En bíðum við, í sama blaði
á baksíðu er önnur fyrirsögn sem
ber yfirskriftina: „Slysaöldunni
linnir ekki“. Þar er sagt frá því
að kona og 10 ára drengur hafi
slasast, í fréttinni segir á einum
stað: „Hún fór út á götuna milli
tveggja kyrrstæðra bifreiða", (konan
er sögð fullorðin).
Á öðrum stað, þar sem rætt er
um það, er drengurinn „varð fyrir
bifreið" er sagt: „Hann hljóp út á
götuna í veg fyrir bifreiðina"!!
Ágætu umferðarpostular, þið
sem eigið að sjá til þess að sem
flestir komist heilu og höldnu úr
umferðinni og eruð í launuðum
störfum — snúið ykkur að því að
kenna gangandi vegfarendum, á
öllum aldri, að fara eftir umferða-
reglunum, því að við erum öll undir
þau ósköp seld, að ef bíllinn bilar,
eða þyngist færð að vetri til, að
þá verðum við að ganga og ef allir
yrðu að fara eftir umferðarreglun-
um jafnt gangandi sem akandi, þá
kannski væri hægt í fyrirsjáan-
legri framtíð, að halda slysalausa
umferðarviku.
Með vinsemd,
Vilhjálmur Guðbjörnsson
Myndirnar fóru
vestur á firði
Kæri Velvakandi.
Mig langar að biðja þig um að-
stoð.
Þannig er mál með vexti að
fyrir fimm vikum sendi ég filmu í
framköllun til Reykjavíkur í Ljós-
myndaþjónustuna hf., Laugavegi
178. Myndirnar á filmunni voru
flestar af 5 mánaða gamalli dóttur
minni. Svo leið og beið og eftir 3
vikur var ég orðin óþolinmóð og
hringdi í fyrrgreint fyrirtæki en
fékk þær upplýsingar að myndirn-
ar mínar hefðu „óvart" farið vest-
ur á firði. Þar höfðu þær verið
leystar út af manni „sem taldi sig
vera að ná í sínar myndir". Stúlk-
an í símanum lofaði að bjarga
þessu fyrir mig.
Eftir viku hringdi ég aftur og þá
sagðist hún ekki hafa náð í mann-
inn. Ég bað hana því um síma-
númer mannsins en þá kom í ljós
að hún var búin að glata því.
Ég sé þann kost vænstan að
biðja umræddan mann — ef hann
les þessar línur — að senda mynd-
irnar til baka til Ljósmyndaþjón-
ustunnar.
Ég bíð og vona.
Steinunn
Víkverji skrifar
Ut vil ek, — sagði Snorri Sturlu-
son forðum og átti þá við, að
hann ætlaði til íslands. Þess vegna
tala menn í dag um að fara utan,
þegar þeir fara til annarra landa.
Guðvarður Már Gunnlaugsson,
sem tekið hefur við þættinum
daglegt mál, sem er á dagskrá
Ríkisútvarpsins rétt fyrir klukkan
20, gerði áttamiðanir sem þessa
og fleiri að umræðuefni í þáttun-
um síðastliðna viku. Þessir stuttu
pistlar Guðvarðar Más eru í senn
skemmtilegir og fróðlegir. óvana-
legt við þá er þó að þeir eru já-
kvæðir, jafnframt því sem þeir eru
fróðlegir. Margir umsjónarmenn
þáttarins undanfarin misseri hafa
verið mjög neikvæðir í þáttum
þessum, þ.e.a.s. þættirnir hafa lítt
snúizt um annað en aðfinnslur og
samtíning málvillna. Vissulega
getur verið gagnlegt að tína til
villur og benda mönnum á hvernig
menn geti vandað málfar sitt —
en kennsla getur einnig gert mikið
gagn og vakið áhuga, þótt ekki sé
sífellt tönnlazt á mistökum ann-
arra. Þökk sé Guðvarði Má Gunn-
laugssyni.
XXX
Greiðslukortaviðskipti verða
sífellt umfangsmeiri og nú er
síðasta stórvígið fallið, Hagkaup,
sem til þessa var eitt stórmarkaða
án kortaviðskipta. Eflaust kemur
það ekki til af góðu, að Hagkaup
byrjar nú aftur að taka við
greiðslukortum, enda þekkir Vík-
verji nokkra aðila, sem hafa ekki
skipt við Hagkaup frá því er það
felldi niður þessa þjónustu, en allir
segjast þeir nú aftur munu verzla
í Hagkaup.
Stærstu greiðslukortafyrirtæk-
in, VISA og Eurocard, veita nokk-
uð mismunandi þjónustu og laun-
þegi, sem komið hefur að máli við
umsjónarmann þessa þáttar, taldi
þá þjónustu, sem Eurocard veitir,
öllu hentugri fyrir sig. Helzt þótti
honum hagkvæmt við tölvuút-
skrift Eurocard, að fyrirtækið
flokkar úttektirnar niður í nauð-
synjar, viðhald bifreiðar, fatnað
o.s.frv. þannig að á reikningnum
sjálfum fær hann sundurliðað yfir-
lit yfir eyðslu sína.
Annar kostur við Eurocard er
að gjalddagi greiðslna er 5. hvers
mánaðar, en ekki 2. eins og hjá
Visa. Þetta þýðir að launþegi, sem
fær laun sín greidd 1. hvers mán-
aðar, hefur fjóra daga upp á að
hlaupa hjá Eurocard á meðan
hann þarf að greiða VISA-reikn-
inginn strax daginn eftir útborg-
unardag. Hann segir réttilega, að
komið geti fyrir að hann hafi alls
ekki aðstöðu vinnu sinnar vegna
til að greiða VISA-reikninginn á
gjalddaga og þá koma strax drátt-
arvextir. Nú skal það tekið fram,
að þessi umræddi launþegi var í
öllum bankaviðskiptum við VISA-
banka, en hvorki í viðskiptum hjá
Útvegsbanka né Verzlunarbanka,
sem eru Eurocard-bankar. Aug-
Ijóst er því að VISA missir vegna
þessa talsvert af viðskiptum og fær
þessi korteigandi því aðeins bréf
frá VISA, sem á stendur: „Engin
úttekt þennan mánuð. Er kortið
ekki á réttum stað?“
XXX
að er tímanna tákn, þegar
menn geta horft á erlendar
sjónvarpsstöðvar á íslandi meðþví
að koma sér 'upp þar til gerðu
loftneti eins og fyrirhgað er að
gera á Hótel Holti og sovézka
sendiráðið hefur gert fyrir alln-
okkru. Skiljanlegt er að leyfi þurfi
hjá bygginganefnd Reykjavíkur,
til þess að setja upp slíkt loftnet
þar sem fyrirferð loftnetsins er
mikil. Hins vegar vekur það furðu,
að leyfi skuli þurfa frá Pósti &
síma til þess að fá að nota slíkt
loftnet. Hingað til hefur ekki þurft
leyfi opinberra aðila fyrir loftnet-
um til þess að horfa á sjónvarp
eða til þess að ná erlendum út-
varpsstöðvum. Hver er mismunur-
inn á þessum loftnetum og þeim
gömlu, sem enginn hefur amazt
við? Enginn, nema fyrirferðin og
verðið. Þetta tæki er auðvitað mun
dýrara en einföld útvarps- og sjón-
varpsloftnet. Þarna er enn einu
sinni um að ræða úrelt lög, þar sem
löggjafinn krefst forræðis hins
opinbera yfir þegnunum.
XXX
Leitt er til þess að vita að ná-
grannarnir Reykjavík og
Kópavogur geti ekki komið sér
saman um skipulag í Fossvogi.
Aðlaðandi er sú hugmynd Kópa-
vogs að koma upp fullkomnum
golfvelli og útivistarsvæði í daln-
um, en eflaust er einnig nauðsyn-
legt að gera hraðbraut úr Breið-
holti niður dalinn. Það er djúpt
niður á fast í dalnum, það kom í
ljós, þegar þar var byggt. þess
vegna er það lausn þessa deilumáls
að grafa hraðbrautina niður í jörð-
ina, búa til göng, moka síðan mold
yfir á ný og hafa golfvöll og trjá-
gróður öllum til augnayndis.
Umferðin yrði þá grafin niður í
jörðina og af henni yrði hvorki
hávaði né mengun og allir gætu
unað glaðir við sitt.
f - *