Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 Crymogæa Arngríms lærða komin út á íslensku - hefur til þessa verið þorra íslendinga lokuð bók, segir Einar Laxness forseti Sögufélagsins SÖGUFÉLAGIÐ hefur nú gefíð út bókina ('rymogæu, þætti úr sögu íslands, eftir Arngrím Jónsson lærða. Er þetta fyrsta útgáfa ritsins á íslenzku, en það var ritað á latínu og gefíð út í Hamborg árið 1609. Einar Laxness, forseti Sögufélagsins, sagði við þetta tækifæri, að Cry- mogæa hefði til þessa verið þorra íslendinga lokuð bók, aðeins opin örfáum latínufróðum mönnum. Hún væri fyrsta samstæða ritið um sögu íslands og gefín út meðal annars til að sýna fram á að íslending- ar væru ekki komnir af ræfíum og aumingjum. Crymogæa er þýdd af Dr. Jakob Benediktssyni og Helgi Þorláks- son, sagnfræðingur, annaðist út- gáfuna. Jakob Benediktsson sagði, að með ritun Crymogæu væri innleidd á íslandi söguskoð- un kennd við húmanisma og hefði hún haft mikil áhrif á söguskoðun og álit Islendinga á fslendingasögunum. Hefði hún meðal annars haft þau áhrif, að hluta til fyrir tilstilli byskup- anna Þorláks Skúlasonar og Brynjólfs Sveinssonar, að hafin var uppskrift handrita og söfnun þeirra. Arngrímur hefði einnig breytt mjög viðhorfi útlendinga til sögu lands og þjóðar og vakið athygli á íslenzkri tungu, sem nánast óspilltri um aldir. Hann hefði þó, líklega fyrstur manna, talið tunguna í hættu vegna danskra og þýzkra áhrifa. Skrif hans hefðu einnig hleypt af stað áhuga erlendra fræðimanna á íslenzkum fornbókmenntum, einkum íslendingasögunum, og hefði Crymogæa verið handbók erlendra sagnfræðinga um ís- land í nálægt 200 ár. Á bókarkápu er Crymogæa kynnt á eftirfarandi hátt. „Cry- mogæa merkir ísland á grísku. Arngrímur Iærði (1586-1648) nefndi svo íslandssögu sína sem samin var á latínu og gefin út í Hamborg árið 1609. Bókin birtist hér í fyrsta sinn á íslensku, í þýðingu Dr. Jakobs Benedikts- sonar. Jakob er allra manna best að sér um Arngrím og verk hans og ritar inngang og skýringar. í inngangi segir Jakob meðal annars: „Arngrímur... ætlaði sér ólítinn hlut með þessari bók og honum tókst það að því marki að útkoma hennar verður ávallt talin með stórtíðindum í sögu íslenskrar menningar og ís- lenskra fræða." Arngrímur opn- aði augu lesenda sinna fyrir því að íslendingar áttu fornar bók- menntir og sérstæða menningu. Áhrifin frá þessari bók bárust frá lærðum til leikra og urðu íslenskri þjóð uppörvun og afl- vaki.“ Morgunblaðið/Bjarni Einar Laxness, Helgi Þorláksson og Jakob Benediktsson. „Arngrímur lærði fyrstur manna til að hafa áhyggj- ur af erlendum áhrifum á íslenzka tungu.“ KIRKJUTURN er risinn við Bú- staðakirkju og ennfremur er búið að koma kirkjuklukkum fyrir í turnin- ura. Ákveðið hefur verið að vígja turninn og kirkjuklukkurnar á að- fangadag. Turninn er gjöf frá þeim hjónum Unni Runólfsdóttur og Þórði Kristjánssyni byggingameist- ara. „Það hefur lengi staðið til að gera þetta og eitt sinn sagði ég á safnað- arfundi að ég skyldi steypa upp þennan turn“ sagði Þórður Kristj- ánsson í samtali við Morgunblaðið. „Þetta var nú sagt svona út í bláinn þá. En síðan varð þessi hugmynd að veruleika. Hitaveitan í miklum kröggum - segir Ingólfur Hrólfsson hitaveitustjóri Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar HITAVEITA Akraness og Borgar- fjarðar skuldar nú um einn milljarð þrjúhundruð og sjötíu milljónir króna, aðallega vegna töku erlendra lána. „Hitaveitan er í mjög miklum kröggum," sagði Ingólfur Hrólfs- son hitaveitustjóri. „Bróðurpart- urinn af þessum lánum er í dollur- dreifa þessu meira. Við erum með mjög háa gjaldskrá, eins og reynd- ar fleiri nýjar hitaveitur sem allar eru byggðar fyrir erlent lánsfé. Samt sem áður gerum við okkur aðeins vonir um að eiga fyrir vöxtum og vaxtagjöldum. Ekki er séð fram á að unnt verði að byrja að greiða niður lánin á næstunni," Fyrr á þessu ári tók Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar erlent lán upp á 10 milljónir dollara til tíu ára. Ég hef verið byggingameistari í yfir fjörutíu ár. Állan þennan tíma hef ég verið heppinn með verk og mannskap og aldrei hefur orðið slys. Við hjónin höfum átt miklu barnaláni að fagna og aldrei hefur neitt komið fyrir hjá okkur. Allt lífið hefur eiginlega verið dans á rósum. Þetta eru nú ástæðurnar fyrir því að við gefum kirkjunni þessa gjöf“ sagði Þórður. Hönnun turnsins var byggð á frumteikningum sem gerðar voru um leið og Bústaðakirkja var Kirkjuklukkun komið fyrir í þriöju- daginn. teiknuð. Þar var reyndar ekki gert ráð fyrir að kirkjuklukkur væru í turninum. Fiskyeiðasjóður: um, en á næstunni stendur til að sagði Ingólfur. Bleikar slaufur og Tvöföld ótryggð Auglýsir Helga S og Kolbeinsey til sölu Kirkjuturn reistur við Bústaðakirkju Álagning 1986: 10,8 % útsvar í Kópavogi - fasteignagjöld 0,45 %af fasteignamati ÚTSVAR í Kópavogi á næsta ári verður 10,8% af heildartekjum. Það er sama útsvarsálagning og á yfír- standandi ári en hæst má útsvar verða 11% af heildartekjum. Með 15% afslætti af fasteignagjöldum í kaupstaðnum verða gjöldin 0,45% af fasteignamati, eins og á fyrra ári. Bæjarráð ákvað þetta á fundi sínum á þriðjudag, að sögn Kristjáns Guð- mundssonar bæjarstjóra í Kópavogi. Fasteignagjöld af hesthúsum og sumarbústöðum í Kópavogi verða 0,5% af fasteignamati eins og áður. Fasteignagjöld í Kópavogi eru greidd í fimm áföngum í stað þriggja, eins og víðast tíðkast, þ.e. fyrst 10. janúar og svo fyrsta dag hvers mánaðar fram til maí. Elli- lífeyrisþegar í bænum fá afslátt af fasteignagjöldum miðað við árs- tekjur, þannig að þeir einstakling- ar, sem hafa lægri brúttótekjur í ár en 366 þúsund krónur, fá fulla niðurfellingu á fasteignagjöldum, 70% afsláttur er veittur þeim einstaklingum, sem hafa brúttó- tekjur á bilinu 366—434 þúsund og þeir einstaklingar sem hafa brúttótekjur á bilinu 434 —493 þús- und fá 30% afslátt á fasteigna- gjöldum. Aðrir borga full fast- eignagjöld. Hjón losna við að borga fast- eignagjöld séu brúttótekjur þeirra í ár undir 459 þúsund krónum. Hjón með brúttótekjur á bilinu 459—519 þúsund fá 70% afslátt og hjón með tekjur á bilinu 519— 588 þúsund fá 30% afsiátt. Hjón með meiri brúttótekjur borga fullt fasteignagjald. Bæjarstjóri sagði að framtals- nefnd bæjarins bæri að hafa hlið- sjón af þessum reglum við skoðun framtala öryrkja. - Jólaleikrit sjónvarps og útvarps FISKVEIÐASJÓÐUR auglýsir í dag til sölu fískiskipin Helga S KE 7 og Kolbeinsey ÞH 10, sem sjóðurinn keypti á nauðungaruppboðum fyrr í haust. Óskað er eftir tilboðum í skipin og áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður á auk þessara tveggja skipa togar- ana Sigurfara II og Sölva Bjarnason. JÓLALEIKRIT sjónvarpsins verður sýnt á annan jóladag, jólaleikrit út- varpsins verður flutt sunnudaginn 29. desember. „Bleikar slaufur" nefnist jólaleik- rit sjónvarpsins að þessu sinni. Það er eftir Steinunni Sigurðar- dóttur, en Sigurður Pálsson leik- stýrir. Með aðalhlutverk fara Eggert Þorleifsson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Edda Björgvinsdótt- ir og Harald G. Haralds. Flutning- ur leikritsins tekur 45 mínútur. Upptökur eru nú hafnar á jóla- leikriti útvarpsins, „Tvöföld ótryggð" eftir franska leikritahöf- undinn Pierre de Marivaux, sem var uppi á 18. öld. Þýðingu gerði Þórunn Magnea Magnúsdóttir en leikstjóri er Sveinn Einarsson. Leikritið fjallar um aðalsmann sem reynir með öllum brögðum að ná ástum sveitastúlku. Með helstu hiutverk fara Kjartan Bjarg- mundsson, Guörún Þorvaldsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Jó- hann Sigurðarson. Fiskveiðasjóður keypti Helga S á rúmar 60 milljónir króna og Kolbeinsey á 172 milljónir. Bæði skipin hafa verið í slipp til yfir- ferðar og viðgerðar. Heimamenn á Húsavík hafa lýst yfir áhuga sín- um á endurheimt Kolbeinseyjar, sem var í eigu útgerðarinnar Höfða hf. Fiskveiðasjóður mun hins vegar hafa þann háttinn á, að taka því tilboði, sem hagstæðast er í skipin og bezt tryggir greiðslu. En komi til dæmis tvö tilboð jafn- hagstæð og annað úr því byggðar- lagi, sem viðkomandi skip kemur úr, verður því tilboði væntanlega tekið. Á lánsfjárlögum er heimild til endurlána að upphæð allt að 100 milljónum króna til að auð- velda þeim byggðarlögum, sem misst hafa skip á uppboði, að eign- ast þau að nýju. Ríkisstjórnin hefur þessi mál til umfjöllunar þessa dagana. Keflvíkingar lýstu fyrir nokkru áhuga sínum á því, að fá Helga S leigðan af Fiskveiðasjóði, en beiðni þar að lútandi var hafnað. Ekki er ljóst hvort heimamenn þar muni bjóða í skipið. Tilboðum í Helga S þarf að skila til sjóðsins eigi síðar en fyrir klukkan 16 þann 16. desember næstkomandi og í Kolbeinsey eigi síðar en klukkan 16 þann 19. sama mánaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.