Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
Skíöa-
kynning
Einar Úlfsson skíðakennarí
leiðbeinir viðskiptavinum
um val á svigbúnaði
í versluninni
Á morgun
frá kl. 14-18
A FI5CHER
TYROLIA
DÁCHSTEIN
adidas •*'
TOPPmerkin
í íkíðavörum
ÖfiíS d úxu^XrtdöCfUm
ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA
FALKINN 105 REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670
Niður færist nær
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Gyröir Elíasson:
Bakvid Maríuglerið.
Sauðárkrókur 1985.
Gyrðir Elíasson er þrátt fyrir
ungan aldur búinn að senda frá
sér nokkrar ljóðabækur og telst
meðal athyglisverðari skálda ungu
kynslóðarinnar. Bakvið Maríugler-
ið er önnur bók hans á þessu ári.
Bakvið Maríuglerið heldur
áfram þeirri speglun hversdags-
leika sem við þekkjum úr bókum
Gyrðis. En hér er hann mælskari,
minna fyrir sérkennilegar upp-
setningar texta og ýmsar tækni-
legar brellur í því sambandi. Það
ber minna á skáldinu sem virtist
hafa lært mikið af konkretistum.
Þótt Gyrðir sé í Bakvið Maríu-
glerið með ljóð sem mörg hver eru
einum of sjálfvirk, yrkja sig sjálf,
eru í bókinni drög að öðru og
meira. Það er eins og hann nái sér
fyrst verulega á strik í lok bókar-
innar, en þar gengur hann í lið
með skáldum sem fyrst og fremst
vilja túlka eigið sjálf og líta á ljóð-
ið sem mikilvæga aðferð til sjálfs-
könnunar og líka skeyti til um-
heimsins um það sem heitast
brennur. Þessi skeyti eru ekki
endilega „hraðskeyti frá svefni til
vöku“ eins og Geirlaugur Magnús-
son orti um og Gyrðir Elíasson
gerir að einkunnarorðum bókar
sinnar, heldur áríðandi boð til
heims óvissu í skugga tortímingar.
Ég held að ung skáld þurfi, eins
og Gyrðir gerir í nokkrum ljóðum,
að iðka um sinn djarflega könnun
svo að ekki sé talað um krufningu.
Miðaldra skáld og eldri geta gælt
við form í friði, enda vænta ungir
menn sér einskis af þeim.
Lokaljóð bókarinnar samnefnt
henni er til vitnis um þessa þróun
hjá Gyrði Elíassyni og þá síst ljóð
eins og Daglega:
fram með íbúðinni minni skríða
daglega þúsund og aftur 1000 vél-
pöddur daglega gegnum manndráps-
veður einmuna blíðu og alt þar á
milli murra einsog í kveðjuskyni
og hverfa hvert veit ekki hvert
en fylgist maður nægilega leingi
með um ferköntuð húsaugun kemur á
dagiim að sólbökuð hæðin handan
brúarinnar yfir smáfljótið þekst
dökkum dilum deplum þegar á líður þángað
hef ég aldrei komið (skipulagsteikn-
íngaf svæðinu leiðir nákvæmlega
ekkert í ljós) þar sem svimhá stál-
möstur teygja sig að baki
himnastigar fölnandi blámi milli
rima og þegar sortinn leggst að
dreg ég mig inn í harða skelina
svaraekkiísímann
I þessu ljóði er óvenjulegur list-
rænn þróttur og kannski enn meiri
í Dagúr með héitu vatni:
þessi gamla afkáralega vél virðist alþakin
ryði en einhversstaðar innanum leynist
upprunalegur flötur því um Jeið og sólin
syndir framhjá síðasta skýjáþykkninu
kviknar leiftur sem sker himnur
sjónarinnar
þverskurði
tilhvers skyldi þetta skrípi
hafa verið notað hugsa ég og ræsi mótor
bólsinsTít til vinstri og þar liggur
í hlykkjum steinhlaðinn stokkur margfald-
í brimrótinu
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
í bók þessari er rakin björgunar-
og sjóslysasaga tveggja ára: 1967
og 1968. Fyrir sjónum miðaldra
manna og eldri er þetta samtíma-
saga, ný saga. Öðru máli gegnir
um unga fólkið. í augum þess eru
átján, nítján ár hreint enginn
smáræðis tími.
En hvað um það, þegar atburðir
þeir gerðust, sem segir frá í bók
þessari, var Steinar J. Lúðvíksson
orðinn þlaðamaður. Efni það, sem
hann fjallar um nú, var þá stór-
fréttaefni blaðanna. Og ekki að-
eins íslenskra blaða heldur líka
breskra því seinna árið, 1968, urðu
Bretar fyrir miklu skipa- og mann-
tjóni hér við land. Breskir togarar
fórust hér á fiskimiðum í fárviðr-
um, sumir með allri áhöfn. Kings-
ton Peridot hvarf í hafið fyrir
Norðurlandi án þess að nokkuð
spyrðist til hans síðan. Heimamað-
ur á Tjörnesi taldi að hann »hefði
farist á svokölluðum Mánárbreka,"
en þar höfðu skip áður brotnað.
Nokkru síðar hvarf St. Romanus
frá Hull með allri áhöfn á hafinu
milli Noregs og íslands. Sjómanns-
konum í Hull ofbuðu allar þessar
mannfórnir og tóku að safnast
saman á fundum og heimta að
eitthvað yrði gert í málinu. En
sagan var ekki öll. Nokkru síðar
fórst Ross Cleveland í fárviðri á
ísafjarðardjúpi. Aðeins einn mað-
ur komst lífs af. Sama dag strand-
aði Notts County, einnig í Isafjarð-
ardjúpi. Varðskipsmenn á Óðni
björguðu áhöfninni — við ærna
áhættu — nema einum manni sem
var látinn af kulda og vosbúð áður
en björgun barst.
Þótt atburðir þessir gerðust á
tímum þorskastríða og fremur
kaldrar sambúðar Breta og íslend-
inga breytti það í engu hugarfari
íslenskra björgunarmanna. Björg-
un áhafnarinnar af Ross Cleveland
var mjög rómuð og þágu varðskips-
menn menn sæmdir fyrir. Hitt var
þó sýnu ótrúlegra hvernig einum
manni af Notts County tókst að
bjargast til lands af skipi sem
hvolfdi í hafróti og .ofsaveðri.
Hann hét Harry Eddom, tuttugu
og sex ára stýrimaður. Komst
hann til lands á gúmbát og var
jafnframt svo heppinn að berast
að landi nálægt bæ einum þar sem
honum var veitt besta aðhlynning.
Skipið var þá talið af með allri
áhöfn og þóttust ættingar Eddoms
í Hull hafa hann úr helju heimtan
í bókstaflegum skilningi orðanna.
Harry Eddom var lagður inn á
sjúkrahúsið á Isafirði og hófst þá
spaugilegur þáttur breskra blaða.
Blað eitt þar í landi bauð ungri
konu Eddoms frítt far á fund
manns síns ef biaðið sæti eitt að
orðum hennar og endurfundum við
mann sinn hér. Þegar til Íslands
kom voru fyrir margir blaðamenn,
íslenskir og breskir og vildu allir
heyra einhver orð af vörum þessar-
ar stórmerkilegu sjómannskonu.
En »fréttamenn The Sun slógu
hins vegar skjaldborg um hana
staðráðnir í að láta hana ekki segja
eitt einasta orð við aðra en þá.
Urðu af pústrar og stimpingar og
höfðu íslenskir fréttamenn aldrei
upplifað annað eins.« Þetta gerðist
í Keflavík. Þegar til Reykjavíkur
kom voru þar fyrir blaðamenn frá
öðru blaði bresku og var »ætlun
þeirra að ná Ritu Eddom úr hönd-
um Sun manna og fljúga með hana
til ísafjarðar*.
Þarna kynntust íslendingar af
eigin raun miskunnarlausri sam-
keppni fjölmiðlaheimsins. En
almenningur í hafnarbæjunum
bresku komst að raun um að ís-
landsmið í vetrarveðrum og
skammdegismyrkri væru síður en
svo nokkur barnaleikvöllur.
Kannski var ekki svo mikil eftirsjá
að þeim þegar öllu var á botninn
hvolft.
Að venju er í stuttu máli getið
um fjölda atburða í þessari bók.
Sannast þar að sjórinn kemur á
óteljandi vegu inn í daglegt líf
þjóðarinnar. Höfundur getur þess
að fyrra árið, sem bók þessi tekur
til, hafi vcrið tímamótaár. Þá sökk
■ Gyrðir Elíasson
lega smækkaður kínamúr og uppá honum
tveir
dreingir hvor gegnt öðrum og munda tré-
sverðin sem stínga skásett
götáhimininn
úrfjarska
færist niður
nær
Þessi dæmi eru um það besta í
Bakvið Maríuglerið, en mörg ljóð
bókarinnar eru aftur á móti eins
konar sjálfvirkni eins og fyrr var
drepið á, vitnisburður um að það
er hægt að yrkja of mikið. Biðin
hefur löngum verið mikilvæg
skáldum, það að yrkja ekki fyrr
en ekki verður hjá því komist.
Steinar J. Lúðvíksson
vélskipið Stígandi frá Ólafsfirði á
síldarmiðum norður í höfum.
Áhöfnin komst í gúmbáta en fékk
svo að velkjast þar dögum saman
áður en henni var bjargað. Hafði
slys þetta varanleg áhrif varðandi
öryggismál sjómanna þar eð þá var
brátt tekin tilkynningaskylda sú
sem síðan hefur haldist. En sjó-
menn þurftu ekki lengi eftir þetta
að elta síldina norðaustur í höf.
Þess var skammt að bíða að hana
væri hvergi lengur að finna, hvorki
þar né annars staðar.
Árin, sem Steinar J. Lúðvíksson
segir hér frá, urðu því með ýmsum
hætti tímamótaár. Þá opnuðust
augu manna fyrir því- — þeirra sem
ekki höfðu skilið það áður — að
tæknin var ekki almáttug. Breskur
almenningur tók að hugleiða að
líkast til mundi heimsveldið ekki
standa og falla með sókn togara á
íslandsmið. Og silfur hafsins —
gjaldeyrissjóður íslendinga síð-
ustu áratugina — reyndist fyrr en
varði gjöreyddur og upp urinn.
Síldarárin voru orðin að ævintýri
sem lifði á vörum þjóðarinnar í
sögusögnum og dægurlagatextum.