Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 31 Sonja Korkeala Katinka Korkeala Arshátíð Finnlands- vinafélagsins Finnlandsvinafélagið Suomi heldur árshátíð sína í Norræna húsinu fóstudaginn 6. desember klukkan 20.30. Helstu dagskrárliðir eru þeir, að Anders Jakob Huldén, sendi- herra Finnlands, heldur ræðu, Anna Júlíana Sveinsdóttir óperusöngkona syngur við undir- leik Jónasar Ingimundarsonar og tvíburasysturnar Sonja og Katinka Korkeala leika á fiðlur. Þær eru að ljúka námi við Síbel- íusarakademíuna í Helsingfors og hafa unnið til verðlauna m.a. í alþjóðlegri tónlistarkeppni í Prag á sl. vori, þó að ekki séu þær nema sextán ára. Að lokinni dagskrá verður sameiginlegur kvöldverður. Nýr varnarmálaráðherra Berlín, Austur-Þýskalandi, 3. desember. AP. HEINZ Kessler, hershöfðingi, hefur verið skipaður varnarmálaráðherra Austur-Þýskalands og eftirmaður Heinz Hoffmanns, sem lést sl. mánudag. Heinz Kessler tók þátt í innrás Þjóðverja í Sovétríkin árið 1941 en flýði yfir til Sovétmanna og barðist með þeim allt til stríðsloka. Eftir stríð varð hann áhrifamaður í austur-þýska kommúnistaflokkn- um, skipaður aðstoðarvarnarmála- ráðherra árið 1957 og á árunum 1976—79 var hann aðstoðaryfir- maður herja Varsjárbandalags- ríkjanna. Kessler hefur einnig verið yfirmaður stjórnmáladeildar austur-þýska „alþýðuhersins" eins og hann heitir austur þar. Vantar þig kassabindivél? eða bönd Plasl.os liF Bíldshöfða 10. 91-82655/671900. Ókeypis rútu- ferð - meira pláss í vélinni A fimmtudögum og iaugar- dögum býöst farþegum Arnar- flugs ókeypis rútuferð frá flug- velli á hótelin: Pulltzer, Vlctoria Apollo, Owl, Novhotel og á Crest hótelin: Rembrandt, Carlton, Schlller, Doelen og Car- ansa. Nú höfum vlð faekkað sætum í véllnnl svo farþegar hafa melra pláss. Verslunaiboigin Amsterdam - þar sem tískufötin fást ARNARFLUG Utgmúia 7. tlmi 84477 Jafnvel þeim sem hata aö versla finnst það þolanlegt í Amsterdam. Fyrir þá sem hafa gaman af því er þetta sannkölluð draumaborg. í Amsterdam eru mörg versl- unarhverfi og hvert þeirra hefur sinn sjarma. Þau liggja hins vegar nokkuð þétt sam- an og það er nóg af litlum krám og kaffihúsum til að hvíla sig á, þannig að leið- angurinn verður ekki þreyt- andi. Frægasta verslunarhverfið er í miðborginni, milli Nieu- wendijk og Rembrandt-torgs. Þar er meðal annars Kalver- straat sem er Ifklega vinsæl- asta göngugata í Amster- dam enda er þar verslun í nánast hverju húsi. í Kalverstraat og raunar líka við Nieuwendijk er hver tískuverslunin við aðra og þar er nýjasti tískufatnaður- Inn í boði á mjög hagstæðu verði. Við P.C. Hooftstraat eru dýrari verslanir en þar eru líka vörur frá frægustu og fínustu tískuhúsum heims- ins. í verslunarhverfunum eru til stórar verslunarhallir en langmest er þó um minni sérverslanir sem se[ja allt milli himins og jarðar. í Amster- dam eru líka margir stór- skemmtilegir markaðir sem versla með allt frá pottum og pönnum upp í dýrmætar antikvörur. Svo má auðvitað ekki gleyma því að fríhöfnin á Schiphol er sú ódýrasta í heimi og hefur á boðstólum yfir 50.000 vörutegundir. Athugið að Arnarflug getur útvegað bæði fyrsta flokks hótel og bílaleigubíla á miklu lægra verði en einstakl- ingar geta fengið. Nánari upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum og á söluskrifstofu Arnarflugs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.