Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
37
Svíþjóð:
Reginhneyksli í
kjötiðnaðinum
Katta- og hundamaturinn reynd-
ist vera af köttum og hundum
Stokkhólmi, 4. desember. Frá Erik Liden, fréttaritara Morpinbladsins.
UPPVÍST hefur orðið um heilmikið hneyksli í kjötiðnaðinum í Svíþjóð, hjá
þeim fyrirtækjum, sem framleiða hunda- og kattamat. Komið hefur í Ijós,
aö það, sem þessi dýr leggja sér helst til munns, er að stórum hluta kjöt
af föllnum félögum þeirra.
Það var neytendamál sænska
ríkisútvarpsins, sem upplýsti að
þegar kjöt skorti til vinnslunnar
hjá fyrirtækjunum var ekki skirrst
við að nota hræ af köttum og
hundum, sem höfðu verið aflífaðir
eða jafnvel fundist sjálfdauðir.
Þetta hráefni fengu fyrirtækin
fyrir lítið verð og hafa því grætt
á því milljónir s.kr. á liðnum árum.
í gær var fyrirtækjunum bannað
að taka við dauðum dýrum og
framvegis verður fylgst með því,
að aðeins viðurkennt kjöt af slát-
urdýrum verði notað við fram-
leiðsluna.
Sænskir hunda- og kattavinir
eru að sjálfsögðu ævareiðir yfir
þessari forsmán og finnst þeim
hryllilegt til þess að hugsa, að
hundurinn eða kötturinn þeirra
hafi e.t.v. étið fyrrverandi heimil-
isvin fjölskyldunnar.
5% afsláttur til 10. desember
Skólavörðustíg 6.
Union
Carbide
greiðir
bætur
Danbury, Connecticut, 4. desember. AP.
UNION Carbide hefur ákveðið
að greiða starfsmönnum verk-
smiðju sinnar í Bhopal á Ind-
landi skaðabætur vegna lokunar
verksmiðjunnar.
Alls nema skaðabæturnar,
sem starfsmönnunum verða
greiddar, um einni milljón doll-
ara, eða 40 milljónum íslenzkra
króna. Starfsmennirnir fyrr-
verandi eru 672.
Samkomulag tókst í gær
milli stéttarfélags starfsmann-
anna og Union Carbide um
skaðabótagreiðslurnar. í stað-
inn hætta starfsmennirnir öll-
um málaferlum á hendur fyrir-
tækinu, yfirgefa verksmiðju-
lóðina og efna ekki til neinna'
mótmæla gegn fyrirtækinu.
Áður hafði Union Carbide
greitt starfsmönnunum rúma
milljón dollara sem laun á
tímabilinu frá því gasleki varð
í verksmiðjunni 3. desember í
fyrra og þar til 11. júlí að verk-
smiðjunni var lokað.
Það slys varð í verksmiðju
Union Carbide í Bhopal í fyrra
að eiturgas slapp út í andrúms-
loftið og varð á þriðja þúsund
manns að bana.
Chile:
Sprengjutil-
ræðum fer
fjölgandi
Santiago, Chile. 4. desember. AP.
19 SPRENGJUR hafa sprungid í
Chile í vikunni og hefur einn maður
látið lífið en 9 slasast.
Tuttugu og fimm ára gamall
járnbrautastarfsmaður lét lífið er
sprengja sprakk undir járnbraut-
arteinum um 1900 km norðvestur
af Santiago. Atburðurinn varð er
járnbrautaverkamenn voru að
kanna járnbrautarteinana og urðu
þrír þeirra fyrir meiðslum.
Að sögn lögreglunnar sprungu
14 sprengjur í Santiago á mánu-
dagskvöld. í sprengingunum slös-
uðust sex manns og töluverðar
skemmdir urðu á mannvirkjum og
farartækjum. Þjóðernishreyfing
Manuels Rodriguez og Borgar-
skæruliðahópur vinstrisinna hafa
lýst ábyrgð á hendur sér af um 70
sprengingum sem orðið hafa í
Chile á undanförnum vikum.
Gjöfin sem
Toshiba örbylgjuofnarnir eru
með fullkominni bylgjudreifingu
Deltawave, sem er einkaleyfis-
vernduð. Rafknúinn
snúningsdiskur tryggir besta
árangur. Þú getur valið milli
5 gerða heimilisofna. Fullkomin
þjónusta.
DEUAWAVE
TOSHIBA
Pu
getur ekki
gefidfj
gagnlegrí gjöf
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI 16995
Með Toshiba
örbylgjuofni
sparar
þú minnst
60% af raf-
magnsnotkun við matseld, þú
sparar uppþvott, þú nýtir alla
matarafganga miklu betur og
lækkar þannig matarútgjöld fjöl-
skyldunnar.
Og síðast en ekki síst, þú styttir
þann tíma sem áður fór í matseld,
niður í hér um bil ekki neitt.
Þér er
boðið á matreiðslunámskeið
hjá Dröfn Farestveit án
endurgjalds, þar sem þú færð
íslenskan bækling með matar-
uppskriftum.
Litprentuð 192 bls.
matreiðslubók fylgireinnig.
Allar leiðbeiningar á íslensku.