Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
49
Veit S.Þ. hvaða tollar og gjöld
eru lögð á svínafóður?
Veit S.Þ. hvað af þessu fé renn-
ur til styrktar sauðfjárbúskap á
einn eða annan hátt?
Veit S.Þ. að svínakjöt er mun
matmeira en t.d. kindakjöt?
Veit S.Þ. ekki að svínakjöt er
öndvegis matur? Svínakjöt er nú
sem fyrr talið sjálfsögð fæða á
stórhátíðum.
Veit S.Þ. ekki að þessi búgrein
er einna vandmeðförnust allra
búgreina?
Veit S.Þ. að orðið sýr merkir
gylta, og beygist þannig: sýr - sú
- sú - sýr, og í fleirtölu sýr - sýr
- súm - súa.
Veit S.Þ. að Þorkell hét maður;
hann var kallaður skerauki; hann
bjó í Súrnadal i Noregi, og var
hersir að nafnbót. Hann átti sér
konu, er ísgerður hét, og sonu þrjá
barna, hét einn Ari, annar Gísli,
þriðji Þorbjörn.
Veit S.Þ. að þetta er hluti upp-
hafs Gísla sögu Súrssonar?
Veit S.Þ. að æviferli jarðar og
þróun lífsins skiptast í fjölmörg
þróunarstig?
Veit S.Þ. að flestar megingerðir
klaufdýra komu framá eósen og
fyrri hluta ólígósen? Ekki eru öll
klaufdýr jafnframt jórturdýr —
til dæmis svínið, sem ekki hefur
breytzt mikið síöan á ólígósen.
Veit S.Þ. að umrætt tímabil var
fyrir 37,5 milljónum ára?
Veit S.Þ. að elztu ótvíræðu full-
trúar mannættarinnar komu fram
á sjónvarsviðið fyrir að minnsta
kosti 3 milljónum ára? í þeirra
hópi eru Hæfimaður og Suðurapi,
en síðar kom til sögunnar Reis-
maðurinn, sem er forveri Neander-
dalsmannsins og nútímamannsins.
Veit S.Þ. að nútímamaðurinn
hefur að líkindum þróast út frá
Reismanni fyrir 500.000 til 100.000
árum?
Veit S.Þ. að deilitegund sú, er
við tilheyrum, Homo sapiens sapi-
ens átti heima í Afríku, Evrópu
og Asíu fyrir um 40.000 árum síðan
og breiddist þá út til N-Ameríku
og Ástralíu?
Veit S.Þ. að svínið er hvorki
meira né minna en 37 milljón árum
eldra en maðurinn?
Veit S.Þ. nokkurn skapaðan hlut
um þá göfugu skepnu svínið? Svar-
ið við því er því miður: NEI.
GnyÖja mundu grísir ...
í 15. kap. Ragnars sögu loð-
brókar segir frá því er Ragnar hélt
skipum sínum til Englands og
barðist við Ellu konung. Klæði
nokkurt sérlegrar náttúru hafði
hann fyrir brynju, en á það beit
ekkert. En bardaga lauk svo að
allt lið Ragnars féll, en að honum
voru bornir skildir og svo hand-
tekinn. Var honum kastað í orma-
garð og skyldi hann sitja þar mjög
lengi.
„... ok ef hann mælir nakkvat
þat, er vér megim skilja, at hann
sé Ragnarr, þá skal hann í brott
taka sem skjótast," mælti Ella
konungur.
Nú var honum þangat fylgt, ok
hann sitr þar mjök lengi, svo at
hvergi festast ormar við hann.
Þá mæltu menn: „Þessi maðr er
mikill fyrir sér; hann bitu eigi
vápn í dag, en nú granda honum
eigi ormar."
Þá mælti Ella konungur, at hann
væri flettr af klæði því, er hann
hafði yzt, ok nú var svá gert, ok
hengu ormar öllum megin á hon-
um.
Þá mælti Ragnarr: „Gnyðja
mundu nú grísir, ef þeir vissi, hvat
inn gamli þyldi."
Ok þótt hann mælti slíkt, þá
vissu þeir eigi at gerr, at Ragnarr
væri þat heldr en annar konung-
ur.“
Kvað Ragnar þá vísur tvær og
er þessi hin seinni:
„Gnyðja mundu grísir,
ef galtar hag vissi,
mér er gnótt at grandi,
grafa inn rönum sínum
ok harðliga hváta,
hafa mik sogit, ormar;
nú munk nár af bragði
ok nærdýrumdeyja."
Nú lætr hann líf sitt, ok er færðr
á brott þaðan. En Ella konungr
þykkist vita, at Ragnarr hefir líf
sitt látit. Nú hyggr hann fyrir sér
hvé hann skyldi þess verða varr
eða með þeim fara, at hann mætti
halda ríki sínu eða vita, hvé þeim
brygði við sonum Ragnars, er þeir
spyrja."
Tilvitnun útlögö.
Því að vitna i Ragnars sögu
loðbrókar? Ástæðan er sú að hér
má lesa úr líkingunni hinnar
seinni vísu „Gnyðja myndu grísir,
ef galtar hag vissi“. Þar er um að
ræða vísan til sona Ragnars og
hvernig þeim muni við bregða, er
faðir þeirra er svo svívirðilega
aflífaður.
Víst er að tilfinningalíf dýranna
er engu ómerkilegra en mannanna.
Gyltan hefur ást á afkvæmum
sínum og móðurástin er slík, að
sérhver kona má þykjast fullsæmd
af aðgera jafn vel.
HeimboÖ
Það er sorglegt er fólk finnur
hjá sér hvöt til að afhjúpa svo
fákunnáttu sína og fordóma, sem
Sigrún Þorsteinsdóttir hefur gert.
Vonandi kynnir hún sér betur
skólalærdóminn áður en hún þeys-
ir inn á ritvöllinn svo illa búin
vopnum, sem raun er á orðin.
Það er ósk mín, að Sigrún Þor-
steinsdóttir taki upp aðra og betri
siðu en að níða niður mállausar
skepnur og koma inn ranghug-
myndum hjá fólki um eðli og nátt-
úru dýra.
Henni er hjartanlega velkomið
að sækja heim svínabúið að Hamri,
Mosfellssveit. Þar skal hún fá að
vera viðstödd got og sjá litlu krílin
koma í heiminn. Hún mun snúa
heim — vísari eftir en áður.
Höfundur er bústjóri að Grísabóli,
srínabúi í Mosfellssreit.
Stykkishólmur:
Sala muna og
jólakorta til
styrktar bygg-
ingu kirkju
Stvkkishólmi. 29. nóvembor.
KIRKJUBYGGINGUNNI í Stykkis-
hólmi miðar áfram jafnt og þétt.
Fjármögnun meðal bæjarbúa hefir
verið talsverð og fólk hefir hjálpast
að. Samskotalistar hafa gengið um
og bátarnir hafa gefið afla og fisk-
vinnslustöðvar og sjómenn og
starfsfólk vinnu sína.
Fallegir plattar hafa verið gefn-
ir út til styrktar byggingunni. Eru
þeir tveir, annar af gömlu kirkj-
unni okkar sem nú er meira en 100
ára gömul. Hún fer vel á mynd og
okkur þykir vænt um hana eftir
alla hennar góðu þjónustu. Eru
þessir plattar seldir hér í verslun-
unum og einnig má panta þar hjá
Bjarna Lárentsinussyni formanni
sóknarnefndar, sími 8219. Er
gaman fyrir velunnara kirkjunnar
og burtflutta að hafa þessa góðu
myndir í hibýlum sínum.
Þá er verið að hefja sölu á jóla-
kortum sem eru með mynd af lík-
ani hinnar nýju og fyrirhugðu
kirkju. Verður senn gengið með
þessi kort í húsin til sölu.
Árni.
Rafbúð Sambandsins tryggir örugga þjónustu
cluknB cllt
Fjárfesting í framtíðar öryggi
í nútíma eldhús þarf nútíma búnað. Stílhreinan,
hagkvæman, ódýran í rekstri og öruggan. Kaup á
heimilistækjum er fjárfesting í framtíðar öryggi.
Bauknecht kæliskápar eru háþróuð þýsk gæða-
vara, þrautreynd á íslenskum markaði og rómaðir
fyrir ótrúlega lága bilanatíðni. Þess vegna sjást
Bauknecht kæliskápar sára sjaldan á verkstæði
Rafbúðarinnar.
Bauknecht leiðir rannsóknir og framfarir í fram-
leiðslu heimilistækja, þess vegna eru Bauknecht
kæliskápamir bæði öruggir í rekstri og ótrúlega
ódýrir.
Ef þú kaupir Bauknecht þarftu ekki að spyrja um
sjálfsagða hluti eins og sjálvirka afþíðingu, eða
gúmmílista með segulþynnum því tækninýjungar
eru sjálfsagður hlutur hjá Bauknecht.
Við höfum oft sagt að þú keyptir
Bauknecht gæðanna vegna
og getum hæglega bætt við að ekki sé
það síður verðsins vegna.
Verd frá kr. 21.149
Tæknilegar upplýsingar
Gerö: PD 2614 Gerö: SD 2304 Gerð: PD 3014
Hæð: 142 cm. Haeð: 140 cm. Haeð 160 cm.
Breidd: 55 cm. Breidd: 55 cm. Breidd 59.5 cm
Dýpt: 60 cm. Dýpt: 58.5 cm. Dýpt: 60 cm.
Við spjöllum saman um
útborgun og greiðsluskilmála
— og komumst örugglega að samkomulagi.
^ SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910-81266
3
8
S