Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 53 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Góðan daginn! Ég vil láta í ljós ánægju mína á þeirri nýbreytni að hafa stjörnuspekiþátt í stað stjörnu- spárinnar. Hvað er það helsta sem þú getur sagt mér um Vogina, nánar tiltekið fd. 3.10. ’67 kl. 20.45 í Reykjavík, t.d. um við- mót til annarra, persónuein- kenni, hæfileika, galla, um manninn minn og ástalíf og hvernig ég megi nýta kosti mína betur o.s.frv. Að lokum, hvað kostar að fá stjörnukort?" Svar: Þú ert með sól og tungl í Vog, Merkúr í í Sporðdreka, Venus í Meyju, Mars í Bogmanni og Krabba rísandi. Persónueinkenni Þú ert Vog og því í grunnatrið- um félagslynd, ljúf og vin- gjarnleg. Þú vilt ná til sem flestra og reynir því að setja þig í spor náungans, ert tillits- söm. Þú ert listræn og vilt hafa fallegt í kringum þig. Þér er illa við ljótleika og deilur. Þú hefur sterka réttlætiskennd. Vegna Satúrnusar hefur þú sterka ábyrgðarkennd og mikla skipulagshæfileika. í framkomu ert þú frekar hlé- dræg og átt til að vera feimin. Þú ert næm á umhverfið og annað fólk, ert umhyggjusöm, vilt hjálpa öðrum og vernda. Þú ert innhverf í hugsun, flíkar ekki hugmyndum þínum. Þú átt auðvelt með að kryfja málin til mergjar, hefur m.a. rannsókn- ar- og sálfræðihæfileika. f starfi þarftu hreyfingu og töluvert frelsi. Kurteis Þú ert að öllu jöfnu þægileg og kurteis í viðmóti, ert hjálpsöm og vingjarnleg. Vegna Venusar í Meyju getur þú átt til að vera gagnrýnin á smáatriði í fari annarra. Óákveðin Veikleiki Vogarinnar er sá að vera um of tvfstígandi og óá- kveðin. Þú þarft að temja þér meiri ákveðni. Þú átt að varast að vera alltaf að þóknast öðr- um. Vogin slær oft af eigin kröfum til þess að halda friðinn eða af hræðslu við að særa aðra. Þú þarft því að varast að vera of tillitssöm. Ef þú ferð ekki þínu fram verður þú aldrei sjálfstæð. Bœld Vegna sterks Satúrnusar getur þú átt á hættu að bæla sjálfa þig niður. Vertu ekki alltaf svona alvarleg! Hættu að gera of miklar kröfur til sjálfrar þín. Ástamál Þar sem þú hefur töluverða þörf fyrir öryggi og gott heimili verður maður þinn að vera traustur. Hann þarf einnig að vera fágaður, kurteis og tillits- samur. Hcefileikar Hæfileikar þínir virðast við fyrstu sýn vera m.a. á félags- og uppeldissviði. Þú ættir að stefna að því að vinna með öðrum og þú þarft fjölbreytni, vissa hreyfingu og breytingar í starfi þínu. Þú hefur einnig hæfileika til skipulagningar, hefur sterka ábyrgðarkennd og gott formskyn. Vogir eru alltaf listrænar og hafa gott auga fyrir fegurð. Stjörnukort með skriflegri túlkun kostar 900 krónur. Skrifið bréf! og sendið inn fyrirspumir um stjörnuspeki og einstök stjörnukort. Best er að koma með ákveðenar spurningar og senda inn nákvæman fæðing- artíma. X-9 LJÓSKA SMÁFÓLK Kæra unnusta, af hverju Gerðu það fyrir mig að koma Kvöldmatur! Bara ekki þessa stundina. fórstu frá mér? aftur ... Umsjón: Guöm. Páll Arnarson Ungverjar hafa um langt árabil staðið framarlega í brids. Auk þess að eiga stóran hóp góðra spilara eiga þeir a.m.k. tvo heimsþekkta brids- höfunda, Daravas og Ottlik. En hvað um það. í spilinu hér að neðan sýnir ungverskur öldungur hæfni sína í úrspil- inu. Spilarinn heitir Rafael Cohen og dó í fyrra, 91 árs. Vestur ♦ DG965 VK762 ♦ 9742 ♦ - Norður ♦ Á ♦ DG104 ♦ ÁKG106 ♦ 742 Austur ♦ K732 V93 ♦ 83 ♦ G9865 Suður ♦ 1084 ▼ Á85 ♦ D5 ♦ ÁKD103 Vetrtur Noróur Austur Suóur — _ — 1 lauf Pass 1 tivtull Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 5 lauf Pass Pass 6lauf Pass Pass Vestur spilaði út spaða- drottningunni og Cohen sá að líklega hefði verið óhætt að fara i alslemmu. En hann var í hálfslemmu og ætlaði sér ekki að tapa henni. í öðrum slag spilaði hann litlu laufi úr blindum og lét þristinn duga heima!! Vestur og norður kipptust við, töldu víst að Cohen hefði tekið vitlaust spil og vestur bauð Cohen af höfðingslund sinni að taka spilið upp. Því þverneitaði Cohen, enda ætlaði hann sér að láta þristinn. Austur fékk á trompfimmuna og spilaði spaða, sem var stungið í borði og síðan var lauftíu svínað. Tólf slagir mættir, fimm á tromp, fimm á tígul og hálitaásarnir. Það þarf ekki að taka það fram að spilið er óvinnandi ef öðruvísi er farið í trompið. Umsjón Margeir Pétursson Um jx'ssar mundir eru 100 ár frá fæðingu júgóslavneska stórmeistarans Milans Vidmar. Þessi staða kom upp í skák hans við Englendinginn Yates á móti í London árið 1922. Vidmar hefur hvítt og á leik. 29. Rxf6+!! — Dxf6, 30. Hg6 - Df8, 31. Dg4 — Df7 (Ef 31. - Hxe3 þá 32. Hgxh6+ — gxh6, 33. Dg6+ o.s.frv.) 32. Dg5 — Kh8, 33. f6 — Dxd5, 34. Hxh6+ og Yates gafst upp, því hann eróverjandi mát.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.