Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 31

Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 31 Sonja Korkeala Katinka Korkeala Arshátíð Finnlands- vinafélagsins Finnlandsvinafélagið Suomi heldur árshátíð sína í Norræna húsinu fóstudaginn 6. desember klukkan 20.30. Helstu dagskrárliðir eru þeir, að Anders Jakob Huldén, sendi- herra Finnlands, heldur ræðu, Anna Júlíana Sveinsdóttir óperusöngkona syngur við undir- leik Jónasar Ingimundarsonar og tvíburasysturnar Sonja og Katinka Korkeala leika á fiðlur. Þær eru að ljúka námi við Síbel- íusarakademíuna í Helsingfors og hafa unnið til verðlauna m.a. í alþjóðlegri tónlistarkeppni í Prag á sl. vori, þó að ekki séu þær nema sextán ára. Að lokinni dagskrá verður sameiginlegur kvöldverður. Nýr varnarmálaráðherra Berlín, Austur-Þýskalandi, 3. desember. AP. HEINZ Kessler, hershöfðingi, hefur verið skipaður varnarmálaráðherra Austur-Þýskalands og eftirmaður Heinz Hoffmanns, sem lést sl. mánudag. Heinz Kessler tók þátt í innrás Þjóðverja í Sovétríkin árið 1941 en flýði yfir til Sovétmanna og barðist með þeim allt til stríðsloka. Eftir stríð varð hann áhrifamaður í austur-þýska kommúnistaflokkn- um, skipaður aðstoðarvarnarmála- ráðherra árið 1957 og á árunum 1976—79 var hann aðstoðaryfir- maður herja Varsjárbandalags- ríkjanna. Kessler hefur einnig verið yfirmaður stjórnmáladeildar austur-þýska „alþýðuhersins" eins og hann heitir austur þar. Vantar þig kassabindivél? eða bönd Plasl.os liF Bíldshöfða 10. 91-82655/671900. Ókeypis rútu- ferð - meira pláss í vélinni A fimmtudögum og iaugar- dögum býöst farþegum Arnar- flugs ókeypis rútuferð frá flug- velli á hótelin: Pulltzer, Vlctoria Apollo, Owl, Novhotel og á Crest hótelin: Rembrandt, Carlton, Schlller, Doelen og Car- ansa. Nú höfum vlð faekkað sætum í véllnnl svo farþegar hafa melra pláss. Verslunaiboigin Amsterdam - þar sem tískufötin fást ARNARFLUG Utgmúia 7. tlmi 84477 Jafnvel þeim sem hata aö versla finnst það þolanlegt í Amsterdam. Fyrir þá sem hafa gaman af því er þetta sannkölluð draumaborg. í Amsterdam eru mörg versl- unarhverfi og hvert þeirra hefur sinn sjarma. Þau liggja hins vegar nokkuð þétt sam- an og það er nóg af litlum krám og kaffihúsum til að hvíla sig á, þannig að leið- angurinn verður ekki þreyt- andi. Frægasta verslunarhverfið er í miðborginni, milli Nieu- wendijk og Rembrandt-torgs. Þar er meðal annars Kalver- straat sem er Ifklega vinsæl- asta göngugata í Amster- dam enda er þar verslun í nánast hverju húsi. í Kalverstraat og raunar líka við Nieuwendijk er hver tískuverslunin við aðra og þar er nýjasti tískufatnaður- Inn í boði á mjög hagstæðu verði. Við P.C. Hooftstraat eru dýrari verslanir en þar eru líka vörur frá frægustu og fínustu tískuhúsum heims- ins. í verslunarhverfunum eru til stórar verslunarhallir en langmest er þó um minni sérverslanir sem se[ja allt milli himins og jarðar. í Amster- dam eru líka margir stór- skemmtilegir markaðir sem versla með allt frá pottum og pönnum upp í dýrmætar antikvörur. Svo má auðvitað ekki gleyma því að fríhöfnin á Schiphol er sú ódýrasta í heimi og hefur á boðstólum yfir 50.000 vörutegundir. Athugið að Arnarflug getur útvegað bæði fyrsta flokks hótel og bílaleigubíla á miklu lægra verði en einstakl- ingar geta fengið. Nánari upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum og á söluskrifstofu Arnarflugs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.