Morgunblaðið - 04.01.1986, Page 1

Morgunblaðið - 04.01.1986, Page 1
40SIÐUR STOFNAÐ 1913 2. tbi. 73. árg. LAUGARDAGUR 4. JANUAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sýrlendingar víg- búast gegn ísraelum Fengu 250 nýtízku skriðdreka frá Sovétríkjunum í síðustu viku Tel Avir, 3. janúar. AP. YITZHAK Shamir, utanríkisráö- herra ísraels, hvatti í dag til auk- inna hernaöaradgerða gegn sívax- andi árásum skæruliöa á byggðir Israela í norðri, sem ættu sér staö að undirlagi Sýrlendinga. „Viö erum nú stödd á miklum hættutíma," sagði Shamir og bætti við. „Ég vona, aö ísraelski herinn eigi eftir aö geta tryggt því fólki friö, sem býr í Galfleu.“ David Levy aðstoöarforsætis- ráðherra, sem einnig er í Likud- bandalaginu svonefnda, lagði til, Samskipti Sovét- ríkjanna og Kína hafa ekki batnað Pekine, 3.janú«r. AP. SAMSKIPTI Sovétríkjanna og Kína hafa ekki batnaö að undanförnu þrátt fyrir mikla viöleitni í þá átt. Skýröi Qian Qichen, aðstoðarutan- ríkisráðherra Kína, frá þessu í blaðaviðtali í dag, en hann hefur veriö formaður kínversku sendi- nefndarinnar í þessum viöræðum. Sagöi hann, að stuðningur Sovét- manna við hernám Víetnama í Kambódíu, herseta Sovétmanna í Afganistan og mikill liðsafnaður þeirra meðfram kínversku landa- mærunum, væru helztu hindranirn- ar í vegi fyrir bættri sambúð ríkj- anna. Talið er líklegt, að Qichen verði næsti utanríkisráðherra Kína. Hann tók það fram, að Kínverjar hefðu lagt sig fram við að bæta sambúðina við Sovétmenn, en þeir hefðu hins vegar undir margs konar yfirskini ekkert gert til þess að ryðja úr vegi hindrunum fyrir því, að svo mætti verða. „Svo virð- ist sem Sovétmenn séu haldnir þeim misskilningi, að þeir geti smeygt sér framhjá þessum hindr- unum eða að þær muni hverfa af sjálfu sér,“ sagði Qichen. Hér væri samt um grundvallar- atriði að ræða, sem snertu öryggi Kína og réttlæti í samskiptum milli þjóða. Þar myndu Kínverjar því „ekki hvika" frá afstöðu sinni. Qian Quichen lagði jafnframt áherzlu á óháða stefnu Kínverja í utanríkismálum og að þeir myndu áfram taka afstöðu með þjóðum þriðja heimsins en hvorugu risa- veldanna. Sovétríkin létu Kína í té mikla efnahagsaðstoð, eftir að kommún- istar komust þar til valda 1949, en gagnkvæm tortryggni og hug- myndafræðilegur ágreiningur varð til þess, að næstum slitnaði upp úr samskiptum þjóðanna árið 1960. Sambúð ríkjanna skánaöi nokkuð 1982, enda þótt vinsamleg samskipti hafi ekki komizt á, miðað við það sem eitt sinn var. að Israelar kæmu upp breiðara öryggisbelti í Suður-Libanon og að herinn þar, sem skipaður er að mestu kristnum mönnum, yrði efldur. í þessum her eru um 2.000 manns, sem hafa einkum verið þjálfaðir af f sraelum. Blað eitt í Kuwait skýrði svo frá í dag, að Sýrlendingar hefðu nýlega fengið 250 skriðdreka af gerðinni T-80 frá Sovétríkjunum. Er því haldið fram, að þessir skrið- drekar séu betri og öflugri en skriðdrekar fsraela. „Sýrland er eina vinaland Sovétríkjanna, sem hefur fengið þessa gerð af nýtízku T-80-skriðdrekum, er flest af lönd- um Varsjárbandalagsins hafa ekki fengið enn,“ sagði blaðið, sem heitir Al-Rai Al-Am, en það kvaðst hafa frétt sína eftir áreiðanlegum heimildum á meðal sendistarfs- manna frá Austur-Evrópu í Dam- askus. Samkvæmt frásögn blaðsins komu skriðdrekarnir til Sýrlands í síðustu viku. Undanfarna daga er talið að um 100 þeirra hafi verið komið fyrir í skotstöðu á fram- varðastöðum Sýrlendinga and- spænis Golanhæðum, sem ísraelar hafa á valdi sínu. Þessir nýju skriðdrekar koma til viðbótar um 400 skriðdrekum Sýr- lendinga af gerðinni T-72, sem þegar hafa tekið sér stöðu á áður- greindu svæði. Markmið ítölsku stjórnarinnar: Iklóm tígrisdýrs (AP/Símamynd) Tígrisdýr frá Síberíu gerði sér lítið fyrir og réðst á sýningarstúlkuna Christu Daniel í gær. Gerðist þetta í dýragarði í Toronto í Kanada er sérstök myndataka stóö þar yfir. Dýratemjarinn, Jim Dillon, brást snöggur við og tókst honum að hrekja dýrið burt. Atvikið stóð aðeins í nokkrar sekúndur og sem betur fer slapp Daniel alveg ómeidd. Tígrisdýrið, sem ber heitið Taz, vegur 400 kg og er bæði eldsnöggt í hreyfingum og rammt að afli. Alþjóðleg handtöku- heímild yfir Abu Nidal .januar. ÍTALSKA dómsmálaráðuneytið vinnur nú aö því að fá alþjóðlega handtökuhcimild gagnvart Abu Nidal, foringja PLO í Líbýu, í kjöl- far hinna blóði drifnu ógnarat- burða á flugvöllunum í Róm og Nicaragua: Kaþólsku útvarps- stöðinni var lokað Mmnagua, 3. janúar. AP. VINSTRI stjórn sandinista í Nic- aragua lét í dag loka hinni opin- beru útvarpsstöð rómversk- kaþólsku kirkjunnar í landinu, sökum þess að stöðin hafði ekki útvarpað áramótaávarpi Daniels Ortega, forseta landsins. Bismarck Carballo, yfirmaður stöðvarinnar, sagði í dag, að ávarpinu hefði ekki verið útvarp- að sökum mistaka tæknimanna. Sagði hann, að viðurlögin vegna þessa atviks væru ekki í neinu samræmi við það, sem gerzt hefði, þar sem mistökin hefðu verið tæknileg og ekki átt sér stað af ásettu ráði. í áramótaboðskap sínum réðst Ortega harkalega á Bandaríkin og sagði, að á árinu 1986 yrði barizt í Nicaragua með öllum mögulegum vopnum gegn innrás Bandaríkjamanna. „Heims- valdasinnar munu á árinu reiða okkur högg bæði hernaðarlega og efnahagslega í því skyni að eyðileggja byltingu okkar,“ sagði Ortega. Vín í síðustu viku, þar sem 16 manns biðu bana og yfír 70 særð- ust. Talið er víst, að þeir, sem þessi hryðjuverk frömdu, hafi til- heyrt skæruliöahópi Nidals og hafí hann skipulagt hryðjuverkin. Haft var eftir Giovanni Spad- olini, varnarmálaráðherra Ítalíu í dag, að ítalska stjórnin hefði einróma fordæmt afstöðu Líbýu og þá einkum hótanir Khadafys, leiðtoga landsins um að halda uppi stíðsaðgerðum á Miðjarðar- hafi og Austurlöndum nær, ef eitthvert ríki grípur til hernaðar- ráðstafana gegn Líbýu. Bandaríska flugmóðurskipið Coral Sea hélt frá Napólí í morg- un ás'amt öflugri flotadeild. Ekki var skýrt frá því, hvert för skip- anna væri heitið. John Marchi, talsmaður bandaríska flotans í Napóli, neitaði því í dag, að nokkrar hernaðaraðgerðir gegn Líbýu væru yfirvofandi. Er Reagan Bandaríkjaforseti var spurður að því i Mexíkó í dag, þar sem hann átti viðræður við de la Madrid forseta, hvort Bandaríkjastjórn hygðist grípa til einhverra aðgerða gegn Líbýu- mönnum, svaraði forsetinn: „Ég veit alls ekki til þess, að við séum að gera neitt óvenjulegt." Hins vegar var haft eftir áreið- anlegum heimildum í bandariska varnarmálaráðuneytinu, að æðstu menn öryggismála, eins og Caspar Weinberger varnarmála- ráðherra, hefðu fengið tilmæli um að vera því viðbúnir að koma saman á skyndifund með forset- anum í Hvíta húsinu á morgun, laugardag. Þá var það haft eftir heimild- um í bandariska utanríkisráðu- neytinu, að þar gerðu menn sér grein fyrir því, að lítið eða ekkert væri unnt að gera til aðstoðar þeim Bandaríkjamönnum, sem búsettir eru í Líbýu, ef spennan nú ætti enn eftir að vaxa og leiða til harkalegra aðgerða gegn bandarískum þegnum þar í landi. Um 1.000-1.500 Bandaríkjamenn eru nú búsettir í Líbýu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.