Morgunblaðið - 04.01.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986
ÚTVARP/SJÓNVARP
Isíðustu grein minni minntist ég
á kveðjuhátíð sjónvarpsins á
gamlárskveld. Þeir útvarpsmenn
bættu um betur og fögnuðu ’86
með dagskrá er nefndist: „Nýárs-
gleði ríkisútvarpsins — Fólk úr
öllum landsfjórðungum leggur til
efni í mæltu máli, söng og hljóð-
færaleik. Einar Kristjánsson teng-
ir saman dagskrána." Þessi sér-
stæða nýársgleði Ríkisútvarpsins
var á dagskrá milli klukkan 14:30
og 15:35 á nýársdag, nánar til tekið
á rás 1. Eins og fyrr sagði lagði
fólk úr öllum landshlutum til efni
í dagskrána en „útvarpsstjórar"
landshlutaútvarpsstöðvanna
stýrðu í raun dagskránni: Finnbogi
Hermannsson fyrir hönd Vestfirð-
inga, Jónas Jónasson stýrði dag-
skrá þeirra Norðlendinga, Inga
Rósa var á sínum stað á Aust-
fjörðum og Þorlákur Helgason
stóð við míkrófóninn á Suðurland-
sundirlendinu. Ég sé ekki ástæðu
til að lýsa þessari áramótagleði
náið en þar bar mest á glaðsinna
kveðskap, tónlist og annálum. Þó
vöktu tvö atriði dagskrárinnar sér-
stakan áhuga minn. í fyrsta lagi
er annálaritari þeirra Vestfirðinga
upplýsti að ónefnt 5.000 manna
byggðarlag á Vestfjörðum hefði á
gengnu ári eytt 20 milljónum
króna á myndbandaleigum svæð-
isins . .. ætli myndbandaleigurnar
hafi ekki bara tekið að sér uppeldi
uppvaxandi kynslóðar Vestfirð-
inga og komi þar í staö skólans,
bætti annálaritarinn við sposkur.
í annan stað vakti framlag þeirra
Norðlendinga til Nýársgleðinnar
sérstaka athygli mína.
Framlag
RÚVAKSINS
Er Einar Kristjánsson „dagskrár-
tengir“ hringdi í Jónas Jónasson
RÚVAKSstjóra og innti hann
fregna af framlagi Norðlendinga
til Nýársgleðinnar upplýsti Jónas
að hann hefði falið ungum leikara
og tónlistarmanni á staðnum,
Pétri Eggerz, að annast nýársgleði
RÚVAKSINS: Ekki að spyrja að
stórhug Jónasar og þeirra Norð-
lendinga enda gerði Pétur sér lítið
fyrir og samdi smá leikþátt með
söngvum og lýsti þar heimkomu
Laufabrauðsdrottningarinnar
Líneyjar Laufkvist til Akureyrar.
Að sjálfsögðu var mikið um dýrðir
er Laufabrauðsdrottning alheims-
ins mætti að Laufási sinnar
heimabyggðar og var umsvifalaust
efnt til mikillar laufabrauðshátíð-
ar þar sem Líney Laufkvist skar út
laufabrauð vopnuð lúffum mikl-
um. Varð reyndar mikið uppistand
er Líney tók ofan lúffurnar en
samkvæmt samningi við lúffu-
framleiðandann var henni alger-
lega óheimilt að skera laufabrauð
í þeirri laufabrauðsheimsreisu er
fyrirhuguð var lúffulaus.
Hvernig vœri...
Hvernig væri nú kæru sjónvarps-
menn að gefa gaum að þessum
ágæta Nýársfagnaði landshluta-
útvarpsstöðvanna? Ég held til
dæmis að þáttur Líneyjar Lauf-
kvist hefði sómt sér prýðilega í
sjálfu Áramótaskaupinu. Persónu-
lega er ég þeirrar skoðunar að
landsmenn séu teknir að þreytast
á sumum eilífðarskemmtikröftum
höfuðborgarinnar og að ekki sé úr
vegi að storma yfir byggðir lands-
ins í leit að hæfileikafólki til
dæmis á sviði leiklistar og söngs.
Þekktir og gamalgrónir gaman-
leikarar og skemmtikraftar eru
ágætir í Skaupinu en í hófi. Ný og
óþekkt andlit mættu sjást við og
við á skerminum. Hver veit nema
hér verði breyting á þá hrafnar
setjast á burstir í sveitum lands-
ins?
Ólafur M.
Jóhannesson
Ár friðarins
■■■■ Umræðuþáttur
Uqq um ár hins al-
”“ þjóða friðar er
á dagskrá rásar 1 kl. 11.00
í dag. Umræðunum stýrir
Einar Kristjánsson. Eins
og kunnugt er hafa Sam-
einuðu þjóðirnar tileinkað
árið 1986 ár friðarins um
heim allan. í þættinum
verður hugtakið „friður"
reifað. Að hvers konar
friði ber að stefna og með
hvaða ráðum? Fjallað
verður um friðarhreyfing-
ar, hugmyndafræði og
aðferðir. Allir virðast
stefna að sama markinu,
friði, en með áherslu á ólík
málefni og aðferðir.
í þættinum í dag, sem
er í beinni útsendingu,
verður rætt við utanríkis-
ráðherra, Geir Hallgríms-
son, Ólaf Ragnar Gríms-
son, forseta alþjóðlegra
þingmannasamtaka um
frið og afvopnun, og full-
trúa þriggja friðarhreyf-
inga hérlendis, Samtaka
lækna gegn kjarnorkuvá,
Friðarhreyfingar ís-
lenskra kvenna og friðar-
hóps kirkjunnar.
„Tvöföld ótryggð“
—jólaleikrit rásar 1 endurtekið
iMMB Jólaleikrit rás-
OA00 ar ú ..Tvöföld
— ótryggð", verð-
ur endurtekið kl. 20.00 í
kvöld, en það er eftir Pi-
erre de Marivaux. Hann
er talinn meðal fremstu
leikskálda Frakka. Mariv-
aux var uppi á fyrri hluta
18. aldar og samdi mikinn
fjölda leikrita. Verk hans
náðu ekki verulegum vin-
sældum þegar þau komu
fram, en mörg þeirra hafa
staðið tímans tönn og eru
nú á tímum leikin mikið í
Frakklandi og víðar. Þó
að Marivaux styðjist jafn-
an við fyrirmyndir
klassískra gamanleikja
lýsir hann persónum sín-
um af hlífðarlausri skarp-
skyggni og með háði sem
minnir um margt á ýmsa
höfunda nútímans.
Leikritið segir frá til-
raunum aðalsmanns
nokkurs til að ná ástum
ungrar og fagurrar al-
þýðustúlku, Silvíu. Hún
ann hins vegar sveitapilt-
inum Arlequin, miklum
galgopa, og verða aðals-
maðurinn og aðstoðar-
menn hans að grípa til
útsmoginna klækja til að
snúa hug Silvíu.
Þórunn Magnea Magn-
úsdóttir þýddi leikritið og
Sveinn Einarsson er leik-
stjóri. Leikendur eru:
Kjartan Bjargmundsson,
Sigrún Edda Björnsdóttir,
Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir, Jóhann Sigurðar-
son, Arnór Benónýsson,
Kristján Franklín Magnús
og Ragnheiður Steindórs-
dóttir. Tæknimenn eru
Friðrik Stefánsson og
Runólfur Þorláksson.
Rottan — bresk bíómynd frá 1965
■■■■ Breska bíó-
00 50 myndin „Rott-
— an“ frá árinu
1965 hefst í sjónvarpi kl.
22.50 í kvöld. Leikstjóri er
Brian Forbes og með aðal-
hlutverk fara George Seg-
al, Tom Courtenay, John
Millsog James Fox.
Myndin gerist í fanga-
búðum Japana í Singapore
í heimsstyrjöldinni. Þar
eru tíu þúsund stríðsfang-
ar í haldi. Einn þeirra,
bandarískur undirforingi,
hefur komið sér í mjúkinn
hjá fangavörðunum en er
ekki að sama skapi vinsæll
meðal fanganna.
Kvikmyndahandbókin
gefur myndinni hæstu
einkunn — fjórar stjörn-
ur. Þýðandi er Veturliði
Guðnason.
UTVARP
LAUGARDAGUR
4. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Tónleikar, þulur velur og
kynnir.
7.20 Morguntrimm.
7.30 Islenskir einsöngvarar og
kórar syngja.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
8.30 Lesið úr forystugreinum
dagblaðanna. Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
9.30 Öskalög sjúklinga. Helga
Þ. Stephensen kynnir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem Margrét Jónsdóttir flyt-
ur.
11.00 Ar hins alþjóðlega friðar.
Einar Kristjánsson stýrir
umraeðuþaetti.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
13.50 Hér og nú. Fréttaþáttur I
vikulokin.
15.00 íslensk tónlist. Sígurður
Einarsson kynnir tónlist af
fjórum nýjum hljómplötum
sem íslensk tónverkamið-
stöðin hefur gefið út I sam-
vinnu við Rlkisútvarpiö (slð-
ari hluti).
15.40 Fjölmiðlun vikunnar.
Margrét S. Björnsdóttir end-
urmenntunarstióri talar.
15.50 íslenskt mál. Jón Aðal-
steinn Jónsson flytur þáttinn.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Listagrip, þáttur um listir
og menningarmál. Umsjón:
Sigrún Björnsdóttir.
16.45 Landsleikur I körfuknatt-
leik. Island — Danmörk.
Samúel Örn Erlingsson lýsir
siðari hálfleik þjóöanna I
Keflavlk.
17.30 Frá óperutónleikum Is-
lensku hljómsveitarinnar i
janúar I fyrra. Stjórnandi:
MarcTardue.
Einsöngvarar: Jón Þorsteins-
son og Bruce Kramer.
„Halti púkinn", gamanópera
eftir Jean Francaix.
Asgeir Sigurgestsson kynnir
og ræöir einnig við Jón
Þorsteinsson.
19.35 Fréttabréf frá Slagviöru.
Þáttur I umsjá Þorsteins
Eggertssonar.
(Endurtekinn frá 29. f.m.)
20.00 Jólaleikrit útvarpsins:
„Tvöföld ótryggö" eftir
Pierre de Marivaux. Þýðandi:
Þórunn Magnea Magnús-
dóttir. Leikstjóri: Sveinn Ein-
arsson. Leikendur: Kjartan
Bjargmundsson, Sigrún
Edda Björnsdóttir, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Jó-
hann Sigurðarson, Arnór
Benónýsson, Kristján Frank-
lln Magnús og Ragnheiöur
Steindórsdóttir. Endurtekið
frá 29. desember sl.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Bréf úr hnattferð. Dóra
Stefánsdóttir segir frá.
22.50 Harmonlkuþáttur. Um-
sjón: Sigurður Alfonsson.
23.20 Danslög.
24.00 Fréttir.
00.05 Miðnæturtónleikar. Um-
sjón: Jón Örn Marinósson.
I
SJÓNVARP
i
Aston
14.45 Portsmouth
Villa
Bein útsending frá leik f
bresku bikarkeppninni.
17.00 Iþróttir
Umsjón Bjarni Felixson.
Hló
19.20 Nýr brúöumyndaflokkur
(Fraggle Rock)
Fyrsti þáttur. Brúöumynda-
flokkur eftir Jim Henson sem
gerði Prúðuleikarana.
Hola I vegg hjá gömlum
uppfinningamanni er inn-
gangur I furöuveröld þar sem
þrenns konar hulduverur
eiga heima. Þessir prúöuálf-
ar hafá ekki slöur orðið vin-
sælir en frændur þeirra
prúðuleikararnir.
LAUGARDAGUR
4. janúar
Þýðandi Guöni Kolbeinsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttirogveöur
20.30 Staupasteinn
(Cheers) Tólfti þáttur.
Bandarlskur gamanmynda-
flokkur. Þýðandi Guðni Kol-
beinsson.
21.00 Alfie
Bresk blómynd frá 1966.
Leikstjóri Lewis Gilbert.
Aöalhlutverk: Michael Caine,
Vivien Merchant, Shirley
Anne Field, Millicent Martin,
Jane Asher og Shelley Wint-
ers.
Kvennagullið Alfie töfrar
flestar konur, sem á vegi
hans verða, en kynnin veröa
oftast nokkuð endaslepp.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.50 Rottan
(King Rat) s/h. Bresk bló-
mynd frá 1965.
Leikstjóri Brian Forbes.
Aðalhlutverk: George Seag-
al, Tom Courtenay, John
Mills og James Fox.
Myndin gerist I fangabúðum
Japana I Singapore I heims-
styrjöldinni. Þar eru tlu þús-
und strlðsfangar I haldi. Einn
þeirra, bandariskur undirfor-
ingi, hefur komið sér í mjúk-
inn hjá fangavörðunum en
er ekki að sama skapi vin-
sæll meöal fanganna.
Þýöandi Veturliöi Guönason.
01.00 Dagskrárlok
01.00 Dagskrárlok.
Næturútvarp á Rás 2 til kl.
03.00.
LAUGARDAGUR
4. janúar
10.00—12.00 Morgunþáttur.
Stjórnandi: Siguröur Blöndal.
Hlé.
14.00—16.00 Laugardagur til
lukku.
Stjórnandi: Svavar Gests.
16.00—17.00 Listapopp.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
17.00—18.00 Hringborðiö.
Stjórnandi: Erna Arnardóttir.
Hlé.
20.00—21.00 Hjartsláttur.
Tónlist tengd myndlist og
myndlistarmönnum. Loka-
þáttur.
Stjórnandi: Kolbrún Hall-
dórsdóttir.
21.00—22.00 Dansrásin.
Stjórnandi: Hermann Ragnar
Stefánsson.
22.00—23.00 Bárujárn.
Stjórnandi: Sigurður Sverris-
son.
23.00—24.00 Svifflugur.
Stjórnandi: Hákon Slgurjóns-
son.
24.00—03.00 Næturvaktin.
Stjórnandi: Kristln Björg
Þorsteinsdóttir.