Morgunblaðið - 04.01.1986, Side 7

Morgunblaðið - 04.01.1986, Side 7
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986 7 Ótímabær áramótagleði Athugasemd til Morgunblaðsins frá Svavari Gestssyni Ótímabaer áramótagleði Morgun- blaðsins vegna ummæla minna í Þjóðlífi birtist í Morgunblaðinu í dag, föstudaginn 3. janúar. Ummæl- in eru birt en í inngangi fréttarinn- ar er þeim snúið á þann veg sem Morgunblaðinu þykir henta. Ég hef ekki lagt í vana minn að leiðrétta lygarnar í Morgunblaðinu; enda birtast þær í þeim mæli um mig og afstöðu mína að ég þyfti her manns í vinnu til þess eins að svara öllum þeim óhróðri. Hins vegar finnst mér tilefni til þess að svara Morgunblaðsgreininni í dag, aðeins fáeinum orðum. 1974 gerðu Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna sam- komulag um brottför hersins á fá- einum árum. Jafnframt var gert ráð fyrir því að í sland yrði engu að síður aðili að Atlantshafsbandalaginu. Þessa 12 ára gömlu frétt birti ég í Þjóðlífi, en hana þekkja allir sem fylgst hafa með stjórnmálum síð- ustu árin — nema blaðablaður Morgunblaðsins. í viðtalinu í Þjóð- lífi sagði ég ennfremur að samning- ur eins og sá sem gerður var milli flokkanna í mars 1974 gæti verið „einn af síöustu áföngunum" í her- stöðvamálinu. En ekki lokaáfangi — um það segi ég ekki neitt í viðtalinu þó að Morgunblaðið kjósi kjósi að gefa það í skyn í inngangi fréttar- innar og fyrirsögn. Markmið mitt og Alþýðubandalagsins og annarra herstöðvaandstæðinga er brottför hersins og úrsögn úr NATO — frið- lýst ísland. Og ég er þeirrar skoðun- ar að þannig væri öryggi lands og þjóðar betur borgið en í trylltu vígbúnaðarkapphlaupi stórveld- anna. Þess vegna verð ég að hryggja Morgunblaðið með því að afstaða mín er óbreytt í þessu efni — og sú er ein meginástæðan til þess að ég tek fram í nefndu viðtali að ég vilji marka skýra áfanga að því marki sem hefur hlotið baráttuheit- ið: ísland úr NATO — herinn burt. Áramótagleði Morgunblaðsins yfir ummælum mínum er því tilefn- islaus. 1974 var samið um brottför hers- ins á milli þriggja flokka eins og ég gat um. Þá hófst undirskriftasöfnun Varins lands þar sem stór hluti þjóðarinnar bað um varanlega her- setu hér á landi. Engin dæmi eru til um það önnur að smáþjóð hafi með þeim hætti beðið um hersetu. Þessi undirskriftasöfnun er að mínu mati smánarblettur. Vonandi auðn- ast að þurrka hann út. Það gerist þó eingöngu með því að markmið Alþýðubandalagsins í utanríkismál- um nái fram að ganga. Þannig yrði öryggi Islands líka best tryggt. Það þarf hins vegar varla að sæta tíðind- um að ég teldi það mikilvægan áfanga að reka herinn úr landinu. Kannski að Morgunblaðinu þyki það tíðindi og er það vissulega athyglis- verð heimild um það hvernig stærsta blað landsins kýs að skrifa „fréttir" sínar. Með hæfilegri virðingu, Svavar Gestsson, alþingismaöur. Aths. ritstj. Svavar Gestsson vísar hér til fréttar Morgunblaðsins, sem byggð er á viðtali hans við tímaritið Þjóð- líf. Þar segir: „í þessu sambandi nefnir Svavar að þessu takmarki (sem hann setur sér í öryggismálum innsk. Mbl.) sé hugsanlegt að ná í mörgum áföngum. Það þurfi að einangra herinn frá áhrifum í ís- lensku efnahagslífi og íslensku þjóð- Iífi. Einn af síðustu áföngunum gæti verið í líkingu við samning, sem ríkisstjórn Ólafs Jóhannesson- ar hafði fullbúinn, þegar hún lét af völdum 1974 um að ísland yrði áfram í NATO, sem yrði tryggð sér- staða hérlendis við sérstakar að- stæður." Það er ekki við Morgunblaðið að sakast, þótt Svavar Gestsson hrökkvi við þegar hann les þessi orð eftir honum höfð í Morgunblaðinu. INNLENT „Hillingar í sambandi við NT villtu mönnum sýn“ — segir Kristinn Finnbogason stjórnar- maður í blaðstjórn Tfmans „ÉG GERI mér grein fyrir að staða blaðsins hefur veikst á undanfiirnum árum hér í Reykjavík og það er eitt af verkcfnum okkar að breyta því aftur til batnaðar," sagði Kristinn Finnbogason, einn stjórnarmanna í blaðstjórn Tímans, sem aftur hóf göngu sína nú um áramótin, en Kristinn var um árabil framkvæmda- stjóri gamla Tímans. „Ég var aldrei mjög hrifinn af þessari Nútíma-tilraun og ég held að það sé nú svo, hvað sem sagt er um pólitísk blöð, að öll íslensk blöð séu meira og minna pólitísk. Misjafnlega mikið að vísu, en öll bera þau á sér sterkan svip af þeim pólitísku flokkum sem standa að Jteim. DV er þar ekki undanskiliö. Ég er og hef alltaf verið þeirrar skoðunar að Tíminn hefði átt að halda sínu striki og að þessar hill- ingar í sambandi við NT hafi villt mönnum sýn. Tíminn var gott blað og verður það vonandi áfram," sagði Kristinn Finnbogason. Fyrsta tölublað Tímans í hinum nýja búningi kom út í gær, föstu- dag, og vakti athygli önnur upp- setning efnis, nýtt letur og nýr blaðhaus. Níels Arni Lund, sem er Tímiiin ÍSTUnUMÁU. NITI LOOMI/Vtno _ _ M>MÚ> Duii~ FLUGMAÐURINN ERTAUNN AF WJ* Blaöhaus fyrsta tölublaðs Tímans í gær, en hann er allmikið frábrugðinn blaöhaus gamla Tímans. ritstjóri Tímans ásamt Helga Pét- urssyni, sagði í samtali viö Morgun- blaðið að það hefði þótt sjálfsagt að gera ákveðnar útlitsbreytingar og teikna nýjan blaðhaus við þetta tækifæri. Níels Árni sagði að frá því Tíminn hóf göngu sína 1916 hefði oft verið skipt um haus á blaðinu og hafi menn verið sam- mála um að gera það einnig nú, og það út af fyrir sig táknaði ekki neina sérstaka breytingu á blaðinu. Ekki hefur enn verið gengið endan- lega frá skipan í blaðstjórn, en búist var við að það yrði gert nú um helgina. Þróun inn- og útlána I98S Ibnaðar- Verzl- SPRON Útvegs- Lands- Búnaðar Sam- Alþýðu- bankinn banki banki banki banki vinnu banki banki V Innlán SS Úllán Mest innlánsaukning hjá einkabönkunum ÞRÓIJN inn- og útlána hjá viðskiptabönkunum og sparisjóðum var mjög misjöfn á nýliðnu ári. Innlán í Alþýðubankanum jukust mest, eða um 95%, og hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hækkuðu innlán um 55,6% og er það mesta aukning hjá sparisjóðum sem Morgunblaöinu er kunnugt um. Minnsta aukning útlána var hjá Útvegsbankanum, 13,9%, en útlán Alþýðubankans og Verzlunarbankans hækkuðu um 70%. Heildarinnlán í viðskiptabönk- unum námu í lok síðasta árs 31.655 milljónum króna og útlán 33.743 milljónum króna. Þessar tölur eru samkvæmt bráða- birgðayfirliti bankanna. Innlán Alþýðubankans hækk- uðu hlutfallslega mest, eins og áður segir. f byrjun síðasta árs námu innlán í bankanum 498 milljónum króna, en þau hækk- uðu upp í 973 milljónir króna. Útlán bankans hækkuðu um 70% og voru 1. janúar 385 milljónir króna - í árslok 653 milljónir króna. Samvinnubankinn bætti stöðu sína einnig. Aukning innlána var 61% og hækkuðu þau úr 1.599 milljónum krónum i 2.570 millj- ónir króna. Útlán jukust á sama tíma um 32% og voru í árslok 2.099 milljónir króna og höfðu hækkað um 513 milljónir. Hjá Búnaðarbankanum var aukning innlána 58% og útlána 40%. Innlán voru 2.590 milljón- um krónum hærri í lok ársins en í byrjun þess. Heildarinnlán námu 7.070 milljónum króna. Útlán bankans hækkuðu um 1.883 milljónir og voru 31. des- ember sl. 6.634 milljónir. Innlánaaukning í Iðnaðar- bankanum var 57,5% og útlánin jukust um 48,2%. Heildarútlán bankans í lok ársins námu 2.192 milljónum króna og borið saman við 1.535 milljónir 1. janúar sama ár. Innlán bankans voru hins vegar 2.832 milljónir og voru í ársbyrjun 1.798 milljónir. Verzlunarbankinn jók útlán um 70% og á móti hækkuðu innlán um 59%. Innlán bankans í byrjun síðasta árs námu 1.104 milljónum króna, en í lok ársins 1.758 milljónum. Útlán stóðu í 1.136 milljónum króna en voru í ársbyrjun 665 milljónir. Innlán Útvegsbankans hækk- uðu úr 2.583 milljónum króna í 3.761 milljón króna, eða um 45,6%. Útlán hækkuðu mun minna eða um 13,9%. Þau námu 3.721 milljón 1. janúar en í lok nýliðins árs 4.238 milljónum króná. Hækkun innlána var minnst hjá Landsbankanum, 37,8%. Innlán námu 12.691 milljón króna 31. desember á móti 9.211 milljón í byrjun árs. Útlán jukust um 24,7%, þau voru 13.469 1. janúar en hækkuðu í 16.791 millj- ón króna. Aukning innlána í sparisjóðum var mest hjá SPRON, 55,6%. Að öðru leyti hækkuðu innlán í ein- stökum sparisjóðum: Sparisjóður vélstjóra, 50,5%, Sparisjóður Keflavíkur, 48,6%, Sparisjóður Hafnarfjarðar, 43,11%, Spari- sjóður Kópavogs 42,3%. ARAMOTA- SPILAKVÖLD VARÐAR Landsmálafélagiö Vöröur heldur áramótaspilakvöld sunnudaginn 5. janúar í Súlnasal Hótel Sögu. Húsiö opnað kl. 20.00. Glæsilegir vinningar, þ. á m. flugferö til Kaupmannahafnar, bækur og matarkarfa. Kortið kostar aðeins 250 kr. Þorsteinn Pálsson flytur ávarp. Ómar Ragnarsson skemmtir. Spilakort afhent við innganginn • — mætiö tímanlega. Landsmálafélagið Vörður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.