Morgunblaðið - 04.01.1986, Síða 13

Morgunblaðið - 04.01.1986, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986 13 Þjóðleikhúsið: Sýningar að hefjast að nýju á þremur leikritum Árið 1909 óttaðist fólk ekki símahleranir. Pálmi Gestsson og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum í gamanleikn- um „Meö vífið í lúkunum“ ustan FBI, að láta til sín taka. Theodor Gardner, sérstakur full- trúi FBI og yfirmaður Washing- tondeildarinnar sagði blaðamönn- um frá því hvað skrýtnu loftnetin á kofunum á þaki sovét sendiráðs- ins við 16. stræti þýddu í raun og veru. Hann reiknaði með að um 40 af hverjum hundrað starfs- mönnum í sendiráðinu stunduðu símahleranir og aðra rafeindaþef- ara starfsemi. Blöðin fóru að gefa sendiráðinu nýja á Alto hæðinni, sem taka átti í notkun 1984, meiri gaum en áður. Lóðin var á þeim stað, sem ber hvað hæst við himin í Washington, 350 fet yfir sjávar- mál. „Öruggt símtól“ á 1.435 þús. krónur Loks kom að því, að sjálft Örygg- isráð samveldis lét líka til sín taka opinberlega. í október 1984 skýrðu fjölmiðlar frá því, að Öryggisráðið hefði lagt til að 500 þúsund símar, sem væru þannig útbúnir, að ekki væri hægt að hlera samtöl frá þeim, yrðu framleiddir fyrir æðstu opinbera starfsmenn og skrifstof- ur þeirra. Walter G. Deeley for- stjóri samgöngumála Öryggisráðs- ins skýrði blaðamönnum frá því, að það væri nauðsynlegt að nota slíka síma þar sem rafeindanjósnir Rússa væru hættulegar þjóðinni í heild. „Þetta mál væri ekki vanda- mál Öryggisráðsins eins.“ Deeley átti viðtal við David Burnham, fréttaritara New York Times, sem skýrði frá því, að „Reagan forseti hefði „hæglátlega" undirritað öryggisfyrirmæii nr. 145, sem setur á stofn sex til átta milljarða dollara áætlun á fram- ieiðslu 12 milljón öryggissímtóla. af svokallaðri „notenda-vina“ gerð. Síðar skýrði Burnham frá því, að „samkvæmt fyrirskipun frá Reagan forseta" skyldi útbúa 86 bifreiðar, sem æðstu embættis- menn nota með slíkum símtólum. Hver sími af þessari öryggisgerð kostar 35000 doliara eða 1.435.000 íslenskar krónur. (Nú, sei, sei og jæja. Hjá Pentagon greiða þeir 9.000 dollara 370.000 ísl. kr. fyrir svokallað „Allen“ skrúfjárn, sem kostar 12 sent (5 krónur) í smásölu. Áhugi fjölmiðla fer vaxandi Nú leið ekki á iöngu þar til fjöl- miðlar í Washington og víðar fóru að gefa málinu meiri gaum en áður og fóru sérstaklega að spá í nýju sendiráðsbygginguna á hæðinni: Sovétmenn leita til hæöa. Nýtt sendiráð á Alto fjalli er fyrsta flokks athugana- og hlustanastað- ur... (Maður verður nú að virða sovét- manninn, sem svaraði er hann var spurður: „Við tókum ekki lóðina með valdi. Hún var okkur gefin“). Þetta er hárrétt. Lóðin var upp- haflega ætluð fyrir sjúkrahús fyrir uppgjafa hermenn. En árið 1969 var skipt á þessari lóð fyrir lóð undir amerískt sendiráð á leir- bökkum Moskvu fljótsins. Eg hélt mínu striki. Eg lagði enn fram frumvarp gegn símanjósnum í upphafi fyrra stjórnartímabils Reagans. Það var að þessu sinni kallað „S 12, Varnir gegn erlendum eftirlitsaðgerðum 1985“. Wall Street Journal studdi frumvarp mitt í ritstjórnargrein: „Er Moskva að hlusta?" (Það er ljóst, að sovétmenn leggja sérstaka áherslu á banka- og önnur efna- hags- og fjármál). „Við vonum", segir í Journal-greininni, að þingið láti Moskvu heyra frá sér hátt og greinilega, að slík brot á banda- rískum lögum gegn rafeindanjósn- um gegn ríkisstjórn, iðnaði og einstaklingum verður ekki þoiað hegningarlaust." Strax eftir að ritstjórnargreinin birtist tók utanríkisnefnd afstöðu gegn „S-12“ frumvarpinu. Utan- ríkisráðuneytið setti fram breyt- ingartillögu. Það var samþykkt að leggja breytingarnar fyrir þingið. Allt virtist ætla að ganga þar til á síðustu stundu, að ríkisstjórnin tók í taumana og frumvarpið var dregið til baka. Formaður utan- ríkisnefndar skýrði það á þessa leið: „Forsetinn hefir þegar í hendi sér vald til að framkvæma það sem felst í breytingarfrumvarpi sem Moynihan flytur." Moynihan öld- ungardeildarmaður lýkur bréfinu til kjósenda sinna með þessum orðum: „Hættan er sú, að við bjóð- um fyrirlitningu á okkur heim. Sovétmenn vita, að við vitum, að þeir hafa náð undirtökunum í ameríska símakerfinu. A.T. & T (ameríska símafélagið) reiknar með að 70% af innanlandskerfinu og 60% af utanlandskerfinu fari fram á örbylgjum, sem sovéskar tölvur ná hæglega. (Þeir hafa einn- ig stóran móttökudisk á Kúbu). Þeir vita líka að fyrir mörgum árum varaði Nelson Rockefeller við, að slík undirtök gætu leitt til hótana (blackmail) til að þröngva amerískum borgurum til að gerast njósnarar. Dokið nú við: Þetta er njósna- saga, ekki grein fyrir Nýja Nýja íhaldsblaðið. Hugsum okkur að Rocky hafi haft á réttu að standa? Hvernig stendur á því, að ramm- asta andkommunistastjórn í okkar sögu beygir sig fyrir sovéskum myrkraverkum? Hafa 10 ára rafeindanjósnir tekið sinn skatt? Daglega virðist svo sem við séum að ákæra ein- hvern fyrir njósnir. Fyrsta FBI starfsmanninn, CIA fulltrúa, und- irforingja í sjóliðinu, háttsettan liðsforingja í hernum. Hefir rotn- unin náð hærra? Hótanir sagði Rocky"! „Oft er í holti heyrandi nær“ er nokkurað hlusta? UM ÞESSAR mundir er Þjóðleik- húsið að taka til sýninga að nýju þrjú leikrit sem voru á leikskránni í haust. Aðsóknin var góð en aðsókn að Þjóðleikhúsinu sl. haust var með allra besta móti, að því er fram kemur í frétt frá leikhúsinu. Föstudaginn 3. janúar hefjast á ný sýningar á gamanleiknum „Með vífið 1 lúkunum" eftir Ray Cooney eftir u.þ.b. mánaðarhlé. Alls er búið að sýna þennan gamanleik 35 sinnum og hafa 12.000 áhorfendur séð verkið. Leikstjóri er Benedikt Árnason en með helstu hlutverk fara Örn Árnason, Sigurður Sigur- jónsson, Anna Kristín Arngríms- dóttir, Þórunn Magnea Magnús- dóttir, Pálmi Gestsson og Sigurður Skúlason. Fyrsta miðnætursýn- ingin á „Vífinu" verður laugardag- inn 11. janúar nk. Milli jóla og nýárs hófust á ný sýningar á „Kardemommubæn- um“ eftir Thorbjörn Egner en vel yfir 30.000 manns hafa séð þá sýn- ingu. 60. sýning Kardemommu- bæjarins verður laugardaginn 4. janúar en nú styttist í það að sýn- ingar verði einungis á sunnudög- um. Þá er fyrirhugað að hafa 6 aukasýningar á „íslandsklukk- Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Rangæingafélagsins Aðalsveitakeppni deildarinnar hefst 8. janúar í Ármúla 40 klukkan 19.30. Upplýsingar eru veittar í síma 30481 eða 74095. Einvígi um helgina Eins og fram hefir komið í þættinum er ÍSAL með Ragnar Halldórsson forstjóra í farar- broddi næsti áskorandi á sveit Samvinnuferða/Landsýn. Nú hefir verið ákveðið að þessi leikur fari fram á sunnudag, 5. janúar kl. 13.00 að Reykjavíkurvegi 72 í Hafnarfirði. Með Ragnari munu spila Hannes Jónsson, Jakob R. Möller og Stefán Pálsson. Spiluð verða 32 spil og eru áhorfendur vel- komnir. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Sæmileg þátttaka virðist ætla að vera í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni, sem hefst á mánu- daginn nk., í Domus Medicá kl. 19.30. Enn er þó hægt að bæta við sveitum, séu einhverjir á vomi handan horns. Minnt er á að Reýkjavíkurmótið er jafnframt undankeppni fyrir íslandsmótið í sveitakeppni. Ólafur Lárusson í s. 16538 mun annast lokaskráninguna um helgina og veitir nánari upplýs- ingar um mótið. unni“ eftir Halldór Laxness, en mikil aðsókn var að þeirri sýningu nú í haust og þurftu margir frá ekki búist við að fá að vera með í þeirri keppni. Að öllu óbreyttu munu stiga- hæstu pör ganga fyrir til þátt- töku en þó þannig að lágmark eitt par frá hverju svæðasam- bandi kemst inn. Þátttakan í Opna Flugleiðamótinu í sveita- keppni er frjáls og fyrirkomulag eins og áður er lýst. Sú keppni hefst á sunnudeginum 19. janúar og lýkur á mánudeginum 20. janúar. Gestir okkar á þesasri Brids- hátíð verða ekki af verri endan- um, Zia Mahmood kemur með geysisterkt lið með sér, Myens og Svíana Sundelin og Flodquist. Frá USA koma tómir heims- meistarar, Rodwell og Berger og Mittelmann og Gordon (þau síð- arnefndu eru raunar frá Kanada og sigruðu heimsmeistarakeppn- ina í tvenndarkeppni í Biarritz í Frakklandi 1982). Frá Danmörku kemur geysisterkt lið með Sæv- ari Þorbjörnssyni, að líkindum danska landsliðið eða hluti þess (Huulgaard og Schou og Blakseth-bræður). Jólastórmót BH og Sparisjóðs Hafnarfjarðar Mjög góð þátttaka var í jóla- Mitchellnum í Flensborg eða 58 pör. Staðan í toppbaráttunni var mjög tvísýn og spennandi allan tímann og voru býsna mörg pör með forystu um hríð. Eftir 11 umferðir af 15 var heildarstaðan þessi: Gunnlaugur — Sigurður 290 Guðmundur — Þorgeir 285 Kristján — Kristján 271 Friðþjófur — Þórarinn 269 Ármann — Ragnar 267 Bjarni — Magnús 265 Georg — Rúnar 243 Þegar hér var komið sögu tóku þeir bræður Bjarni og Magnús mikinn sprett og náðu hæstu skor og þeir Georg og Rúnar geystust einnig upp töfluna. Lokastaðan í mótinu varð svo þessi: N-S riðill: Bjarni Jóhannsson — Magnús Jóhannsson 527 Ármann J. Lárusson — Ragnar Björnsson 512 Óskar Friðþjófsson — Sigurður Ámundason 469 Karl Bjarnason — að hverfa á síðustu sýningum. Fyrsta aukasýningin verður 12. janúar. Páll Sigurðsson 467 Ólafur Valgeirsson — Björgvin Víglundsson 465 Sigurður B. Þorsteinsson — Guðni Þorsteinsson 464 Friðrik Jónsson — Guðjón Jónsson 460 Hjálmar Pálsson — Magnús Halldórsson 459 A-V riðill: Guðmundur Sv. Hermannsson — Þorgeir Eyjólfsson 513 Georg Sverrisson — Rúnar Magnússon 513 Gunnlaugur Óskarsson — Sigurður Steingrímsson 500 Kristján Blöndal — Kristján Gunnarsson 494 Ingvar Ingvarsson — KristjánHauksson 488 Friðþjófur Einarsson — Þórarinn Sófusson 467 Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Pálsson 463 Jón Þorvarðarson — Þórir Sigursteinsson 450 Miðlungur var 420 Bridsfélag Hafnarfjarðar þakkar hér með Sparisjóði Hafn- arfjarðar fyrir veittan stuðning til mótshaldsins. Keppnisstjóri var Ragnar Magnússon og reiknimeistari Vigfús Pálsson og unnu þeir störf sín af mikilli prýði eins og þeirra var von og vísa. Bridsfélag Blönduóss Hið árlega Þorsteinsmót í brids var haldið á Hótel Blöndu- ósi laugardaginn 28. desember. Þetta mót er sveitakeppni spiluð með svokölluðu Pattons-fyrir- komulagi. Alls tóku 12 sveitir þátt í mót- inu, tvær sveitir frá Hvamms- tanga, tvær frá Skagaströnd og tvær frá Sauðárkróki. Að þessu sinni fundu géstir lítið fyrir gestrisni heimamanna við spilaborðið og er skemmst frá því að segja að heimamenn skipuðu öll verðlaunasætin. í sigursveitinni spiluðu: Björn Friðriksson, Ásgeir Blöndal, Kristján Jónsson og Guðmundur Guðmundsson. Þetta mót er haldið til mjnn- ingar um Þorstein Sigurjónsson, fyrrverandi hótelstjóra á Blönduósi, en er jafnframt jóla- keppni bridsmanna á Blönduósi og nágrennis. Sigurður. BridshátíÖin 1986 Skráning í þau tvö mót sem verða á Bridshátíð 1986, þ.e. Barometer-tvímenningur 42—44 para og Opin Monrad-sveita- keppni með 14 spilum í leik (7 umferðir), hefst á mánudag. Skráð er á skrifstofu Bridssam- bandsins s. 91-18350 og heima hjá Ólafi Lárussyni s. 16538 og Jóni Baldurssyni s. 77223. Stjórn BSÍ og BR mun velja úr umsóknum í tvímenninginn, en frestur til að tilkynna þátttöku rennur út sunnudaginn 12. jan- úar kl. 16. Þau pör sem ekki hafa sótt um fyrir þann tíma geta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.