Morgunblaðið - 04.01.1986, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. JANÚAR1986
14
Minning:
Gísli Björgvin
Kristjánsson
Fæddur 28. febrúar 1904
Dáinn 12. desember 1985
Þeir sem komu til starfa fyrir
íslenskan landbúnað á fyrrihluta
aldarinnar hafa fylgst með og átt
þátt í miklu ævintýri. Tæknibylt-
ingin, framræsla lands, ræktun
túna, kynbætur búfjár, bætt fóðr-
un þess og meðferð, aukning af-
urða og margföld fjölbreytni í
vinnslu þeirra hefur að mestu átt
sér stað síðustu 40—50 árin.
Það var gæfa þessara manna að
lifa bestu starfsár sín á vaxtar-
og framfaraskeiði þegar bjartsýni
ríkti og hverri nýjung var tekið
fagnandi. Þeir sáu sveitirnar
grænka og býlin byggjast upp og
fylgdust með því hvernig hver
vinnandi hönd í sveitunum skilaði
stöðugt meiru og meiru í bú þjóð-
arinnar með hverju ári sem leið.
Þá voru störf þeirra sem unnu
að rannsóknum, leiðbeiningum eða
kennslu í þágu landbúnaðarins
metin sem þjóðþrifastörf og það
ekki talið eftir, sem lagt var af
mörkum til að leiðbeina bændum
í hraðfara sókn þeirra til betri og
nýtískulegri búhátta.
Á þessum tíma komu margir
ungir og vaskir menn til starfa
fyrir landbúnaðinn. Spor þeirra
sér víða. Einn af þessum gæfusömu
dugnaðarmönnum var Gísli Björg-
vinsson Kristjánsson fyrrverandi
ritstjóri Freys, sem nú er látinn á
82. aldursári.
Gísli var Svarfdælingur að ætt
og uppruna og ólst þar upp til
manndómsára. Hann fæddist 28.
febrúar 1904 í Gröf í Svarfaðardal,
en foreldrar hans þau hjónin
Kristín Kristjánsdóttir og Krist-
ján Sigurjónsson er bjuggu langan
búskap sinn á Brautarhóli og þar
ólst Gísli upp elstur í hópi sex
systkina.
Ekki þarf að fara mörgum orð-
um um æskuumhverfi Gísla í
Svarfaðardal. Fólkið sem þaðan
er komið frá þessum tíma hefur
svo margt borið sveitinni og menn-
ingarlífi hennar fyrr og síðar fag-
urt vitni. Þess nægir að geta að
Gísli var þar vel gjaldgengur, vakti
snemma athygli fyrir dugnað og
hug til framfara og var m.a. einn
af stofnendum ungmennafélags í
sveitarhlutanum.
Rúmlega tvitugur hélt hann til
náms að Hólum í Hjaltadal og lauk
þaðan búfræðiprófi vorið 1925.
Næst fór hann eins og margir
ungir fslendingar á þeim tíma til
náms við íþróttaskólann í Ollerup
í Danmörku og var þar 1926-1927
en kom síðan heim og var kennari
unglinga á Dalvík árin 1928—1930,
auk þess sem hann stundaði versl-
unarstörf, var m.a. verkstjóri við
vegagerð og vann að jarðyrkju í
dalnum. Veturinn 1930—31 kenndi
hann á Hólum í Hjaltadal. Aftur
fór hann til Danmerkur og stund-
aði þar m.a. nám við lýðháskóla
og búnaðarskóla en innritaðist
nokkru síðar í Landbúnaðarhá-
skólann í Kaupmannahöfn og lauk
þaðan kandidatsprófi vorið 1939
og sérfræðinám frá sama skóla
1941. Síðan var hann við ýmis sér-
fræði- og rannsóknarstörf í Dan-
mörku þar til hann fluttist heim
seint á árinu 1945. Á þessum árum
hlaut hann rannsóknarstyrk og
stundaði auk þess hagfræðinám
við verslunarháskólann í Höfn.
Eftir að Gísli kom til Dan-
merkur til síðari dvalar sinnar átti
hann við þrálátan sjúkdóm að
stríða og lá Iangtímum saman á
sjúkrahúsum, lengst af á Ríkis-
spítalanum í Kaupmannahöfn. Þar
kynntist hann eftirlifandi konu
sinni sem er Thora Margarethe f.
Nilsen. Thora var þá við hjúkr-
unarnám. Þau gengu í hjónaband
1937 meðan Gísli var enn við nám
í háskólanum og má telja fullvíst
að því námi hefði hann tæpast
lokið án hennar hjálpar, slíkur var
styrkur hennar þá og jafnan síðan
í hetjulegri baráttu hans við þrá-
Iátan sjúkdóminn.
Gísli kom heim frá Danmörku
með fjölskyldu sína síðla árs 1945
og var þá ráðinn ritstjóri Búnaðar-
blaðsins Freys, og tók við því starfi
frá og með 1. tölublaði 1946. Þá
er Gísli rúmlega fertugur, fjöl-
menntaður í búfræði og á öðrum
sviðum, með fjölþætta reynsiu við
margháttuð félagsstörf, störf við
rannsóknir og leiðbeiningar en þó
framar öðru fullur áhuga á málum
bændastéttarinnar, landbúnaðar-
ins og öllu því sem til framfara
horfði. Þá hefst hin langa og ótrú-
lega fjölþætta starfssaga hans hjá
Búnaðarfélagi Islands og fyrir
bændasamtökin. Þá voru tímamót
í útgáfu Freys, hann var stækkaö-
ur, Stéttarsamband bænda gerðist
aðili aö útgáfu hans og fyrirhugað
var að starf ritstjóra, sem áður
var hlutastarf yrði nú „fullt“ starf.
Það var það svo sannarlega, en
Gísli var aldrei einhamur og öll
þau 30 ár sem hann sá um Frey,
lengst af einn og án aðstoðar,
sinnti hann fjölmörgum störfum
öðrum svo mörgum og umfangs-
miklum að furðu vekur.
Hér verður ekki reynt að rekja
alla starfssögu Gísla Kristinsson-
ar í smáatriðum. Um hana má lesa
í uppsláttarritum og er þar þó
ekki allt talið. Af umfangsmestu
störfunum sem Gísli sinnti má
nefna stjórn hans á „Búnaðar-
fræðslunni" svonefndu er hófst
1953 og starfaði nokkur ár fyrir
sérstök fjárframlög. Til hennar
voru ráðnir fjórir umferðarráðu-
nautar, er héldu fræðslufundi um
landið og lögðu út tilrauna- og
sýnisreiti á túnum og grænfóður-
ökrum. Nýtt fræðsluefni var samið
í stórum stíl, m.a. fræðslumyndir
og hafin var útgáfa fræðslurita
(smárita) um fjölþætt efni. Alls
urðu þau yfir 40 og annaðist Gísli
ritstjórn þeirra allra og mörg
samdi hann sjálfur.
Gísli lét sig alifuglarækt alltaf
miklu skipta. Hann var stofnandi
og framkvæmdastjóri fuglakyn-
bótabús er nefndist Hreiður. Hann
sá löngum um innflutning eggja
til kynbóta og var lengst af ráðu-
nautur BÍ í alifuglarækt þó að
aldrei væri það metið sérstaklega
til launa frekar en svo margt
annað sem hann annaðist fyrir
Búnaðarfélagið. Gísli annaðist
mjög margþætt samskipti Búnað-
arfélags (slands við önnur lönd og
erlendar stofnanir og félög, eink-
um þó á Norðurlöndum. Af slíkum
störfum má nefna að hann var
fulltrúi fræðsludeildar OECD í
París hér á landi, og átti þátt í að
margir íslenskir búfræðingar nutu
styrkja til framhaldsnáms frá
þeirri stofnun. Hann hafði milli-
göngu um skólavist fyrir unga
Islendinga bæði á búnaöarskólan-
um og búnaðarháskólanum, eink-
um í Danmörku og Noregi, og á
sama hátt vistaði hann fjölmörg
ungmenni til starfa við landbúnað,
íslensk á Norðurlöndunum og
Norðurlandabúa hjá íslenskum
bændum. Allt fram á síðustu ár
annaðist hann samskipti BÍ við
Grænland sem staðið hafa um ára-
tugi og sýndi grænlenskum sauð-
fjárræktarnemum sem hér hafa
dvalist 5—8 á ári hverju, á viður-
kenndum sauðfjárbúum, alveg
einstaka umhyggju. Öll þessi að-
stoð Gísla við íslensk og erlend
ungmenni var veitt sem sjálfsagð-
ur hlutur án þess að hugsað væri
um það hvað hún kostaði í tíma
og fyrirhöfn, hvað þá að hugsað
væri um endurgjald. Þessi þáttur
í störfum Gísla fannst mér e.t.v.
að lýsi manninum hvað best.
Enn eru ótaldir ýmsir þættir af
störfum Gísla við búnaðarfræðslu.
Hann tók þátt í samstarfi Norður-
landanna um gerð fræðslumynda
og annars fræðsluefnis. Um aldar-
fjórðung hafði hann umsjón með
búnaðarþáttum í Ríkisútvarpinu.
Þá var hann lengi virkur í fræðslu-
deild Norrænu búfræðisamtak-
anna (NJF).
Eitt af stórvirkjum Gísla var
ritstjórn hans á íslenska hlutanum
í norrænni samheitaorðabók yfir
landbúnaðar- og búfræðiheiti,
Nordisk Landbruksordbok, sem
kom út í Olso 1979. Það má þakka
Gísla það fyrst og fremst aö hlutur
íslenskunnar lá þar ekki eftir þó
að margir legðu þessu lið.
Gísli hafði sem fyrr segir mikil
afskipti af vistun fólks á milli
íslands og annarra landa. Á 35
árum vistaði hann í allt á milli
2600—2700 útlendinga til starfa
við landbúnað hér á landi, en hann
hafði lengi umsjón með Ráðninga-
stofu landbúnaðarins og hafði því
einnig mikil afskipti af vistun
unglinga úr bæjum í sveitum. Þá
var hann hin síðari ár umsjónar-
maður forðagæslunnar og hélt
þeim störfum áfram fyrir Búnað-
arfélagið, eftir að hann lét af föstu
starfi fyrir aldurssakir og var þá
vakandi yfir öllum þáttum þeirra
mála, svo sem að sjá um útvegun
og flutninga á heyjum á milli hér-
aða og landshluta. Eftir að hann
lét af föstu starfi sem ritstjóri hélt
hann áfram skrifum í Frey og
fjölmargar greinar birtust þar eða
í öðrum ritum allt til hins síðasta.
Þá sá hann um 6 ára skeið um
útgáfu bókaflokks fyrir Skuggsjá,
„Faðir minn bóndinn" o.fl. En
einna umfangsmest af þessum
„eftirvinnu“-störfum Gísla var út-
gáfa hans á ritverkum Sr. Björns
Halldórssonar í Sauðlauksdal, er
hann vann að fyrir Búnðarfélagið
ásamt dr. Birni Sigfússyni, og
komu út 1983.
Störf eða ritverk Gísia verða hér
ekki rakin nánar, en ljóst má vera
af því sem nefrft hefur verið að
afköst hans voru með hreinum
ólíkindum og þó enn frekar þegar
þess er gætt að hann átti löngum
við vanheilsu að stríða og þurfti
oft að vera frá störfum vegna dvala
á sjúkrahúsum. En þó að eitthvað
hrjáði líkamann var hugurinn
stöðugt jafn óbugaður og bjartsýn-
in ódrepandi.
Gísli var mikill gæfumaður í
einkalífi sínu. Þeim Þóru varð
fimm barna auðið, þau eru: Rúna,
kennari og rithöfundur, fædd 1940,
Stína, kennari og les nú guðfræði
við Háskóla fslands, fædd 1943.
Edda kennari og fóstra, fædd 1944,
Lilja hjúkrunarfræðingur og Hans
bifvélavirki eru tvíburar og fædd
1949.
Fram til 1956 bjó þessi stóra
fjölskylda á loftinu í Búnaðarfé-
lagshúsinu við Lækjargötu að þau
fluttu í nýbyggt hús að Hlíðartúni
6 í Mosfellssveit. Þar ræktuðu þau
og prýddu, og fjölskyldan eignaðist
fagurt heimili í gróðursælum garði
allt í samræmi við hugsjónir og
ævistörf húsfreyjunnar, bóndans
og barnanna.
Gísla var sýndur margháttaður
sómi og hlaut heiðursmerki fyrir
störf sín bæði innlend og erlend.
Hann var heiðursfélagi Búnaðar-
félags íslands og Æðarræktarfé-
lags íslands enda einn af stofnend-
um þess.
Er ég leit yfir ávarpsorðin þegar
Gísli heilsar lesendum Freys í árs-
byrjun 1946 vöktu m.a. athygli
mína eftirfarandi setningar: „Það
er veglegt starf að yrkja land og
skapa gróanda í brekku eða á bás.
Nýgræðingurinn og ungviðið,
sem bregða sér á leik í blíðu vors-
ins, eru vísar þeirrar búmegunar,
sem íslenskum bændum er falið
að vernda og efla.
Það er göfugt hlutverk að hjálpa
skaparanum til að skapa." í þess-
um anda starfaði Gísli Kristjáns-
son allan sinn langa starfsdag.
Er Gísli lét af ritstjórn Freys
fyrir réttum ellefu árum þakkaði
dr. Halldór Pálsson honum störfin
með eftirfarandi orðum sem skulu
verða lokaorð þessarar greinar og
ítrekun á þakklæti Búnaðarfélags
íslands fyrir öll hans störf, einnig
þau sem þá áttu eftir að bætast
við. „Búnaðarfélag íslands fær
aldrei fullþakkað það happ að fá
Gísla Kristjánsson til að taka að
sér ritstjórn Freys, er hann rúm-
lega fertugur kom heim frá Dan-
mörku í lok síðari heimsstyrjald-
arinnar eftir nær tveggja áratuga
dvöl þar í landi við nám og störf.
Gísli var þá og er enn gæddur frá-
bæru viljaþreki, óvenjulegri at-
orku og starfsgleði og þrá til þess
að verða öðrum að liði. Hann hefur
óbilandi trú á því, að það starf, sem
unnið er af góðum huga, komi að
tilætluðu gagni. Gísli bjó yfir
hafsjó þekkingar á búnaðarmál-
um, er hann tók við ritstjórn
Freys, og hefur sífellt haldið henni
við og aukið hana. Hugsjón hans
var að miðla öðrum af þekkingu
sinni og annarra. Hann hóf því
glaður starfið við Frey. Þar gafst
tækifærið til að þjóna íslenskum
bændum og búaliði."
Við hjónin sendum Þóru, börn-
unum og barnabörnunum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Jónas Jónsson
Á miðjum sjötta áratugnum var
Mosfellssveit ennþá sveit, þar sem
stundaður var búskapur með hefð-
bundnum hætti. Leiðin til Reykja-
víkur þótti löng og fáir hugðu á á
búsetu í sveitinni aðrir en þeir sem
þar höfðu atvinnu, eða þeir sem
bjuggu yfir sérstökum kjarki eða
framsýni.
Þéttbýli var að vísu að byrja að
myndast, einkum kring um Ála-
foss og Reykjalund. Vísir að sjálf-
stæðum byggðakjarna var rétt að
byrja að mótast á Sauðholtsmýr-
inni, milli Lágafellshamra Úlfars-
fellsins annars vegar en Lágafells-
túnsins hins vegar. Eitt allra
fyrsta húsið þarna var hús Gísla
Kristjánssonar, ritstjóra Freys.
Hann varð jafnframt fyrstur
þeirra sem ekki áttu tengsl við
sveitina áður til að festa sér ból á
þessum stað. Hann byggði mynd-
arlega og vakti fljótt athygli fyrir
fallegan frágang á húsi og lóð og
sérstaka snyrtimennsku.
Þarna reis svo á næstu árum
lítið en snoturt hverfi, sem fékk
heitið Hlíðartún. Gísli sagði mér
seinna að efnt hefði verið til hug-
myndabanka um nafn á hverfið,
og hefði Sigríður Tómasdóttir, sem
um svipað leyti reisti hús, ásamt
manni sínum Þórarni Lýðssyni,
handan við götuna gegnt húsi
Gísla, átt hugmyndina að nafninu.
Þarna bjó Gísli það sem hann átti
ólifað, eða um þrjá áratugi.
Ekki er ofmælt að hann hafi
sett svip sinn á byggðina og hag
hennar bar hann jafnan fyrir
brjósti. Þess naut hún líka meðan
hann hafði krafta til að beita sér.
Það var til dæmis fyrir hans milli-
göngu, að gerð var tilraun með
skógrækt á spildunni milli húsa-
lóðanna og þjóðvegarins, þar sem
við köllum nú í Litlaskógi. Þessi
skógur er þegar orðinn okkur
mikið skjól og verður væntanlega
snyrtur svo sem vert er í framtíð-
inni. Þess sér þegar nokkurn stað,
að svo muni verða.
Ég varð meðal þeirra síðustu
sem þarna hófu að reisa hús. Hafi
ég ekki vitað það fyrr varð mér
fljótt ljóst hversu vel Gísli fylgdist
með í sinni heimabyggð. Hann
gekk oft um götuna og virti fyrir
sér það sem verið var að gera, eða
bara framgang gróðurs og garða.
Á þessum gönguferðum hitti hann
oft aðra íbúa hverfisins og gaf sér-
tíma til að spjalla. Yfir því sem
honum þótti gagnrýnivert hjá
öðrum íbúum þagði hann að öllu
jöfnu, en hældi því sem honum
líkaði vel. Skraf við Gísla á þessum
gönguferðum hans urðu mín helstu
kynni af honum. Gagnkvæmar
heimsóknir með setu yfir kaffiboll-
um tíðkuðum við ekki, en af spjall-
fundunum á götunni lærðum við
að virða hvor annan og meta.
Um ævi hans og feril ætla ég
mér ekki að fjölyrða. Til þess verða
aðrir mér færari. Þessi fáu kveðju-
orð eru aðeins til orðin vegna þess
að ég veit að Hlíðartúnshverfi í
Mosfellssveit á nú á bak að sjá
einum stofnenda sinna og jafn-
framt þeim manninum sem gefið
hefur því mestan lit.
Á einhvern hátt veitti það nota-
lega öryggiskennd að sjá Gísla
ganga um Hlíðartúnið, hnarreist-
an og virðulegan, með staf í hendi.
Þannig sá ég hann oftast, þannig
sá ég hann síðast, og þannig mun
ég sjá hann í minningunni. Ég
þykist mæla fyrir munna allra
íbúa Hlíðartúns, þegar ég nú að
leiðarlokum þakka Gísla sam-
fylgdina og viðkynninguna.
Ekkju hans, afkomendum þeirra
og aðstandendum, bið ég blessun-
ar.
Hlíðartúni, á nýársdag 1985,
Sigurður Hreiðar.
Gísli B. Kristjánsson fyrrv. rit-
stjóri er nú fallinn í valinn. Hann
lést í sjúkrahúsi í Reykjavík á
aðfangadag jóla sl. Gísli fæddist
að Gröf í Svarfaðardal þ. 18. febrú-
ar 1904 og var af traustum bænda-
ættum kominn, en kann ég því
miður ekki að rekja það nánar.
Gísli varð snemma bráðger og
framsækinn bæði í störfum og leik.
Hann var mjög góður leikfimimað-
ur og fór erlendis til náms í hinum
nafntogaða íþróttaskóla í Ollerup.
Það var mikið fyrirtæki og í slíkt
nám völdust einungis afburða
efnilegir íþróttamenn. Námsferill
Gísla varð alllangur og var ástæð-
an tafir vegna langvarandi veik-
inda er hann fékk á fyrstu Dan-
merkurárum sínum og barðist við
æ síðan af fádæma kjarki og hetju-
lund.
Að lokinni síðari heimstyrjöld-
inni kom Gísli heim og gerðist þá
þegar ritstjóri búnaðarblaðsins
Freys, en hafði einnig mörg önnur
járn í eldinum. Meðal annars
stofnaði hann árið 1946 hlutafé-
lagðið Hreiður hf. að Reykjum og
varð stjórnarformaður. Tilgangur
félagsins var að reka hænsnabú
með nýjustu þekktu aðferðum.
Aðilar að þessu búi voru ásamt
öðrum bændur úr héraðinu, m.a.
Reykjabændur, Guðmundur og
Bjarni, en þeir lögðu til húsið og
lóðina. Vélakostur var fluttur inn
frá Danmörku ásamt nýjum
hænsnastofni. Starfsmenn voru
danskir en Gísli sá um allar fram-
kvæmdir og reksturinn blómgaöist
fljótt. Strax árið eftir stofnun fé-
lagsins kom ég heim frá námi og
hófst þá skömmu seinna samstarf
okkar Gísla. Þetta samstarf var
allnáið fyrstu árin eða til 1960, er
félagið seldi eignir sínar að Reykj-
um og flutti búrekstur sinn annað
í Mosfellshreppi. Hlutir í félaginu
voru þá seldir öðrum. Um það bil
30 árum frá stofndegi þessa félags
sameinuðust margir fuglabændur
og keyptu sig inn í það, juku hlut-
afé og breyttu markmiði þess lítils
háttar. Verkefnið var nú að byggja
og reka nýtísku fuglasláturhús hér
í námunda við markaðinn i
Reykjavík. Gísli tók forystuna og
starfaði með mér í byggingarnefnd
félagsins í tvö ár eða svo, en dró
sig þá í hlé. Þá vorum við Gísli
aftur orðnir nánir samstarfsmenn.
Gísli skildi þannig við að við yngri
mennirnir áttum að geta rekið
þessa starfsemi.
í nær 40 ára samstarfi á ýmsum
sviðum fór ekki hjá því að okkur
Gísla sýndist sitt hvorum um ýmsa
hluti. Frábær drengskapur, mikil
elja og dugnaður hans var þó í
fyrirrúmi, og með árunum jókst
vinátta okkar við þau hjón Thoru
og Gísla og fjölskylduna í Hlíðar-
túni. Ávallt var það okkur til
ánægju að heimsækja þau hjón.
Þau fluttu snemma á sjötta ára-
tugnum hingað í Mosfellssveitina,
byggðu fallegt hús og ræktuðu
stóran, gjöfulan og snyrtilegan
blóma- og matjurtagarð. Þá fór
ekki hjá því að Gísli gerðist virkur
í félagsmálum sveitarinnar. Hann
virtist hafa tíma til alls, en svo
sem kunnugt er annaðist hann
margháttuð og vandasöm störf