Morgunblaðið - 04.01.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986
15
fyrir íslenska bændur með rit-
stjórastörfunum. Má þar nefna
fræðslu í útvarpi, vinnumiðlun og
auk þess ýmiss konar embætti sem
hann gegndi á ólíkum sviðum, en
þó í flestum tilfellum tengd bænd-
um eða málefnum þeirra.
Gísli barðist alla tíð við sjúkdóm
sinn af slíkri hetjulund að fátítt
verður að t.eljast. Honum sló
stundum svo illa niður að hann
gerði ekki ráð fyrir að koma aftur
til starfa. Þegar þetta kom fyrir á
samstarfsárum okkar gerði hann
boð fyrir mig og þuldi þá gjarnan
upp ýmis áríðandi erindi sem ekki
máttu fara forgörðum. Okkur vin-
um hans fannst það nær ofur-
mannlegt álag sem þessi maður
gat borið, og það oftast með bros
á vör.
Að leiðarlokum vil ég og við
hjónin þakka Gísla samveruna.
Með þökk og virðingu minnumst
við þessa sérstæða og góða drengs.
Fjölskyldu hans vottum við samúð
við fráfall hans.
Jón M. Guðmundsson
„Sjá, ég er með yður alla daga.“
Ein er braut og vegferð allra sem
fæðast á þessari jörð. Vegurinn er
misjafn, gróðurinn ólíkur og
misjafnlega fjölbreyttur, brautin
stutt eða löng.
En hvernig sem viðrar, hversu
hátt sem öldurnar rísa, hve gróð-
urríkur garðurinn er í blíðu og
stríðu, í veikindum miklum sem
velgengni — fyrnast ekki fyrirheit
Guðs:
„Sjá, ég er með yður alla daga.“
Þegar ég lít til baka á rúmlega
20 ára samskipti við tengdaföður
minn verða mörg atriði sem koma
upp í hugann.
Hann var glaður og hress. Hann
tók okkur alltaf opnum örmum,
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum, jafnvel þó hann lægi fár-
veikur í rúminu. Hann var aldrei
svo veikur að ekki gæti hann spurt
um líðan okkur og heilsu. Hann
var hlýr, gamansamur, svo fullur
af viskú að sjaldan kom maður að
tómum kofanum hjá honum. Hann
hafði gaman af orðaleikjum og
kunni mikið af gömlum vísum sem
hann lét okkur heyra við ýmis
tækifæri. Gestrisni var einnig í
hávegum höfð og bauð hann oft
heim tugum gesta bæði innlendum
og erlendum.
Ég held þó að fátt hafi einkennt
Gísla meira en vinnusemi hans,
elja hans og iðni við öll verkefni
sem hann tók að sér. Ef segja
ætti einkenni á lfi hans í einni
setningu, verður mér efst í huga
málshátturinn sem margir kunna:
Vinnan göfgar manninn.
Hann lagði mikla vinnu í verk-
efni sín hvort sem þau voru launuð
eða ólaunuð. Hann var brautryðj-
andi á íslandi á mörgum sviðum
innan búfræðinnar og jók tengsl
og samskipti íslands að mun við
hinar Norðurlandaþjóðirnar. I rit-
störfum sínum, erindum og þýð-
ingum lagði hann mikla alúð við
íslenskt mál.
Ég man aldrei eftir að hafa
heyrta hann kvarta yfir lágum
launum eða lélegum kjörum. Ég
minnist þess aldrei að hafa heyrt
hann að fyrra bragði kvarta yfir
erfiðum lífsskilyrðum. Gísli þekkti
þó bæði þröngan tíma kreppuár-
anna, erfiðleika, þrengingar og
spennu stríðsáranna í Danmörku
þar sem 3 af 5 börnum þeirra hjóna
fæddust og þar sem hann lá sjálfur
á sjúkrahúsi samfleytt í 3 ár og
kynntist sinni ljúfu, örvandi og
styðjandi eftirlifandi konu, Thoru
Kristjánsson.
Gísli þótti oft ákveðinn í skoðun-
um, sannfærður í framsetningu
sinni, fylginn sér og trúr skoðun-
um sínum. En hann var málefna-
legur umfram allt og aldrei heyrði
ég hann tala illa um aðra. Hann
vildi öllum vel.
Grösin vaxa, þroskast, bera
ávöxt og deyja. Dagur og nótt
skiptast á í sköpunarverki Guðs.
Hiti og ku'ldi, sumar og vetur,
myrkur og ljós. Allt hefur sínar
orsakir og afleiðingar. Allt hefur
sinn tíma og „ekkert er nýtt undir
sólinni".
Með þakklæti fyrir góða sam-
fylgd og samveru kveðja nú börn,
tengdabörn og barnabörn sinn ást-
kæra föður, tengdaföður og afa,
eljusaman, iðinn og áhugasaman
til hinstu stundar, glaðan og hlýj-
an. Við kveðjum hann með vissu
um að fyrirheit Guðs fyrnast ekki:
„Sjá, ég er með yður alla daga.“
Megi friður Guðs fylgja ástkærri
eiginkonu og veita henni fögnuð
og styrk á braut þeirri sem Guð
velur okkur í náinni framtíð.
Þórir S. Guðbergsson
Systurkveðja:
Ég var að leggja síðustu hönd á
undirbúning jólanna, þegar síminn
hringdi. Ég svaraði og ein dætra
Gísla bróður míns sagði: „Pabbi
fær að halda jólin í himninum".
Þá þakkaði ég Guði, að þrautum
hans var lokið. Við vissum öll, að
ekkert annað beið hans hér á jörð.
En skarðið eftir Gísla er stórt.
Ávallt var hann okkur systkinum
sínum góður, traustur og um-
hyggjusamur bróðir. Það langar
mig að þakka nú um leið og ég
rifja upp nokkrar gamlar minning-
ar.
Að vísu eru bernskuminningar
mínar um hann bæði færri og fá-
tæklegri en þær, sem systkini mín
eiga. Þau ólust upp með honum.
Hann var elstur og ætíð foringi
hópsins, enda vel til forustu fall-
inn. Aftur á móti var ég yngsta
barnið og það sjötta í röðinni.
Þegar ég fæddist, var Gísli farinn
að heiman. Jörðin var lítil og
margar aðrar hendur til að vinna
störfin. Sjálfur hafði hann ríka
námsþrá og námshæfileika. En
þeir, sem þá hugðu í skólagöngu
áttu engan kost á bankalánum og
urðu því sjálfir að afla þeirra fjár-
muna, er með þurfti. Fátækir
bændur, með stóran barnahóp,
sem auk þess stóðu í framkvæmd-
um á bújörðinni, áttu heldur ekki
fé aflögu til að styrkja börn sín.
Þó að Gísli væri við nám og störf
fjarri heimilinu í frumbernsku
minni, kom hann ætíð heim, þegar
tækifæri gáfust. Fyrst í stað var
ég oft feimin við stóra bróður
minn, en brátt hvarf öll hlédrægni.
Börn hændust þá og ætíð síðan að
Gísla. Ég man, að hann talaði við
mig sem jafningja, ræddi um
áhugamál litlu systu sinnar og
hafði undragott lag á að fá mig
til að tala, þó að ég væri annars
ekki orðmörg. Þegar illa lá á mér
tók hann munnhörpuna sína og fór
að spila. Á sömu stund gleymdust
allar sorgir. Mér fannst Gísli geta
allt. Meira að segja gekk hann á
höndunum um túnið heima. Full
aðdáunar fylgdi ég honum þá eftir
á stuttum fótum.
Heimilislífið á bernskuheimili
okkar var fjölbreytt. Mikið var
lesið og sungið. Nær daglega tóku
systkini mín lagið og sungu með
tveim eða þrem röddum. Einnig á
því sviði var Gísli góður liðsmaður,
enda mjög lagviss og með fallega
bassarödd.
Frá bernskuárum mínum man
ég Gísla best, er hann dvaldi heima
um tíma og safnaði kröftum eftir
vist sína á sjúkrahúsinu á Akur-
eyri. Sá sjúkdómur, sem um þetta
leyti lagði hvítan hramm sinn á
fjölda íslenskra ungmenna og dró
mörg þeirra til dauða, hafði einnig
náð tökum á líkama bróður míns.
Hann fékk berklasár á bakið. Þó
að það sár greri, átti sami sjúk-
dómur eftir að leggjast þungt á
hann síðar. Meðan Gísli dvaldi þá
heima, sóttist ég mjög eftir að
vera í návist hans. Hann sat oft
með blýant og teikniblokk. Þá
fylgdist ég með, hvernig blýants-
strikin urðu að alls konar mynd-
um. Lengi átti ég bók sem hann
gaf mér, þar sem teikningar hans
voru á hverju blaði, m.a. mynd af
mér sjálfri. En því miður er bók
þessi glötuð.
Sumarið, sem ég var 8 ára, fór
Gísli til Danmerkur í annað sinn.
Áður hafði hann stundað íþrótta-
nám í skólanum í Ollerup. Vetur-
inn 1930-31 kenndi hann við
Bændaskólann á Hólum bæði
íþróttir og fleira. Þann vetur og
reyndar miklu oftar var hann
hvattur til að fara utan til náms
við Landbúnaðarháskólann í
Kaupmannahöfn.
Ekki hafði hann verið þar lengi,
er berklarnir sögðu til sín að nýju.
Hófst þá langur þrautatími. En
þótt hann væri mjög veikur,
gleymdi hann ekki að gleðja litlu
systur sína. Alltaf komu bréf, frá
Kaupmannahöfn fyrir afmælið
mitt. Stundum voru umslögin stór
og í þeim gúmmíleikföng, sem
hægt var að blása upp. Stundum
voru þar teikningar en oftast
afmælisljóð. Voru það ýmist heil
ljóðabréf eða glettnar, gaman-
vísur, þar sem rifjaðar voru upp
minningar frá samverustundum
okkar. Vísur þessar festust strax
í huga mínum, og margar þeirra
geymast þar enn.
Þó að ég bæri lítt skyn á veikindi
Gísla, vissi ég að foreldrum okkar
þótti sárt að vita hann einan og
sjúkan svo langt í burtu og fólu
hann forsjá Guðs. Guð gleymdi
honum heldur ekki. Á þessum
árum eignaðist hann stóra og dýr-
mæta gjöf. Ung dönsk hjúkrunar-
kona gaf honum alla umhyggju
sína og ást. Hún hjálpaði honum
þá og oft síðar til að berjast við
sjúkdóminn og vinna sigur. Og
seinna, þegar löngu námi var lokið
og friður kominn á að nýju í stríðs-
hrjáðum heimi, kvaddi hún fjöl-
skyldu og föðurland til að fylgja
honum til kalda landsins úti á
miðju Atlantshafi. Öll árin síðan
hefur hún staðið við hlið hans,
traust og sterk, mikils metin af
tengdafólkinu og öllum þeim sem
þekkjahana.
Við systurnar höfum oft talað
um, að Gísli hafi fengið í arf mestu
og bestu kosti foreldra okkar.
Hann var óvenju fjölhæfur og
hefði átt auðvelt með að leggja
stund á verklegt nám. Á æskuárum
smíðaði hann ýmsa muni, sem til
voru heima, enda vel hagur í hönd-
um. En mestan hluta ævinnar var
hann hlaðinn öðrum störfum. Oft
vann hann margra manna verk.
Samt hafði hann alltaf bæði tíma
og löngun til að greiða götu og
annast málefni fjölmargra, bæði
skyldra og vandalausra.
Starfsdagurinn var orðinn lang-.
ur. Oft hafði hann með hjálp konu
sinnar og læknavísindanna risið
af sjúkrabeði. En að lokum fóru
líkamskraftar hans þverrandi, þó
að minni og hugsun héldist
óbreytt. Er hann lá síðustu dagana
á sjúkrahúsi og mátti ekki mæla,
var það ómetanlegt fyrir okkur
systur hans að verða vitni að þeirri
umhyggju og ástúð, sem börnin
hans sýndu honum. Dag og nótt
sátu þau til skiptis við hvílu hans
og móðir þeirra einnig eftir því
sem þrek hennar leyfði.
Vegferð hans hér á jörð er lokið.
Aldrei framar heyri ég rödd hans
í símanum spyrja, hvernig mér líði.
Honum var gefin geðró og sálar-
styrkur, sem hélst allt til enda.
„Kynslóðir koma, kynslóðir
fara.“ Það er lögmál lífsins. En í
orði Guðs stendur: „Sælir eru dán-
ir, þeir sem í Drottni deyja." Það
veit ég, að Gísli gerði. Þess vegna
trúi ég því líka, að á þessum jólum
hafi röddin hans tekið undir með
þeim himnesku hersveitum, sem
sungu Guði lof og dýrð í upp-
hæðum.
Lilja S. Kristjánsdóttir
í dag, 4. janúar, er kvaddur Gísli
Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri
búnaðarblaðsins Freys. Hann lést
á 82. aldursári aðfaranótt aðfanga-
dags síðastliðins. Utför hans er
gerð frá Lágafellskirkju í Mosfells-
sveit. Með honum er horfinn einn
af vöskustu forvígismönnum ís-
lensks landbúnaðar á þessari öld,
maður, sem var síungur í anda og
starfsglaður með brennandi áhuga
á öllum góðum málum er tengdust
ævistarfi hans, auk fjölda annarra
málefna.
Gísli Björgvin Kristjánsson var
Svarfdælingur að ætt og uppeldi,
fæddur í Gröf í Vallasókn hinn 28.
febrúar 1904, en uppalinn á næsta
bæ, Brautarhóli þar sem foreldrar
hans, sæmdarhjónin Kristján Sig-
urjónsson frá Gröf og Kristín
Kristjánsdóttir frá Ytra-Garðs-
horni bjuggu nær þrjá áratugi.
Börn þeirra Kristjáns og Kristínar
í Brautarhóli voru sex: Gísli var
elstur, þá Filippia Sigurlaug,
skáldkona og húsfreyja í Reykja-
vík, skáldnafn hennar er Hugrún,
þá Sigurjón Kristján, fyrrum
bóndi í Brautarhóli, hann er nú
látinn, Svanfriður Guðný, hús-
Elínborg Bjarna-
dóttir — Minning
Kveöja frá vinkonu
Fædd 3. febrúar 1917
Dáin 22. desember 1985
í Flatey á Breiðafirði leit Elín-
borg fyrst dagsins ljós, 3. febrúar
1917. Foreldrar hennar voru Júl-
íana Guðmundsdóttir og Bjarni
Bjarnason, ágætis fólk en sára
fátæk, eins og svo margir voru þá.
Sex voru þau systkinin svo að
nærri má geta hve brauðbaráttan
var hörð, en Guð leggur líkn með
þraut, þrjú börnin voru tekin í
fóstur og þeirra á meðal var Elín-
borg.
Séra Sveinn Guðmundsson og
hans ágæta kona Ingibjörg Jónas-
dóttir tóku Elínborgu ársgamla.
Séra Sveinn var móðurbróðir
hennar og hafði brauð í Árnesi í
Árneshreppi, Strandasýslu.
Frú Ingibjörg var dugleg kona
og svo hjartahlý að hún mátti
aldrei neitt aumt sjá.
Barnmörg voru þau hjón, og
voru börn þeirra bæði greind og
dugleg.. Meðal þeirra voru þeir
landsþekktu menn Kristján
Sveinsson, augnlæknir, og Jónas
Sveinsson, læknir.
Ella var mjög bráðþroska, bæði
andlega og líkamlega, og hafði svo
mikla kímnigáfu að sérstætt var.
Þegar ég var 13 ára unnum við
saman í síld á Djúpavík og bjugg-
um þá saman í lítilli herbergis-
kytru ásamt fjórum öðrum stúlk-
um. Þá hófst vinátta okkar, sem
enst hefur síðan og aldrei hefur
brugðist og mun aldrei bregðast.
Við vorum ungar, léttar í lund
og kannski svolítið gáskafullar.
Á Djúpavík starfaði einnig
unnusti Elínborgar, Ófeigur Pét-
ursson frá Ófeigsfirði, glæsilegur
og góður drengur og ekki var hún
síður glæsileg. Hún hefði getað
sagt eins og Bergþóra forðum:
„Ung var ek Njáli gefin,“ og vissu-
lega hefði hún „liðið hið logandi
bál“ með unnusta sínum og síðar
eiginmanni, hefði þörf verið á því.
Hjónaband þeirra var fagurt og
grundvallað á sannri ást og djúp-
um kærleika sem aldrei dvínaði.
Fimm börn eignuðust þau, sem öll
eru vel af Guði gerð.
Við ræddum margt saman, höfð-
um báðar yndi af góðum ljóðum
og töluðum einnig um eilífðarmál-
in. í þeim umræðum var mér ljóst
iað hún var innilega trúuð.
Aldrei kvartaði hún um sín eigin
veikindi en hlustaðir með hlut-
tekningu á aðra sem þjáðust og
með glaðværð sinni tókst henni oft
að láta aðra gleyma þjáningum eða
vandræðum sínum, að minnsta
kosti í bili.
Minni góðu gömlu vinkonu
þakka ég innilega allar skemmti-
legu samverustundirnar sem við
freyja í Reykjavík, Sigurður Mar-
inó, lengi skólastjóri á Laugum,
nú bóndi í Brautarhóli og Lilja
Sólveig húsfreyja og kennari í
Reykjavík.
Sagt er að lengi búi að fyrstu
gerð og víst er að Gísli mótaðist
af æskuumhverfi sínu, og bjó að
áhrifum þess alla ævi. í Svarfað-
ardal hefur jafnan verið þéttbýlt.
Á fyrri hluta þessarar aldar voru
þar um níutíu jarðir í ábúð og
ekki allar stórar.
Hér hefðu líka landsnytjar
hrokkið skammt þótt góðar væru
til lífsbjargar svo mörgu fólki ef
ekki hefði komið til annað bjarg-
ræði: sjósóknir frá Böggvisstaða-
sandi. Ékki er vafi á því að þétt-
býlið og sjósóknin efldi samhug
og félagshyggju Svarfdælinga. Þar
kom til sameiginleg nauðsyn.
Brautarhólsheimilið var menn-
ingarheimili þó ekki væri þar
auður í garði. Þar voru ræktar
fornar dyggðir, iðjusemi og ráð-
deild, hjálpsemi og góðfýsi.
Bókakostur var talsverður á
heimilinu auk þess sem tiltækur
var bókakostur Lestrarfélags
Svarfdæla en hann var mikill og
góður og óspart notaður. Gísli var
greindur og námfús. Hann varð
snemma læs og las reiðinnar ósköp
og mundi vel það sem hann las.
Hann gekk í barnaskóla, í skamm-
an tíma þó, yfir á Þinghúsið á
Grund, til Tryggva Kristinssonar
organista, þess mæta manns, sem
þá var barnakennari í miðsveit-
inni. Minntist Gísli hans jafnan
með þakklæti og hlýju. Kvöldvökur
voru þá enn ræktar, einnig í Braut-
arhóli. Þær hafa oft verið lofaðar
sem vert er. Prestsetrið á Völlum
var í næsta nágrenni við Brautar-
hól. Staðinn sátu þá sr. Stefán
Kristinsson og Sólveig Péturs-
dóttir Eggerz, höfðingjar í sjón og
raun. Hafði Vallaheimilið mikil
menningaráhrif í sveitinni og mun
Gísli ekki hafa farið varhluta af
þeim hollu áhrifum. Á þessum
árum stofnuöu unglingar á Aust-
urkjálkanum í Svarfaðardal Ung-
mennafélagið Æskuna, sem starf-
aði í nokkur ár. Þar voru haldnir
málfundir og æfð fundarsköp.
Gísli fór í Hólaskóla rúmlega tví-
tugur eins og margir ungir Svarf-
dælingar gerðu á þessum árum,
og lauk búfræðiprófi árið 1926. Til
Danmerkur hélt hann ári síðar til
náms í íþróttakennaraskólann í
Ollerup á Fjóni veturinn 1926—
1927. Hélt þá heim og kenndi viö
unglingaskóla á Dalvík í tvo vetur,
vann þá líka við verslunarstörf og
stundaði aðra tilfallandi vinnu í
dalnum s.s. vegaverkstjórn og
jarðyrkju. Kennari var hann á
Hólum veturinn 1930—1931.
Nú lá leiðin á ný utan til Dan-
merkur þar sem hann var við nám
Sjábls. 29.
áttum í gamla daga. Ég vona að
við getum endurtekið þær, eða
aðrar líkar, er við hittumst á ný í
ríki sælunnar.
Eiginmaður hennar og börn eiga
dýrmætar minningar um hana og
einnig allir aðrir sem þekktu hana
vel. í þeim hópi erum við systurnar
fráKjós.
Við sjáumst bráðum.
Þú færð að líta frelsarann
og finna náðar-kærleikann.
Þín göfga, hressa, glaða sál
ei girntist heimsina raup né tál.
Einlæg vinkona,
Guðrún Jónsdóttir frá Kjós
Kveðja frá fóstursystur
„Nú er skarð fyrir skildi,
nú er svanurinn nár á tjörn.“
Fóstursystir mín Elínborg
Bjarnadóttir er farin frá okkur.
Nú þegar leiðir skilur í bili, eru
mér efst í huga allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman. Þær
minningar eru dýrmæt eign þegar
leiðir skilur.
Eftirlifandi manni hennar
ófeigi Péturssyni og börnum
þeirra votta ég mína dýpstu samúð
í sorg þeirra og óska fóstursystur
minni velfarnaðar á nýjum leiðum.
Ingveldur Sveinsdóttir