Morgunblaðið - 04.01.1986, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANUAR1986
18
Minning:
Ólöf Guðmunds-
dóttir frá Ríp
Mig langar til að skrifa nokkur
fátækleg kveðjuorð um tengda-
móður mína, Ólöfu Guðmunds-
dóttur frá Ríp í Hegranesi.
Ólöf var fædd að Ási í Hegra-
nesi, 11. mars 1898. Foreldrar
hennar voru merkishjónin Jó-
hanna Einarsdóttir og Giiðmundur
Ólafsson, sem bjuggu allan sinn
búskap héraðskunnu rausnarbúi
að Ási.
Þar ólst Ólöf upp í átta systkina
hópi. Nú eru aðeins tvær yngstu
systurnar, Kristbjörg og Lovísa,
eftir hérna megin við tjaldið, sem
sumir nefna dauða en aðrir inn-
gang tii lífsins.
Mikill kærleikur var með þeim
systkinum og þó alveg sérstaklega
með Ólöfu og tveim yngstu systr-
unum.
Ólöf var fögur kona á yngri
árum og alla tíð í augum þeirra
sem þekktu hana best. í æviminn-
ingum sínum segir Þórir Bergsson
(Þorsteinn Jónsson), að hún hafi
verið fegursta konan í Skagafirði.
Hún hefur því áreiðanlega verið
eftirsóttur kvenkostur og margir
ungir menn litið hana hýru auga.
Einn þeirra var ungur, efnilegur
maður úr Hegranesinu, Þórarinn
Jóhannsson, uppeldissonur bónd-
ans á Ríp. Ólöf og Þórarinn gengu
í hjónaband 26. maí 1918 og um
sama leyti munu þau hafa tekið
við búskap á Ríp að hálfu af upp-
eldisföður Þórarins, sem orðinn
var aldraður.
Þórarinn var dugnaðar- og
mannkostamaður og var hjóna-
band þeirra hið farsælasta. Hann
lést sl. sumar í hárri elli. Sérlega
ástúðlegt var með þeim hjónum
og nú síðustu árin máttu þau vart
hvort af öðru sjá, jafnvel þó að
ekki væri nema hluta úr degi.
Ólöfu og Þórarni búnaðist vel á
Ríp og árið 1931 tóku þau til ábúð-
ar hinn helminginn af jörðinni og
bjuggu eftir það á henni allri, þar
til synir þeirra tóku við búrekstr-
inum, þegar þau þraut krafta.
ólöfu og Þórarni varð tíu barna
Fædd 4. janúar 1899
Dáin 18.desember 1985
Vorið 1915 réðst frá Kvennaskól-
anum á Blönduósi ung stúlka til
foreldra minna á Torfalæk um
nokkurra vikna skeið. Hún hét
Andrína Guðrún Kristieifsdóttir.
Hún var með góð meðmæli frá
skólanum, en hafði aðeins dvalið
fyrri vetur sinn þar. Þessi 16 ára
stúlka reyndist foreldrum mínum
ákaflega vel og höfðu þau oft orð
á því síðar á lífsleið sinni að betri
þjónustustúlku hefðu þau ekki
haft. Myndaðist vinátta við hana
frá Torfalækjarheimilinu, sem í
vissum tilfellum varði til æviloka.
Andrína Guðrún fæddist á
Stóra-Kroppi í Borgarfirði 4. jan.
1899, dóttir hjónanna Kristleifs
Þorsteinssonar fræðimanns þar og
Andrínu Guðrúnar Einarsdóttur,
en hún lést skömmu eftir fæðingu
þessarar dóttur sinnar, 25. jan.
1899. Var dóttirin þá tekin til fóst-
urs að Deildartungu til hjónanna
Hannesar Magnússonar og Vigdís-
ar Jónsdóttur, sem var ömmusyst-
irhennar.
Andrína ólst upp í Deildartungu,
en var um tíma á Hvanneyri hjá
Páli Zóphóníassyni kennara þar til
þess að búa sig undir kvennaskóla-
námið á Blönduósi, en þar var hún
veturna 1914—1915 og 1915—1916.
Hún var því tiltölulega vel undir
lífsstarfið búin að hafa alist upp
á miklu myndarheimili og verið
auðið, allt dugnaðar- og myndar-
fólk. Sum búa í Skagafirði en
nokkur hafa sest að í öðrum byggð-
arlögum. Ólöf og Þórarinn munu
nú eiga 93 niðja.
Ólöf var mikið dugnaðar- og
mannkostakona. Auk þess að fæða
í heiminn og sjá um uppeldi tíu
barna hvíldu öll heimilisstörf á
hennar herðum og þó að Þórarinn,
maður hennar, væri dugnaðar- og
atorkumaður var hann heilsulítill
með köflum og þurfti m.a. tvívegis
að gangast undir læknisaðgerð í
Reykjavík. f fyrra skiptið sex árum
eftir að þau hófu búskap og þurfti
ólöf þá að sjá ein um búreksturinn
með þrjú smábörn á höndum.
Ríp var bæði þingstaður hrepps-
ins og kirkjustaður. Oft var því
gestkvæmt hjá Ólöfu og Þórarni
og enda þótt þröng væru húsa-
kynnin í gamla Rípurbænum bætti
hjartahlýja og meðfædd gestrisni
ólafar það upp sem á vantaði með
húsrýmið.
Eftir að synir þeirra hjóna tóku
við búskapnum og flutt hafði verið
í betri húsakynni sá Ólöf um heim-
ilið fyrir Gunnlaug, son þeirra, um
tíma og síðar, eftir að Gunnlaugur
flutti með konu sinni til Sauðár-
króks, hélt Ólöf heimili fyrir sig
og Þórarin, þar til fyrir fimm árum
að heilsa hennar bilaði og hún
þurfti að leggjast á sjúkrahús, en
eftir það fékk hún aldrei fulla
heilsu.
Alltaf var sami myndarbragur-
inn á öllu sem Ólöf gerði og heim-
ili þeirra Þórarins var alla tíð sem
annað heimili barna og barna-
barna þeirra, sem sum dvöldu þar
langdvölum, þ.a.m. tvær dætur
okkar hjóna.
Ólöf hafði yndi af blómum og
þau þrifust hvergi betur en hjá
henni og hún talaði stundum við
þau eins og nána vini eða lítil börn.
Hún var söngelsk og sjálf hafði
hún fallega rödd og söng vel. í
Kirkjukór Rípurkirkju söng hún í
áratugi.
Kynni okkar Ólafar hófust er ég
tvo vetur í kvennaskóla, sem talinn
var mjög vel kennslukröftum bú-
inn. En auk þess var Andrína
framúrskarandi dugleg, samvisku-
söm og velvirk. Þá vitneskju hef ég
frá foreldrum mínum á Torfalæk
og samtímafólki í Borgarfirði.
Andrína giftist Birni Gíslasyni
frá Hvammi í Norðurárdal. Hann
fæddist 24. des. 1893, sonur hjón-
anna dr. Gísla Einarssonar prests
í Hvammi og síðar í Stafholti og
Vigdísar Pálsdóttur bónda og al-
þingismanns í Dæli í V-Húna-
vatnssýslu. Björn lauk prófi frá
Flensborgarskóla og búfræðiprófi
frá Hvanneyri.
Gifting þeirra Andrínu og
Björns fór fram 12. júní 1920. Þau
bjuggu fyrst á Kletti í Reykholts-
dalshreppi 1920—1922, síðan í hús-
mennsku á Húsafelli 1922—1928,
búandi á Signýjarstöðum í Hálsa-
sveit 1928—1930. Þá fluttu þau að
Stóru-Gröf í Stafholtstungum og
bjuggu þar 1930—1943, en þá festu
þau kaup á jörðinni Sveinatungu
í Norðurárdal og bjuggu þar
rausnarbúi þar til Björn andaðist
1970. Hinir stöðugu flutningar
þeirra milli jarða sýna hvort
tveggja áhuga þeirra á búskap og
hinsvegar erfiðleika á því aö ná
haldi á góðum bújörðum. Alls
staðar gerðu þau miklar umbætur
í ræktun og húsabótum, en þó
mest í Stóru-Gröf og Sveinatungu.
Þau hjón Andrína og Björn voru
. ;'sSlE,
k . +*
fór í fyrsta sinn norður í Ríp með
unnstu minni, Kristbjörgu, dóttur
Ólafar og Þórarins. Þá var ég dálít-
ið taugaóstyrkur yfir því, hvernig
tengdaforeldrar mínir myndu taka
mér og hvort þeim fyndist ég vera
nógu góður fyrir yngstu dóttur
sína, sem ég vissi að þau héldu
mikið upp á.
Þegar norður kom tók Ólöf á
móti okkur með útbreiddan faðm-
inn og mér hvarf á svipstundu
allur ótti. Síðan hafa Ólöf og Þór-
arinn verið mér sem aðrir foreldr-
ar og heimili þeirra sem annað
heimili.
Meðan börn okkar hjóna voru
lítil fórum við einu sinni eða oftar
á hverju sumri norður að Ríp og
dvöldum nokkra daga hjá Ólöfu
og Þórarni. Ljúft er að minnast
þeirra stunda þegar við ókum í
hlað á Ríp og Ólöf beið eftir okkur
með kræsingar í eldhúsinu og bæði
gömlu hjónin fögnuðu okkur ein-
læglega.
Nú verður tómlegra að koma
norður, þegar þau bæði eru farin.
Kannske bíða þau á öðrum stað
og taka með fögnuði á móti ferð-
lúnum gestum þegar síðustu för-
inni lýkur.
Ólöf var ekki aðeins mikil kona,
hún var einnig góð kona. Heyrt
hefi ég sagt um Jóhönnu, móður
hennar, að hún hafi verið svo
hjartahlý og góðhjörtuð að hún
hafi aldrei mátt neitt aumt sjá og
hafi allra vanda leyst væri það á
hennar færi. Sama held ég hafi
mátt segja um Ólöfu.
Um þannig manneskju mætti
skrifa langt mál, sem þó yrði aldrei
mjög gestrisin og kom það að sjálf-
sögðu ekki síður við húsmóðurina.
Hún var líka góð og umhyggjusöm
móðir og þegar tími leyfði frá
venjulegum húsmóðurstörfum lá
leið hennar út fyrir bæjarvegginn
til hjálpar við bústörfin þar. Þau
voru í öllu samhent Andrína og
Björn og hvorugt naut sín til fulls
án hins.
Þau Andrína og Björn eignuðust
sjö börn. Þau eru: Vigdís kennari
f. 14. apríl 1921. Fyrri maður
hennar var Rögnvaldur Svein-
björnsson kennari dáinn 1962, en
seinni maður Tómas Helgason frá
Hnífsdal. Andrína Guðrún kennari
f. 2. okt. 1923 gift Magnúsi Guð-
nema eins og skuggi eða enduróm-
ur raunveruleikans. Löng skrif
henta ekki í minningargrein.
Með Ólöfu hefur merk og góð
kona lokið löngu og farsælu ævi-
starfi. Sá sem fullnað hefur dags-
verk sitt á rétt á næturhvíld.
Ég þakka Ólöfu fyrir alla hennar
vináttu og ástúð og ég þakka for-
sjóninni fyrir að hafa átt kost á
að kynnast henni. Öllum ástvinum
hennar votta ég dýpstu samúð.
í Guðs friði.
Ævar Jóhannesson
Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðarbraut,
en minning þess víst skal þó vaka.
(Valdimar Briem.)
Á árinu sem var að líða kvöddu
báðir foreldrar mínir. Pabbi dó 14.
júní, mamma 28. desember.
Þau voru miklar lánsmanneskj-
ur og fengu að lifa langa og við-
burðaríka ævi. — „Allar þessar
framfarir," sagði pabbi oft. „Það
var öðruvísi þegar við vorum að
byrja búskap, allt gert með hönd-
unum.“ Þau voru líka svo heppin
að fá alltaf að vera saman.
Ég er að skoða í myndabók
minninganna. Þar er allt svo blítt
og fallegt, — pabbi að breiða
sængurnar betur yfir okkur, rúð-
urnar eru hvítar af hélu. Stundum
var kalt í gamla bænum. Og þarna
er pabbi að bæta kolum i ofninn.
Svo koma myndir af mömmu.
Hún er að syngja í uppljómaðri
kirkjunni heima, þarna að sinna
um blómin sín og þarna er hún
að setja ljós út í glugga og svo sé
ég hana með spenntar greipar í
bæn. Svo kemur mynd af pabba
með barnabörnin á báðum hnjám
og þarna eru myndir frá fjöl-
skyldumótum. Það var alltaf svo
mikill gleðigjafi fyrir þau að hafa
skyldfólkið í kringum sig.
Ég veit að ég finn nálægð þeirra
þegar ég heyri fagra tóna og þegar
blærinn strýkur vanga mína, —
þá veit ég að það eru mjúku hend-
urnar þeirra að klappa mér.
Nú kveð ég elsku mömmu og
pabba með þakklæti fyrir allt sem
þau voru og gerðu. Þakkir fyrir
mundssyni kennara. Ástríður Elín
kennari f. 25. okt. 1928, gift Jóni
Jakobssyni húsasmíðameistara.
Nanna meinatæknir f. 2. mars
1931, gift Hjálmari Ólafssyni
bæjarstjóra, dáinn 1984. Kristín
f. 9. apríl 1934, gift Erlingi Sig-
urðssyni bónda í Sólheimakoti í
Mýrdal. Gísli lögreglufulltrúi f. 15.
apríl 1935, kvæntur Elínu Björgu
Magnúsdóttur sjúkraliða. Krist-
fríður f. 3. júní 1940, gift Gísla
Höskuldssyni bónda á Hofsstöðum
í Hálsasveit.
Afkomendur Andrínu voru við
dauða hennar62.
Þegar Björn andaðist flutti
Andrína til dóttur sinnar, Vigdís-
ar, sem býr á Hofteigi 50 í Reykja-
vík. Þar átti hún gott æikvöld. Var
hvort tveggja, að þau voru henni
hlý og hugulsöm, Vigdís dóttir
hennar og seinni maður Vigdísar,
Tómas Helgason, svo og hitt að
hún var lengst af heilsugóð og
stundaði heimilisstörf, tók á móti
gestum, bakaði gómsætar kökur,
eldaði góðan mat, eins og hún
ávallt hafði gert. Mikla ánægju
hafði hún af að taka á móti fjöl-
skyldu sinni og öðrum vinum. Þess
naut sá er þessar línur skrifar og
sendir henni þakkir fyrir gamla
og nýja tíð. Andrína var líka
þakklát fyrir að geta hjálpað til á
heimilinu og á þann veg létt undir
með dóttur sinni, sem meðal ann-
ars var brautryðjandi hér á landi
í viðgerð handrita og vann að því
starfi um langt skeið á Lands-
bókasafni fslands.
Andrína andaðist í Landspítal-
anum eftir stutta legu og var
jarðsungin í Reykjavík 27. desem-
ber og hvílir við hlið manns síns.
Guðmundur Jónsson frá Hvanneyri
Andrína G. Kríst-
leifsdóttir - Minning
allar þeirra gjafir, fyrirbænir,
ástúð, vernd og blíðu.
Ég bið Guð að leiða þau saman
á ný og blessa að eilífu.
Kveikt er ljós við ljós,
burt er sorans svið.
Angarrósviðrós
opnasthiminshlið.
Niður stjörnum stráð,
engill framhjá fer.
Drottins nægð og náð
boðinn alþjóðer.
(StefánfráHvítadal.)
Bugga
Kveðjuorð til ömmu
Dagurinn líður, dimma færist nær,
dýrlegogskær.
Sólin er að svölum beð að ganga;
kvöldroðans brenna blys á himinslóð
svoblíðogrjóð,
sem æskurós á ungrar meyjar vanga.
(Kristján Jónsson)
Það er erfitt að skrifa um ömmu
— hún var stórbrotin — ein af
þessum konum, sem aldrei fór
neitt fyrir og aldrei trönuðu sér
fram, en voru samt lykillinn að
velgengni og samheldni fjölskyld-
unnar. Hún var að mörgu leyti
óvenjuleg kona, sannkölluð kona
mannsins síns og móðir barnanna
sinna. Ekkert í hennar tilveru var
þessu æðra.
Amma og afi eignuðust saman
tíu börn, sem öll komust upp, en
þrátt fyrir stóran barnahóp og
þungt heimili var gestrisni á Ríp
alla tíð þvílík að orð fór af. Hefur
það verið ærinn starfi fyrir hús-
móðurina að sjá um að allt væri í
lagi, en aldrei bar þó á því að of
mikið væri á eina manneskju lagt.
Ekki ætlaðist hún til þakka fyrir
þau verk sem hún vann og alltaf
var hún lítillát og hógvær.
Það sumar sem ég dvaldi hjá
ömmu kenndi hún mér flest það,
sem ég nú kann, í sambandi við
heimilishald og þessháttar.
Reynsla í að taka á móti fjölda
gesta er einnig ómetanleg, en
vissulega grunaði hvoruga okkar,
að hún kæmi að svo miklu gagni
sem raun ber vitni. Amma kenndi
mér einnig að trana mér ekki fram,
heldur að þegja — eiginleika sem
konum fyrri tíðar hafa verið nauð-
synlegir.
Mig langar að þakka ömmu fyrir
allt, sem hún gerði fyrir mig, og í
leiðinni þakka ég öllum þeim, sem
létu sér annt um hana og léttu
undir með henni síðustu árin.
Allir sem til þekktu vissu að afi
og amma lifðu hin síðari ár mest
hvort fyrir annað og eftir andlát
afa sl. sumar var amma lík og jurt
án lífsvatns — hún hreinlega visn-
aði upp og dó. í huga ömmu var
skilnaður þeirra afa vissulega
tímabundinn og í fullri trú um að
svo hafi verið kveð ég ömmu mína,
Ólöfu Guðmundsdóttur frá Ríp.
Endurminningin merlar æ
í mánasilfri hvað sem var,
yfir hiö liðna bregður blæ
blikandi fjarlægðar,
gleðina jafnar, sefar sorg.
Svipþyrping
sækir þing
í sinnis hljóðri borg.
(GrímurThomsen)
Sigga
Leiðrétting
MISRITUN átti sér stað í fyrir-
sögn á minningargrein um Berg
Þorleifsson í Flatey hér í blaðinu
í gær. Féll þar niður „son“. Mátti
því álykta að um ættarnafn væri
að ræða. Svo er ekki. Um leið og
þetta er leiðrétt eru allir hlutað-
eigandi beðnir velvirðingar á mis-
tökunum.