Morgunblaðið - 04.01.1986, Side 21

Morgunblaðið - 04.01.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. JANÚAR1986 21 Raunvextir eru hæstir í Ástralíu og Bandaríkjunum — eftir Árna Arnason Á síðustu árum hefur svigrúm þjóðarinnar í fjármálum orðið æ minna. Vaxandi erlendar skuldir og ónógur innlendur sparnaður setja okkur í því efni afar þröngar skorður. Fyrir fáum árum voru erlendar skuldir mun minni en nú er. Nú nema þær 55% af þjóðarfram- leiðslu og greiðslubyrði vaxta og afborgana tekur til sín fjórðung útflutningstekna. Einungis vaxtagreiðslurnar á árinu 1984 námu 6,6 milljörðum króna á nú- gildandi gengi, sem samsvarar 27.000 krónum á hvert mannsbarn í landinu. Heildarinnlán landsmanna í bankakerfinu námu 37% af þjóð- arframleiðslu á árinu 1970. Vegna óraunhæfra vaxta í mikilli verð- bólgu rýrnaði þetta sparifé svo fram til ársins 1978, að sparnað- urinn nam þá aðeins 21,5% af þjóðarframleiðslu. Með verð- tryggingu innlána og takmörkuðu vaxtafrelsi hefur peningalegur sparnaður hins vegar aukist á-ný. Enn er þó töluvert í land að hann geti talist viðunandi. Þessar hrikalegu staðreyndir eru ekki nýjar fréttir. Engu að síður er ljóst af umræðunni um vaxtamálin að undanförnu, að enn hafa menn almennt hvorki dregið réttan lærdóm af því sem gerðist, né áttað sig á þeim takmörkunum, sem þessi staða setur okkur. Við höfum ekki lengur ráð á að endur- taka mistök undanfarinna ára. Á leið til frelsis Frá ágúst 1984 hafa bankar og sparisjóðir notið takmarkaðra heimilda til að ákveða vexti af inn- og útlánum. Þetta var viss bylting. Þegar frá leið gekk þetta frjálsræði hins vegar því miður að nokkru til baka og að undan- förnu hefur komið í ljós, að eðli- legum óskum um vaxtabreytingar hefur ítrekað verið hafnað. Um áramótin tóku gildi lög um viðskiptabanka og sparisjóði. Frumvarp til laga um Seðlabanka íslands er hins vegar rétt nýkom- ið fram, en önnur frumvörp um vaxtamál láta á sér standa. Ára- mótin færa okkur þess vegna þvi miður ekki það frelsi í vaxta- ákvörðunum, sem að var stefnt, enda sætir frelsi til vaxtaákvarð- ana enn andmælum. Þessi and- staða er athyglisverð í ljósi reynslunnar. Óraunhæfar opinberar vaxta- ákvarðanir er skýringin á því, hve peningalegur sparnaður dróst saman á áttunda áratugnum. Þá urðu jafnvel dráttarvextir nei- kvæðir um 22% (1974). Á árunum 1973—1979 voru meðalvextir (raunvextir) á útlánum innláns- stofnana neikvæðir á bilinu 10,9%—26,5%. Eftir að verð- tryggingin var tekin upp urðu vextir raunhæfari, en voru þó að meðaltali enn neikvæðir eða á bilinu 4,6%—9,6% fram til ársins 1984. Það er fyrst með takmörk- uðu frjálsræði til vaxtaákvarð- ana, að útlánsvextir innlánsstofn- ana ná að verða jákvæðir. Breyt- ingin er mikil, en þó eru ákveðin inn- og útlán enn með afar óraun- hæfum vöxtum, eins og spari- sjóðsbækur og innlend afurðalán. Vextir af sparisjóðsbókum, sem Seðlabankinn á að geta ákveðið, eru nú 22% og hafa verið það frá 21. mal sl. Vextir af innlendum afurðalánum, sem ríkisstjórnin ákveður eru 27,5%, en verðbólgan sl. 12 mánuði er 38,7%. Enn er verið að arðræna sparifjáreigend- ur og hygla^kuldurum. Svo verð- ur vafalaust áfram, þar til stjórn- málamenn hætta að reyna að ákveða vextina. Reynslan kennir okkur, að það er fyrst með vaxtafrjálsræðinu, að hætt er að hlunnfara sparifjár- eigendur. Lánveitingar ráðast þá af arðsemi og tryggingum í stað þeirrar óeðlilegu mismununar, sem ríkt hefur milli atvinnu- greina í lánveitingum. Frjálsræð- ið leiðir þannig bæði til batnandi lífskjara vegna skynsamari fjár- festinga og aukins réttlætis. Frjálsræði banka og sparisjóða til að ákveða vexti hefur einnig orðið til þess að sparifjáreigend- um bjóðast betri ávöxtunarkjör og fleiri leiðir til sparnaðar. Af þeim sökum hefur peningalegur sparnaður aukist og lántakendum býðst nú aukið fé til láns. í heild munu útlánsvextir fyrirtækja vera jákvæðir á bilinu 1%—2%, að verðbólgunni frátalinni, sem er í takt við sögulega reynslu Vesturlanda af hæð vaxta. Hér er þó ekki öll sagan sögð. Enn er fyrirtækjum mismunað í lánveit- ingum af pólitískum ástæðum — sum greiða hæstu vexti af öllum lánum sínum, þegar önnur njóta vildarkjara — og svo fullnægja lánastofnanir alls ekki þörfum fyrirtækjanna. Þau verða að leita annað. í vaxandi mæli hafa fyrirtæki boðið út lánsfé á almennum markaði. Vextirnir af þessum lán- um eru mun haérri en af bankal- ánum og mun hærri en ætla má, að íslenskur atvinnurekstur standi undir, ef hann á að greiða slíka vexti af öllu sínu fé. Hér á landi höfum við ekki vanist að hagnaður væri slíkur. En eru þessir vextir hærri en í nágrann- alöndum okkar? Árni Árnason „í vaxandi mæli hafa fyrirtæki boðið út láns- fé á almennum mark- aði. Vextirnir af þessum iánum eru mun hærri en af bankalánum og mun hærri en ætla má, að íslenskur atvinnu- rekstur standi undir, ef hann á að greiða slíka vexti af öllu sínu fé. Hér á landi höfum við ekki vanist að hagnaður væri slíkur. En eru þessir vextir hærri en í nágrannalöndunum okkar?“ Vextir hér og erlendis Vaxtasamanburður milli landa er alltaf erfiður og ónákvæmur. í eftirfarandi tölum er reynt að gera slíkan samanburð. Miðað er við afgjöf (vexti og afföll) af skuldabréfum fyrirtækja — hér skuldabréf Eimskipafélags fs- lands hf. — og verðbólgu síðustu 12 mánaða. Við mat á raunvöxtum ætti að vísu að nota verðbólgu næstu 12 mánaða, en hér er fortíð- in notuð sem besta spá um fram- tíðina. Niðurstaðan varð þessi samkvæmt tölum fengnum úr the Economist: Kaunvextir af skuldabréfum fyrirtækja vextir af svipuðum lánum hér á landi falla inn í þessa mynd, þótt hafa verði í huga að þessi lán eru lítill hluti heildarútlána hér á landi. Stjórnmálamenn á Vesturlönd- um hafa undanfarin ár aukið út- gjöld ríkisins og hefur þá engu skipt, þótt tekjur hrökkvi ekki fyrir útgjöldum. Til að standa straum af umframeyðslunni eru verið sýnt fram á, hvernig ríkis- sjóður hefur haft frumkvæði að hækkandi vöxtum hér á landi með yfirboðum, seni aðrir hafa síðan þurft að elta (Mbl. 19.12.1984). Hérlendis hefur hallarekstur ríkisins að hluta til verið kostaður með seðlaprentun, sem skýrir að nokkru meiri verðbólgu hér en í nágrannalöndunum. Hallarekst- urinn hefur einnig að verulegum hluta verið fjármagnaður með erlendum lánum, sem einnig þýðir aukna verðbólgu, en jafnframt að vaxtastigið erlendis hefur óhjá- kvæmilega áhrif á vexti hér. í lok ársins 1984 var raungildi meðalvaxta af erlendum lánum 6,5%. Háir raunvextir erlendis hafa verið staðreynd síðustu árin. Og þjóð, sem skuldar eins mikið í útlöndum og við — 55% af þvi fjármagni, sem lánað er í pen- ingakerfinu er erlent sparifé — kemst ekki hjá því, að þeir vextir, sem þar tíðkast, hafí ráðandi áhrif á vexti hér. Því miður munu vextir á heimsmarkaði — og hér á landi af þeim sökum — ekki lækka verulega fyrr en stjórn- málamenn Vesturlanda taka að stemma útgjöld að tekjum. Gildi vaxta Fyrir nokkrum árum gerði Verzlunarráð íslands samanburð á fjárfestingu og hagvexti í nokkrum löndum. Eins og við var að búast sýndi athugunin, að almennt séð leiddi aukin fjárfest- ing til hagvaxtar (aukinna þjóð- artekna á mann). Athyglisverð- ara var þó hve lönd náðu mismun- andi arði af fjárfestingu sinni. Sláandi var munurinn á Íslandi og i Bandaríkjunum. Á árunum 1965—1974 var hagvöxtur land- anna sá sami, en fslendingar vörðu tvöfalt hærra hlutfalli af þjóðarframleiðslu sinni til fjár- festinga en Bandaríkjamenn. Þetta samsvarar, að fjárfesting Bandaríkjamanna hafi skilað tvöfalt meiri arði en okkar eða að helmingurinn af fjárfestingu okkar hafi skilað sama arði og í Bandaríkjunum en hinn helming- urinn hafi verið arðlaus. Vegna óraunhæfra vaxta var bæði í einkarekstri, en þó einkum í opinberum rekstri eða með til- stuðlan opinberra aðila, ráðist í fjárfestingu, sem allar líkur bentu til að engum arði skilaði. Að undanförnu hafa sum þessara mála komið til uppgjörs. Hrika- legasta dæmið er auðvitað Krafla, en þetta gæluverkefni Alþingis er nú nýuppgert með því að yfir- færa ríflega 2 milljarða króna á Verðbólga skuldabréfum Raun- skattgreiðendur. Þegar lán voru m.v. sl. fyrirtækja vextir: óverðtryggð og vextir langt undir 12 mán.: % % verðbólgustigi komu þessi mál ekki upp á yfirborðið. Nú verða Ástralía 7.6 (8)* 16.10 7.90 fjárfestingarmistökin ekki falin Bandaríkin 3.2 (10) 11.10 7.66 lengur. Bretland 5.4 (10) 11.21 5.51 Enn hafa menn þó ekki til fulln- Belgía 4.2 (11) 10.48 6.03 ustu áttað sig á breyttum tímum. Frakkland 5.0 (10) 11.73 6.41 Nú verður taprekstri ekki lengur Holland 1.9 (10) 7.42 5.42 haldið áfram með nýjum lánum. ísland 38.7 (11) 46.19 5.40 Nú er betra að lána út á arðbæran Ítalía 8.5 (10) 13.14 4.28 rekstur en veð í fasteign. Og þær Japan 1-7 O) 7.08 5.29 eru heldur ekki sama trygging og Kanada 4.2 (10) 10.35 5.90 áður. Fasteignir falla í verði með Svíþjóð 6.9 (10) 13.50 6.17 jákvæðum raunvöxtum og stöð- Sviss 3.0 (10) 4.99 1.93 ugra verðlag leiðir til minni eftir- V-Þýskaland 1.7 (10) 6.75 4.97 spurnar eftir slíkum eignum til fjárfestinga, sem lækkar verð * Viðmiðunarmánuður er innan sviga. þeirra enn frekar. í ljós kemur, að raunvextir eru hæstir í Ástralíu og Bandaríkjun- um, en það er ekki merkilegasta niðurstaðan. Athyglisverðara er, að vextir eru almennt háir og skiptir ekki máli hvort „hægri" eða „vinstri" stjórn er við völd. Þá vekur einnig athygli, hvernig síðan tekin lán innanlands eða erlendis. Þessar lántökur hafa jafnt og þétt útheimt, að hærri og hærri vextir væru boðnir af skuldabréfum ríkisins. Kenningar um samband á milli fjárlagahalla og hárra vaxta í Bandaríkjunum eru vel þekktar, en einnig hefur Þótt vaxtabreytingin sé ekki mikil, þegar færst er frá neikvæð- um vöxtum til jákvæðra, valda umskiptin samt straumhvörfum. Fariö er frá óeðlilegu ástandi til eðlilegs. Nú borgar sig að spara, staðgreiðsla verður hagkvæmari én afborgunarkaup. Og bráðum fara bankarnir að leita að lántak- endum, ef ríkisstjórnin heykist ekki á vaxtafrjálsræðinu. Hvert ber að stefna? í viðtali á miðju þessu ári, sagði Matyas Timar, aðalbankastjóri Ungverska seðlabankans, að vext- ir í Ungverjalandi „muni verða látnir ráðast af markaðsaðstæð- um á næstu einu til tveimur árum“. „Markmiðið er árangur," segir hann, eða m.ö.o. að auka sparnað og að bankarnir ráðstafi lánsfé á grundvelli arðsemi. Þeg- ar svo er komið í Austrinu, ætti okkur íslendingum að vera óhætt að taka upp venjur Vesturlanda. Nú um áramótin, þann 1. jan- úar, tók einmitt gildi ný löggjöf um viðskiptabanka svo og ný lög um sparisjóði. Að mínu mati skortir hins vegar nokkuð á, að vaxta- og bankamálin komist þar með í æskilegan farveg. • í fyrsta lagi þarf að fella niður ákvæði um vaxtaákvörðunar- vald Seðlabankans á vöxtum innlánsstofnana. Ætlunin var, að það gerðist með nýrri löggjöf um Seðlabankann. Það frum- varp er nú komið fram, en sennilegt er, að frumvarpið verði ekki samþykkt fyrr en með vorinu, ef tekið er mið af starfsháttum Alþingis undan- farin ár. Til þess að koma vaxtafrjálsræðinu að mestu á fljótlega upp úr áramótunum, ætti Seðlabankinn nú þegar að gefa vexti frjálsa af sparisjóðs- bókum og ’verðtryggðum skuldabréfum. Sú breyting mun fljótt draga úr því mikla mis- ræmi, sem er á vöxtum bæði innan bankakerfisins og milli þess og verðbréfamarkaðarins. Þá ætti ríkisstjórnin að breyta vöxtum af innlendum afurða- lánum, en þeir eru í litlu sam- ræmi við verðbólgustigið. Vegna þess eru vextir á öðrum lánum hafðir hærri til að niður- greiða muninn. • í öðru lagi er rétt að fella úr gildi núgildandi lög um bann við okri, dráttarvexti o.fl. Lögin torvelda heilbrigð verðbréfa- viðskipti, eru slæm lagaskýring á okurvöxtum og léleg vernd gegn okri. Rétt væri að skil- greina betur misneytingar- ákvæði laganna og færa í samn- ingalög, en setja sérstök lög um dráttarvexti. • í þriðja lagi væri æskilegt að breyta ríkisbönkunum í hluta- félög í eigu almennings. Það mun síðan ráðast af hag- kvæmnisástæðum hversu langt hluthafar vilja ganga í samein- ingu banka, svo að þeir geti betur sinnt stærri verkefnum, en jafnframt veitt fjölbreytta sem og sérhæfða fjármálaþjón- ustu. • í fjórða lagi væri það kostur að færa öll útlán Húsnæðis- stofnunar til þeirra banka eða sparisjóða, sem uppfylla ákveðnar skyldur, t.d. skuld- binda sig til að lána tiltekna fjárhæð til viðbótar húsnæðis- láni. Lífeyrissjóðir mættu einn- ig íhuga að færa lán sín í slíkan farveg, þannig að viðskipta- banki viðkomandi sjóðsfélaga afgreiði lánið og innheimti. Þannig gætu húsbyggjendur og/eða -kaupendur afgreitt öll lánamál sín á einum stað og heildarsýn fengist yfir greiðslu- byrði og greiðslugetu lántak- andans. Þannig fengju menn ráðgjöf á réttum tíma, áður en ráðist yrði i framkvæmdir, sem síðar reyndust þeim um megn. í heild má segja að í þessum efnum hafi margt stefnt í rétta átt. Verði verkinu lokið og fái að reyna á þessa nýskipan, er fram- undan heilbrigt bankakerfi, sem þjónar bæði sparifjáreigendum og lántakendum. Spurningin er einungis hvort við erum nægjan- lega framsýn og staðföst til að ljúka hálfnuðu verki. Höfundur er framkræmdastjóri Verzlunarriðs íslands. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.