Morgunblaðið - 04.01.1986, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986
Guðjóri Ólafsson
Stóra Hofi — Minning
Fæddur 1. ágúst 1903
Dáinn 24. desember 1985
Langri ævigöngu er lokið, lúinn
líkami fær hvíld. Þetta er gangur
lífsins og svo sjálfsagt sem það þó
er verður það ætíð til þess að
staldrað verður við. Sæti verður
autt í hugskotinu og myndir og
minningar sækja að.
Hann Guðjón er svo sannarlega
einn þeirra sem sæti á í þessum
minningamyndum mínum allt frá
bernsku minni. Einn þeirra sem
var hluti af henni frá fyrstu tíð,
frændinn sem hélt öruggum hönd-
um um mig á hnakknefinu fyrir
framan sig ef því var að skipta,
frændinn sem átti myndavél til
þess að geyma augnablikin á filmu,
átti munnhörpu sem virðist dá-
semd alls sem hægt var að hugsa
sér. Og allt í einu er hann ein-
hverju sinni kominn af sjónum og
það meira að segja frá útlöndum,
með þessar einstöku brúður handa
okkur systrunum. Þær lokuðu
augunum eins og við, sváfu í finum
kössum klæddar bleiku og fjólubáu
híalíni, með postulínshöfuð svo.
brothætt að litlar, óstyrkar hendur
fengu aðeins að halda á þeim stund
og stund. En dýrð þeirra gleymist
seint þótt þær séu löngu úr sög-
unni.
Guðjón Ólafsson var fæddur 1.
ágúst 1903 á Barkarstöðum í
Fljótshlíð, þar sem foreldrar hans,
Hreiðarsína Hreiðarsdóttir og Ól-
afur Þorleifsson voru þá. Þetta
voru tímar erfiðisvinnu og lítilla
tækifæra fyrir ung hjón að byrja
búskap. Þeim bættust fljótt börn
til viðbótar og einn góðan veður-
dag er Hreiðarsína komin ofan í
Landeyjar að Vatnshóli til Gott-
skálks, hálfbróður síns, og konu
hans, Sigurbjargar Sigurðardótt-
ur, sem þar bjuggu. Með sér hefur
hún sveininn Guðjón, að fá fóstur
fyrir hann.
Þau Vatnshólshjón áttu þá tvo
syni nokkuð eldri en Guðjón og
tóku þeir vel þessum fósturbróður
sínum. Annar þeirra var faðir
minn. Guðjón leit á hjónin í Vatns-
hól sem sína aðra foreldra og unni
þeim, þótt hann missti aldrei
tengslin við sína eiginlegu foreldra
og léti sér annt um þá alla tíð.
Það varð honum mikið áfall er
Sigurbjörg fóstra hans lést 1911,
þótt hann nyti góðrar umönnunar
Ásthildar, móðursystur sinnar,
sem hélt heimili með bróður sínum
uns hann kvæntist aftur og flutti
til Vestmannaeyja.
Ekki er mér ljóst hversu lengi
Guðjón var með fjölskyldu afa
míns, en hitt veit ég að afi bar hag
hans og velferð fyrir brjósti alla
tíð. Um það vitna bréf sem afi
skrifaði föður mínum eftir að þeir
Guðjón voru báðir fluttir frá hon-
um og fylgdust stundum að.
Faðir minn fór sem vinnumaður
að Grafarholti í Mosfellssveit og
kvæntist síðar næstyngstu heima-
sætunni þar. Guðjón réðst svo
þangað líka og tók slíka tryggð við
það heimili að sérstakt má kalla.
Heimilisfólkið í Grafarholti var
margt og húsbændur vildu geta
boðið fólki sínu upp á gott og
menningarlegt líf, bæði í starfi og
leik. Þarna varð Guðjón viðloð-
andi, milli þess sem hann var til
sjós og sigldi á togurum. í Grafar-
holti kynntist Guðjón konuefni
sínu, Björgu Árnadóttur, ættaðri
austan úr Norður-Múlasýslu. Þá
var að hugsa til eigin búskapar og
að koma sér í væntanlegan sama-
stað.
Guðjón sagði mér einu sinni
undan og ofan af því ferðalagi er
þau Björg fluttu austur í Gnúp-
verjahrepp og hófu búskap á hluta
af jörðinni Stóra-Hofi, sem varð
aðal lífsvettvangur þeirra. Þau
bjuggu þar um árabil af miklum
dugnaði, bættu bæði jörð og húsa-
kost, ólu þar upp börn sín fimm
og unnu meðan kraftar entust.
Þann þátt þekkja sveitungar hans
og samferðafólk betur.
Árin hér í Reykjavík urðu mörg,
en hugurinn var löngum bundinn
eystra. Guðjón vildi veg Stóra-
Hofs sem mestan.
Heilsuleysi beggja, en þó einkum
Bjargar, varð þeim þungt í skauti.
Léleg heyrn bagaði Guðjón mjög
á seinni árum og gerði honum nær
ókleift að nota síma. Samfundum
fækkaði, en fögnuðurinn og alúðin
voru hin sömu hvenær sem hann
hitti eitthvert okkar frændsystk-
ina sinna. Slík var tryggð hans við
ættingjana nær og fjær. Einnig
voru systkinabörn móður minnar
og allt er tengdist gamla Grafar-
holtsheimilinu honum afar kært,
svo sem áður er minnst á. Fyrir
þetta allt sé honum þakkað.
Guðjón var mjög minnugur og
fróður um margt frá fyrri tíð.
Hann hafði gaman af að segja frá
og átti gott með að festa á blað
það sem hann vildi ekki láta falla
í gleymsku. Um það vitna meðal
annars bréf sem systir mín fékk
frá honum ekki alls fyrir löngu.
Löngum vinnudegi er lokið. Er
þá ekki hvíldin kærkomin?
Gð blessi Björgu k'onu hans,
börn þeirra og ættmenn alla. Guð
blessi minningu Guðjóns Ólafsson-
ar.
Kristrún Hreiðarsdóttir
Siguröur Sigurðs-
son - Minning
Fæddur 4. september 1970
Dáinn 22. desember 1985
Við leggjum
engan stiga
yfir hafið
barnið mitt
engar brýr
yfir dagana
fægjum engar
minningar
Aðeinsveruleikinn
gengur óstuddur
upp tröppurnar heima.
(V.G.)
Síminn hringir. Mér er sagt frá
sviplegu fráfalli Sigurðar Sigurðs-
sonar nemanda míns og vinar.
Strengur í brjósti mínu brestur. Ég
minnist ljóðs ungu skáldkonunnar
og er sammála henni um að „Að-
eins veruleikinn gengur óstuddur
upp tröppurnar heima“.
Um það bil er hátíð ljóssins
nálgast flest heimili í landinu
leggst myrkur yfir heimili Kristín-
ar Guðmundsdóttur og Sigurðar
Ingvarssonar á Sunnubraut 8 í
Garði; einkasonur þeirra lést 22.
desember, aðeins 15 ára að aldri
er hann hvarf á vit hins óræða:
blóm vors skammvinna lífs
það rís upp á sléttri grund
með lit og blöð
ogeinndager þaðhorfið
... segir Jóhannes úr Kötlum. Það
er ískaldur veruleiki að Siggi er
ekki lengur á meðal okkar — horf-
inn — hefur tekið höfn á annarri
strönd — strönd hi-ns ókunna. Stóll
hans og borð standa auð í Safa-
mýrarskóla.
Kynni okkar Sigga hófust 1983
þegar ég hóf kennslu í Safamýrar-
skóla. Síðan höfum viö raunar
aldrei misst sjónar hvort á öðru.
Höfum ræktað vináttu. Strengur
legið á milli okkar.
Hann var stundum kallaður
Siggi hennar Hólmfríðar. Þá var
ég dulítið stolt innan í mér. í vetur
hef ég sett upp markmið og
kennsluáætlanir fyrir hann og ber
því að mestu ein ábyrgð á þeirri
kennslu sem hann fékk — en auk
okkar voru tveir nemendur og tveir
kennarar í hóp. Þar fékk Siggi
m.a. kennslu í félagslegum sam-
skiptum og íþróttum.
Hljóðlát og hlý var vinátta
okkar. Við opnuðum oft faðminn
mót hvort öðru — undum sæl
saman. Trúnaðartraust okkar var
fólgið í því að hvorugt hræddist
hið óþekkta — við vissum ná-
kvæmlega hvers við gátum vænst
hvort af öðru. Sigga auðnaðist að
færa góðvild og ástúð sína svo
hljóðlaust og látjaust til mín að
undrun sætti. Ég sá ýmislegt
speglast í svip hans og látbragði.
Hæfni til að tala hafði hann ekki.
Hann kenndi mér að orð eru oft á
tíðum ekki nauðsynleg. Án orða
lagði ég verkefnin fyrir hann.
Áhugi var fyrir hendi — innri
umbun fóst í verkefnunum sjálf-
um. Leiðbeinandinn stóð álengdar
og rétti hjálparhönd ef nauðsyn
krafði. Hlutverk kennarans var því
fólgið í því að byggja kennsluna
upp og gæta þess að nemandanum
mistækist ekki. Við þessi verkefni
vann Siggi eina kennslustund á
dag. Á opna skóladeginum 4. nóv-
ember í vetur sýndi Siggi foreldr-
um sínum hvernig hann leysti
verkefnin. Honum tókst vel upp.
Þá vorum við montin með okkur,
við Siggi! Sú von bæðist alltaf með
mér að Siggi litli fengi bærilegri
heilsu. Ég trúði því einatt og von-
aði að leiðbeinendum hans og for-
eldrum tækist að efla og stuðla að
þroska hans og að honum yrði
gert kleift að takast á við sértæk-
ari verkefni. En heilsa hans var
oft afleit og tími hans á meðal
okkar of naumur.
Steinn Steinarr segir:
Peningamarkaðurinn
r
GENGIS-
SKRANING
Nr. 247 - - 30. desember 1985
Kr. Kr. Toil-
Ein. KI.09.15 Kaup Sala gengi
Dollari 42,000 42,120 42,380
SLpund 60,627 60,800 60,487
Kan.dollari 30,043 30,129 30,259
Dönsk kr. 4,6849 4,6983 4,6495
Norsk kr. 5,5391 5,5549 5,5236
Sænsk kr. 5,5300 5,5458 5,5146
Fi. mark 7,7441 7,7662 7,7146
Fr.franki 5,5657 5,5816 5,5111
Belg. franki 0,8359 0,8383 0,8263
Sv.franki 20,2361 20,2939 20,1091
Holl. gyllini 15,1461 15,1893 15,0071
V-þ. mark 17,0662 17,1150 16,9148
ÍUíra 0,02500 0,02507 0,02479
Austurr.sch. 2,4277 2,4347 2,4066
PorLescudo 0,2667 0,2674 0,2657
Sp. peseti 0,2726 0,2734 0,2711
Jap.yen 0,20889 0,20948 0,20885
írskt pund 52,217 52,366 51,810
SDR(SérsL 46,1384 46,2694 46,1359
INNLÁNSVEXTIR:
Sparisjóðsbækur.................. 22,00%
Sparisjóösreikningar
með 3ja mánaða uppsögn
Alþýðubankinn............... 25,00%
Búnaðarbankinn.............. 25,00%
Iðnaðarbankinn.............. 23,00%
Landsbankinn................ 23,00%
Samvinnubankinn............. 25,00%
Sparisjóðir........'........ 25,00%
Útvegsbankinn............... 23,00%
Verzlunarbankinn............ 25,00%
með 6 mánaða uppsögn
Alþýðubankinn............... 30,00%
Búnaöarbankinn.............. 28,00%
Iðnaðarbankinn.............. 26,50%
Samvinnubankinn............. 30,00%
Sparisjóðir................. 28,00%
Útvegsbankinn............... 29,00%
Verzlunarbankinn.............31,00%
með 12 mánaða uppsögn
Alþýöubankinn............... 32,00%
Landsbankinn................ 31,00%
Útvegsbankinn............... 33,00%
Innlánsskírteini
Alþýðubankinn............... 28,00%
Sparisjóðir................. 28,00%
Verðtryggðir reikningar
miöað við lánskjaravísitölu
með 3ja mánaða uppsögn
Alþýðubankinn................ 1,50%
Búnaðarbankinn............... 1,00%
Iðnaöarbankinn............... 1,00%
Landsbankinn................. 1,00%
Samvinnubankinn.............. 1,00%
Sparisjóðir.................. 1,00%
Útvegsbankinn................ 1,00%
Verzlunarbankinn............. 2,00%
með 6 mánaða uppsögn
Alþýðubankinn................ 3,50%
Búnaðarbankinn............... 3,50%
Iðnaðarbankinn............... 3,50%
Landsbankinn................. 3,50%
Samvinnubankinn.............. 3,00%
Sparisjóðir.................. 3,00%
Útvegsbankinn................ 3,00%
Verzlunarbankinn............. 3,50%
með 18 mánaöa uppsögn:
Útvegsbankinn................ 7,00%
Ávísana- og hlaupareikningar:
Alþýöubankinn
— ávísanareikningar..... 17,00%
— hlaupareikningar........ 10,00%
Búnaðarbankinn............... 8,00%
lönaðarbankinn............... 8,00%
Landsbankinn................. 10,00%
Samvinnubankinn.............. 8,00%
Sparisjóðir.................. 10,00%
Útvegsbankinn................ 8,00%
Verzlunarbankinn............. 10,00%
Stjörnureikningar: I, II, III
Alþýðubankinn................ 9,00%
Safnlán - heimiiislán - IB-tán - plúslán
með 3ja til 5 mánaða bindingu
Iðnaðarbankinn.............. 23,00%
Landsbankinn................ 23,00%
Sparisjóðir............... 25,00%
Samvinnubankinn............. 23,00%
Útvegsbankinn............... 23,00%
Verzlunarbankinn............ 25,00%
6 mánaða bindingu eða lengur
Iðnaðarbankinn.............. 26,00%
Landsbankinn................ 23,00%
Sparisjóóir................. 28,00%
Utvegsbankinn............... 29,00%
Innlendir gjaldeyrisreikningar.
Bandaríkjadollar
Alþýóubankinn................ 8,00%
Búnaðarbankinn............... 7,50%
lönaöarbankinn............. 7,00%
Landsbankinn................. 7,50%
Samvinnubankinn.............. 7,50%
Sparisjóðir.................. 8,00%
Útvegsbankinn................ 7,50%
Verzlunarbankinn............. 7,50% I
Sterlingspund
Alþýöubankinn...............11,50%
Búnaðarbankinn............. 11,00%
Iðnaðarbankinn..............11,00%
Landsbankinn................11,50%
Samvinnubankinn.............11,50%
Sparisjóðir................ 11,50%
Útvegsbankinn.............. 11,00%
Verzlunarbankinn............11,50%
Vestur-þýsk mörk
Alþýðubankinn............... 4,50%
Búnaðarbankinn.............. 4,25%
Iðnaðarbankinn.............. 4,00%
Landsbankinn................ 4,50%
Samvinnubankinn............. 4,50%
Sparisjóðir................ 4,50%
Útvegsbankinn............... 4,50%
Verzlunarbankinn............ 5,00%
Danskar krónur
Alþýðubankinn............... 9,50%
Búnaðarbankinn.............. 8,00%
lönaðarbahkinn.............. 8,00%
Landsbankinn................ 9,00%
Samvinnubankinn............ 9,00%
Sparisjóðir................. 9,00%
Útvegsbankinn............... 9,00%
Verzlunarbankinn........... 10,00%
ÚTLÁNSVEXTIR:
Almennir víxlar, forvextir:
Landsbankinn............... 30,00%
Útvegsbankinn.............. 30,00%
Búnaðarbankinn............. 30,00%
Iðnaðarbankinn............. 30,00%
Verzlunarbankinn........... 30,00%
Samvinnubankinn............ 30,00%
Alþýðubankinn.............. 29,00%
Sparisjóðir.............. 30,00%
Viðskiptavíxlar
Alþýðubankinn.............. 32,50%
Landsbankinn............... 32,50%
Búnaöarbankinn........... 34,00%
Sparisjóðir................ 32,50%
Yfirdráttarlán af hlaupareikningum:
Landsbankinn................31,50%
Útvegsbankinn............. 31,50%
Búnaðarbankinn............. 31,50%
Iðnaöarbankinn..............31,50%
Verzlunarbankinn........... 31,50%
Samvinnubankinn............ 31,50%
Alþýðubankinn...............31,50%
Sparisjóðir............... 31,50%
Endurseljanleg lán
fyrir innlendan markað............ 28,50%
lán í SDR vegna útfl.framl....... 9,50%
Bandarikjadollar........... 9,50%
Sterlingspúnd......;........ 12,75%
Vestur-þýsk mörk............ 6,25%
Landsbankinn................ 32,00%
Útvegsbankinn............... 32,00%
Búnaðarbankinn.............. 32,00%
Iðnaðarbankinn.............. 32,00%
Verzlunarbankinn..............32,0%
Samvinnubankinn............. 32,00%
Alþýðubankinn............... 32,00%
Sparisjóðir................. 32,00%
Viðskiptaskuldabréf:
Landsbankinn................ 33,00%
Búnaðarbankinn.............. 35,00%
Sparisjóðirnir.............. 35,00%
Verðtiyggö lán miðað við
lánskjaravísitölu
ialltað2%ár............................ 4%
lengur en 2'A ár..................... 5%
Vanskilavextir........................ 45%
Óverðtryggð skuldabréf
útgefin fyrir 11.08. ’84 ......... 32,00%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkís-
ins:
Lánsupphæö er nú 400 þúsund krón-
ur og er lánið vísitölubundió meö
lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 5%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur
veriö skemmri, óski lántakandi þess,
og eins ef eign sú, sem veð er í er
lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt
lánstímann.
Greiöandi sjóösfélagar geta sótt
um lán úr lífeyrissjóðnum ef þeir hafa
greitt iðgjöld til sjóösins í tvö ár,
miöaö viö fullt starf. Biðtími eftir láni
er sex mánuðir frá þvi umsókn berst
sjóönum.
Lífey rissjóöur verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú, eftir 3ja ára aöild
að lífeyrissjóðnum, 216.000 krónur,
en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3
ár bætast við lánið 18.000 krónur,
unz sjóðsfélagi hefur náó 5 ára aöild
aö sjóönum. A tímabllinu frá 5 til 10
ára sjóðsaðild bætast viö höfuöstól
leyfilegar lánsupphæöar 9.000 krón-
ur á hverjum ársfjóröungi, en eftir
10 ára sjóösaöild er lánsupphæðin
oröin 540.000 krónur. Eftir 10 ára
aðild bætast viö 4.500 krónur fyrir
hvern ársfjóröung sem líður. Því er í
raun ekkert hámarkslán í sjóðnum.
Höfuðstóll lánsins er tryggöur meö
lánskjaravísitölu, en lánsupphæöin
ber nú 5% ársvexti. ■ Lánstíminn er
10 til 32 ár aö vali lántakanda.
Þá lánar sjóðurinn meö skilyröum
sérstök lán til þeirra, sem eru eignast
sína fyrstu fasteign og hafa greitt til
sjóösins samfellt í 5 ár, kr. 590.000
til 37 ára.
Lánskjaravísitala fyrir desember
1985 er 1337 stig en var fyrir nóv-
ember 1301 stig. Hækkun milli mán-
aóanna er 2,76%. Miöað er viö vísi-
töluna 100 íjúní 1979.
Byggingaví8itala fyrir október til
desember 1985 er 229 stig, og er
þá miðað viö 100 í janúar 1983.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viðskiptum. Algengustu ársvextir eru
nú 18—20%.
Óbundiðfé óverðtr. kjör verðtr. kjör Verðtrygg. færslurvaxta tímabil vaxtaééri
Landsbanki, Kjörbók: 1) 7-36,0 1,0 3mán. 1
Útvegsbanki, Abót: 22-36,1 1.0 1 mán. 1
Búnaöarb., Sparib: 1) 7-36,0 1,0 3mán. 1
Verzlunarb., Kaskóreikn: 22-31,0 3,5 3mán. 4
Samvinnub., Hávaxtareikn: 22-37,0 1-3,0 3mán. 2
Alþýðub., Sérvaxtabók: 27-33,0 4
Sparisjóðir, Trompreikn: 32,0 3,0 1 mán. 2
Iðnaðarbankinn: 2) Bundiðfé: 28,0 3,5 1mán. 2
Búnaðarb., 18 mán. reikn: 39,0 3,5 6mán. 2
1) Vaxtaleiðrétting (úttektargjald) er 1,7% hjá Landsbanka og Búnaðarbanka.
2) Tvær úttektir heimilaðar á hverju sex mánaða tímabili án, þes að vextir lækki.