Morgunblaðið - 04.01.1986, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. JANÚAR1986
25
18. —Rxe4!
Margeir vanmat þessa drottn-
ingarfórn ísraelsmannsins.
19. Bxe7 — Rxf2, 20. Kxf2 —
Hxg2+, 21. Kel — Hh2, 22. Bfl —
Hg3
Einfaldast var að sækja biskup-
inn á e7 strax með 22. — Hg7
ásamt 23. — f5.
23. e4 — f5,24. Hcl —hgl
Israelsmaðurinn er kominn á
villigötur. Hann hefði betur leik-
ið 24. — Hg7 o.s.frv.
25. Dd3 — Ba6
Tímaskortur er farinn að hrjá
keppendur og Greenfeld ofmetur
stöðu sína. Hann hefur aðeins
hrók fyrir drottninguna en óná-
kvæm taflmennska hans gefur
Margeiri tækifæri til að gefa
dauðdæmdan mann á hagstæð-
um kjörum.
26. Hdl — fxe4, 27. fxe4 — d5,
28. De3 — Hghl, 29. Hd2 — Hxd2,
30. Kxd2 — Hxfl, 31. cxd5 — exd5,
32. e5 — b5
Svarta riddarann á d7 vantar
reit á b6.
33. Dh3 — b4, 34. Bxb4 — Hf2+,
35. Kel — Hfl+, 36. Ke2 — Hf2+,
37. Ke3 — Hxa2,38. Dxh5 — Kb7
Betra var að leika strax 38. —
Rb6.
39. Df7 — Rb6,40. e6?
í síðasta leiknum fyrir bið
missir Margeir af einfaldri vinn-
ingsleið: 40. Bd6 — He2+, 41. Kf3
— Ra8, 42. Dxd5+ og hvítur vinn-
ur auðveldlega.
40. — Rc4+, 41. Kf3 — Hal
Greenfeld notaði 40 mínútur á
þennan biðleik sem reynist eina
vörnin í stöðunni.
42. Kg3
Eftir þennan leik kemur svart-
ur riddaranum í spilið með leik-
vinningi en eftir 43. Kg4 var
málið heldur ekki einfalt, þótt
hvítur eigi einhverja vinnings-
möguleika.
42. — Rd2,43. Dd7
Eftir 43. e6 kemur 43. — Re4+,
44. Kg2 (44. Kg4 - Hfl!, 45. De7
— Be2+, 46. Kh3 — Bf3 og hvítur
er óverjandi mát í næsta leik:
47. — Hhl+) — Ha2+, 45. Kgl —
Hal+ogjafntefli með þráskák.
43. — Re4+, 44. Kf4 — Hfl + , 45.
Ke5 — Rf6,46. Dd8 — Bc4!
Svartur valdar peðið á d5 og
hótar 47. — Rg4 mát.
47. Dxf6
Ekki 47. e7? - Rg4+, 48. Ke6
— Hf6+, 49. Kd7 — Bb5 mát!
47. — Hel+, 48. Kf5 — Hfl+, 49.
Kg5 — Hxf6,50. Kxf6 — Be2!
Kemur í veg fyrir að hvíta
frípeðið á ,e6 komist upp í borð
og verði að drottningu. Skákin
er nú dautt jafntefli.
51. e7
Eða 51. Ke7 - Kc8, 52. Kf8 -
Bh5, 53. e7 — Kd7 og skákin
verður jafntefli því hvíta frípeðið
kemst ekki lengra og engin leið
er að komast áfram í þessu enda-
tafli með mislitum biskupum.
51. — Bh5, 52. Ke6 — Kc6, 53.
Ba5 — Bg4,54. Kf5 — Bh5+
og keppendur sömdu um jafn-
tefli.
2. umferð:
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: E. Formanek (Bandaríkj-
unum)
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 —
cxd4,4. Rxd4 — a6,5. Rc3 — b5
Bandaríkjamaðurinn teflir
mjög tvíeggjað byrjunaratriði.
Eðlilegri leikur er hér 5. — Dc7.
6. Bd3 — Bb7,7.04) —Rf6?
Formanek teflir meira af
kappi en forsjá. Best var að leika
7. - Dc7 eða 7. - d6, 8. Hel -
Rf6, 9. a4 - b4, 10. Ra2 - Be7,
11. Bg5 - a5, 12. c3 — bxc3, 13.
Rxc3 og hvítur stendur betur. •
8. e5 — b4
Spurningin er hvort 8. — Rd5
hefði ekki verið heldur skárri
leikur. Hvítur getur þá valið á
milli 9. Rxd5 — Bxd5, 10. a4 —
b4, 11. Dg4 og 9. Re4 og hefur í
báðum tilvikum mun betri stöðu.
9. exf6 — bxc3, 10. fxg7 — Bxg7,
11. Dg4!
Einfalt og sterkt. Hvítur hótar
biskupi svarts á g7 og valdar um
leið riddara sinn á d4.
11. —Be5,12. bxc3 — h5
Svartur verður að reyna að
flækja stöðuna eins og hann
getur. Hvítur hefur opnar sókn-
arlínur bæði á kóngs- og drottn-
ingararmi, svo að ekki getur
svartur hrókað. Svartur er þar
að auki langt á eftir í liðskipun
og staða hans götótt sem gamall
ostur. Hann reynir því að fiska
ígruggugu vatni.
13. Dh3 — Hg8,14. f3
Svartur hótaði 14. — Hxg2+
o.s.frv.
14. — Da5, 15. Be3 — Dxc3, 16.
Dh4 — Bd5?
Svartur gleymir að koma
mönnum sínum í spilið. Sjálfsagt
var 16. — Rc6 o.s.frv.
17. Hadl - Bxa2, 18. Re2 — Dc7,
19. c4 — Bb3
Hvítur hótaði að vinna mann
með 20. Rcl - Da5, 21. Hd2
o.s.frv.
20. Hbl — Ba4,21. Bb6
Eftir 21. — Dc8, 22. De4 —
Rc6, 23. f4 - Bf6 (23. - Bc7, 24.
Rc3 og Ba4 fellur) 24. f5 opnar
sóknarlínur á svarta kónginn.
Svartur reynir því að valda bisk-
upinn áeöogleikur...
21. — Dd6???
Áhorfendur trúðu varla sínum
eigin augum. Keppendum í
sterku skákmóti sést sjaldan yfir
mát í næsta leik.
22. Dd8 mát.
Sjötta umferð var tefld í gær
(föstudag) en sú sjöunda er í
dag, og þá teflir Margeir með
svörtu gegn Balasjov og Jóhann
með hvitu við Watson.
Minning:
Gísli Sigurjóns-
son Reyðarfirði
Fæddur 14. september 1904
Dáinn 30. desember 1985
Vegferð hvers og eins um ævi-
skeið varðast öðru fremur af
samferðafólkinu.
Nú kveður það fólk, sem fulltíða
var, er ég sleit barnsskóm, fólk,
sem ég kynntist á ýmsan veg, af
mismunandi tilefnum, undantekn-
ingarlítið var það gott alþýðufólk,
sem vann fyrir sér og sínum með
ærnu erfiði, ýmist til sjós eða
lands.
Það er með hlýrri þökk, sem ég
kveð þetta góða fólk, sem kenndi
mér margt; eljusemi, trúmennsku,
nægjusemi og nýtni, en þó máske
fyrst og fremst hjálpsemi og
hjartaþel, sem auðgaði allt um-
hverfi sitt.
Einn þessara samferðamanna
kveð ég nú eftir kynni löng og góð
við hann og hans fólk. Gísli Sigur-
jónsson í Bakkagerði var bóndi
fyrst og síðast, þó hann fengist
eins og fleiri við allt það er til
féll, einkum fyrr á árum. Hann
kom einnig við sögu félagsmála á
Reyðarfirði á árum áður, bæði í
verkalýðsmálum og hreppsmálum,
var um skeið formaður verkalýðs-
félagsins og um átta ára skeið sat
hann í hreppsnefnd og var oddviti
Reyðarfjarðarhreppðs þann tíma.
Hann var maður farsæll í hverju
því sem hann tók sér fyrir hendur,
hann var sanngjarn og sáttfús, en
þó fastur fyrir, ef því var að skipta.
Mér þótti ævinlega gaman að
hitta Gísla, kunni vel að meta
mannkosti hans og gamansemi,
sem aldrei særði og hafði hann þó
oft gaman af að stríða mér smá-
vegis. Gísli var glöggur maður,
sem fylgdist vel með öllu, ræðinn
og skemmtilegur, þegar við tókum
saman tal.
Hann var sjálfstæðismaður af
gamla skólanum, frjálslyndur og
fordómalaus, ekki alltaf sáttur við
sína menn, því honum var eiginlegt
að fara eigin leiðir og lét ekki aðra
móta stefnu sína í þjóðmálum eða
mata sig á skoðunum eins og svo
margir gera í dag.
En sjálfur hélt hann ótrautt
fram eigin skoðunum, en aldrei
varð það okkur til ósættis.
Á mælikvarða síns tíma hafði
Gísli fengið nokkra menntun, sem
hann bjó að og víkkaði sjóndeildar-
hring hans.
Gísli fæddist 14. sept. 1904,
sonur hjónanna Önnu G. Stefáns-
dóttur og Sigurjóns Gíslasonar, er
bjuggu í Bakkagerði á Reyðarfirði.
Reyðarfjörður var því jafnt
bernskuleikvangur hans sem
starfsvettvangur alla tíð.
Um forelda Gísla heyrði ég jafn-
an talað af sérstakri hlýju og virð-
ingu á bernskuheimili mínu, enda
voru þau einkar vel látin og vel
metin hjón, Anna m.a. forystukona
í félagsmálum kvenna á Reyðar-
firði um árabil og Sigurjón annál-
aður hraustleika- og hæfileika-
maður.
Gísli vann ýmis störf um dag-
ana, þó búskapurinn væri þar
drýgstur, en 1929 hóf hann búskap
í Bakkagerði, einnig var ýmis
daglaunavinna drjúg áður fyrr og
ekki má gleyma sjósókninni. Gísli
var um skeið verkstjóri og um
mörg ár var hann löggiltur vigtar-
maður. Hann rækti öll sín störf
af mikilli trúmennsku. Hann
kvæntist 1929 ágætis konu, Huldu
Jónsdóttur frá Krossi á Berufjarð-
arströnd, en Hulda lést fyrir
nokkrum árum.
Hulda var fríð kona, mikilla
mannkosta, sem hugsaði um heim-
ili sitt og vann því ágæta vel meðan
þrek og kraftar entust. Þau eign-
uðust 5 börn, en elsta dóttirin
Anna, prestsfrú á Breiðabólstað,
féll frá á besta aldri. Önnu man ég
vel að heiman sem hina fríðu og
sviphreinu stúlku, sem öllum vildi
gott gera. Þessa naut ég á Eiðum,
er hún gætti okkar sundnemenda
þar og á um hana þaðan bjarta,
ógleymanlega minningu.
Þau börn þeirra hjóna, sem eftir
lifa, eru Guðbjörg húsfreyja í
Kópavogi, Sigurjón trésmiður,
Fellabæ, Birna María húsfreyja
Reyðarfirði og yngst er Edda Vil-
helmína húsfreyja á Reyðarfirði.
Öll eru þau systkini efnisfólk,
sem gott hefur verið að kynnast,
Guðbjörg er skólasystir mín en
yngri systurnar tvær nemendur
mínir.
Langur starfsdagur er liðinn og
kominn hvíldartíð. Farsæl ævileið
er á enda gengin. Ástvinum hans
öllum votta ég samúð mína.
Eg kveð samferðamanninn Gísla
í Bakkagerði með hlýju og þökk
fyrir góða viðkynningu og ljóm-
andi samfylgd um langan veg.
Blessuð sé minning Gísla í
Bakkagerði.
Helgi Seljan
Það er hollt að hafa átt
heiðra drauma vökunætur
séð með vinum sínum þrátt
sólskins rönd um miðja nátt
aukið degi í ævi þótt
aðrir þegar stóðu á fætur.
Á útfarardegi Gísla Sigurjóns-
sonar tengdaföður míns er mér
efst í huga þakklæti og virðing
fyrir góð kynni og samskipti. Gísli
var hreinskilinn og hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum
og var þar af leiðandi alltaf hress-
andi andrúmsloft þar sem hann
fór. Hann fylgdist vel með þjóð-
málum og lét sér annt um upp-
byggingu og framgang í sínu
byggðarlagi og lagði þar gjörva
hönd á plóg.
í hvert sinn er við hittumst fór
ég fróðari af þeim fundum. Sonum
okkar eins og öðrum reyndist hann
vel. Börn og unglinga umgekkst
hann án kynslóðabils en var jafn-
framt í fræðslu- og uppeldishlut-
verki.
Hafi hann þökk fyrir uppfræðslu
og veganesti.
Vini kveð ég, þakka þeim
þessa sumarnæturvöku!
Uti tekur grund og geim
glaðasólskin mundum tveim.
Héðan flyt ég fémætt heim
f agran söng og létta stöku.
(Stephan G.)
Sigrún Brynjólfsdóttir
t
Frú SIGURÞÓRA STEINUNN ÞORBJÖRNSDÓTTIR,
Túnsbergi viö Starhaga,
lést 2. janúar.
Bergur Felixson, Ingibjörg S. Guömundsdóttir,
Þórunn H. Felixdóttir, Felix Valsson,
Ragnheiöur Alfreösdóttir,
börn og barnabörn.
t
Dóttir mín, móöir, tengdamóöir og amma,
ÞÓRA FRANKLÍN,
sem lést á Fjóröungssjúkrahúsinu Akureyri laugardaginn 28.
desember veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju þriöjudaginn 7.
janúar kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Fjóröungssjúkra-
húsiö á Akureyri.
Valgeröur Friöriksdóttir,
Ævar Karl Ólafsson, Sigrún Jóhannsdóttir,
Ólafur Þór Ævarsson, Marta Lárusdóttir,
Inga Jóna Ævarsdóttir, Tryggvi Agnarsson,
Jóhann Björn Ævarsson.
(Stephan G.)
t
Faöir minn, tengdafaöir og afi,
BJARNHÉÐINN ÞORSTEINSSON
bifreiöastjóri,
Hólavangi 26, Hellu,
lést á heimili sínu hinn 31. desember sl.
Svavar Bjarnhéöinsson, Jóhanna Jensen
og barnabörn.
t
ÁRNI KRISTINN K JARTANSSON,
bóndi á Seli í Grímsnesi,
verður jarösunginn frá Skálholtskirkju þriöjudaginn 7. janúar kl.
14. Jarösett verður í Mosfellskirkjugaröi. Bílferö veröur frá Um-
feröarmiðstööinni kl. 12, með viðkömu hjá Fossnesti á Selfossi.
Ellinor Kjartansson,
Þórunn Árnadóttir, Þórdís Pétursdóttir,
Sigrún Guömundsdóttir, Kristján Sigtryggsson,
systkini og fósturbörn.
t
Ástkæri sonur okkar og bróöir,
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
Sunnubraut 8, Garöi,
sem lést 22. desember sl. verður jarösunginn frá Útskálakirkju
laugardaginn 4. janúar ki. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans
,er bent á Þroskahjálp að Suöurnesjum.
Siguröur Ingvarsson, Kristín Guömundsdóttir,
Halldóra Jóna Siguröardóttir, Guðlaug Helga Siguröardóttir.
méÍhúw