Morgunblaðið - 04.01.1986, Page 29

Morgunblaðið - 04.01.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. JANÚAR1986 29 Priscilla Presley hefur nýlega látið frá sér fara bók um ævi sína með átrúnaðargoðinu Elvis Presley. Kennir þar margra grasa og eru ekki allir jafn ánægðir með frásagnargleði Priscillu. Ein þeirra er hin 17 ára gamla Lisa, dóttir þeirra fyrrum Presley— hjóna, en hún telur móður sína hafa skrifað ómaklega um föður- inn, og jafnframt dregið úr mögu- leikum Lisu til að hasla sér völl í kvikmyndaheiminum. Priscilla, sem áður var þekkt sem eiginkona Presleys hefur nú tekið til við kvikmyndaleik og leikur nú stóru ástina hans Bobby í Dallas. P'Oílit, Valtl ! Stórmeistari hlýtur skrautritað skjal undirritað af háyfirdómara, Jóni Áma Jónssyni, og hér eru sýnishorn af tveimur þeirra — sem hanga uppi á vegg í kennarastofu MA. Annað tilheyrir Sverri Páli Erlendssyni, stórmeistara 1978, og hitt Valdimar Gunnarssyni núverandi stórmeist- ara. Það skjal var gefið út 1980 en enginn hefur skákað veldi hans síðan — og hefur Valdimar því borið stór- meistaratitilinn síðastliðin fimm ár. Morgunblaöið/Skapti Stórmeistari, Valdimar Gunnarsson, kominn í sæti sitt — fyrir enda borðsins. Til vinstri er Sverrir Páll í sínu sæti og Gísli Jónsson í sínu til hægri. af 34 áttur og 17 ásar! á kennarastofu MA — og t.d. hafa þeir Gísli Jónsson, íslenskukennari og Bánlur Halldórsson sögu- og latínukennari, setið í sömu sætum síðastliðin 18 ár. Sá er lengst hefur tekið þátt í leik þessum er Aðal- steinn Sigurðsson, sem hætti störfum við skólann síðastliöið vor eftir áratuga kennslu. Sat hann jafnan við annan enda borðsins þar sem heitir Hliðskjálf. Háyfirdómari, Judex Optimus Maximus, er Jón Árni Jónsson — og segir í reglum keppninnar að hann hafi fullt og algert úrskurð- arvald verði ágreiningur um fram- kvæmd reglnanna. Ennfremur segir: „Getur hann einnig, ef sér- stök ástæða er til, gefið leikanda eða leikendum aukastig fyrir leikstíl." Jón Árni spilar aldrei með. Núverandi stórmeistari er Vald- imar Gunnarsson en Sverrir Páll Erlendsson er „fulltrúi almanna- varna, gæslu- og matsmaður spila." Gísli Björgvin Kristjánsson í búnaðarskólanum í Lyngby á Sjálandi og í alþjóðlegum lýðskóla, In'ternational People College. Gísli hóf nám við Búnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1939 og sérfræði- prófi lauk hann 1941. Hann stund- aði nám við Handelsvidenskabelig Læreanstalt 1942—1943. Hann vann við kornbirgðastofnun danska ríkisins 1940—1941, var aðstoðarmaður við ýmsar deildir Landökonomisk Forsögslaborator- ium í Kaupmannahöfn 1939 og aftur 1941—1945. Jafnframt vann hann á þeim tíma við Búreikninga- stofu danska ríkisins og Fast- eignamatsdeild fjármálaráðuneyt- isins danska. Hann naut styrks til visindaiðkana í Danmörku 1943— 1945. Þannig leitaðist Gísli sífellt við að bæta menntun sína og tengdist framhaldsnám hans einkum bún- aðarhagfræði. Ættjörðin var hon- um þó jafnan rík í huga og hvað henni mætti að gagni verða. Á ofanverðum fjórða áratugnum birtust eftir hann í vikublaðinu Degi á Akureyri nokkrar hugvekj- ur um landbúnað og leiðbeiningar, sem hann taldi að kæmu íslenskum bændum vel. Sá sem þessar línur ritar minnist þess að Gísli ráðlegði bændum þá að nota hestvagna með hjólbörðum í stað járnslegnu kerruhjólanna sem þá tíðkuðust. Hann kvæntist árið 1937 eftirlif- andi konu sinni, Thoru Margrethe Nielsen, dóttur skólastjórahjón- anna Margrethe og Hans Nielsens í Mábjerg við Holsterbro á Jót- landi, Thora er hjúkrunarkona að mennt. Þess er þá að geta að Gísli átti lengi við vanheilsu að stríða, lá langar sjúkrahúslegur í Dan- mörku, og telja kunugir að óvíst sé hvort Gísli hefði lokið námi hefði Thoru ekki notið við. Reynd- ist hún manni sínum frábær lífs- förunautur, enda er hún einstök mannkostakona. Gísla stóðu margar dyr opnar til ævistarfs í Danmörku, en hann vildi út til íslands og þar réði. Hann fluttist heim með fjöl- skyldu sína árið 1945, þá rúmlega fertugur, gerðist ritstjóri Freys og gegndi því starfi í tæp þrjátíu ár eða lengur en nokkur annar. Hann fræddi og hvatti íslenska bændur, var vakinn og sofinn í starfi sínu og hlífði sér aldrei. Gísli braut upp á ýmsum málum til eflingar búnaði á íslandi. Hér skal aðeins nefnt tvennt sem hann beitti sér einkum fyrir eftir heim- komuna, en það var votheysverkun og alifuglarækt. Hann hafði óbil- andi trú á gildi votheysverkunar fyrir íslenska bændur. Aðalritgerð hans við sérfræðipróf 1941 fjallaði einmitt um votheysgerð og vot- heysfóðrun. Og Gísli lét ekki sitja við orðin tóm. Hann samdi um kaup á fyrstu votheysturnamótun- um hér á landi. Gísli var ólaunaður ráðunautur í alifuglarækt í mörg ár og stofnandi, formaður og fram- kvæmdastjóri Fuglakynbótabús- ins, Hreiðurs h.f. 1946—1968. Dugnaður Gísla og afköst voru með ólíkindum þrátt fyrir bága heilsu annað slagið. Segja má að hann hafi oft á tíðum afkastað störfum tveggja meðalmanna eða meir og skilaði öllu með sóma. Gísla var falið árið 1953 að stjórna Búnaðarfræðslu Búnaðar- félags íslands og gegndi hann því starfi uns hún var lögð niður eftir rúman áratug. Á þessum tíma ritstýrði hann á fimmta tug fræðslurita um landbúnað, sem Búnaðarfélagið gaf út eftir ýmsa höfunda. Sum ritin skrifaði hann sjálfur. Á þessum árum voru stundum fjórir umferðaráðunaut- ar á vegum Búnaðarfræðslunnar og þurfti þá að skipuleggja störf þeirraogfundi. Gísli var formaður skólanefndar í Mosfellssveit um skeið, í stjórn Skálatúnsheimilisins í Mosfells- sveit í áratug. Sat í stjórn Land- brugskandidatsklub í Kaup- mannahöfn, í stjórn Félags ís- lenskra búfræðikandidata, var fulltrúi á íslandi („Officer in Charge") á vegum fræðsludeildar OECD í París um árabil. Fulltrúi Islands í „Film- og Billedudvalg" norrænna búnaðarsamtaka 1956—1980; í stjórn hagfræðideild- ar NJF um skeið. Hann var hvata- maður að stofnun Æðarræktarfé- lags íslands og fyrsti formaður þess 1967—1975. Gísli var kunnur útvarpsmaður. Hann átti frum- kvæði að því að búnaðarþættir á vegum Búnaðarfélags íslands urðu fastir liðir í Ríkisútvarpinu um miðja öldina og jafnan síðan og sá um þá í aldarfjórðung. Viðtals- þættir hans við menn af öllum stigum um land allt heyrðust oft í kvöldvökum útvarpsins. Hann flutti ótai erindi í útvarp og á fundum um áhugamál sín. Hann skrifaði fjölda greina í blöð og innlend og norræn tímarit. Um aratugi aðstoðaði hann íslenska námsmenn við að fá inni við er- lendar búnaðarstofnanir, og hann sá um að vista á þriðja þúsund útlendinga við bústörf hér á landi. Gísli lét af ritstjórn Freys um sjötugt eða árið 1974 að eigin ósk, en hélt þó áfram að skrifa fyrir Frey. Þá hélt hann áfram því starfi sem hann hafði tekið að sér fyrir Búnaðarfélag íslands 1965, en það var að hafa umsjón með forðamati og framtali sem sveitastjórnir eiga að sjá um hjá bændum. Hann út- vegaði námsmönnum skólavist og útlendingum vinnu hjá íslenskum bændum. Og hann vann áfram að verkefni sem hann hafði haft á ^ hendi fyrir félagið allt frá árinu 1970. Það var að útvega vist og hafa umsjón með grænlenskum nemum sem komu til landsins samkvæmt samningi milli Búnað- arfélags íslands og Sauðfjárrækt- arfélags Grænlands en þeir koma til þess að læra sauðfjárrækt hér- lendis hjá góðum fjárbændum, árlangt eða lengur. Gísji var áhugasamur um grænlensk mál- efni og lagði sig fram um að verða Grænlendingum að liði svo sem hann mátti. Að lokum skal þess getið að Gísli var af íslands hálfu ritstjóri samnorrænnar Orðabókar land- búnaðarins, sem kom út fyrir nokkrum árum, hins merkasta verks. Meðal sæmda sem Gísli hlaut fyrir störf sín voru Riddara- kross I af Dannebrog og Riddara- kross fálkaorðunnar. Hann var heiðursfélagi Æðarræktarfélags íslands og Búnaðarfélags íslands. Fyrstu ellefu árin eftir útkom- una til íslands bjuggu Thora og Gísli með fimm börnum sínum á efstu hæð húss Búnaðarfélagsins við Lækjargötu. Dagstofa þeirra var þá einnig skrifstofa Freys og ^ þaðan var ritið afgreitt. Má nærri geta hvílík ábót þetta hefur verið fyrir húsmóður og heimili með barnafjölskyldu. En þarna ríkti gestrisni og reisn og hverjum gesti var tekið með vinsemd og alúð og voru þau hjónin samtaka um það. Get ég sem þessi orð rita um það borið, því ég var þá aðstoðarmaður Gísla í fimm ár. Minnist ég þess tíma með mikilli ánægju. Árið 1956 flutti fjölskyldan í nýreist hús sitt að Hlíðartúni 6 í Mosfellssveit og bjó sér þar nota- legt heimili. Er nú húsið umlukið fögrum trjá- og blómagarði sem er handverk Thoru og barnanna. Þar er og dálítið gróðurhús. Börn þeirra Gísla og Thoru eru: * Rúna, rithöfundur og kennari f. 3. des. 1940, Stína, kennari og guðfræðinemi f. 16. maí 1943, Edda kennari og fóstra f. 20. okt. 1944, Lilja, hjúkrunarfræðingur f. 3. des. 1949 og Hans, vélvirki, f. sama dag. Gísli unni mjög heimasveit sinni og fylgdist vel með málefnum hennar og mannlífi. Hann hafði ásamt Kristjáni Eldjárn og Snorra Sigfússyni forgöngu um stofnun Samtaka Svarfdælinga í Reykja- vík og nágrenni árið 1957 og var ^ formaður þeirra á fyrstu árunum. Ég vil að lokum fyrir hönd Freys þakka Gísla ómetanleg störf hans fyrir blaðið. Sjálfur þakka ég honum holl ráð og stuðning, tryggð og vináttu við mig og fjölskyldu mína. Hann var hjartahreint karl- menni. - Við Þuríður vottum Thoru og fjölskyldunni innilega samúð. Júlíus J. Daníelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.