Morgunblaðið - 04.01.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. JANÚAR1986
37
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11.30
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Viðreisn móðurmálsins
og varðveisla kynstofnsins
Til Velvakanda.
Ragnar Halldórsson skrifar.
Vá er nú fyrir dyrum Íslendinga
í tvennum skilningi. Móðurmálið
er bæklað og kaunum hlaðið.
Hrunið er orðhof Egils. Týnd eru
og tröllum gefin spakmæli Grettis.
Líkamlegur unaður karls og konu
genginn fyrir ætternisstapa. Fátt
er þar lengur um fína drætti og
horf ir þar flest öndvert.
í árdaga skóp guð hinn fyrsta
mann, Adam. Og guð sá að ekki
er gott að maðurinn sé einn. Því
skóp hann einnig Evu oggaf Adam
hana fyrir konu. Hann bauð þeim
að vera frjósöm og uppfylla jörðina
uns niðjar þeirra yrðu sem sandur
á sjávarströnd. Tegundin hlaut
síðar nafnið Homo sapiens. Hún
hefur verið trú boði drottins varð-
andi viðhaldið og er nú mikilla
sanda.
Höggormurinn ginnti Evu svo
hún braut boð drottins, að ekki
mættu þau tvö er sköpuð voru í
mynd hans eta af skilningstré góðs
og ills. Nú á tímum gengur ávöxtur
þessi undir skammstöfuninni LSD
og er þeirrar náttúru að upp lúkast
augu manna svo að þeir sjá það
sem hulið á að vera. Svo fór Adam
og Evu og því voru þau rekin úr
Paradís.
bjargvætt til embættis mennta-
mála, Sverri Hermannsson. Sú
sending er einnig af himnum ofan,
þegar mest ríður á. Sé það góðu
heilli gjört. Ráðherrann hefur nú
alla þá þræði í hendi sér til að
berjast á tvennum vígstöðvum.
Viðreisn móðurmálsins og varð-
veislu kynstofnsins. Hefur hann
nú stigið á stokk og strengt þess
heit að snúa til réttrar áttar eða
liggja dauður ella. Vel má svo
verða því maðurinn er vopnfær vel
ogmunaf lifaef auðnafylgir. v
Enginn er þó svo mikill af sjálf-
um sér, að ekki megi hann hlýða
ráðum annarra ef af góðum hug
eru fram borin. Ég vil því benda
hæstvirtum menntamálaráðherra
á eftirfarandi atriði til yfirvegun-
ar: Bæklað móðurmál getur hann
reist úr öskustó og skipað því aftur
til hásætis og samtímis því, leyst
öll „kynferðisvandamál" íslend-
inga á þann hátt að við snúum
aftur til gullaldar bókmennta í
þeim efnum. Hann ætti að lög-
bjóða til kennslu og vandlegs yfir-
lestrar þá bók er hæst ber á því
sviði. Sú bók heitir Bósa saga og
Herrauðs.
Þungur mun verða róðurinn til
málvöndunar. í fyrirrúminu sitja
fluggarpar og freyjur. Á miðþóft-
unni Rás 2, „pæjur og stælgæjar“
og öll gelur sú skipshöfn með
tröllslátum og einskis annars kvik-
indis sinn feigðaróð yfir íslenskri
tungu á erlendu skrílmáli. Ungar
mæður kunna ekki lengur skil
móðurmálsins og ala upp börn sín
með „ég mundi segja“ og „æði“.
Rás 2 ætti að fyrirskipa að hafa
ávallt til taks snjallan farandsvein
með óskemmda söngrödd og láta
hann kveða í upphafi hvers þáttar
og við lok hans, vísur þær er Egill
Skallagrímsson og Grettir Ás-
mundarson kváðu.
Ráðherrann sest nú í skut en
knörrinn horfir til öndverðar áttar
í byrjun siglingar. Hann verður
að skipta um áhöfn í fyrirrúmi og
á miðþóftu. Formaðurinn mun
ekki snúa baki við Fjallkonunni í
framtíðinni. Þegar hann hefur
snúið stefni til lands með röskva
sveina og meyjar innan borðs mun
skuturinn ekki eftir liggja ef allvel
er róið í fyrirrúmi.
Um strætó óvissan tíma
Guð var þeim líknsamur og
kenndi þeim þá aðferð til viðhalds
stofnsins er vel hefur dugað allt
til hinna síðustu og verstu tíma.
Sagt var: „Varið yður á falsspá-
mönnum, þeir koma til yðar í
sauðarklæðum". Þeir hafa nú
upprisið meðal vor í líki sálfræð-
inga, skólaspekinga og gervivitr-
inga, boða aðstoð sína og aðferðir,
því nú sé svo illa komið að Homo
sapiens sé hin eina lífvera jarðar-
innar sem ekki er þess umkomin
að tryggja viðhald tegundarinnar
sökum úreltra aðferða.
Guð sendi fsraelslýð Móse á
tima neyðarinnar. íslendingar eru
sagðir af ættkvísl Benjamíns og
nú sendir guð okkur nýskipaðan
Farþegi skrifar:
Ég má til með að nöldra svolítið
yfir blessuðum strætisvögnunum
okkar hér í henni Reykjavík. Öll
könnumst við, sem notum þjónustu
þeirra, við það að ekki eru þeir
alltaf sem stundvísastir og margur
maðurinn hefur bölvað hátt og í
hljóði þegar hann hefur þurft að
bíða von úr viti eftir vagni sem
er langt á eftir áætlun.
Ég varð hins vegar fyrir því í
morgun að ég var snemma á ferð
og ætlaði nú ekki að missa af
vagninum. En hvað gerist? Þegar
ég á eftir ófarna um 50 metra að
biðstöðinni og rölti í hægðum
mínum vegna þess að vagninn átti
ekki að koma fyrr en eftir fjórar
mínútur sé ég hvar vagninn er að
renna burt frá stöðinni. Ég tek á
rás og baða út öllum öngum, en
allt kemur fyrir ekki. Hann brunar
burt á fullu spani. Og ekki virtist
hann fara sér hægt þó hann væri
svona langt á undan áætlun. Því
vil ég benda strætisvagnastjórum
á eftirfarandi: Það er líka óstund-
vísi að vera langt á undan áætlun
og getur kostað farþega mikil
óþægindi. Reynið því elskurnar
mínar að vera á réttum tíma,
hvorki of seint eða snemma á ferð.
Stjórnarráðið úr hegn-
ingarhúsinu í Safnahúsið
Til Velvakanda.
Ætli það sé ekki einsdæmi okkar
íslendinga að hýsa æðstu stjórn-
völd landsins í gömlu tukthúsi?
En það vita víst flestir að stjórnar-
ráðið við Lækjargötu var byggt af
nýlenduherrum okkar, nefnilega
Dönum, sem hegningarhús og þar
hírðust afbrota- og ógæfumenn um
áratugi. Svo ill var vistin í þessari
dyflissu að fangar dóu þar af
harðræði og vosbúð, og sagt að
sumir væru píndir til bana. Ætli
eimi eftir af þessu í andrúmi húss-
ins? Þá er það varla heppilegur
samastaður fyrir stjórnvöldin og
áreiðanlega ekki hollt að halda
ríkisstjórnarfundi í þannig and-
rúmslofti.
Þú birtir á dögunum greinar-
korn þar sem ýjað var að því með
Safnahúsið við Hverfisgötu að það
ætti að taka undir hæstarétt. Ég
vil fá stjórnarráðið þangað því þar
hlýtur að vera gott og menningar-
legt andrúmsloft. Hæstiréttur
getur held ég verið þar sem hann
er. En við íslendingar eigum ekki
að hafa forsætisráðuneytið í af-
dönkuðu dönsku tukthúsi. Og síst
af öllu tugthúsi með fortíð sem
hegningarhúsið gamla við Lækjar-
götu.
Dagfari
HITT OG ÞETTA
Ekki er öll mygla penisillín
Eftir að penisillín var fundið upp og farið var að nota það sem
sýklalyf hafa margir staðið í þeirri trú að ekki sakaði að borða
smá myglubita, það gæti jafnvel verið gagnlegt. Rétt er það að
ekki er öll mygla hættuleg, en fara ber að öllu með gát. Það er
ekki lengra síðan en aldarfjórðungur að í ljós kom að myglan getur
verið hið versta eitur.
Það var árið 1960 að þúsundir
kalkúna, alianda og fasana dráp-
ust á brezku fuglabúi. í ljós kom
að fuglarnir höfðu verið aldir á
fóðri unnu úr brasilískum jarð-
hnetum, og hafði fóðrið verið
myglað. Fuglarnir drápust úr
myglusýki, og síðan hafa vísinda-
menn fundið mörg afbrigði
myglueitrunar.
Það er því vissara ef mygla
sezt ofan á sultuna að fleygja
öllu úr glasinu, því eitrunin
dreifist um allt. Og ef osturinn
fer að mygla er rétt að skera af
honum um sentímetra þykka
sneið til að forðast eitrun. Sama
gildir um brauðið, betra að skera
burtu væna sneið.
Tauklemmu á túbuna
Nýju túburnar með tannkrem-
inu geta verið leiðinlegar. Plastið
er mjúkt, og erfitt að rúlla því
upp eftir því sem minnkar í túb-
unum.
í lesendabréfi í erlendu tíma-
riti birtist ágætis ráð frá konu
sem orðin var leið á að berjast
við að ná kremi úr túbunni. Hún
notaði bara venjulega þvotta-
klemmu sem hún festi neöan á
túbuna, og færði upp eftir því
sem innihaldið minnkað.
Hnerrið þið bara
Þeir sem eru kvefaðir ættu
ekki að vera að bæla niður hóst-
ann eða hnerrann, heldur bara
hnerra og hósta eftir þörfum.
Náttúran hefur gefið okkur hósta
og hnerra til að losa okkur við
það sem ertir slímhúðina í nefi
og hálsi. Veirur og sýklar hverfa
á brott með slíminu, sem við
Iosum okkur við á þennan hátt.
Það er því sjálfsagt að hnerra
að vild, en ekki út í umhverfið.
Nei, í vasaklútinn með óþverr-
ann, helzt pappírsþurrku, sem
má henda í ruslið.
TVÖ GÓÐ SALT-RÁÐ
Fínir ösku-
bakkar
Hvítir postulíns-
öskubakkar verða
fljótt ljótir, með
brúnum blettum
eftir sígarettur. En
blettina er auðvelt
að fjarlægja með
korktappa með salti
á. Nuddið blettina
með tappanum og
bakkinn verður eins
og nýr.
Salthreinsaðir sveppir
Þegar búið er að skera stilkinn
(legginn) af sveppum, eru þeir
settir í skál og einum hnefa af
salti og smá vatni ausið yfir.
Hrærið svo fram og aftur í skál-
inni með fingrunum, og svepp-
irnir verða hreinir á svipstundu
án þess að linast.
Svo eru þeir settir á eldhús-
rúllublað og látið renna af þeim.
r
4C
4T+
T