Morgunblaðið - 04.01.1986, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 04.01.1986, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986 10. Gamlárshiaup ÍR: > Sigurður Petur vann hlaupið fimmta sinni SIGURÐUR Pétur Sigmundsson, langhlaupari úr FH og deildar- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sigraði með glæsibrag í 10. Gamlárshlaupi IR. Hefur Sigurður Pótur unnið hlaupið fimm sinnum, á sínum bezta tíma til þessa og næstbezta tíma, sem náöst hefur. Metþátttaka var í hlaupinu, 42 karlar og konur lögöu upp og luku allir að einum undanskildum keppni, en hlaupið er 10 km langt. Keppnin var haröari en oft áöur í Gamlárshlaupi ÍR. Lengst af fylgd- ust Siguröur Pétur og Már Her- mannsson UMFK aö og skiptust á forystu. Skammt undan kom Ágúst Þorsteinsson, sem sigraö hefur tvívegis í hlaupinu og á brautar- metið, en lengi veitti Bragi honum keppni. Er á leið hlaupiö vann Garöar Sigurösson vel á og sýndi aö hann er aö ná sér á strik eftir ársfjarveru vegna meiðsla. Daníel vann einnig nokkur sæti á seinni hluta hlaupsins. Aöstæöur til keppni voru góöar og tími hlauparanna góður mæli- kvaröa hlaupsins. Tveir útlending- ar kepptu og hlaupiö þvi alþjoö- legt, Bandaríkjamaðurinn Larry Kaufmann varö í 20. sæti og Vest- ur-Þjóðverjinn Hanno Rheineck í 25. sæti. Hanno er heimsmeistari í spretthlaupum í öldungaflokki frá í fyrrasumar og hljóp nú Gamlárs- hlaupiö annað áriö í röö. Hann er mikill islandsvinur og hefur greitt götu íslenzkra frjálsíþróttamanna í Vestur-Þýzkalandi. Njáll Eiösson, landsliösmaður i knattspyrnu, keppti í hlaupinu og sýndi aö hann er í ágætri úthalds- æfingu. Fjórar körfuknattleikskon- ur úr íþróttafélagi stúdenta mættu einnig galvaskar og runnu skeiðiö léttilega og kemur úthaldsæfingin sér líklega vel í næstu leikjum. Alls kepptu sex konur í hlaupinu aö þessu sinni. Eins og endranær var keppnis- gleöin í fyrirrúmi í Gamlárshlaupinu og kvöddu keppnismenn og skokkarar áriö ánægöir í bragöi. ÍR-ingar hyggjast halda þessum árvissa viöburöi áfram, ánægöir með hvernig hefur til tekizt, en hlaupiö fór nú fram 10. áriö í röö, alltaf á Gamlársdag, utan einu sinni er fresta varö hlaupi um fjóra daga vegna veðurs. Eins og áður segir vann Sigurður Pétur sinn fimmta sigur, en annars hafa sigur- vegarar verið sem hér segir: 1984: Haftteinn Óskarsaon ÍR 1983: Siguröur P. Sigmundsaon ÍR 1982: Siguröur P. Sigmundsson FH 1981: Ágúat Porateinaaon UMSB 1980: Siguröur P. Sigmundsson FH 1979: Ágúst Þorateinaaon UMSB 1978: Sigurður P. Sigmundsson FH 1977: Jón Diðriksson UMSB 1976: Ágúat Ásgeirsson ÍR Úrslitin í 10. Gamlárshlaupi IR- inga uröu annars sem hér segir: Karlar: 1. Sigurður P. Sigmundsson FH 30:49 2. Már Hermannsson UMFK 31:14 3. Ágúst Þorsteinsson UMSB 31:17 4. Garðar Sigurösson ÍR 31:28 5. Bragi Sigurösson Á 31:42 6. Daníel Guömundsson USAH 32:27 7. Jóhann Ingibergsson FH 32:41 8. Steinar Friögeirsson ÍR 33:13 9. Siguröur Atli Jónsson KR 33:47 10. Bessi Jóhannsson iR 33:55 11. Sighvatur D. Guömundsson iR 33:59 12. Finnbogi Gylfason FH 34:42 13. Njáll Eiösson UÍA 35:10 14. Kári Þorsteinsson UMSB 35:28 15. Jóhann Heiöar Jóhannsson ÍR 35:41 16. Stefán Friögeirsson ÍR 36:03 17. Jakob Bragi Hannesson ÍR 36:23 18. Borgþór Magnússon KR 36:42 19. Arsæll Benediktsson ÍR 37:38 _ _ Morgunblaðið/Hafstelnn Óskarsson • Upphaf 10. Gamlárshlaúp8 ÍR. Keppendur voru 42 og hér fara fremstu menn, f.v.: Ágúst Þorsteinsson, sem sigraði, Davíö Guðmundsson, Steinar Friögeirsson, Finnbogi Gylfason og Bragi Sigurðsson. 20. Larry Kaufmann, Bandar. 37:44 21.lngvarGarðarssonHSK 37:56 22. Böövar Bjarnason UBK 38:29 23. Högni Óskarsson KR 38:44 24. Sigurjón Andrésson ÍR 39:03 25. Hanno Rheineck, V-Þýzkalandi 39:29 26. Gunnar Grétarsson UMFK 39:32 27. Agúst Böðvarsson ÍR 39:36 28. Hallgrímur Þórarinsson UÍA 39:40 29. Birgir Þ. Jóakimsson ÍR 40:05 30. Æglr Geirdal Gerplu 40:59 31. Skúli Þ. Alexandersson Fram 41:18 32. Asgeir Theódórsson KR 41:53 33. Ólafur Guömundsson KR 43:42 34. Níels Nielsson Brokey 43:54 35. TómasZoégaíR 43:55 Konur: I.Steinunn Jónsdóttir A 41:47 2. Fríða Bjarnadóttir UBK 44:04 3. Sigrún Harpa Hafsteinsdóttir ÍS 49:02 4. Hanna Birgisdóttir ÍS 49:25 5. Þórdis Kristjánsdóttir IS 51:31 6. Sigríöur Gunnarsdóttir iS 56:03 • Yngri flokkur kvenna KA. Fró vinstri: Elín Jónsdóttir, Arndís Ólafsdóttir, Eydís Marinósdóttir, íris Thorleifsdóttir, Rósa Magnúsdóttir og Borghildur Freysdóttir, þjálfari. • Meistaraflokkur KA: aftari rðð f.v. Friðfinnur Hermannsson, Stein- grímur Birgisson, Biarni Jónsson og Stefán Ólafsson, liðsstjóri. Fremri röð f.v.: Þorvaldur Orlygsson, Tryggvi Gunnarsson og Þorvaldur Þor- valdsson. Akureyrarmótiö í innanhússknattspyrnu: Félögin skiptu gullunum bróðurlega AKUREYRARMÓTIÐ i innan- hússknattspyrnu fór fram á milli jóla og nýárs í íþróttahöllinni. Mótið var jafnt og spennandi og er upp var staöið höföu Þór og KA unnið fimm gullverðlaun hvort félag en gullverðlaun voru veitt í öllum A-liðum. í allt haföi Þór sigrað í 14 leikjum og KA í 12 en Vaskur vann engan leik. KA varö Akureyrarmeistari í meistaraflokki karla — sigraöi Þór 4:2 fyrri leikdaginn, föstu- daginn 27. desember og Vask 5:3 daginn eftir. Síöan sigraði Þór Vask 7:3. í meistaraflokki kvenna sigraöi KA einnig — vann Þór 3:2 í spennandi leik. Úrslit uröu annars sem hór segir, viö byrjum á þeim yngstu og höldum upp úr: Þór sigraöi í 6. flokki a, b og c. I viöureign a-liöanna vann Þór 2:1, 3:0 í b og 3:0 í c. Þór vann 7:0 í 5. flokki a en KA vann 3:2 í keppni b-liöanna. í keppni c-lið- anna sigraöi Þór 3:1 eftir fram- lengingu. KA sigraöi í keppni a-liöa 4. flokks, 3:2, Þór sigraði 4:3 í keppni b-liðanna og KA 4:2 í keppni c-liðanna. Þór vann öruggan sigur, 9:4, á KA í 3. flokki a, KA vann 10:9 í viöureign b-liöanna eftir víta- spyrnukeppni (3:3 eftir venjuleg- an leiktíma) og KA sigraöi einnig íc-liðinu, 5:3. Þór sigraði KA í 2. flokki a, 9:7, en KA sneri blaðinu við í 2. flokki b og vann örugglega 7:2. Þór sigraði í 1. flokki — vann KA 4:3 og Vask 10:1 og KA vann Vask 8:3. KA sigraði í a-liði yngri flokks kvenna, 4:2, eftir framlengingu, en 1:1 var eftir venjulegan leik- tíma. i b-liöinu sigraöi Þór 6:3 eftir vítaspyrnukeppni en þar stóö 2:2 eftir venjulegan leiktíma. Þór sigraöi svo 2:1 i keppni c-lið- anna. i b-liði meistaraflokks kvenna sigruðu Þórsstúlkurnar KA 1:0. Þá er einn flokkur eftlr: leik- menn 30 ára og eldri. Þar sigruöu KA-menn mjög örugglega — unnu Þór 6:1. Þór hlaut því gull í 6., 5., 3., 2., og 1. flokki og KA í meistara- flokki karla og kvenna, 30 ára og eldri, yngri flokki kvenna og 4. flokki. Morgunbiaoio/Skapti • Sjðtti flokkur Þórs, frá vinstri: Atli Samúelsson, Bjarni Guðmundsson, Sigurgeir Finnsson, Kristján örnólfsson, Birgir Örn Reynisson, Hafsteinn Lúðvíksson, Ingólfur Pétursson og Jónas Róbertsson, þjálfari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.