Morgunblaðið - 04.01.1986, Blaðsíða 40
HL MGUGRA NOIA
^Auglýsinga-
síminn er 2 24 80
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Viðskiptabankarnin
Innlán í Al-
þýðubankanum
hækkuðu mest
á síðasta ári
INNLÁN hjá Alþýðubankanum
jukust mest allra viðskiptabank-
anna á síðasta ári eða um 95%.
Minnsta innlánsaukningin var
hjá Landsbanka íslands, 37,8%.
Utlán jukust einnig mest hjá
Alþýðubankanum og Verzlunar-
bankanum og hækkuðu þau um
70%hjá báðum.
Þessar tölur eru samkvæmt
bráðabirgðayfirliti viðskipta-
bankanna. Athyglisvert er að
innlán í einkabönkunum svoköll-
uðu hækka nokkru meira en í
ríkisbönkunum. Hjá Samvinnu-
bankanum hækkuðu innlán um
61% og þriðja mesta aukningin
var hjá Verzlunarbankanum, en
hann var eini bankinn þar sem
útlán hækkuðu hlutfallslega
meira en innlán. Innlán í Iðnað-
arbanka og Búnaðarbanka
hækkuðu mjög svipað.
Mesta innlánsaukning spari-
sjóða, sem Morgunblaðinu er
kunnugt um, var hjá Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis,
55,6%. Hjá stærsta sparisjóðn-
um Sparisjóði Keflavíkur, jukust
innlán á síðasta ári um 48,6%.
Sjá nánar: „Einkabankarnir
stóðu sig best“ bls. 7.
Morgunblaöið/Jóhannes Long
Fossvogurinn í Ijósum logum
Fossvogurinn var eitt eldhaf yfir að líta undir miðnætti á gamlársdag. Flugeldar kveiktu í skráþurri sinunni og slökkvilið og cinstaklingar börðust
við að halda eldinum frá húsum neðst í Fossvoginum.
Tal teflir
á Reykja-
víkurskák-
mótinu
SOVÉSKI stórmeistarinn Mikhail
Tal mun tefia á XII. alþjóðlega
Reykjavíkurskákmótinu, sem
hefst þann 11. febrúar næstkom-
andi. Ekki er að efa að koma Tal
verður skákunnendum kærkomin,
því menn minnast enn snilldartil-
þrifa hans á fyrsta Reykjavíkur-
skákmótinu árið 1964. Sovétmenn
hafa boðað þátttöku þriggja skák-
manna. Auk Tal koma Efim Gell-
er og Salov. „Við reyndum að fá
Garri Kasparov, heimsmeistara,
hingað til lands. Hann tók ekki
ólíklega í það ef tækist að fresta
væntanlegu einvígi hans við Ana-
toly Karpov. En því miður hefur
Alþjóðaskáksambandiö hafnað
beiðni hans um frestun," sagði
Þorsteinn Þorsteinsson, forseti
Skáksambands íslands, í samtali
við Morgunblaðið.
Margir snjallir skákmeistarar
hafa boðað komu sína. Þar má
fyrstan nefna Bent Larsen, sig-
urvegarann á afmælismóti skák-
sambandsins í fyrra. Lev Alburt,
sigurvegari Reykjavíkurskák-
mótsins 1982, kemur, svo og Tony
Miles frá Englandi, Yasser
Seirawan, Robert Byrne og
Fedrowic frá Bandaríkjunum.
Tólf Júgóslavar hafa boðað komu
sína og þeirra á meðal má nefna
stórmeistarann Abramovic, sem
hafnaði í öðru sæti 1982. Þá er
reiknað með þremur kunnum
Ungverjum, stórmeisturunum
Adorjan, Sax og Farago.
Húsasmiðjan mun hætta
framleiðslu einingahúsa
HÚSASMIÐJAN hf. mun hætta
framleiðslu einingahúsa í vor og hef-
ur starfsmönnum húseiningaverk-
smiöjunnar í Fífuhvammi í Kópavogi
verið sagt upp. Húsasmiðjan hefur
framleitt 30 til 60 timbureiningahús
á ári, og starfsmenn verið 15-40 eftir
árstíma.
Jón Snorrason framkvæmda-
stjóri Húsasmiðjunnar hf. sagði að
rekstur húseiningaverksmiðjunnar
hefði verið frekar þungur og enginn
bati sjáanlegur. Sala framleiðsl-
unnar hefði gengið ágætlega en
lánamálum í byggingaiðnaðinum
þannig háttað að sífellt erfiðara
væri að fjármagna framleiðsluna.
Jón sagði ekki ákveðið hvort verk-
smiðjan í Fífuhvammi yrði seld eða
tekin undir aðra starfsemi.
Ákvörðun menntamálaráðherra varðandi LÍN:
Framkvæmdastjórinn
leystur frá störfum
Hef sinnt starfinu af trúmennsku, segir framkvæmdastjórinn
SVERRIR Hermannsson mennta-
málaráöherra leysti Sigurjón Valdi-
marsson frá störfum framkvæmda-
stjóra Lánasjóðs íslenskra náms-
manna í gær. Hrafn Sigurðsson við-
skiptafræðingur hefur verið settur
framkvæmdastjóri til bráðabirgða og
honum til aðstoðar hefur verið ráð-
inn Reynir Kristinsson hjá Hag-
vangi.
„Þetta er ekki skemmtiverk, en
ég hlýt að fara eftir samvisku
minni og þeim skyldum sem ég tel
að á mér hvíli. Hér er á ferðinni
milljarða sjóður og ég get ekki
stundinni lengur horft á hann
rekinn öðru vísi en undir stjórn
þeirra sem ég hefi ástæðu til að
treysta," sagði Sverrir Hermanns-
son menntamálaráðherra. „Þau
skil sem mér voru gerð af hálfu
þessa sjóðs á síðasta ári fylltu mig
vantrausti á að vel og skynsamlega
væri á málum haldið og er ég þá
ekkert að vitna til þeirra mýmörgu
kvartana sem manni berast um
afgreiðslumáta þesssarar stofnun-
ar. Ég vil gera breytingar og það
er verið að athuga hvaða breyting-
ar eru skynsamlegar."
Sigurjón Valdimarsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
væri mjög undrandi á þessari
uppsögn. „Það hafa komið fram í
bíöðum ásakanir á hendur sjóðnum
og þær eru allar skýranlegar. Ég
veit að ég hef sinnt mínu starfi af
trúmennsku og axlað þá ábyrgð
sem á þessum sjóði hvílir og er því
afskaplega hissa á þessum aðgerð-
um ráðherra."
Þá gaf menntamálaráðherra út
í gær reglugerð sem kveður á um
að frá og með desember 1985 skulu
lánsviðmiðanir sjóðsins í íslensk-
um krónum vera jafnháar og á
tímabilinu september/nóvember
1985.
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra sagði að venjulega
færi fram uppfærsla miðað við
framfærsluvísitölu og gengi á
þessum lánum en nú hafi hann
tekið þá ákvörðun að lánin verði
óbreytt i krónutölu a.m.k. um hríð.
„Þessi ákvörðun núna veitir
aðhald í bili, en- ég þarf að velta
mörgum atriðum fyrir mér í fram-
haldi af þessu. Þetta er ekki stór
ákvörðun, en það þarf að gá að því
að laun fólks hafa verið skert og
launamenn hafa ekki fengið laun
sín útreiknuð eftir vísitölu fram-
færslukostnaðar. Hins vegar hafa
lán til námsmanna verið reiknuð
eftir framfærsluvísitölu og þeir
hafa einnig notið hækkunar vegna
gengisbreytinga allan tímann,"
sagði menntamálaráðherra.
Sjá nánar á bls. 4.
Meint stórfelld
skattsvik eru
til rannsóknar
HJÁ skattrannsóknadeild ríkis-
skattstjóra er nú til rannsóknar
meint skattsvikamál hjá stóru
innfiutningsfyrirtæki í Reykjavík.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins, er hér um að ræða
eitt stærsta mál sinnar tegundar,
sem komið hefur til rannsóknar
hjá skattyfirvöldum.
Þeir forsvarsmenn skattyfir-
valda sem Morgunblaðið ræddi
við í gærkvöldi, vörðust allra
frétta af málinu.