Morgunblaðið - 19.01.1986, Page 14

Morgunblaðið - 19.01.1986, Page 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 Eftir árásir hryðjuverkamanna á f lugvellina í Róm og Vín hótaði Moammar el-Khadafy, leiðtogi Líbýu, Bandaríkja- mönnum stríði. Bandarísk yfirvöld veltu fyrir sér af alvöru hvort herinn ætti að láta til skarar skríða í Líbýu og hvöttu ísraela til að hefna fyrir árásirnar. Hryðjuverkin á flugvöllunum voru rakin til hermdarverkamannaforingj- ans Abus Nidal, og slóð hans vísaði beint til Khadafys, velgjörðarmanns Nidals. Að lokum setti Ronald Reagan viðskiptabann á Líbýu: Hernaðaraðgerðir hefðu stefnt lífi saklausra borgara í hættu. Þessi mynd barst frá opinberu fréttastof- unni í Líbýu, Jana, og fylgdi henni eftirfarandi texti: „Bylt- ingarleið- toginn ræðir við frétta- menn bandarískra sjónvarps- stöðva á bú- garði 50 km suður af Típlolí.“ „ ... endalaust stríð“ Fyrir rúmum hálf- um mánuði höfðu Líbýumenn og Bandaríkjamenn í heitingum hvor- ir við aðra. Á nýársdag sagði Khadafy ofursti, að heflast myndi „endalaust stríð", ef árás yrði gerð á land sitt og bætti við: „Þá er úti um friðinn við Miðjarðarhaf." Svo hatrammar hótanir höfðu ekki heyrst áður frá Khadafy: „Ef fsraelar eða Bandaríkjamenn gera á hlut Palestínumanna í Líbýu, mun bresta á styijöld á götum úti í Bandaríkjunum og í hinni hersetnu Palestínu verða Israelar skotnir á fæti,“ sagði hann. í Washington vógu hemaðarsér- fræðingar kosti þess og galla að gera leifturárás á Líbýu. Og Reagan skoraði á ísraela og sagði að alténd þéír gætu íátió tii skarar skríða — iíkast til vegna þess að áhættan virtist of mikil fyrir Bandaríkja- menn. 3. janúar var greint frá því í fréttatímum bandarískra sjón- varpsstöðva að verið væri að íhuga hemaðaraðgerðir gegn Líbýumönn- um. í Napolí fékk flugmóðurskipið Coral Sea fyrirskipun um að búa sig til brottsiglingar ásamt fylgi- flota til suðvesturs, í áttina til Líbýu. Spennan var orðin slík að Egypt- ar, sem eru yfirlýstir andstæðingar Khadafys, hvöttu Bandaríkjamenn og ísraela til að rasa ekki um ráð fram. íranar, sem þekkja ættu stríðsrekstur af fimm ára raun, lofuðu vinum sínum Líbýumönnum aðstoð ef í nauðimar ræki. Hamagangurinn hófst þegar hryðjuverkamenn gerðu árásir á afgreiðslur israelska flugfélagsins E1 A1 á flugvöllunum í Vín og Róm 27. desember. Hryðjuverkamenn- imir vörpuðu handsprengjum í mannþröngina og skutu á allt, sem fyrir varð. 19 manns létu lífíð, þar á meðal fjórir tilræðismannanna, og 120 manns særðust. Böndin berast að Khadafy Ekki höfðu verið borin kennsl á alla hryðjuverkamennina, þegar víst var talið hverjir hefðu staðið að ódæðinu. Karl Blechta, innanríkis- ráðherra Austurríkis, sagði að morðingjamir í Vín væru að öllum likindum félagar samtaka hins rót- tæka skæruliðaforingja, Abus Nid- al. Undanfarin átta ár hefur hann skipulagt um 60 árásir og myrt eða sært mörg hundruð manns. Að árásimar voru gerðar á sama tíma þótti renna stoðum undir það að Nidal hefði einnig fyrirskipað árásina í Róm. Nidal á sér griðland í Líbýu og var það ísraelum og Bandaríkjamönnum rök fyrir því að Líbýumenn hefðu stutt árásimar á flugvellina. Að sögn austurrískra yfirvalda var hryðjuverkamönnunum hleypt inn í landið á vegabréfum frá Tún- is. Yfirvöld í Túnis sögðu að tvö vegabréfanna hefðu verið gerð upptæk hjá tveimur ungum Túnis- búum í Líbýu og fyrir átta árum hefði verið tilkynnt að þriðja vega- bréfið hefði týnst í Líbýu. Líbýumenn vöktu einnig sjálfír grunsemdir Bandaríkjamanna og Israela. Hin opinbera fréttastofa Khadafys, Jana, hlóð lofi á hryðju- verkamennina og sagði árásimar „hetjudáðir píslarvottanna frá Sabra og Schatila," flóttamanna- búða 1 Vestur-Beirút, þar sem mörghundruð manns týndu Kfi í árásum kristinna Líbana. Lofræða fréttastofunnar leysti úr Khadafy, ofursti, i fullum skrúða. læðingi háværar raddir gagnrýni og fordæmingar. Khadafy hefur hingað til ætíð getað treyst á skiln- ing Austurríkismanna. En nú var öðru ausið úr skjólunum en velviid: Leopold Gratz, utanríkisráðherra, lýsti yfir því að Líbýumenn væru einir á báti og utan marka alþjóð- legra kennisetninga og reglna. Stjóm Austurríkis leit á tilkynningu fréttastofunnar sem afstöðu Líbýu- stjómar til aiþjóðlegra hryðjuverka. Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, kvað Líbýu vera ríki morð- ingja og glæpir væru viðfangsefni þess. Peres fór fram á algert við- skiptabann á Líbýu. En það er erfitt að vega að meininu vift,rsétur þess. Um 1.600 Bandaríkjamenn starfa í Líbýu — sem Khadafy getur auðveldlega tekið í gíslingu, ef gerð er á hann árás. Reagan setti við- skiptabann á Líbýu og fyrirskipaði að allir Bandaríkjamenn búsettir þar skyldu yfirgefa landið áður en janúarmánuður væri á enda og eiga refsingu yfir höfði sér ella. Aftur á móti fara þeir ævintýramenn, sem f Líbýu eru staddir og fæstir vinna fyrir bandarísk fyrirtæki, tæplega að tilkynna bandarískum yfirvöld- um hvar þeir eru niðurkomnir, ef þeir sjá sér hag í að vera áfram í iandinu. Sjálfsmorðssveitir Einnig er ástæða til að óttast árásir sjálfsmorðssveita. Menn, sem eru reiðubúnir til árása án tillits til lffs og lima, eru sérlega hættulegir viðureignar: Þeir svífast einskis. Eini tilræðismaðurinn, sem lifði af árásina f Róm, hélt fram í yfir- heyrslu að f Beirút biðu um 300 ungir Palestfnumenn eftir því að vera sendir í sjálfsmorðsárásir. „Khadafy kostar uppihald þeirra og jafnvel Sýrlendingar líka,“ sagði hryðjuverkamaðurinn. En hverjir eru það, sem Khadafy raunverulega styður og hvers er Abu Nidal, slqólstæðingur hans, megnugur? Þetta eru hinar óleystu ráðgátur um ógeðfelldasta bylting- armann, sem komist hefur til valda f arabalöndunum eftir að nýlendu- tímanum lauk. Egyptar gerðu á sínum tfma heyrinkunnugt að Khadafy hefði meðal annarra veitt síkunum, sem myrtu Indiru Gandhi, fjárstuðning. Og þeir upplýstu einnig að hætta væri á að framin yrðu banatilræði við Margréti Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, Francois Mitter- rand, forseta Frakklands, Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, Sia-ul Haq, leiðtoga Pakistans, Fahd, konung Saudi-Arabíu og marga leiðtoga aðra með fíárstuðn- ingi Khadafys. „Hættulegasti mað- ur veraldar?" spurði fréttatímaritið Newsweek þá á forsíðu og nú síðast stóð í vestur-þýska dagblaðinu Bild að Khadafy vildi Hans-Dietrich Genscher feigan. Og Khadafy hefur verið sakaður um að leggja á ráðin um myrkra- verk á borð við fjármögnun „isl- amskrar kjarnorkusprengju" í Pa- kistan, sprengingu Assuan-stífl- unnar í Egyptalandi og að koma fyrir tundurduflum, sem reyndar hafa enn ekki fundist, f Rauða hafinu. En um Khadafy gildir það sama og um Makka hníf í Túskildings- óperu Bertolds Brecht: Ekki er hægt að sanna neitt á hann. Egyptar hafa komist næst því að finna sannanir, 1984 blekktu þeir Qóra væntanlega tilræðismenn við fyrrum forsætisráðherra Líbýu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.