Morgunblaðið - 19.01.1986, Page 19

Morgunblaðið - 19.01.1986, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR1986 B 19 Jónas Bragi hefur áður tekið þátt í sýningum. Bæði hefur hann átt verk á nokkrum samsýningum og svo hefur hann haldið einkasýningu í Eden í Hveragerði. „Það er mjög lærdómsríkt að taka þátt í svona sýningum og því um að gera að grípa hvert tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri. Hér á landi eru ótrúlega margir að vinna í glerlist og það er þroskandi að sjá hvemig aðrir vinna úr hug- myndum sínum,“ segir hann og bætir við að þessi listahátíð ungs tískusýningu, heldur sé þetta gert á kostnað allra þeirra tískusýninga sem boðið er upp á í Hagaskóla fyrir utan skólatíma. „Þetta er tímafrekt, en skemmtilegt," segja þeir. „En við emm ekki búnir að ákveða neitt um það hvort við komum til með að starfa frekar við leiklist. Það er ekkert varið í þetta nema menn séu mjög góðir — og við erum á kafi í svo mörgu öðru.“ Þeim til halds og trausts á sýningunni var Páll Sævar Guðjónsson, sem sá um hljóð og tæknibrellur. Jónas Bragi Jónasson við „Módel af verki“. Morgunblaðið/Emilía „Glerið býður upp á svo margt“ E g byrjaði að fikta við að búa til veggmyndir úr gleri fyrir fimm árum. Ég kynntist aðferðinni hjá bróður mínum, sem hafði lært þetta þar sem hann var í háskólanámi í arkitektúr. Ég er svo búinn að vera að reyna að þróa og þroska alls konar aðferðir síðan,“ segir Jónas Bragi Jónsson, 21 árs gamall nemandi á fyrsta ári í Myndlista- og handíðaskóla íslands, sem sýnir ellefu glerlistaverk á hátíðinni. „Það er heillandi að vinna með gler. Glerið býður upp á svo margt. Það getur ekki einungis framkallað sterkari liti en aðrir miðlar, heldur einnig mildari. Það er bæði hijúft og mjúkt. Brothætt og viðkvæmt," segir Jónas Bragi. Hann kveðst eyða öllum sínum tómstundum í að vinna að verkum sínum. „Enda hef ég alveg frábæra aðstöðu heima fyrir. Faðir minn, Jónas Guðvarðar- son, listamaður í Hafnarfírði, byggði fyrir nokkrum árum vinnu- stofu fyrir sig við húsið okkar. Hann notar hana hins vegar lítið sem ekkert, þannig að ég er alveg út af fyrir mig þegar ég vinn gler- ið. fólks sé einmitt til þess fallin. „Hér kynnir verk sín ungt fólk alls staðar að af landinu." „Gaman að taka þátt íþessu“ \t ið erum með myndlist sem valfag og erum mjög frjáls í því hvemig verkefnum við spreytum okkur á,“ segja þau Áki Guðni Karlsson, Heimir Helgason og Dögg Guðmundsdóttir úr 9. bekk í Réttarholtsskóla, sem öll eiga verk á hátíðinni. Áki sýnir vatnslita- mynd, Heimir dúk- skurðarmynd og Dögg þrívíddarmynd en nemendur úr Rétt- arholtsskóla eiga fjölda verka ásýningunni. Heimir og Áki segjast hafa verið í myndlistarskólum þeg- ar þeir vom yngri, en Dögg ekki. „Við eigum heijarinnar safn af myndum sem við höf- um teiknað í gegnum tíðina,“ segja þeir Áki og Heimir, en Dögg segir að ekki sé sömu sögu að segja af sér. „En ég hef alltaf farið dálítið á mynd- listarsýningar og haft gaman af,“ segir hún. „Það er gaman að taka þátt í svona listahátíð," segja þau er þau rölta um sýningarsali og skoða verk hinna sem taka þátt í sýningunni. Þau segjast öll hafa mikinn áhuga á mynd- list, en ekki vita hvort þau komi til með vinna mikið að henni í framtíðinni. Þó em þau nokkuð ákveðin þegar þau em spurð út { framtíðina og hvert hugurinn stefnir með starf. Heimir segist hafa verið ákveðinn strax átta ára gam- all: „Ég ætla að verða arki- tekt,“ segir hann. Dögg segist einna helst hafa áhuga á auglýsingateiknun og Áki heldur að það sé mikið fjár- hagslegt basl að vinna ein- göngu við myndlist. „Ætli ég fari ekki í einhvers konar raf- eindafræði," segirhann. Morgunblaðið/Emilía Heimir Helgason, Áki Guðni Karlsson og Dögg Guðmundsdóttir. COSPER Æb B TÓMABEÓ Sími 31182 Frumsýnir: GRAIREFURINN Árið 1901, eftir 33 ára vist í San Quentin fangelsinu, er Bill Miner, „prúði ræninginn", látinn laus. — Geysivel gerð, sannsöguleg mynd um óbugandi mann, sem rænir fólk, því það er það eina sem hann kann. — Sjöfaldur vinningshafi hinna virtu Genie-verðlauna í Kanada. Leikstjóri: Phillip Borsos. Hefðbundin írsk lög samin og flutt af THE CHIEFTAINS. Aðalhlutv.: Richard Farnsworth og Jackie Burroughs. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. ísl. texti. Bönnuð innan 12 ára. Frumsýnir: SjalflxMðar komnir, til að byggja bnl sem enginn vill, og ... Drepfyndin ný grínmynd, troðfull af furðulegustu uppákomum, með Tom Hanks (Splash) — John Candy (National Lampoon’s Vacation) og Rita Wilson. Leikstjóri: Nicoias Meyer. Dolby Stereo. Sýnd laugardag kl. 7 og 9 og sunnudag kl. 5,7 og 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.