Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 2

Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 4- Útvarpsráð: Ráðið í stöðu frétta- og dag- skrárgerðar- manns á Vestfjörðum Á SÍÐASTA fundi útvarpsráðs var samþykkt tillaga Markúsar Arnar Antonssonar um að ráða Finnboga Hermannsson í hálfa stöðu frétta- og dagskrárgerðar- manns á Vestfjörðum. Finnbogi hefur starfað að dag- skrárgerð fyrir ríkisútvarpið á Vestfjorðum. Ætlunin er að koma upp svipaðri aðstöðu fyrir frétta- og dagskrárgerð á Isafirði og þegar er komin á Egilsstöðum. Þá var kynnt á fundinum fjár- hagsáætlun fyrir dagskrárgerð sem gerir ráð fyrir aukinni fjárhæð til innlendrar dagskrárgerðar. Sótt hefur verið um hækkun afnota- gjalda til að mæta þeim kostnaði. Ef auglýsingatekjur minnka ekki verður töluvert fjármagn til inn- lendrar dagskrárgerðar en hvemig því verður varið í einstökum liðum hefur ekki verið tekin ákvörðun um, að sögn Markúsar Amar Antons- sonar útvarpsstjóra. Farnir til Sviss íslenska landsliðið í handknattleik hélt snemma í gærmorgun til Sviss með Amarflugsvél. Heimsmeistarakeppnin hefst á þriðjudag og þá mæta íslendingar Suður-Kóreumönnum. Á miðvikudag leikur ísland svo við Tékkóslóvakiu og gegn Rúmeniu á föstudag. Landsliðsmennirair sjást hér fyrir utan flugvélina í gærmorgun ásamt þjálfara og fararstjórum skömmu áður en haldið var í loftið. dótturfyrirtækis Norsk Hydro, sem á 43% og bænda, sem eiga 5%. Á aðalfundi Fiskiræktar sem haldinn var sl. föstudag var ákveðið að auka hlutafé félagsins um 18 millj- ónir íslenskra króna til að verða við óskum Norðmannanna. Hlutafé Fiskiræktar verður þá 54 milljónir. Tilraunir í fiskirækt hafa staðið yfir í Kelduhverfi sl. 6 ár, og að sögn Eyjólfs Konráðs Jónssonar, stjórnarformanns Fiskiræktar og ísnó, hafa þær borið mjög góðan árangur. Eyjólfur sagði ennfremur að nú væri til skoðunar ítarleg skýrsla og áætlanir um byggingu 4.000 tonna laxeldisstöðvar við Kistu á Reykja- nesi. Skýrsla þessi er unnin af A/S Mowi og Norsk Hydro fyrir Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, ísnó hf., Sjóefnavinnsluna og Fiskirækt hf. Eyjólfur sagði að niðurstaða skýrslunnar væri þess eðlis að úti- lokað væri annað en ráðast í fram- kvæmdir, hvort sem Norðmenn yrðu með eða ekki. „Meira get ég ekki sagt, þar sem skýrslan er trún- aðarmál, annað en það að stöðin mun kosta um einn milljarð ís- lenskra króna og flytja árlega út fyrir sömu upphæð. Það yrðu hrein- ar gjaldeyristekjur, þar sem allur rekstarkostnaður er innlendur. Mín skoðun er sú að hér sé áreiðanlega um að ræða mikilvægasta stórverk- efnið sem Islendingar geta tekist á við,“ sagði Eyjólfur Konráð Jóns- O INNLENT Eyrarbakkí: Grindvíkingur fyrstur íslenzkra skipa til að frysta loðnu og hrogn um borð: Handtökin mörg og lítið er sofið — gengur annars áfallalaust fyrir sig, segir Willard Ólafsson, skipstjóri FRYSTING loðnu og loðnuhrogna um borð í Grindvíkingi gengur þokkalega og á laugardag höfðu 35 Iestir af loðnu verið frystar og frysting hrogna var að hefjast. Grindvikingur er fyrsta ís- lenzka nótaskipið, sem frystir þessar afurðir um borð og eykur það verðmæti mögulegs afla verulega að sögn skipstjórans, Will- ards Ólasonar. Grindvíkingur hóf þessa fyrstu reynsluveiðiferð aðfaranótt mið- vikudagsins og byijaði veiðar í Reykjanesröst en flutti sig síðan vestur undir Jökul. Morgunblaðið náði talstöðvarsambandi við skip- stjórann Willard Ólason á laugar- dag. Hann sagði þetta ganga áfallalaust, en ýmis ljón væru þó í veginum, eins og við væri að búast við upphaf flókinnar vinnsiu um borð í fiskiskipi. Byijað hefði verið á heilfrystingu loðnu og flokkun og frysting gengi vel, en ýmsa þætti þyrfti þó að færa til betri vegar. Heilfrystingunni hefði hins vegar verið hætt á föstudag vegna átu í loðnunni og vegna þess, að hrognin voru farin að losna. Þá hefðu um 35 lestir verið fiystar og nýting verið þokkaleg. Frysting hrogna hefði svo hafízt á laugardaginn og virtist hún koma vel út. „Það eru mörg handtök við þetta og lítið verið sofið síðan við fórum út,“ sagði Willard. „Vinnsl- an er tímafrek og flókin, en veið- amar í raun minnsti þátturinn. Okkur nægir að kasta einu sinni á sólarhring og þó við verðum með minni skammt en ella eiga aukin verðmæti að bæta mismun- Gott að nota góða veðrið til að keyra þarann Selfo«si, 20. febrúar. YFIR vetrarmánuðina er Eyrar- bakkahöfn auð og tóm, þar er ekkert það líf sem einkennir hafnir á vetrarvertíð og af sem áður var. Menn í fiskvinnslu á Eyrarbakka horfa vonaraugum yfir til sundsins þar sem brúin yfir Olfusá mun rísa innan fárra ára. Þegar svipast var um við höfnina í dag, var eina lífíð þar að finna vestan bryggjunnar, en þar var Reynir Böðvarsson á Breiðabóli að moka þara í kerru og flutti í kart- öflugarða 'SÍna. „Þetta er alveg afbragðs áburður," sagði Reynir, þegar grennslast var fyrir um hvað hann væri að bardúsa. „Það er gott að nota góða veðrið til að keyra þarann," sagði hann og ennfremur að hann léti þarann grotna í hrúg- unum í garðinum, áður en hann væri tættur niður. Talið barst að nýju brúnni yfir ósinn og hversu mikil bót hún yrði. „Já, það verða nú átök maður þegar áin ryður sig og ef hann gerir suðvestan stórviðri á stórum straumi um leið,“ sagði Böðvar, sem þekkir veðrahaminn við ströndina á Bakkanum. SigJóns. Reynir Böðvarsson á Breiðabóli mokar þara i Eyrarbakkafjöru. Hlutafé ísnó hf. aukið um 36—40 millj. kr. Utilokað annað en að ráðast í fram- kvæmdir á Reykjanesi segir Eyjólfur Konráð Jónsson Grindvíkingur búinn til veiða og vinnslu. Morgunblaðið/Ól.K.M. inn upp. Þó mikið megi veiða núna er kvótinn ekki nægur fyrir svona afkastamikið skip og því er ekki" um annað að ræða en auka verð- mætin eins og unnt er. Loðnan er nánast verðlaus til bræðslu hér a landi núna, svo það er tvennt mögulegt, að sigla og fá þrisvar sinnum hærra verð og ódýrari olíu, eða margfalda verðmætin á þennan hátt. Mér lýst vel á þetta, þó við virðumst búnir að missa af heilfrystingunni, hrognin eru eftir og svo kemur vertíð eftir þessa vertíð. Við erum að gera meira úr því, sem við höfum, en áður, það hlýtur að vera stefnan," sagði Wiilard Ólason. Á AÐALFUNDI fiskiræktarfyr- irtækisins Isnó sem haldinn var á föstudaginn í fyrri viku óskuðu norsku hlutafarnir, A/S Mowi, eftir þvi að hlutafé yrði aukið um 6 milljónir norskra króna til að hraða uppbyggingu í Lónum í Kelduhverfi. ísnó er sameignarfélag Fiski- ræktar hf. — fjárfestingarfélags um fiskirækt — sem á 52%, A/S Mowi,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.