Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 4

Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 Reykjavík: Fjórar stofnanir fyrir aldraða brátt í notkun Tvær stofnanir á hönnunar- eða bygging-arstigi, segir Sveinn H. Ragnarsson félagsmálastjóri FJÓRAR nýjar stofnanir fyrir aldraða verða teknar í notkun í Reykjavík á næstu mánuðum og aðrar tvær eru á hönnunar- eða byggingarstigi, sagði Sveinn H. Ragnarsson fé- lagsmálastjóri í erindi á ráðstefnu Öldrunarfræða- félagsins um stofnanaþjón- ustu aldraðra á Stór- Reykjavíkursvæðinu. í vor verður tekið í notkun vistheimilið Seljahlíð við Hjallasel í Breiðholti. Það er ætlað fyrir 80 aldraða. Á lóð heimilisins eru 18 parhúsaíbúðir fyrir aldraða og verða þær seldar. Stefnt er að því að taka í notkun í vor þjónustumiðstöð í Hvassaleiti 56—58 í tengslum við söluíbúðir sem VR hefur byggt fyrir aldraða. Áætlað er að taka í notkun í bytjun næsta árs þjónustumiðstöð í Bólstaðarhlíð 41—45 í tengslum við söluíbúðir á vegum Samtaka aldraðra. Fljótlega mun hefjast félags- og tómstundastarf fyrir aldraða í félagsmiðstöð við Frostaskjól sem byggð er í samvinnu Reykjavíkur- borgar og Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Þá er hafín hönnun og bygging tveggja húsa fyrir aldraða; hönn- un þjónustumiðstöðvar við Garða- stræti-Vesturgötu og bygging hjúkrunarheimilisins Skjóls á lóð Hrafnistu í samvinnu við fimm aðila aðra. Smfóníuhljómsveitin í sjónvarps- auglfsingu hjá Iðnaðarbankanum í kvöld, sunnudaginn 23. febrúar, verður frumsýnd í íslenska sjónvarpinu nýstárleg auglýsing, þar sem fram koma fleiri leikendur og túlkendur en áður hefur tíðkast í sjónvarpsauglýsingu hérlendis. Sinfóníuhljómsveit íslands birtist fullskipuð, nú í fyrsta sinn í sjónvarpsauglýsingu, sem gerð hefur verið fyrir Iðnaðarbankann. Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitarinnar gerði samning við Iðnaðarbankann um að leggja fram vinnu sína, gegn 250 þúsund króna greiðslu, sem rynni til byggingar nýja tónlistarhússins. Stjómandi hljómsveitarinnar, Páll P. Pálsson, er í aðalhlutverki í sjónvarpsauglýsingunni, ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeistara. Umsjón með gerð auglýsingarinnar var í höndum Jakobs Magnússonar. (Fréttatilkynning frá Iðnaðarbankanum.) Lárus Hinriksson og Freygerður Baldursdóttir refabændur á Birki- landi í Oxarfirði. „Mismunur á verði skinnanna getur dugað fyrir fóðrinu“ — segir Lárus Hinriksson refabóndi sem varð efstur á gæðalista Hudson’s Bay uppboðshússins „ÁRIÐ áður vorum við númer tvö á gæðalistanum og var það okkur hvatning til að gera enn betur. Þama er líka um verulegan fjár- hagslegan ávinning að ræða því munurinn í verði skinnanna getur farið upp í að duga fyrir öllu fóðrinu,“ sagði Láms Hinriksson bóndi á BirkUandi í Öxarfirði. Láms rekur refa- og sauðfjárbú ásamt konu sinni, Freygerði Baldursdóttur, og urðu refaskinn þeirra efst á gæða- lista (topplista) Hudson’s Bay uppboðshússins í London fyrir íslensk skinn á síðasta sölutímabili. Skúli Skúlason umboðsmaður Hudson’s Bay á íslandi sagði að þetta væri í annað skipti sem Islend- ingar tækju þátt í skinnakeppninni. Sagði hann að í keppninni væri notað staðlað alþjóðlegt stigakerfi og væru gefín stig fyrir ýmsa eiginleika skinnanna, meðal annars fyrir stærð og hreinleika. Skinn Lárusar og Freygerðar fengu 1.262 stig. Þama er starf bændanna allt árið vegið og metið eins og það birtist á upp- boðunum veturinn eftir og liggur niðurstaða fyrir að hausti. Verðlaun- in eru farmiði á febrúaruppboðið í London en það er að mati Lárusar „endapunkturinn í ræktunarstarfi bóndans", að fylgjast með uppboði skinnanna. Lárus sagði að sér þætti öfunds- vert að komast efst á gæðalistann, fyrir utan fjárhagslegan ávinning væri alltaf gaman að sjá svo ríkuleg- an árangur erfíðis síns. Aðspurður sagðist hann þakka þetta góðum stofni sem tekist hefði að bæta með ræktun og góðri umhirðu eins og nauðsynleg væri í öllum búskap. Verðfall varð á refaskinnum á uppboði í Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Lárus sagði að'það væri vissulega uggur í refabændum vegna þess. „En ég gerði mér grein fyrir því strax í upphafi að það eru miklar sveiflur í þessari atvinnugrein og að þær eru hlutur sem maður verður að læra að lifa með, á sama hátt og með veðurfari í öðrum land- búnaði. Reyndar fannst mönnum verðfallið í Kaupmannahöfn vera í meira lagi, en ekkert þýðir að gefast upp þó á móti blási," sagði Lárus Hinriksson. Nýr úrskurður um styrkjakerfi í kanadísk- um sjávarútvegi væntanlegur 18. mars St. Johns, Nýfundnalandi, 21. janúar. Dragast íslendingar inn í deiluna milli kanadískra og bandarískra stjórnvalda um þessi mál? Frá blaðamanni Morgunblaðsins, Birni Vigni Signrpáissyni. ÍSLENDINGAR kunna að drag- ast inn í deilu þá sem Kanada- stjórn á nú í við bandarísk stjórn- völd vegna styrkjakerfis Kan- adamanna til handa sjávarútvegi sínum og leitt hefur til þess að settur hefur verið innflutnings- tollur á ferskan fisk sem fluttur er inn til Bandaríkjanna frá austurströnd Kanada. Innan kanadísks fiskiðnaðar er þess nú beðið með talsverðri eftirvænt- ingu að bandarískir embættis- menn birti nýjan úrskurð um styrkjakerfið í kanadískum sjáv- arútvegi. Þessa úrskurðar er að vænta hinn 18. mars nk. og á grundvelli hans munu bandarísk stjórnvöld taka til endurskoðun- ar þann innflutningstoll sem nú er lagður á kanadískan fisk sem fluttur er inn til Bandaríkjanna. Þessi tollur er nú 6,85% og er einungis lagður á ferskan fisk sem stendur. Ákveðins ótta gætir meðal emb- ættismanna og frammámanna í sjávarútvegi bæði hér á Nýfundna- !’ landi og í Nova Scotia um að þessi tollur verði hækkaður og það sem meira er að hann verði þá einnig lagður á frystan físk sem fer til Bahdaríkjanna frá austurströnd Kanada. Kanadamennimir sem blaðamður Morgunblaðsins hefur haft tal af segja að þeir muni beij- ast gegn öllum slíkum áformum Bandaríkjamanna af oddi og egg en ef Bandaríkjamenn standi fast við slíka ákvörðun muni Kanada- menn sjá sig tilneydda að draga íslendinga og aðrar þjóðir sem flytja frystan físk til Bandaríkjanna inn í málið á þeirri forsendu að ekki sé unnt að mismuna þjóðum í þessu tilfelli og þess vegna verði að taka aðrar þjóðir til hliðstæðrar skoðun- ar. Þá muni kom í ljós að túlkun Bandaríkjamanna á styrkjum sé býsna víðfeðm. Tollurinn sem nú er í gildi og nær til ferska físksins virðist ekki hafa nein teljandi áhrif á kanadísk- an fiskiðnað því eins og Kanada- mennimir segja sjálfír þá hefur eftirspumin eftir þessum físki í Bandaríkjunum verið slík að verðið hefur haldist mjög hátt og það hafí því i reynd verið bandarískir neyt- endur sem borgað hafa tollinn þótt hann eigi að heita lagður á til að vemda bandaríska sjómenn fyrir ríkisstyrktum sjávarútvegi grann- ans í norðri. Mál þetta er nú rekið fyrir banda- ríska alþjóðaviðsk.iptaráðinu (USITC) og er sá málarekstur afar flókinn. I sem skemmstu máli má segja að í upphaflegu ákæmnni snúist málið um 60 ráðstafanir stjómvalda í Kanada sem falli undir styrki samkvæmt skilgreiningu bandarísku tollalaganna. Viðskipta- ráðuneytið bandaríska úrskurðaði síðan 3. janúar sl. að 31 þessara atriða væm styrkir af því tagi að þau hefðu áhrif í Bandaríkjunum og með þvi að meta gildi þessara atriða hvers fyrir sig var 6,85% tollurinn ákveðinn til bráðabirgða. Segja má að þessi ákvörðun hafí að miklu leyti verið byggð á þeim gögnum sem Kanadamenn sjálfír lögðu fram í málinu. Næsta skrefíð var síðan að embættismenn banda- ríska viðskiptaráðuneytisins fóm til Kanada til að kanna og meta sjálf- stætt gögn Kanadamanna í málinu í lok janúar og nú í febrúar og hinn 18. mars er að vænta lokaúrskurðar þeirra varðandi þessa styrki. í lok mars mun síðan málflutningur hefj- ast og lokaniðurstöðu er að vænta 10. maínk. Nokkuð skiptar skoðanir em um það meðal frammámanna í sjávar- útveginum hér á austurströnd Kanada hvemig tollinum verði hátt- að að loknum úrskurðinum um styrkina 18. mars. Á Nova Scotia töluðu menn jafnvel um að tollurinn gæti hækkað í allt að 15-20% og þá allt eins getað náð til frysta físksins einnig. Karl M. Sullivan yfirmaður áætl- anadeildar sjávarútvegsráðuneytis- ins í St. Johns á Nýfundnalandi sem mest hefur með þetta mál að gera af hálfu stjómarinnar hér sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að hann teldi líklegast að tollurinn sem ákveðinn yrði í kjölfar úrskurðarins 18. mars yrði einhvers staðar á bilinu 6-12% og giskaði reyndar sjálfur á 9% toll sem líkleg- ustu niðurstöðuna. Hækkunina tel- ur hann einkum muni koma til af því að atvinnuleysisbætur til handa sjómönnum og fískvinnslufólki verði taldar til styrkja, en bæði í Nova Scotia og á Nýfundnalandi ríkir gífurlegt atvinnuleysi innan sjávarútvegsins. Kanadamenn mótmæla kröftug- lega öllum ásökunum Bandaríkja- manna um að aðgerðir þeirra til stuðnings sjávarútvegi sínum skaði Bandaríkjamenn á nokkum hátt. Skýringin á vandræðum bandaríska sjávarútvegsins sé fólgin í algjör- lega stjómlausum veiðum þeirra sjálfra meðan Kanadamenn hafi fulla stjóm á veiðum sínum með sem Bandaríkjamenn vilji nú kalla styrki. Þeir mótmæla því sérstak- lega að atvinnuleysisbætumar geti; komið til álita sem styrkur til sjávr- "arútvegsins samkvæmt skilgrein- ingu Bandaríkjamanna. Á sama hátt em þeir afar argir út í þann úrskurð Bandaríkjamanna að líta á þá fjármuni sem styrki sem bæði ríkisstjómimar í Nova Scotia og Nýfundnalandi ásamt kanadísku ríkisstjóminni lögðu til endurreisn7'. ar og endurskipulagningar risafyr-, irtækjanna tveggja í kanadískum sjávarútvegi, National Sea Product Inc. og Fishery Product Intemation- al. Bæði Percy McDonald forstjóri NSP á Nýfundnalandi og Vic Young forstjóri FPI vildu í samtali við blaðamann Morgunblaðsins líta á þá gríðarlegu Qármuni sem stjóm- völd lögðu í bæði þessi fyrirtæki sem fjárfestingu eða hlutafé. McDonald benti á að NSP, sem nú er almenningshlutafélag og að meirihluta til í eigu einkaaðila, hefði á síðasta ári skilað 10 milljónum Kdollara hagnaði og greitt stjóm- völdum arð af hlutabréfunum ( fyrirtækinu. Vic Young gerir á sama hátt ráð fyrir að FPI muni skila um 4 milljónum K-dollara hagnaði í ár og að hluthafamir, kanadfska ríkisstjómin og ríkis- stjómin á Nýfundnalandi og Bank of Nova Scotia, muni þá fá greiddan arð af hlutafé sínu. Jafnframt sé I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.