Morgunblaðið - 23.02.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 23.02.1986, Síða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 33 * JtofpiiiHafrttt Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Nýtt skref í öryggismálum Undir forystu Geirs Hallgríms- sonar í embætti utanríkisráð- herra voru stigin markverð skref í þá átt að auka frumkvæði okkar sjálfra við framkvæmd stefnunnar í vamar- og öryggismálum. Matt- hías Á. Mathiesen, eftirmaður Geirs, rakti helstu atriðin í sex liðum í Varðbergsræðu á fímmtu- daginn: 1. Sköpuð hafa verið skilyrði fyrir því, að í utanríkisráðuneytinu verði lagt hiutlægt mat á vamar- stöðu landsins og fyrirkomulag vamanna. 2. Lagður hefur verið grunnur að bættum tengslum við hermálayfírvöld innan NATO. 3. Hlutdeild íslendinga í vömum landsins hefur verið aukin, svo sem rneð ákvörðun, um að þeir skuli reka ratsjárstöðvar. 4. Ný stefna hefur verið mótuð í miðlun upplýs- inga til almennings. 5. Almenn flugstarfsemi og starfsemi vamar- liðsins verður skilin að með nýrri flugstöð á Keflavíkurflugvelli. 6. Aðstaða vamarliðsins til að gegna hlutverki sínu hefur verið bætt. Þegar litið er til þess, sem hér hefur verið rakið, og hitt síðan ri^að upp, að það, sem hæst var deilt um, á meðan Geir Hallgríms- son var utanríkisráðherra, var innflutningur á hráu kjöti til vam- arliðsins, er unnt að draga þá ályktun, að Islendinga greini ekki lengur á um meginatriði stefnunn- ar í vamar- og öryggismálum. Matthías Á. Mathiesen sagði rétti- lega í ræðu sinni, að iöngum hafí umræður hér á landi lotið að því, hvort haldið skuli vömum í landinu en ekki hvemig það skuli gert. Nú eru breyttir tímar að þessu leyti. Unnt er að veija kröftunum til að meta einstaka þætti í fram- kvæmd stefnunnar og huga að því, sem ógert er. Matthías Á. Mathiesen lýsti því yfír á fímmtudaginn, að hann ætlaði að leggja sérstaka áherslu á það, sem hann kallaði „innra öryggi" og skýrði meðal annars með þessum hætti: „Má þar nefna fastar reglur og eftirlit með starf- semi og fjölda erlendra sendi- manna; reglur um ferðir þeirra hér innanlands og um eftirlit með rannsóknaleiðöngrum erlendra manna. Þá þarf að gera áætlanir um eftirlit og gæslu í orkuverum og mikilvægum stjómárstofnunum og um önnur viðbrögð gegn skemmdarverkum á ófriðar- og ólgutímum. Ennfremur þarf að ákveða hvar þessum mikilvæga þætti, innra-öryggi, verður fyrir komið í stjómkerfínu. Reynsla frændþjóða okkar á Norðurlöndum getur komið að góðu gagni í þessu efni.“ Hér hreyfír utanríkisráðherra máleftii, sem sjálfsagt og eðlilegt er að ræða í því skyni að marka steftiu, er nýtur stuðnings sem flestra. Um þetta mál hefur flokkur utanríkisráðherra, Sjálfstæðis- ilokkurinn, ályktað oftar en einu sinni, til dæmis á þennan veg á landsfundi 1985: „Huga þarf að örygginu inn á við og gera nauð- synlegar ráðstafanir til að erlend ríki eða útsendarar þeirra, útlendir eða innlendir, grafí ekki undan öryggi íslenska ríkisins og sjálf- stæði þjóðarinnar innan frá.“ Okkur hættir oft til að tala tæpitungu, þegar við ræðum um öryggismál, hvort heldur þau snerta hervarnir eða annars konar vamir. Það, sem hinn nýi utanríkis- ráðherra er að segja, er, að stofnuð verði íslensk leyniþjónusta eða öryggislögregla. Hann segir einn- ig, að það verði ekki gert í stjóm- kerfínu nema með samvinnu nokk- urra ráðuneyta og koma þá forsæt- isráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti fyrst til álita. Forsenda þess, að þetta gerist, er að sjálfsögðu, að fyrir því sé pólit- ískur vilji. Til þess að hann mótist eru opinberar umræður nauðsyn- legar. Utanríkisráðherra hefur sagt fyrsta orðið um markvert nýtt skref til að tryggja öryggi þjóðar- innar. Nú þurfa fleiri að láta álit sitt í ljós — eða kannski ná hug- myndimar fram umræðulaust eins og breytingamar, sem Geir Hall- grímsson beitti sér fyrir? Ollum ætti að minnsta kosti að vera ljóst, að ekki er nægilega vel hugað að þessum þætti íslenska stjómkerfís- ins. Frelsi fyrir Gulko Stórmeistarinn Lev Alburt, sem er landflótta frá Sovétríkjun- um og teflir nú á Reykjavíkurmót- inu, gekk á fund Matthíasar Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, á dögunum ásamt með þeim Þor- steini Þorsteinssyni, forseta Skák- sambands íslands, og Halldóri Blöndal, alþingismanni Sjálfstæð- isflokksins. Erindið var skýrt: að biðja utanríkisráðherra íslands um aðstoð fyrir hönd Boris Gulko, stór- meistara í Sovétríkjunum, og fjöl- skyldu hans. Þau fá ekki fararleyfí úr landi. Hér í Morgunblaðinu birtist í dag síðari hluti lýsingar Andreis Sakharov á hetjulegri baráttu hans við sovéska kerfíð. Henni lauk með því, að Yelena Bonner, kona Sak- harovs, fékk leyfí til að leita sér lækninga í Bandaríkjunum. Það er unnt að opna glufu í jámtjaldið, ef nógu markvisst er unnið að því. Morgunblaðið skorar á Matthías Á. Mathiesen að beita sér opin- berlega gagnvart sovéska sendi- ráðinu í Reykjavík í máli Gulkos með sama haetti og Geir Hallgríms- son gerði til dæmis fyrir kvik- myndaleikstjórann TarkovSky. - , Hann hefur nú beimt son sinn Trá Sovétríkjunum. Sögnleg úrslit Urslitin í stjómarkjöri í Iðju, félagi verk- smiðjufólks í Reykja- vík, eru býsna sögu- leg, þegar tekið er mið af því, sem gerð- ist í þessu félagi fyrir u.þ.b. þremur áratugum. Þá tókst Sjálf- stæðismönnum að ná völdum í Iðju úr höndum sósíalista, sem þar voru þá allsráð- andi. Kjör Guðjóns Sigurðssonar, sem formanns Iðju á þeim árum markaði nokk- ur tímamót í verkalýðshreyfingunni. í kjólfarið fylgdu harðar kosningar í öðrum verkalýðsfélögum í Reykjavík, og í sumum þessara félaga tókst Sjálfstæðismönnum og Alþýðuflokksmönnum sameiginlega að ná völdum úr höndum sósíalista. Þessir aðilar stóðu jafnvel að framboði til stjórnar Dagsbrúnar í nokkur ár og tókst að ná sæmilegum árangri í þeim kosningum. Færa má rök fyrir því, að þessi harða sókn að einveldi sósíalista í verkalýðssamtökun- um hafí átt verulegan þátt í að skapa þar ákveðið valdajafnvægi, sem var ein af forsendunum fyrir því að Viðreisnarstjóm- in náði tökum á stjóm efnahagsmála og lagði grundvöll að nánu samstarfí þeirrar ríkisstjómar og helztu forystumanna verkalýðshreyfíngarinnar á þeim árum. Urslitin í Iðju á dögunum, þegar Bjami Jakobsson féll við formannskjör í þessu verkalýðsfélagi, marka þau tímamót, að í fyrsta sinn um þriggja áratuga skeið er Sjálfstæðismaður ekki í forystu fyrir Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reylqavík. Þau eru jafnframt nokkur undirstrikun á þeirri staðreynd, að Sjálfstæðismenn í verkalýðs- hreyfíngunni hafa misst út úr höndunum á sér nánast allan þann ávinning, sem þeir fengu í sókn áranna á eftir 1956 og fram á fyrstu ár Viðreisnar á vettvangi verkalýðssamtakanna. Eftir stendur að sjálfstæðismenn eru í forystu fyrir verzlun- armannasamtökunum og Sjómannafélagi Reykjavíkur. Áuðvitað má færa rök að því, að tímam- ir hafí breytzt og að frá sjónarhóli Sjálf- stæðisflokksins skipti ekki lengur máli, að virkir flokksmenn úr hans röðum gegni forystuhlutverki innan verkalýðshreyfíng- arinnar. Segja má, að vinnubrögð verka- lýðssamtakanna hafí orðið mun faglegri eftir því sem árin hafa liðið og þess vegna sé það tímaskekkja af hálfu stjómmála- flokks að telja það einhveiju skipta, að liðsmenn hans hafi áhrif í verkalýðshreyf- ingunni. Samskipti stjómvalda og verka- lýðssamtaka fari nú fram á faglegum grundvelli og bezt fari á þvi, að svo verði. Á móti þessum rökum má minna á, að á mestu valdaárum Sósíalistaflokksins í verkalýðshreyfíngunni var henni miskunn- arlaust beitt gegn ríkisstjómum, sem Sjálf- stæðisflokkurinn var aðili að eða Sósíal- istaflokkurinn var í andstöðu við. Jafn- framt er auðvitað ljóst, að tvisvar sinnum á tveggja áratuga tímabili var verkalýðs- samtökunum markvisst beitt til þess að hrekja ríkisstjóm Sjálfstæðisflokksins frá völdum og stuðla að myndun vinstri stjóma. Alþýðusamband íslands var virkur þátttakandi í því á ámnum 1955 og 1956 að koma á vinstri stjóm í landinu. Al- þýðusamband íslands lék lykilhlutverk í því veturinn 1978 að sameina verkalýðs- hreyfíngu, Alþýðubandalag og Alþýðu- flokk í sókn gegn þáverandi ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem leiddi til mesta fylgishruns í sögu þessara tveggja flokka. Með þessar stað- reyndir í huga er hægt að halda því fram, að ákveðið pólitískt valdajafnvægi í verka- lýðshreyfingunni sé nauðsynlegt til þess að halda henni utan afskipta af stjóm- málaátökum. Komist menn að þeirri niður- stöðu ætti þróunin innan verkalýðsfélag- anna í Reykjavík að valda Sjálfstæðis- mönnum nokkrum áhyggjum. Að vísu er ljóst, að stjómarkosningin í Iðju snerist ekki um pólitík heldur um innri málefni félagsins. Það breytir hins vegar ekki því, að í fyrsta sinn í þijá áratugi situr Alþýðubandalagsmaður í formanns- stól félags verksmiðjufólks í Reykjavík. Reynslan ein á eftir að leiða í Ijós, hvort það á eftir að hafa einhveijar pólitískar afleiðingar í för með sér. Hitt blandast engum hugur uin, sem fylgzt hefur með verkalýðsmálum, að sú grózka í verkalýðs- starfí innan Sjálfstæðisflokksins, sem fylgdi í kjölfar sóknarlotunnar í verkalýðs- félögunum á árunum 1956 og síðar er löngu horfín. Lítið hefur verið um það, að nýir forystumenn úr röðum Sjálfstæðis- manna hafí komið fram á sjónarsviðið á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar um nokkuð langt árabil. Þeir, sem þar era í starfi enn, era langflestir fulltrúar verka- lýðskynslóðar Sjálfstæðismanna frá því um 1960. Þessi þróun hefur vafalaust haft sín áhrif á jafnvægi eða janvægisleysi í mis- munandi skoðunum innan Sjálfstæðis- flokksins um kjaramál og margvísleg vel- ferðarmál. Forsagan Viðleitni Sjálfstæðismanna í verkalýðs- samtökunum til þess að efla áhrif sín þar á áranum 1956—1960 eða þar um bil átti sér forsögu. Forystumenn flokksins höfðu frá upphafi lagt mikla áherzlu á verkalýðs- starf. í Ólafs sögu Thors segir Matthías Johannessen m.a.: „Svanur Kristjánsson segir í riti sínu, Sjálfstæðisflokkurinn, klassíska tímabilið 1929—1944, „að flokksaðild Sjálfstæðismanna hafí verið „neikvæð“ í þeim skilningi, að aðildin hafí verið að hluta til byggð á andstöðu við aðra flokka." Tvö hugtök lýsi bezt grand- valiarhugmyndum Sjálfstæðisflokksins: þjóðemishyggja og hagsmunasamstaða, en í flokknum hafí sameinazt embættis- menn, kaupmenn, útgerðarmenn, milli- stétt, bændur og verkamenn og hafí hann ekki sízt lagt áherzlu á fylgi millistéttar og verkamanna. Með tilliti til fylgis hafí flokkurinn „að nokkra leyti verið flokkur allra stétta“. í hugmyndafræði hans hafi „þjóðemishyggja og stéttasamvinna (ver- ið) samofín". I stað stéttaátaka boðar flokkurinn einingu og samstarf allra stétta, enda er það í anda þeirrar þjóðemis- hyggju, sem hann erfði frá sjálfstæðis- baráttunni. I ritunum Klofningur Sjálfstæðisflokks- ins gamla 1915 eftir Matthías Johannessen og Upprani Sjálfstæðisflokksins eftir Hall- grím Guðmundsson, sem fyrr er nefnt, er fjallað um rætur Sjálfstæðisflokksins og þá menn, sem tengdu hann við sjálfstæðis- baráttuna á tveimur fyrstu áratugum aldarinnar, en skipuðu sér síðar, eftir mikil átök, í borgaralega samfylkingu með stofnun Sjálfstæðisflokksins 1929. Upp- rani og aðdragandi Sjálfstæðisflokksins er mikil saga, sem ástæðulaust er að tiunda hér. En athyglisverð er sú ábending Svans Kristjánssonar, að „samstöðuhugmynda- fræði" Sjálfstæðisflokksins náði ekki sízt til kvenna, sem hafa löngum stutt flokkinn vel og dyggilega, og þá e.t.v. ekki sízt vegna sögulegra tengsla við kvenréttinda- hreyfínguna fyrr á áram og stuðnings við kirkju og kristni. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft fleiri kvenframbjóðendur en nokkur hinna flokkanna," segir Svanur Kristjánsson. Hann segir ennfremur: „Hin almenna hugmyndafræði Sjálfstæðis- flokksins var sú, að flokkurinn endurspegl- aði hagsmuni allra stétta. Þessari hug- myndafræði fylgdi einnig vilji margra þeirra, sem hana aðhylltust, til að ganga að því, sem þeir töldu vera sanngjamar kröfur verkamanna." Hugmyndafræði Óðins, félags sjálfstæðisverkamanna og sjómanna, sem stofnaður var 1938, er athyglisverð á margan hátt og engu líkara en hún sé stefna Ólafs Thors í hnotskum: málfrelsi og félagafrelsi í verkalýðsfélög- um og þau séu óháð stjómmálafiokkum; allir eigi að fá tækifæri til að byggja yfír sig íbúðarhúsnæði; samvinna og skilningur milli atvinnurekenda og launafólks; áherzla lögð á mikilvægi allra stétta, at- orku einstaklingsins og Jöfn tækifæri"; einkarekstur tiyggi bezt aukna framleiðslu og þar með betri lífsafkomu — og: „íslend- ingar era þjóðemissinnar og einstaklings- hygg}uwenn“- Og „félagsleg fijálshyggja“ Sjálfstæðisflokksins birtist m.a. í þvf, að REYKJAVIKURBREF Laugardagur 22. febrúar rv Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt haldið þeirri stefnu, „að taka aldrei fjandsamlega afstöðu gegn neinum þjóðfélagshóp". Eins og sjá má á þessari tilvitnun í sögu Ólafs Thors lagði Sjálfstæðisflokkurinn frá upphafí ríka áherzlu á verkalýðsstarf og að sjónarmið launþega kæmust vel til skila í stefnu og starfi flokksins. í riti, sem út kom fyrir nokkrum áram um Sjálfstæð- ismenn í verkalýðshreyfíngunni, vitnar höfundurinn dr. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson í fyrirlestur, sem Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti á fundi Heimdallar 1929. Þar sagði Jón Þorláksson m.a.: „Bæði hér á landi og annars staðar hefur kaupdeilum fylgt of mikil óvild og jafnvel hatur á milli stétta, enda blásið óspart að þeim eldi af sumum þeim mönnum, sem vilja reyna að nota æstar tilfínningar fjölmennrar stéttar til hagsmuna fyrir sig sjálfa. Eitt af ráðunum til þess að forðast slíkan kala hygg ég vera það, að sem flestir reyni að skilja alla málavexti. Það er hollt fyrir atvinnu- rekenduma að skilja það, að þegar verka- menn fara fram á kauphækkun, þá koma þeir þar fram, sem fyrirsvarar mjög svo mikilsverðra hagsmuna í þjóðfélaginu, því að æskilegt er, að allir fái hið hæsta kaup, sem samrýmanlegt er við forsvaranlega gæzlu annarra hagsmuna. Hins vegar er nauðsynlegt að verkamenn og starfsmenn hafí sem beztan skilning á því, hve óhjá- kvæmileg nauðsyn það er, að ekki sé meira úthlutað í kaupgjald fyrirtækjanna en svo, að þau hafí nægilegan afgang til umbóta og aukningar á atvinnutækjum og öðram stofnfjármunum og beri auk þess eigendum sínum það mikinn arð, að fjármagn haldi áfram að leita í fyrirtækin til ávöxtunar." Eins og sjá má af þessum tilvitnunum hafa hagsmunamál launþega og verkalýðs- starf frá upphafi verið ofarlega í huga forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Óneit- anlega sýnist ástæða til þess, að úrslitin í Iðju verði tilefni endurmats á stöðu Sjálf- stæðismanna í verkalýðshreyfíngunni. Þau sjónarmið, sem fyrir hálfri öld lágu til grandvallar skoðunum Jóns Þorlákssonar og Ólafs Thors era .í fullu gildi enn þann dag í dag. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn grípur á þessum málum nú. Vinnustaðasamningar Skoðanir foringja Sjálfstæðisflokksins í upphafí um mikilvægi verkalýðsstarfs á vegum Sjálfstæðisflokksins era í fullu gildi en um leið er auðvitað nauðsynlegt að starf verkalýðsfélaganna þróizt áfram í takt við strauma samtímans hveiju sinni. Það vakti athygli fyrir nokkram dögum, þegar fréttir bárast um það, að Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur hefði sent Flug- leiðum bréf og hvatt til viðræðna um vinnustaðasamninga hjá félaginu. Bréf félagsins var sent vegna greinar, sem Sigurður Helgason, stjómarformaður Flugleiða, ritaði hér í Morgunblaðið hinn 26. janúar, þar sem hann fjallaði m.a. um vinnustaðasamninga. Grein Sigurðar Helgasonar hefur bersýnilega vakið nokkra athygli og er því ástæða til að staldra við hana. í grein þessari segir Sigurður Helgason m.a.: „Mikið hefur verið rætt um nauðsyn á vinnustaðasamn- ingum, þar sem allir starfsmenn hjá einu og sama fyrirtækinu gera heildarsamninga við það fyrirtæki. Sú staðreynd að hjá einu og sama fyrirtæki geta verið allt að 40 stéttarfélög, sem gera þarf samninga við, er dæmi um út í hvaða ógöngur komið er. Starfshópar í hinum ýmsu stéttarfélög- um geta síðan stöðvað rekstur, hver um sig. Dæmi um vinnustaðasamninga era þeir samningar, sem í gildi era annars vegar milli Islenzka álfélagsins og starfs- manna þess. Sama gildir um járnblendi- verksmiðjuna á Grandartanga. Þetta fyrir- komulag er þó þannig til komið, að þegar félögin hófu rekstur var ráð fyrir því gert í upphafí að slikt fyrirkomulag væri fyrir hendi. Álykta má, að slíkt fyrirkomulag hefði ekki náðst nema að það hafl verið ein af forsendum fyrir stofnun og rekstri þeirra. Komið hafa fram á Alþingi-tillögur um slíkt fyrirkomulag en þær hafa ekki enn náð fram að ganga. Með slíku fyrir- komulagi, allsheijarsamningi fyrir sama vinnustað og alla, sem þar starfa, myndi það vinnast, að sú óvissa, sem hér ríkir að einn og einn hópur geti skorið sig úr og stöðvað rekstur fyrirtækja væri úr sögunni." Það er engin tilviljun, að það er Verzlun- armannafélag Reykjavíkur, sem hefur frumkvæði um að taka undirþessi sjónar- mið Sigurðar Helgasonar. Aram saman hefur það félag haft forystu um margvís- legar nýjungar í verkalýðsstarfí og á því hefur engin breyting orðið. Rökin fyrir því að gera vinnustaðasamninga í stærri fyrirtækjum era augljós og gildir þá einu, hvort um er að ræða fyrirtæki, sem keppa á alþjóðlegum markaði, eða þau, sem hazla sér völl hér innanlands. Sú var tíðin að atvinnurekendur veigraðu sér við áð grípa til verkbanns en það er liðin tíð. Það ér nú 'orðið algengt, að ef einn hópUr Stöðvár starfsemi stórs fyrirtækis leiðir það til verkbanns á aðra starfshópa hjá því sama fyrirtæki. Þessi framvinda mála ætti að ýta undir það að verkalýðsfélögin gangi til samstarfs við atvinnurekendur um að koma á vinnustaðasamningum, öllum til hagsbóta, bæði atvinnurekendum og laun- þegum. Framför Annars verður ekki annað sagt, en að veraleg framför hafí orðið á undanförnum áram í samskiptum vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. Þær samningaviðræður, sem staðið hafa að undanfömu og raunar viðræður á vinnumarkaðnum síðustu ár staðfesta það. Nú leggja þessir aðilar ríkari áherzlu á það en áður að ná samningum án þess að sáttasemjari ríkisins komi þar við sögu. Með þessu undirstrika þeir sjálf- stæði sitt og'vilja til þess að leysa vanda- mál sín án milligöngu opinberra aðila. Þá er augljóst, að verkalýðsfélögin era ekki jafn fljót til að beita verkfallsvopninu eins og þau vora á áram áður. Þau sýna meiri vilja tii að leysa deilumálin um kaup og kjör án þess að til verkfalla komi. Vinnuveitendur era einnig opnari í viðræð- um af sinni hálfu. í eina tíð var það við- kvæði vinnuveitenda að það væri ekkert hægt að bæta launakjör fólks, síðan skrif- uðu þeir undir samninga um veralegar kauphækkanir. Nú era vinnuveitendur reiðubúnir til þess að hafa jafnvel fram- kvæði um kauphækkanir, eins og gerðist vorið 1985. Það er mikil breyting frá því, sem áður var og hefur áreiðanlega átt rík- an þátt í að breyta öllu andrúmi milli samningsaðila. Takist samningar án verk- falla að þessu sinni er það meiriháttar afrek þeirra, sem hlut eiga að máli og mun leggja grundvöll að því, að við fáum notfært okkur þau tækifæri, sem nú bjóð- ast til aukiimar hagsældar. Úrslitin í Iöju á dögnnum, þegar Bjarni Jakobsson féll viö formanns- kjör í þessu verkalýðsfélagi marka þau tíma- mót, að í fyrsta sinn um þriggja áratuga skeið er Sjálf stæðismaður ekki í forystu fyrir Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík. Þau erujafnframt nokkur undir- strikun á þeirri staðreynd, að Sjálfstæðismenn í verkalýðshreyf - ingunni hafa misst út úr hönd- unum á sér nánast allan þann ávinn- v ing, sem þeir fengu í sókn áranna á eftir 1956 og fram á fyrstu ár Við- reisnar á vett- vangi verkalýðs- samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.