Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1986
39
Umsjón: Gunnlaugur
Guömundsson
FiskamerkiÖ (19.
febr.—19. mars)
Hér á eftir verður fjallað um
samband tveggja dæmigerðra
Fiska. Allir eru hins vegar
samsettir úr nokkrum stjömu-
merkjum og því hafa aðrir
þættir einnig áhrif.
Tilfinningamenn
í samskiptum tveggja Fiska
hafa tilfmningar mikið að
segja og samskiptin fara að
miklu leyti fram á sálrænum
sviðum. Skilningur getur ríkt
á milli þeirra, þeir þurfa varla
að tala saman, heldur senda
þeir skilaboð sín á milli með
augum og líkamshreyfíngum,
eða hreinlega „skynja" líðan
hvors annars án þess að nokk-
ur sjáanleg skilaboð fari þeirra
á milli. Þetta getur verið gott
en getur einnig verið slæmt.
Það góða er að hér em tveir
einstaklingar sem geta skilið
dýpstu þarfír hvors annars og
geta því náð að mynda djúpt
samband. Það sem er vara-
samt er að ef annar aðilinn
er langt niðri skynjar hinn það
strax og getur dottið niður á
sama plan. Fiskurinn er
sveiflukenndur og næmur og
því getur taugastrekkingur
annars aðilans haft áhrif á
hinn, sem aftur hefur áhrif á
hinn o.s.frv. og úr getur orðið
hálfgerður vítahringur.
Fyrri aÖstceÖur
Það sem mestu máli skiptir í
þessu sambandi eru fyrri að-
stæður. Ef viðkomandi Fiskar
eru jákvæðir, þ.e. rækta garð
sinn og fara vel með orku sína,
þá horfir öðruvísi við en t.d.
hjá þeim Fiskum sem gera það
ekki. Samband tveggja já-
kvæðra Fiska getur verið á-
gætt. Við höfum þá þægilega
og „mjúka" persónuleika sem
hneigjast að listrænum og
andlegum málum, fólk sem
hefur gaman af tónlist og
því að sækja leikhús og list-
sýningar.
Flökt
Ef neikvæðari hliðin er ofan
á, höfum við tvo einstaklinga
sem geta dregið hvom annan
niður. Tveir draumlyndir
menn geta ómeðvitað hvatt
hvom annan til lífsflótta, ýtt
á það að veruleikaskynið
minnki. Fiskurinn á það til að
vera sveiflukenndur, flökt-
andi, ósjálfstæður, áhrifa-
gjam og stefnulaus. Þegar
tveir slíkir mætast getur
sambandið skort markmið og
tilgang og þeir flúið á vit
drauma og vímugjafa.
Skilningur
Það er tvennt annað sem ein-
kennir Fiskamerkið. f fyrsta
lagi botnlaus skilningur og
síðan ákveðið metnaðarleysi
og óveraldleiki. Skilningur
Fisksins birtist m.a. í sam-
ræðu hans við annað fólk.
Hann horfír á þig stóram
rökum augum og hann skilur
þig. Hann fordæmir ekki,
hann tekur allt til athugunar,
hann fínnur til með þér og
hefur samúð með þér.
MetnaÖarlaus
í sambandi við metnaðinn er
það svo að margir Fiskar sjá
of marga möguleika í lífínu.
Þeir skynja hveija stund
sterkt, lifa sig inn í það sem
er að gerast hverju sinni og
eiga því erfítt með að gera
langtímaáætlanir. Það kemur
alltaf eitthvað nýtt upp á
teninginn. Hvað varðar hið
óveraldlega má segja að
margir Fiskar Iifa í tveim
heimum, annar er raunvera-
leikinn hér og nú, hinn er
heimur ímyndunaraflsins og
þess óræða. Margir Fiskar
fínna fyrir sterkri þrá til ein-
hvers æðra, til guðdómsins og
andlegs veraleika.
LJOSKA
l'aiom OSS SJARÉTT 111'
. Od/SCINIQ y *c~
TOMMIOG JENNI
FERDINAND
VOUR GRANPFATHER
LEP THE 6REAT
MI6RATI0N OF '79..
ACTUALLY, I MAPE IT ALL
UP..THERE LUA5 NO
MI6RATI0N OF '79, ANP I
PON'T EVEN KNOL) LUHERE
THE CITV HALL 15 '
Ég fletti því upp I ráð-
húsinu...
Afi þinn var foringi í
hópfluginu 1979.
Þú getur verið mjög stclt
af honum.
í sannleika sagt skáldaði
ég þetta... það var
ekkert hópflug 1979, og
ég veit ekki einu sinni
hvar ráðhúsið er!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Þrátt fyrir opnun vesturs á
sterku grandi teygðu N/S sig
upp í sex spaða, sem vestur gat
ekki stillt sig um að dobla:
Norður
♦ 54
♦ Á43
♦ ÁG
♦ Á65432
Vestur Austur
♦ KGIO 432
♦ KDG llllll V 109872
♦ K1098 ♦ 76
♦ KDG ♦ 10987
Suður
♦ ÁD9876
♦ 65
♦ D5432
♦ -
Sagnir era of fáránlegar til
að hafa eftir en úrspilið er þeim
mun athyglisverðara. Vestur
byijar á hjartakóng. Ef sagnhafí
reiknar með að vestur eigi
spaðakónginn þriðja er eini
möguleikinn að vinna spilið sá
að endaspila vestur í trompi. En
þá þarf fyrst að hreinsa til í
hinum litunum. Hjartakóngur-
inn er drepinn með ás, hjarta
hent í laufásinn, hjarta trompað
heim og tígli svínað. Síðan stytt-
ir sagnhafí sig heima með því
að stinga lauf og hjarta og
trompar í millitíðinni tvo tígla í
borðinu. Þegar þtjú spil era eftir
er staðan þessi:
Norður
♦ -
¥-
♦ -
♦ 654
SMÁFÓLK
Vestur
♦ KG10
¥-
♦ -
♦ -
Austur
♦ 32
♦ -
♦ -
♦ 10
Suður
♦ ÁD
♦ D
♦ -
Vestur verður að trompa tíg-
uldrottninguna og gefa sagn-
hafa tvo siðustu slagina.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Þessi staða kom upp á Reykja-
víkurskákmótinu í viðureign
þeirra Lárusar Jóhannessonar,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Áskels Arnar Kárasonar.
m, á JL
*■ »■ ■
£J| Wt&WI,
fH B
( ÁW f ú
m m m%m&
24. Hxe5! - Bxe5, 25. Re7+ -
Kh8, (Eða 25. - Kg7, 26. Bh6+
og svarta drottningin fellur) 26.
De3 og svartur gafst upp, þvi
hann á enga viðunandi vöm við
hótuninni 27. Dh6 mát.