Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 Afmæliskveðja: Jensína Halldórs- dóttir skólastjóri Það tel ég til sérlegs atburðar á árinu 1985, er frk. Jensína Hall- dórsdóttir hefur sett Húsmæðra- skóla Suðurlands í síðasta sinn. Nýlega er það afmæli hennar liðið, sem opnar nú hveijum og einum, er þeim tíma nær, ný þátta- skil á starfsævi. Langan og gæfuríkan starfsdag hefur hún að baki. Hún hafði enn ekki náð hinu lögboðna fríi, þegar nýtt skólaár byijaði. Hún hélt því skólastjóm ótrauð áfram, eins og lög gera ráð fýrir, og sýnir það ást hennar á því starfi, sem hún helgaði alla krafta sína ung að árum. Það tel ég eftir löng kynni af skólastjóra Húsmæðraskóla Suður- lands, að það hafi verið mikið happ fyrir Laugarvatn, þegar Bjami Bjamason, skólastjóri, réð tvær ungar stúlkur að sínum nýstofnaða húsmæðraskóla, þær frk. Jensínu og frk. Gerði Jóhannsdóttur. Jens- ína varð skólastjóri og frk. Gerður aðalkennari. Jensína hafði óhagganlega ró með fögru ljúflyndi, en Gerður eins og vorblærinn, léttur og hraður, gleðjandi ogglaður. Þeirra samstarf var framúrskarandi farsælt og gott og entist þar til Gerður gifti sig og fór til Reykjavík- ur. Stúikumar sungu: „Gerður og Jens- ína“, glöðum rómi. Ekki var að furða f raun og vem, þótt farsælt yrði þeirra skólasystra samstarf, þar sem þeirra markmið var ekki eingöngu að kenna ungum stúlkum flest það, sem góða hús- móður má prýða og kennt verður, heldur einnig og ekki síður að gleðja bæði einstaklinginn og samfélagið í skólanum, því að gleðin gerir allt starf auðvelt. Mér er það minnisstætt, þegar ég sá skólastjóra Húsmæðraskóla Suðurlands í fyrsta sinn. Hún kom að skólasetningu Héraðsskólans. Hún vakti mjög athygli mína, þessi fallega, brúnhærða, granna stúlka með fögur, blá augu, dökk. Hún var hlédræg og aðlaðandi f senn. í hljóðleika sínum komst hún ekki hjá því að eftir henni væri tekið. Eg fékk að vita það á eftir, hver hún var. Líka minnist ég þess, þegar þær, hún og Gerður, buðu okkur hjónunum heim, hvað ég var eiginlega feimin við þær báðar, undir niðri. Enda var alltaf einhver fagur og rismikill hátíðarblær yfir öllum skólanum og þurfti ekki nein stórkostleg húsakynni til. Sá svipur var þó ekki síst yfir sérstöku heim- boði. Hér var að baki innlifun lista- mannsins, fegurðarsýn komin inn í hversdagsleikann, driffjöður alls, listin í verki, því að frk. Jensína á ríka listamannsgáfu til myndlistar. Rithönd hennar er mjög fögur og sérstæð. Hvar sem hún leggur hönd að verki kemur myndlistargáfan fram. Ég tók eftir því síðar, vetur eftir vetur, hvað ungu stúlkumar breytt- ust strax frá hausti til áramóta. Þær urðu fijálsar í fasi og öruggar í framkomu. Margar þeirra komu á fyrri tíð úr „einvistum fjalla og stranda". (E.B.) — Það var að jafn- aði glæsilegur hópur, sem kvaddi skólann hvert vor. Áhrif forstöðukonu og kennara urðu fastari og mótuðu meira allan hópinn í hinum allþröngu húsa- kynnum í Lind, þar sem ár eftir ár var yfirfullt hús, 32—35 nemendur, heldur en síðar í miklum sölum og húsrými nýja skólans. Aðsókn að honum fyrstu árin sprengdi þó af sér stærðina. Nem- endur urðu fleiri en ráð var fyrir gert. En ekki vil ég segja, að hin góða, sterka mótun hafi týnst í þeim rúmgóðu húsakynnum en tæpast urðu áhrif skólastjóra og annarra ágætra kennara jafn örugg fyrir hvem einstakling eftir að skólastjóri og yfirkennari fluttu í Heimaklett og nábýlið varð minna. „Vinnirðu eitt, þá týnirðu hinu,“ segir Einar Benediktsson. Þröng- býlið hafði sína kosti vegna þess, hvað samstarfið var með miklum ágætum. Frk. Jensína var afar heppin með sitt kennaravai. Mjög var látið af handavinnukennurunum. Ekkert var í verki sparað tii þess að efla gleðina og samfélagið. Mikil var einnig gestrisnin í skólanum, bæði við nágranna, sem áttu erindi þangað, og ýmsa þá, sem komu að Laugarvatni. Biblían sjálf segin Gleymið ekki gestrisninni, því að vegna hennar hafa menn stundum óafvitandi hýst engla. Það gleymist nokkuð oft í kven- frelsisumræðum á þessari tíð, hvað húsmóðir þýðir. Oft hefur fómfysi húsmóðurinnar bjargað mannslífi, fullkomlega í eiginlegri merkingu. Skyldi það nokkm sinni geta gleymst á Laugarvatni, ellegar í Laugardal, þegar öll böm af staðn- um og innan úr Dal voru boðin í Lind, rétt fyrir jólafrí? Öll litlu bömin fengu fyrst bam- fóstm, sem sá um þau, ein fyrir hvert þeirra — allt kvöldið. Borð vom dúkuð og skreytt m.a. með mörgum litlum fánum. Köku- hús með húsagarði, fólki og dýmm og tijám stóðu þar á borðum, tertur, mjög skreyttar og allskonar kökur. Verðandi húsmæður höfðu lært jólabaksturinn. Þær lærðu líka að taka á móti gestum, bæði stómm og smáum. Þegar súkkulaði hafði verið dmkkið með öllu, sem þar heyrði til, þá var opnað inn í salinn, þar sem fagurgrænt, mikið, alskreytt jólatré blasti við. Erindi jólanna gleymdist ekki. Nú var öllum bömunum raðað þar í kring, sunginn sálmur með undirspili og presturinn var beðinn að lesa jólaguðspjallið. Síðan sung- inn sálmur. Svo var gengið í kring um tréð. Þá vom fyrst sungnir jólasálmar. En síðan ýmisleg léttari lög með hringleik. Og síðast fengu bömin góðgæti og epli. Þama vom að verki „ríku“ kenn- aramir, sem hvorki spömðu sitt eigið fé né fyrirhöfn til þess að gleðja bömin og allt samfélagið í skóla og nágrenni. Ég minnist gleðinnar í bamaskól- anum, þegar jólaboðið kom á þeim dögum, sem ég var skólastjóri Laugardalsbamaskóla, og síðar, er ég var þar kennari. Það þótti tignarleg sjón, þegar skari af hvítskeggjuðum rauð- klæddum jólasveinum sást allt í einu koma á hvítri fönn eða föli, gang- andi með stóran staf einhverstaðar ofan úr §öllum á einum af síðustu skóladögum fyrir jól, og þeir komu með falleg boðskoit, sem stúlkumar í Lind, síðar nýja skólanum, höfðu teiknað og buðu til jólafagnaðar í Húsmæðraskóla Suðurlands. Þegar rauðklæddi skarinn sást, þá urðu öll bömin að fá að fara út að glugganum í gangi nýja bama- skólans til þess að horfa á þessa gesti. Tilhlökkun bamanna var mikil, og ég held helst engu síður okkar kennara skólans. Hér með sendi ég frk. Jensínu og hennar kennurum innilegustu þakkir fyrir skólabömin okkar. Þakkir fyrir ríkidæmi hjartans. Mjög hafa nemendur Húsmæðra- skóla Suðrlands haldið föstu sam- bandi við skóla sinn. Þær hafa komið þar á tug-afmælum sínum. Hið sameiginlega aðdráttarafl var þar fyrir hendi, alltaf sömu alúð að mæta. Innileiki og fómfysi eru sameiningar-afl. „Hin gömlu kynni gleymast ei.“ Frétt hef ég, að nú síðast hafi margir fulltrúar frá öllum ár- göngum skólans komið á afmæli frk. Jensínu í haust. Þær bám þar fram þá skemmtilegu og snjöllu hugmynd, að þær vildu kaupa í sameiningu til eignar sína gömlu Lind. Þær langar til að endurreisa það hús að öllu leyti eins og það var, halda því við og mætast þar. Á þennan sérstæða hátt vilja þær heiðra skólastjóra sinn, frk. Jensínu Halldórsdóttur, og minningu sinna fyrstu kennara, sem gerðu garðinn frægan. Betri minningu geta þær ekki gefið sinni forstöðukonu. Betur geta þegnar Laugarvatns ekki launað frk. Jensínu fyrir þær yndisstundir, sem böm og fiillorðnir nutu í Lind, en með því að styrkja þessa hugmynd nemendanna gömlu, sem allir vom ásamt for- stöðukonu og kennumm þátttak- endur i því mikla starfi, sem af hendi var fagurlega leyst, til þess að gleðja öll böm í Laugardal hvert ár fyrir jól. Kæru Laugvetningar, styðjið hugmyndina, að hún verði fram- kvæmd. Það er skemmtilegt, að skóla- minning skuli vera svo hugstæð og góð, að nemendur vilji leggja á sig mikið starf til þess að fá að ganga raunvemlega um sali minninganna. Og það er svo sjaldfengið, að gólf og veggir minninganna séu ekki reykur einn, þegar inn er stigið. Áþreifanleg minning æskunnar síð- ar meir er sjaldfengin. Þetta tryggðardæmi sýnir að náin kynni af skólastjóra þeirra og öðmm góðum kennurum hafa borið mikinn ávöxt í vom þjóðlífi. Ég óska þeim ungu stúlkum til hamingju, sem nú fá síðastar enn að njóta hinnar sérstæðu hand- leiðslu núverandi skólastjóra Hús- mæðraskóla Suðurlands. Þessi skóli hefur haldið velli í öllum áróðurs- herferðum gegn þessum fyrstu verknámsskólum íslands fyrir kon- ur. Ég óska frk. Jensínu, skólastjóra Húsmæðraskóla Suðurlands, inni- lega til hamingju með margfaldan árangur af fagurlega unnu ævi- starfi, sem borið hefur og bera mun mikinn ávöxt í þjóðlífi vom á komandi tíð. Því að þær ævistundir, sem aldrei vom reiknaðar til pen- ingaverðs, em alltaf það framlag einstaklingsins, sem mestum arði skilar til þjóðlífs og þjóðmenningar, bæði á yfirstandandi og ókominni tíð. Jensína eyddi miklum óskráðum og óborguðum tíma fyrir sitt skóla- starf. Hvorki var þar heldur sparað eigjð fé né fyrirhöfn, til þess að gleðja nemendur, böm og samfélag. Þakklátur hugur fylgir hinni síð- búnu afmæliskveðju frá húsi mínu. Rósa B. Blöndals Slökkvilið- ið kvatt að Alafossi SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kvatt að Álafossverksmiðjunni í Mosfellssveit um klukkan sjö i gærkvöldi. Hitnað hafði í ullartætara á efri hæð gamla verksmiðjuhússins og glóð komist í gegnum loftstokk í ullarþvottavél sem var á neðri hæðinni. Glóð komst einnig í vegg- klæðningu og urðu slökkviliðsmenn að rífa niður stokkinn. Skemmdir urðu mjög litlar, enda hafði starfs- mönnum tekist að slökkva eldinn að mestu áður en slökkviliðið kom. I BEINTFUIG ISÓISKINID Alls verða famar tíu ferðir til Benidorm í sumar, flogið er í beinu leigu- flugi. Gistimöguleikar eru allmargir, íbúðir eða hótel og mismunandi verð- flokkar. Páskaferð 26. marz, 2 vikur. Njótið þess að fara til Benidorm á ströndina hvítu,í ósvikna tveggja, þriggja eða fjögurra vikna sólarlandaferð á eina bestu baðströnd Spánar. Blessuð sólin skín allan daginn og það er bara ekkert notalegara en að láta hana baka sig. Gleðjið sál og líkama og kynnist götulífinu með kaffihúsum og sölubúðum. Rannsakið næturlífið: Kitlandi diskótek eða rökkvaða og rómantíska dansstaði. FERÐA.. Cuitcaí MIÐSTÖDIIM JtíMd AÐALSTRÆTI 9 ■ SÍMI 28133 • REYKJAVÍK mars APRÍL 2 vh~H3-\ Uyíu£\ ]ÚLÍ 6121117II y v [EBI J _ Lyðvoldisdagutirin^^B ÁGÚST W;SEPTEMBER H SEPTEMBER | 2211212 23 3 VÍKUH. ■ 3 Vifídf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.